Morgunblaðið - 15.05.1999, Side 14
14 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
MORGUNBLADIÐ
FRÉTTIR
Forystumenn í Yerkalýðshreyfíngunni
Ekkí á döfínni að
lækka félagsgjöld
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Sænskur sig-
ur í Skeifu-
keppninni
SIGURINN í keppninni um Morg-
unblaðsskeifuna á Hólaskóla kom í
hlut sænsku stúlkunnar Söndru
Maríu Marin en lokaþáttur keppn-
innar fór fram á uppstigningardag.
Hlaut hún 8,49 í einkunn. Reið-
mennskuverðlaun Félags tamninga-
manna hlaut Viðja Hrund Hregg-
viðsdóttir og Eiðfaxabikarinn fyrir
besta hirðingu hlaut önnur sænsk
stúlka, Lisa Rosell.
FORYSTUMENN í verkalýðs-
hreyfíngunni segja það ekki á döf-
inni að lækka félagsgjöld sinna fé-
lagsmanna eða aðildarfélaga. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu sl.
fimmtudag lækka iðgjöld til Sam-
taka atvinnulífsins, sem stofnuð
verða næsta haust með sameiningu
Vinnuveitendasambandsins og
Vinnumálasambandsins, úr 0,34% í
0,21%.
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Islands,
segir að ekki sé hægt að taka mið af
iðgjöldum VSI í þessu samhengi.
„Þar er allt önnur starfsemi og
samtökin eru að stækka. Þótt
vinnuveitendur lækki sín gjöld
vegna breyttra starfshátta þarf það
ekki að þýða að aðrir breyti sínum
gjöldum. Eg vil vekja athygli á því
að á aðalfundi okkar í mars var
ákveðið að 15% af okkar félags-
gjöldum rynnu í nýjan sjóð, starfs-
Formaður Verslunar-
mannafélags Islands,
segir að ekki sé
hægt að taka mið
af iðgjöldum VSÍ
og endurmenntunarsjóð. Einnig
var samþykkt að önnur 15% rynnu í
vinnudeilusjóð. I raun og veru
renna því ekki nema 70% af félags-
gjöldunum í starfsemi félagsins,“
sagði Magnús L. Sveinsson.
Tap á félagssjóði Eflingar
Halldór Björnsson, formaður
Eflingar - stéttarfélags, segir ekki
í bígerð að lækka félagsgjöldin.
„Það eru öll félögin með sama
gjald, eða 1% af öllum launum. Yrði
samþykkt að lækka gjöldin gætum
við ekki rekið félagið. Við rákum fé-
lagið á síðasta ári með tapi á félags-
sjóði. Síðastliðið ár hefur verið okk-
ur afar kostnaðarsamt vegna sam-
einingarinnar. Eg sé ekki að við
getum farið niður fyrir 1% af laun-
um. Það er þess vegna ekki á dag-
skrá,“ sagði Halldór.
Grétar Þorsteinsson, formaður
Alþýðusambands Islands, sagði það
ekki í umræðunni eins og er að
lækka félagsgjöldin. Verkalýðsfé-
lögin greiða skatt til landssam-
bandanna og Alþýðusambandsins
af félagsgjaldi sem inn kemur. „Ég
sé ekkert samhengi milli lækkunar
iðgjalda hjá VSÍ og hjá okkur. Sú
umræða hefur ekki verið í gangi
þar sem félög hafa verið að samein-
ast að sameiningunni ætti að fylgja
lækkun félagsgjalda. Þvert á móti
hefur verið rætt um að með sam-
einingu ætti að tryggja mun víð-
tækari og betri þjónustu við félags-
mennina," sagði Grétar.
Vekja
athygli á
umferðar-
málum
Umferðaröryggisfulltrúar verða
starfandi í sumar á vegum Um-
ferðarráðs og Slysavarnafélags Is-
lands eins og undanfarin tvö sum-
ur. Þeir verða á Suðurnesjum,
Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður-
landi og Austurlandi. Hlutverk
þeirra er að vekja athygli á um-
ferðarmálum og hvetja sem flesta
til að leggja þeim lið heima í hér-
aði.
Umferðarröryggisfulltrúarnir
vinna í samstarfi við lögreglu,
Vegagerð, sveitarfélög, skóla og
fijáls félagasamtök.
