Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 Varan er til en bragðið vantar Er vöruúrval í íslenskum matvöruverslun- um sambærilegt við það sem gengur og gerist annars staðar í heiminum? Stein- grímur Sigurgeirsson veltir þessu fyrir sér og er ekkert allt of ánægður með ástandið, út frá sjónarhorni sælkera, þótt vissulega hafi það batnað stórlega. AÐ hafa orðið miklar breytingar á íslenskum matvörumarkaði á síð- ustu árum. Það eru ekki mörg ár síðan margt af því sem við teljum sjálfsagt í dag var tal- inn munaður, árstíðabundin lúx- usvara eða var bara hreinlega ekki fáanlegt. Ferskt lambakjöt allt árið. Nýir ávextir. Ferskir kjúklingar. Ætar kartöflur. Inn- fluttir ostar. Svona mætti lengi telja. Hverjum dettur í hug að halda því fram í dag að íslensku þjóðinni stafi heilsufarsleg hætta af því að fá að kaupa ferska kjúklinga en ekki gaddfreðna? Varla ekki einu sinni sömu mönn- unum er halda því fram í dag að það væri stórskaðlegt fyrir okkur að fá að kaupa innflutt kjöt. Vissulega neytir stór hluti þjóðarinnar erlendra matvæla (þar með talið kjöts) þegar hún fer til útlanda. Það er hins vegar í útlöndum, þar sem önnur heilsufarsleg lögmál gilda en hér á landi. Líklega yrðu menn fárveikir ef þeir neyttu sömu matvæla hér heima á Is- landi. Yfirlýst markmið er að vernda innlenda framleiðslu, sem til lengri tíma er varla hollt. Is- lensk matvælaframleiðsla á mikla möguleika en þeir möguleikar verða vart nýttir fyrr en að menn standa fyrir stöðugri samkeppni frá öðrum löndum. En smám saman hverfa þau höft- in, eitt af öðru, og aðstæður hér á landi verða líkari því sem gengur og gerist annars staðar á Vestur- löndum. Frumkvæði og metnaður En auðvitað snýst þetta ekki ein- ungis um höft heldur einnig frum- kvæði og metnað einstaklinga og íyrirtækja. Það er margt sem má gera en er ekki gert. Að sama skapi hafa einstaklingar og fýrirtæki átt frumkvæði að því að bæta matar- menningu okkar með ýmsum hætti og bæta við þá flóru sem fyrir er. Nú í vikunni mátti hér í blaðinu lesa um ungan bónda sem hafið hef- ur ræktun á kanínukjöti til sölu í al- mennum verslunum. Þar með hefur hann fjölgað valkostum okkar neyt- endanna um einn. Garðyrkjubænd- ur hafa einnig stóraukið ræktun sína á ferskum krydd- jurtum og gert okkur þar með kleift að búa til ferskt pestó, nota kóríander í ind- versku réttina okkar, rósmarín í uppskriftirnar frá Provence og svo framvegis. Að auki má nú yfirleitt fá innfluttar kryddjurtir á veturna. Þá er það ekki lengra síðan en fyrri hluta ársins 1995 að ég fagn- aði því hér í þessum dálki að hafin væri innflutningur á frosnum, frönskum haguette-brauðum. Það var frönsk kona búsett hér á landi sem átti frumkvæði að þessu og hóf rekstur sinn í lítilli verslun á Laugaveginum. Nú eru þessi brauð, sem allir þeir sem ánetjast hafa franskri eða ítalskri matar- menningu vita að eru ómissandi, fá- anleg í flestum stórmörkuðum og Sælkerinn MORGUNBLAÐIÐ VERSLUNARGESTIR kaupa inn í verslun á höfuðborgarsvæðinu fyrir tæpum tveimur áratugum. Ýmislegt hefur breyst í vöruúrvali síðan. allnokkur bakarí eru þar að auki farin að leggja mikinn metnað í brauðbakstur af þessu tagi. Vissu- lega eru þau misjöfn að gæðum, en þar sem þau eru best eru þau mjög góð. Þá er nú hægt að ganga að margs konar sérvöru vísri, ekki síst ítalskri, í fjölmörgum verslunum. Góðri ólífuolíu, ólífum, sólþurrkuð- um tómötum, Polenta-mjöli, sinn- epi, ediki, sveppum og svo framveg- is. Að ekki sé nú minnst á hið frá- bæra úrval asískra kryddtegunda og matvæla sem nú er víða á boðstólum. Jafnvel alvöru súkkulaði með 80% kakóinnihaldi frá Valrhona, einhverjum besta súkkulaðiframleiðanda veraldar, er nú fáanlegt hér á landi þótt því mið- ur séu sölustaðir þess of fáir. Þetta súkkulaði er sífellt meira notað af betri matreiðslumönnum hér á landi en almennir neytendur geta nær einungis gengið að því vísu hjá Konditori Kopenhagen á Suður- landsbraut auk þess sem ég hef rekist á það hjá Gallerí kjöti. En margt má þó enn betur fara. Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir innflutning osta er allt of lítið um spennandi osta á markaðnum. Ekki hjálpar ostakvótinn, þetta austan- tjaldsfyiirbæri, sem að auki er í allt of ríkum mæli notaður í ómerkilega erlenda fjöldaframleiðsluosta og smurosta. Grænmeti er einnig einn þeirra þátta sem farið hafa batnandi en eiga langt í land með að verða við- unandi. Jú, jú, grænmeti og ávextir eru vissulega til allt árið (ég er enn tiltölulega ungur en man þó þá tíð er epli og mandarínur voru tengdar jólunum) en því miður skortir mikið upp á að bragðgæðin séu í topp- standi. Islensku og hollensku tómatamir ná aldrei sömu dýpt í bragði og Miðjarðarhafstómatar frá Italíu og Frakklandi, er ræktað- ir hafa verið í náttúrulegum hita og sól. Þá er salat-framboð yfirleitt sorglegt og þá fyrst og fremst vegna þess hve úrvalið er af skorn- um skammti. Ein til ývær tegundir virðast eiga að duga Islendingum. Þetta er ekki einungis einhver sérviska í mér heldur hafa margir af bestu matreiðslumönnum lands- ins sagt það við mig í einkasamtöl- um að þeir telji grænmetisúrvalið vera einn þeirra þátta, sem hái þeim hvað mest við matargerð. Menn eiga hreinlega ekki kost á því að kaupa betra grænmeti jafnvel á hærra verði. Erlendir gestakokkar, sem hingað koma, reka jafnframt upp stór augu er þeir sjá hvað í boði er. Fleiri flokka, meiri breidd Nú er það yfirleitt svo í löndun- um í kringum okkur að vörur eru fáanlegar í mörgum gæðaflokkum. Það er hægt að fá hræbillegan kjúkling á stórmörkuðum í Frakk- landi og Bretlandi en einnig geta menn borgað töluvert meira fyrir og fengið séralda kjúklinga frá ákveðnum framleiðendum er rækta fuglana við náttúrulegri að- stæður en stóriðnaðurinn. Það er hægt að kaupa ódýrt grænmeti og fjöldaframleidda osta í stórversl- unum en að sama skapi stendur til boða að fara í sérhæfðar matar- búðir og kaupa bragðmikið græn- meti, yfirleitt lífrænt ræktað, frá suðurhluta Evrópu eða osta frá minni framleiðendum. I nýlegri heimsókn í matarbúðina Hediard í París var til að mynda nýkomin fyrsta uppskeran af jarðarberjum frá Périgord í Frakklandi, safarík, sæt og bragðmikil. Þau kostuðu um fjögur hundruð krónur fyrir einn lítinn bakka. Það er hægt að fá ódýrari jarðarber í Reykjavík en þau eiga ekkert sameiginlegt í bragði með þessum berjum, ein- ungis nafnið. A sama stað voru í boði kirsuber er kostuðu um 5.000 krónur kílóið. En þau voru þess virði, hvert ber lítil bragðsprengja. Þetta er að mínu mati það sem helst vantar upp á í matvælum í dag hér á landi. Vörurnar eru til en þær eru ekki í úrvalsflokki. Það eru til ,jarðarber“, „tómatar" og „franskir ostar“ en ekki í hæsta gæðaflokki. Auðvitað eru ekki allir reiðubúnir að borga hærra verð fyrir betra hráefni en þeir eru margir sem eru tilbúnir að gera það og auðvitað eiga menn að eiga þess kost. Maturinn verður ekki betri en hráefnin sem eru notuð. Afhverju stafar sein magatæming? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég hefi nýlega fengið rannsókn og sjúkdómsgreiningu á sársauka og uppþembu í maga eða undir bringspölum strax og ein- hverrar fæðu er neytt, sama hversu lítið það er. Tjáði rannsóknarlæknir á Landspítala mér á nærgætinn hátt að um væri að ræða þarmalöm- un, en við þessu væri til meðal og myndi ég fá ávísun á cisapridum, þ.e. Prepulsid 10 mg, 1 töflu þrisvar á dag fyrir mat. Nú hefi ég tekið þetta lyf í viku og finn alls engan mun. Þætti mér því gott ef einhvers staðar væri að hafa útskýringu á því hvers kyns fyrirbæri þessi sjúk- dómur er, hvort hægt er að lækna hann og eða hvað tekur við. Ég er 72 ára og hefí alla tíð verið frekar hraust, en nú undanfarin tvö ár hefi ég bæði undirgengist mjaðmaskurð vegna slitgigtar og fengið tvö bak- brot vegna beinþynningar og er ég undir leiðsögn og meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess. Én Þarmalömun þennan vetur hefi ég verið illa hald- in af flensu sem ekki vill fara, og hef! reyndar vegna þessarar miklu inniveru þyngst talsvert frá í haust, sem er ekki minn stíll ef ég er bæði jafnvægishrædd og útþanin og þannig mjög afskræmd og úr lagi gengin frá minni sjálfsvitund. Ég vildi góðfúslegast fara þess á leit við þig að þú skrifaðir um þennan vanda, lýstir honum og af hverju hann kemur. Hvort forðast ber ein- hverjar fæðutegundir o.fl. Svar: Rannsóknin hefur af lýsing- unni að dæma leitt í Ijós að hvorki er um að ræða magasár, þindarslit né annan vefrænan sjúkdóm sem geti skýrt óþægindin. Þá berast böndin að því sem kallað er starfrænn sjúkdómur og getur þar verið um að ræða eins konar þarmalömun eða seina magatæm- ingu, sem stundum tengist því sem kallað er bakflæði í vélinda (þegar súrt magainnihald rennur upp í vél- inda). Óþægindin sem fylgja þessu eru einkum verkir, uppþemba og brjóstsviði eða nábítur og eru oft- ast verst eftir máltíðir. Oþægindi af þessu tagi eru algeng og því miður er lítið sem ekkert vitað um orsak- ir. Stundum gengur vel að lækna þessa kvilla með lyfjum eins og því sem nefnt er í bréfinu en stundum gengur það illa. Um mataræði er ekki hægt að gefa almennar ráð- leggingar vegna þess hve einstak- lingsbundið þetta er, en hver og einn verður að prófa sig áfram. Óþol fyrir mjólkursykri getur stundum lýst sér svona og er sjálf- sagt að prófa að forðast vörur sem innihalda mjólkursykur í 1-2 vikur og sjá hvort það hjálpar. Einnig er rétt að minnka eða forðast sykur Eirðarleysi í fótleggjum og fitu í einhvem tíma og það er líka gott fyrir vigtina. Ef þetta dug- ir ekki er sjálfsagt að tala aftur við lækninn sem sá um rannsóknina. Spurning: Tvær konur hafa hringt vegna pistilsins um eirðar- leysi í fótleggjum. Önnur ráðlagði sykurbindindi frá miðjum degi, sagði það hafa breytt miklu hjá sér. Hin sagði lækni hafa ávísað á sig lyfinu Madopar (100+25 mg) fyrir ári, hún tekur 1-2 hylki fyrir svefn- inn og hefur ekki fundið fyrir þessu síðan, en hún var mjög slæm með tilheyrandi næturvökum, göngu um gólf, köldum fótaböðum o.þ.h. Hún segist hafa látið þjáningasystkini sín vita, og öllum hafi reynst lyfið vel. Svar: Ef einfalt ráð eins og sykur- bindindi hjálpai’, er það frábært, ég hef ekki heyrt um það áður og legg til að sem flestir prófi það. í pistlin- um var sagt frá því að lyfið levó- dópa, sem er notað við Parkinsons- veiki, hjálpaði einstaka sinnum. Madopar er lyf við Parkinsonsveiki og inniheldur m.a. levódópa. Skammturinn sem nefndur er hér að ofan er lítill og ekki líklegur til að valda alvai-legum aukaverkun- um. í rannsóknum sem gerðar hafa verið hjálpar þetta lyf einungis í einstaka tilfellum en fyrir þá sem era illa haldnir getur verið þess virði að prófa. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á mtíti spurningum á virkum dögum í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt Vikulok, Fax: 5691222. Einnig gela lesendur sent fyrir- spurnir með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag(S>hotmail.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.