Morgunblaðið - 15.05.1999, Side 32

Morgunblaðið - 15.05.1999, Side 32
32 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Gúmmí- kúlnahríð á Vestur- bakka ÍSRAELSKIR her- menn skutu í gær gúmmíhúðuðum kúlum og táragasi að Palest- ínumönnum, sem mót- mæltu auknum bygg- ingarframkvæmdum gyðinga á Vesturbakk- anum. Hafa þeir síð- astnefndu lagt undir sig ný svæði þar að undanfömu en þeir óttast, að slík útþensla verði stöðvuð beri Ehud Barak, frambjóð- andi Verkamanna- flokksins, sigurorð af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og leiðtoga Likudflokks- ins í kosningunum á mánudag. Hér stumra nokkrir Palestínu- menn og ísraelskur hermaður yfir öldmð- um Palestínumanni, sem fékk gúmmíhúð- aða kúlu í höfuðið. Reuters Tímamótaúrskurður bandarísks alríkisdómara Gögn í Alger Hiss- málinu gerð opinber New York. Reuters, AFP. BANDARISKUR alríldsdómari úrskurðaði á fimmtudag að gera skyldi opinber gögn sem notuð voru í hinu umtalaða Alger Hiss-njósnamáli fyrir hálfri öld síðan. Hiss, sem var fyrrverandi starfsmaður í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu, var dæmdur fyrir njósnir á vegum Sovétríkjanna í víð- frægum réttarhöldum árið 1950 en alla tíð siðan hefur nokkur vafi þótt leika á því hvort Hiss var sekur. Bandarískum stjórnvöldum hef- ur fram að þessu tekist að halda leynd yfir málsgögnum en Peter Leisure, dómari við bandarískan alríkisdómstól, úrskurðaði í gær að það væri í þágu almennings að hin sögufrægu gögn - sem m.a. inni- halda vitnisburð Richards Nixons, sem seinna varð forseti Bandaríkj- anna - yrðu gerð opinber, og að þessir hagsmunir almennings vægju mun þyngra en sú nauðsyn sem hvíldi á að halda gögnunum leyndum. Urskurðurinn er sagður nokkur sigur fyrir sagnfræðinga sem lengi F y r <é> *mL\ f 3.495 kr 6*995 kr vH«PaÍ,S 2.995 kr' Buxur Jakki Stretch skyrtur 1.995 kr. 889 kr. 2.995 kr. V-hálsmáisbolir stutterma Sandalar HAGKAUP Meira úrval - betri kaup hafa viljað fá að sjá öll gögn máls- ins. Hiss var árið 1950 dæmdur fyrir meinsæri eftir að hann hafði svarað neitandi ásökunum um að hann hefði stundað njósnir á veg- um Sovétríkjanna. Tvisvar hafði rannsóknarkviðdómur verið kallað- ur saman á tímabilinu 1947-1950 til að rannsaka ásakanir á hendur Hiss, og komst sá fyrri að þeirri niðurstöðu að saksækja skyldi Hiss. Leisure sagði sérstaklega mikil- vægt að staðreyndir þessa máls yrðu lýðum ljósar því t.a.m. vekti málið upp grundvallarspumingar um lýðræði í Bandaríkjunum, mál- frelsi, rétt fólks til einkalífs, það vald sem stjórnvaldið gæti tekið sér við rannsókn sambærilegra mála og um hlutverk rannsóknar- kviðdómanna. Sagði dómarinn jafnframt að ekki væri hægt að sjá að þjóðarhagsmunir yltu á því að gögnunum yrði áfram haldið leynd- um. Ekki er enn ljóst hvort hið op- inbera mun áfrýja úrskurði dómar- ans. Þrýsti Nixon á um að Hiss skyldi saksóttur? í úrskurði dómarans var bent á að rannsóknir fræðimanna beindust m.a. að því að komast að raun um að hversu miklu leyti nefnd Bandaríkjaþings um „óam- erískt framferði" hefði beitt sér í málinu þegar rannsóknarkviðdóm- ur kom saman, og hvort sá mögu- leiki væri fyrir að hendi að nefndin hefði beitt svo miklum þrýstingi að áhrif hefði haft á þá ákvörðun kvið- dóms að Hiss skyldi saksóttur. ALGER Hiss árið 1992. Hann lést árið 1996, 92 ára að aldri. Hann sat á sínum tíma þrjú og hálft ár í fangelsi fyrir njósnir á vegum Sovétríkjanna. „Hvað þetta varðar þá liggur fyrir að Richard Nixon bar vitni fyrir rannsóknarkviðdómnum og getgátur hafa verið uppi um að í vitnisburði sínum hafi hann mjög barist fyrir því að Hiss yrði sak- sóttur fyrir meinsæri," sagði í dómnum. Það voru ýmis samtök banda- rískra sagnfræðinga sem farið höfðu fram á að málsgögn yrðu gerð opinber. „Loksins mun al- menningur geta dæmt um það sjálfur hvort réttlætinu var fiill- nægt með málshöfðuninni á hendur Alger Hiss og sakfellingu sem fylgdi í kjölfarið,“ sagði David Vla- deck, sem sótti málið fyrir hönd fræðimannanna. Sumar- tilboð Salemi með setn og handlaug á fæti á aðeins 16.7901 : HÚSASMIÐIAN Sími 525 3000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.