Sigurður Helgason hjá Umferð-
arráði segir að langflest banaslys
á landinu í fyrra hafl orðið úti á
landsbyggðinni. Þetta hafi það í
för með sér að athyglinni núna
verði sérstaklega beint að þeim
þætti sem snýr að umferð á þjóð-
vegum. Ber þar hæst umfjöllun um
ökuhraða, um öryggi farþega og
ökumanna í bflum, sbr. notkun bfl-
belta og öryggisbúnaðar fyrir
börn í bflum.
Hrannar Björn Arnarsson er ánægður
með niðurstöðu skattrannsóknarstjóra
Skattamálin hjá
yfírskattanefnd
SKATTRANNSOKNARSTJORI
hefur falið yfírskattanefnd að úr-
skurða um skattamál Hrannars
Björns Arnarssonar, sem skipaði 3.
sæti Reykjavíkurlistans í síðustu
borgarstjórnarkosningum.
„Ég er mjög ánægður með þessa
niðurstöðu skattrannsóknarstjóra
og þann farveg sem málið er komið
í,“ sagði Hrannar Bjöm í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Þetta þýð-
ir að það verður ekki gefin út ákæra
og ekki óskað eftir opinberri rann-
sókn og það er það sem skiptir öllu í
þessu máli.“
„Ég vona bara að niðurstaðan
komi fljótt þannig að það styttist í
þennan farsæla endi,“ sagði Hrann-
ar Björn, en hann sagðist jafnvel
búast við niðurstöðu eftir 4 til 5
mánuði. Samkvæmt upplýsingum
frá skrifstofu yfirskattanefndar hef-
ur hún allt að 8 mánuði til að úr-
skurða um mál.
„Þegar niðurstaða er komin í
málið mun ég klára það í samræmi
við yfirlýsinguna sem ég gaf út 25.
maí síðastliðinn, en þar sagði ég að
ég myndi ekki taka sæti (í borgar-
stjórn) fyrr en niðurstaða lægi fyrir
og það verður ekki fyrr en málið er
til lykta leitt hjá yfirskattanefnd."
Yfirskattanefnd ákvarðar um
skattsektir í þeim málum sem skatt-
rannsóknarstjóri ber undir hana.
Hún starfar sem óháður úrskurðar-
aðili í ágreiningsmálum um ákvörð-
un skatta, gjalda og skattstofna,
sem á eru lögð af skattstjórum og
ríkisskattstjóra. Þá úrskurðar hún
um kærur vegna bindandi álita rík-
isskattstjóra í skattamálum.
Morgunblaðið/
FRÁ FYRSTA fundi umferðaröryggisfulltrúanna í húsi Slysavarnafélagsins í gær.
Siglinganefnd Tryggingastofnunar heimilt að greiða aðgerðir eftir að þær eru gerðar
Orfá tilvik greidd á
undanförnum árum
SIGLINGANEFND Trygginga-
stofnunai-, sem styrkir læknisað-
gerðir á íslendingum á erlendri
grundu, getur samþykkt erindi sem
berast eftir að ferð hefur verið farin,
að því tilskildu að öll málsatvik séu
ljós að mati nefndarinnar og kostn-
aður innan eðlilegra marka. Sigl-
inganefnd hafnaði í fyrra beiðni Ingu
Jónu Ingimarsdóttur um greiðslu
sjúkra- og lækniskostnaðar í
Englandi vegna bakaðgerðar sem
hún gekkst undir, m.a. á þeim for-
sendum að hún hefði átt að bíða eftir
úrskurði nefndarinnar áður en hún
hélt utan.
Una Björk Ómarsdóttir, ritari
nefndarinnar, segir að tilvik sem
þessi séu fá. Til samanburðar má
nefna að nefndin hefur samþykkt að
greiða kostnað við alls 446 aðgerðir
erlendis frá árinu 1995.
Tryggingaráð tók ákvörðun um
fyrrgreinda málsmeðferð á fundi sín-
um 8. september árið 1995, en jafn-
framt þessu var bókað að greiðsla
fyrir aðgerð sem þegar hefur verið
innt af hendi, skuli aldrei ákvörðuð
lengra aftur í tímann en tvö ár.
Einnig að meginreglan skuli vera sú
að sótt sé fyrirfram til siglinganefnd-
ar um greiðslu sjúkratrygginga.
