Morgunblaðið - 17.12.1998, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 17.12.1998, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 71 FÓLK í FRÉTTUM MYNPBÖNP Líf og dauði Dreymi þig með fiskunum (Dream with the Fishes)_ llrama ★ ★★V2 Framleiðsla: Johnny Wow og Michell Stein. Handrit og leikstjórn: Finn Ta- ylor. Kvikmyndataka: Barry Stone. Tónlist: Tito Larriva. Aðalhlutverk: David Arquette, Brad Hunt og Kat- hryn Erbe. 97 mín. Bandarísk. Há- skólabíó, desember 1998. Bönnuð innan 12 ára. ÞAÐ eru stórar spurningar og sí- gild vandamál að veði í þessari óvenjulegu og ánægjulegu kvik- mynd. Líf og dauði, sannleikur og lygi, vinátta, ást, heilbrigði og sjúkleiki. Allt þetta og meira til er viðfangs- efnið og það er verulega óvenju- legt að sjá svo góðan árangur í kvikmynd sem færist eins mikið í fang. Myndin fjallar um tvo ólíka menn sem fara saman í undarlegt ferðalag sem á að enda í dauða þeirra beggja. Áður en yfir lýkur þurfa þeir báðir að horfast í augu við lífíð, dauðann og allar erfíðu spurningarnar. En þótt efniviðurinn sé á alvarlegu nótunum er myndin hvorki þung né tormelt. Húmorinn er hvergi langt undan og í stað þess að verða væmin verður myndin grátbrosleg eða beinlínis di'epfyndin þegar hætta er á leiðin- legri tegundum tilfínningasemi. Iburður er í lágmarki og öll áhersla lögð á að vanda sjálfa söguna. Per- sónur eru skrifaðar og leiknar af óvenjulegu næmi og augljósri vænt- umþykju og útkoman er eftirminni- leg og falleg kvikmynd. Guðmundur Ásgeirsson Italskt ástafar Léttúðarfulla Lóla (Monella)________________ Liósblátt ★>/2 Handrit og leikstjórn: Tinto Brass. Tónlist: Pino Donaggio. Aðalhlut- verk: Anne Ammirati og Patrick Mower. 90 mín. ftölsk. Háskólabíó, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. LJÓSBLÁAR evrópskar kvik- myndir eru tiltölulega lítt þekktar innan íslenskrar menningar og vekja því að sama skapi ný- stárleg viðbrögð. Þessi ítalska mynd segir frá ungri konu sem er á leið upp að altarinu, en þrátt fýrir ítrek- aðar tilraunir af hennar hálfu harðneitar unnustinn að sofa hjá henni fyrr en eftir brúðkaupið. Þetta verður til- efni mikilla nektarsýninga hjá stúlkunni sem eru í raun meginefni rnyndarinnar. Þótt kynferði stúlkunnar eigi að vera efniviðurinn þá er gægjuhneigð karlmanna aug- Ijóslega drifkrafturinn og skipar stóran sess í frásögninni. Sjónar- horn myndavélarinnar eru að mestu leyti hugsuð út frá þessu og mikið er um atriði þar sem fólk er að laumast til að kíkja hvað á ann- að. En þrátt fyrir áhugaverðar pæl- ingar inni á milli, nær myndin sjaldan upp fyrir að vera einfald- lega þokkaleg ljósblá mynd fyrir karla. Þeim sem eru viðkvæmir fyr- ir nekt og kynfærasýningum er ráðlagt að sniðganga myndina al- farið. Frá A til O ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fimmtudagskvöld verða tónleikar með Herði Torfa og hefjast þeir kl. 21. Miðaverð er 1.000 kr. Á föstudags- og laugardagskvöld er svo dagskrá tileinkuð Creedence Clearwater Revival í flutningi Gildrumezz. Miðaverð er 600 kr. Þess má geta að staðurinn er 1 árs um þessar mundir. ■ ÁSGARÐUR Dansleikur fóstu- dagskvöld kl. 21-2. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur. Dansað sunnudagskvöld frá kl. 20-23 með Caprí-tríóinu sem sér um fjörið. ■ ASTRÓ Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Sálin hans Jóns niíns en hljómsveitin hefur nýverið sent frá sér hljómplöt- una Gullna hliðið 1988-1998. Fyrr um daginn árita Sálverjar plötuna í Skífunni í Kringlunni kl. 18-19. ■ BROADWAY Hljómsveitin Stuðmenn leika fóstudags- og laugardagskvöld. Auk hljómsveit- arinnar koma fram margir góðir gestir og má þar nefna Hallgrím Helgason, rithöfund, Kristján Eldjárn, gítarsláttumeistara, Ein- ar Benediktsson, sendiherra, Karlakórinn Fóstbræður, Real Flavaz, Ólaf Elíasson, píanóleik- ara, break-dansarann Bjarna Böðvarsson, Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og dansarana Láru Stef- ánsdóttur og Chard Adam Bantner. Kynnir er Jónas Hall- grímsson. ■ BÚÐARKLETTUR, Borgar- nesi Á föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Gammel Dansk. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtudagskvöld leikur trú- badorinn Bjarni Tryggva og dón- ast og á fóstudags- og laugar- dagskvöld munu hinh' snyrtilegur Sixties leilka. ■ CAFÉ ROMANCE Píanóleik- arinn og söngvarinn Liz Gammon skemmtir gestum næstu vikurn- ar. Jafnframt mun Liz spila fyrir matargesti Café Óperu fram eftir kvöldi. ■ CATALÍNA, Kópavogi Hinn eini sanni Siggi Björns leikur og syngur föstudags- og laugardags- kvöld. ■ DJÚPIÐ, Hafnarstræti 15 Á sunnudagskvöld verður haldin skemmtun undir yfirskriftinni Jól á jörðu. Fram koma Megas, Súkkat, GAK, Pollock Bros, Osk, Dj. Medroid kynnir WM, nýtt plötufyrirtæki, Tanya, Birgitta Jónsdóttir, Sneak Attack, Guð- rún Eva Minerva, Stína Bongó og Auður Jónsdóttir. Aðgangseyrir er 600 kr. ■ FÓGETINN Á fimmtudags- kvöld verður vísnakvöld þar sem trúbadorar koma saman og flytja frumsamið efni. Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur Rúnar Þór ásamt þeim Jóni Ólafssyni, bassaleikara, og Sigurði Reynis- syni, trommuleikara. Leikið verð- ur gamalt og gott rokk. Á sunnu- dagskvöld er síðan leikin óraf- mögnuð írsk tónlist. ■ FJÖRUKRÁIN Fjaran: Jón Moller leikur jólalög á píanó fyiir matargesti. Fjörugarðurinn: Vík- ingasveitin er orðin að íslenskum jólasveinum með Giýlu í farar- broddi og syngja þau og leika fyr- ir veislugesti. Dansleikur með Rúnari Júl. föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtudagskvöld verða rokktón- leikar þar sem fram koma eftir langt hlé og líklega þetta eina sinn hljómsveitin Lipstick Lovers en auk þeirra leika Dead Sea Apple, Botnleðja og Bellatrix. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er þeim útvarpað beint á Rás 2. Á fóstudagskvöld leikur síðan hljómsveitin GOS og á laugar- dagskvöld tekur við hljómsveitin Spur. Sálin hans Jóns míns leikur sunnudagskvöld og á mánudags- kvöld verða Bellatrix-tónleikar. Þriðjudags- og miðvikudagskvöld leika hinir geðþekku piltar í hljómsveitinni Land og synir. ■ GLAUMBAR Á sunnudags- kvöldum í vetur er uppistand og tónlistardagskrá með hljómsveit- inni Bítlunum. Þeh' eru: Pétur Guðmundsson, Bergur Geirsson, Karl Olgeirsson og Vilhjálmur Goði. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunnar Páll leikur og syngur dægurlagaperlur fyinr gesti hót- elsins fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 19-23. Allir velkomnir. ■ GULLÖLDIN Á fóstudags- og laugardagskvöld leika hinir einu sönnu Svensen & Hallfunkel. ■ HAFURB J ÖRNINN, Grinda- vík Hljómsveitin Buttercup leikur föstudagskvöld. ■ HITT HÚSIÐ Á síðdegistón- leikum föstudag kl. 17 verður bókaupplestur og tónleikar með hljómsveitinni Bellatrix. Rithöf- undamir Guðjón Sigvaldason, Mikael Torfason, Auður Jóns- dóttir og Huldar Breiðfjörð lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Að upplestri loknum leikur síðan Bellatrix á síðustu síðdegistón- leikum ársins. Boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur. ■ HÓTEL FLÚÐIR Hljómsveitin Buttercup leikur fimmtudags- kvöld á jólaballi fyrir 16 ára og eldri. ■ HÓTEL MÆLIFELL, Sauðár- króki Hljómsveitin 8-villt leikur fóstudagskvöld. ■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum Hljómsveitin Sól Dögg leikur um helgina. Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin á dansleik hjá Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyj- um og síðan á almennum dansleik laugardagskvöld. ■ IÐNÓ Dúettinn Súkkat verður með útgáfutónleika laugardags- kvöldið 19. desember. Dúettinn skipa þeh- Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson. I Iðnó á laugardag mun Súkkat fá til liðs við sig valinkunna hljóðfæraleik- ara sem prýtt hafa plötu þeirr ULL. Ber þar helst að nefna Rún- ar Marvinsson yfirkokk í Iðnó, Birgi Bragason, Gunnar Erlings- son, Komma, Guðlaug Ottarsson, Lárus Grímsson, Hörð Bragason, Gísla Víkingsson, Eyjólf Alfreðs- son, Einar Pálsson og Jens Hans- son. ■ INFERNO, Kringlunni Hljóm- sveitin Buttercup leikur laugar- dagskvöld en þar verður haldið Mono-ball fyrir 18 ára og eldri. ■ KAFFI REYKJAVÍK Hljóm- sveitin Hálft í hvoru leikur fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagskvöld. Sigrún Eva tekur síðan við og leikur sunnudags-, mánudags- og þriðjudagskvöld. ■ KRINGLUKRÁIN í aðalsal fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld leikur hljómsveitin Léttir sprettir. I Leikstofunni fóstudags- og laug- ardagskvöld leikur Ómar Diðriks- son. Á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld leikur Gunnar Páll frá kl. 22-1. ■ NAUSTIÐ Jólahlaðborð fóstu- dags- og laugardagskvöld á 3.100 kr., 2.700 kr. aðra daga og 1.950 kr. í hádeginu. ■ NAUSTKJALLARINN Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Dansað til kl. 3. Reykjavíkurstofa er opin frá kl. 18 alla daga vikunnar. ■ PÉTURS-PÖBB Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hinn gamalkunni tónlistarmaður Stef- án P. ■ PUNKTURINN áður Blúsbar- inn. Á fimmtudags- og fóstudags- kvöld verður haldið blúskvöld þar sem hljómsveitin Blues Express leikur. ■ SJALLINN, Akureyri Á fóstu- dagskvöld leikur hljómsveitin Skítamórall. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Sálin hans Jóns míns. Fyrr um daginn áritar Skítamórall plötu sína í Bókvali milli kl. 15 og 16 og Sálverjar árita plötu sína Gullna hliðið 1988-1998 milli kl. 16 og 17. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík Á fóstudagksvöld leikur Dj. Siggi og á laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin 8-villt. Húsið opnar kl. 23. Forsala á Stjórnina 2. í jólum er hafin á Café Iðnó og einnig á ára- mótadansleik Skítamórals. ■ SPOTLIGHT CLUB er opinn fimmtudagskvöld kl. 23-1 og föstudags- og laugardagskvöld kl. 23-3. Forsala aðgöngumiða á gamlárskvöld er hafin. ■ TÓLF TÓNAR hljómplötu- verslun verður með tónleika á föstudag kl. 18 þar sem hljóm- sveitin Spúnk leikur. ■ VEITINGASTAÐURINN 22 Á fimmtudagskvöld verða haldnir tónleikár þar sem fram kom hljómsveitirnar Plastik, Sval- barði og Blek Inc. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og standa til kl. 23.30. Aðgangur er ókeypis. ■ TILKYNNINGAR í skemmt- anarammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is Tank Franyaise úr* 18 Kt gu# sjáífvinao KRINGLUNNI B-12 SIMI; 588 7230 WWW.LtONARD.IS T Guðmundur Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.