Stuðst við álit sérfræðinga
Inga Jóna gekkst undir aðgerð á
baki vegna sjúkdóms sem læknar
hérlendis töldu illviðráðanlegan og
var aðgerðin framkvæmd í Bretlandi
í júní í fyrra. Læknii' stúlkunnar
sendi siglinganefnd Tryggingastofn-
unar beiðni um að sjúkra- og læknis-
kostnaður hennar vegna bakaðgerð-
arinnar yrði greiddur. Nefndin sendi
erindið til umsagnar nokkurra sér-
fræðinga sem höfðu haft stúlkuna til
meðferðar og seinasta haust ákvað
nefndin að hafna erindinu, á grund-
velli þeirra umsagna. Synjunin var
meðal annars miðuð við að Inga Jóna
hefði átt að bíða eftir úrskurði nefnd-
arinnar áður en hún hélt utan. Þá
hafi ekki verið um bráðvanda að
ræða, auk þess sem hægt hefði verið
að framkvæma umrædda aðgerð
hérlendis.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar, að þar sem lög-
maður fjölskyldu Ingu Jónu hafi
áfrýjað úrskurði siglinganefndar til
tryggingaráðs, sé honum óhægt um
vik að tjá sig um málið fyrr en trygg-
ingaráð hafi komst að niðurstöðu.
Brýn nauðsyn skilyrði
Una Björk segir að samkvæmt 35.
grein almannatryggingalaganna sé
skilyrði fyrir greiðslu sjúkrahús-
kostnaðar erlendis að sjúklingi sé
brýn nauðsyn að vistast á sjúkrahúsi
erlendis, vegna þess að ekki sé unnt
að veita honum nauðsynlega hjálp á
íslensku sjúkrahúsi, þ.e. að nauðsyn-
lega læknismeðferð sé ekki unnt að
veita hérlendis. Ástæða þess geti
verið hvort heldur sem er að tækja-
búnaður eða sérfræðikunnátta sé
ekki fyrir hendi hér á landi. Hvert
einstakt tilvik sé metið fyrir sig.
„Helstu tilvikin sem siglinganefnd
hefur samþykkt greiðslur til, eru líf-
færaflutningar, hjartaaðgerðir, að-
gerðir eða meðferðir vegna illkynja
sjúkdóma, bæklunarsjúkdómar,
nýrnasjúkdómar, flogaveiki o.fl.
Sumar aðgerðii- vegn þessara sjúk-
dóma er unnt að framkvæma hér á
landi en aðrar eru það flóknar að
þær verður að framkvæma erlendis
og eru því greiddar af Trygginga-
stofnun ríkisins," segir Una Björk.
„Líffæraflutningar eni í rauninni
einu aðgerðirnar sem má ganga út
frá að fari fram erlendis, en allar
aðrar aðgerðir fara eftir eðli málsins,
þ.e. hversu flókið tilvikið er og með-
ferðin sem það krefst.“
I 35. grein almannatryggingalaga
segir meðal annars að sjúkratrygg-
ingadeild gi-eiði kostnað við sjúkra-
húsvist, sé sjúkratryggðum brýn
nauðsyn á að vistast á erlendu
sjúkrahúsi vegna þess að ekki sé
hægt að veita honum nauðsynlega
hjálp í íslensku sjúkrahúsi. Sama
gildi um kostnað við dvöl, lyf og
læknishjálp, sem nauðsynleg sé er-
lendis að lokinni sjúkrahúsvistinni
þar. Heilbrigðisáðherra skipi nefnd,
þ.e. áðumefnda siglinganefnd, til að
úrskurða um hvort fyrrgreind skil-
yrði séu fyrir hendi, svo og hvar
sjúkratryggðir skuli vistaðir erlend-
is. Ef sjúkratryggður sé vistaður á
öðrum og dýrari stað en nefndin hef-
ur ákveðið, gi'eiði sjúkratrygginga-
deild aðeins þann kostnað sem greiða
hefði átt á þeim stað sem hún ákvað.
í siglinganefnd sitja þeir Þórður
Harðarson prófessor og Asgeir Hai’-
aldsspn, prófessor frá Landspítalan-
um^Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir
og Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknii’
frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Sig-
urður Thorlacius tryggingayfirlækn-
ir sem er jafnframt fomaður nefnd-
arinnar.