Morgunblaðið - 15.05.1999, Side 52

Morgunblaðið - 15.05.1999, Side 52
. 52 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN BJARNASON + Björn Bjarnason fæddist í Bol- ungarvík 6. ágúst 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reylya- víkur 4. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Ei- ríksson, kaupmaður og útgerðarmaður, og kona hans Hall- dóra Benediktsdótt- ir. Hann var elstur fimm bræðra, nöfn hinna eru: Halldór f. 1920, látinn; Bene- dikt, f. 1925; Eirík- ur, f. 1927; og Birgir. f. 1931. Bjöm kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Erlu Geirsdótt- ur, f. 14. október 1919, hinn 15. september 1945. Börn þeirra era: 1) Helga, f. 1947, maki Jó- hann Örn Héðinsson. Börn þeirra era Adda María, f. 1967, og Björn Ingi, f. 1973. 2) Geir, f. 1949, maki Ann Mikkelsen. Syn- ir þeirra eru Sigurgeir Björn, f. 1977, og Óli Páll, f. 1985. 3) Halldóra, f. 1959, maki Guð- mundur Þórodds- son. Börn þeirra eru Kristín, f. 1993, og Bjöm, f. 1995. Björn varð stúd- ent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1939. Cand. mag. í eðlisfræði og stærð- fræði með stjörnu- fræði og efnafræði sem aukagreinar frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1945. Björa var kennari við Mennta- skólann á Akureyri, Mennta- skólann í Reykjavík og Verk- fræðideild Háskóla Islands. Hann var skipaður rektor Menntaskólans við Tjörnina (síðar MS) 1970 og gegndi þeirri stöðu þar til hann lét af störfum 1987. Útför Björns fór fram í kyrr- þey. Þegar Björn Bjarnason braut- skráðist í stærðfræði úr Hafnar- - háskóla í ársbyrjun 1945 störfuðu hér á landi þrír menn með stærð- fræði sem aðalgrein á háskóla- prófi. Ólafur Daníelsson, þá kom- inn undir sjötugt, var sá braut- ryðjandi, er aldarfjórðungi fyrr hafði mótað stærðfræðideild Menntaskólans, Sigurkarl Stef- ánsson hafði kennt þar í hálfan annan áratug og Leifur Asgeirs- son var nokkru áður kominn suð- ur til að kenna stærðfræði í nýrri verkfræðideild Háskólans eftir áratug sem skólastjóri á Laugum. Hálfu öðru ári fyrr en Björn hafði Guðmundur Amlaugsson lokið prófi í Höfn en komst ekki heim, dönsk þjóð var fjötrum bundin, og kenndi hann þar. Björn varð líka innlyksa að prófi loknu og gerðist hann reiknimeistari á dönsku landmæl- ingastofnuninni það misseris- skeið, sem stríðið geisaði enn. Löngu fyrr, á seinni hluta átjándu aldar, hafði íslenzkur reiknimeist- ari, Stefán Björnsson, unnið í landmælingadeild danska vísinda- félagsins, en á nítjándu öld hafði Björn Gunnlaugsson sameinað hvort tveggja í starfi sínu hér á landi, mælingarnar sjálfar og reikningana, sem kort hans byggðust á. Þessi vinna Björns Bjamasonar varð til þess fjórtán ámm eftir heimkomuna, að leitað var til hans, er Landmælingar Is- lands þurftu á reiknimeistara að halda. Mikið var þar umleikis, mælt var þéttriðið þríhyrninganet suðvestanlands, og sat Bjöm sumarlangt uppi í Sjómannaskóla ásamt dönskum yfirmanni þess- ara mælinga og tók við afrakstri okkar mælingamannanna; hann tottaði pípu sína í makindum inn- an dyra en við blésum úr nös á fjöllum uppi. Ekki vom reikning- v ar vélrænir, heldur notaðar logra- töflur í digrum doðröntum og vom aukastafir býsna margir, sem skrá þurfti. Þess var sérstak- lega gætt, að enginn asi væri við skriftir; misritun gat undið svo upp á sig, að illskeytt væri að vinda ofan af. Vel hafði gefizt í Höfn, og þannig var þar unnið enn, að allt væri skráð með penna með gömlu lagi, fjöðurstafur var þó aflagður, blekbytta á borði og penna drepið í; með slíku ritfangi varð engin fljótaskrift á verkinu. Björn var borinn og barnfædd- ur Bolvíkingur, en foreldrar hans, þá nýlega fluttir vestur á firði, vora austfirzkrar ættar og aust- ur-skaftfellskrar. Kunnastur mað- ur fyrmm, honum náskyldur, var alnafni hans og ömmubróðir, Björn Bjarnason frá Viðfirði; þótt , hann yrði kunnur af riti sínu um íþróttir fornmanna, átti hann ekki þeirra hreysti og féll frá langt um aldur fram. Bjarni Eiríksson kaupmaður í Bolungarvík, faðir Björns, var um skeið barnakenn- ari á Djúpavogi. Á efstu árum sín- um minntist séra Jakob Jónsson þessa kennara síns; hann hefði verið afburðamaður og „hann lagði mikið upp úr góðum fram- burði“. Þegar að því kom um miðja öldina, að Björn færi að kenna bræðrum mínum og svo mér síðar, þá var það á mínum bæ talið honum til gildis að vera bróðursonur hennar Rósu Eiríks- dóttur, en hún hafði sem ung- lingsstúlka verið hjá afa mínum og ömmu á Djúpavogi og þjónað svo heimilinu og boðið af sér slík- an þokka, að um hana vora alla tíð bjartar minningar míns fólks. Björn var Akureyrarstúdent og var Trausti Einarsson aðalkenn- ari hans í stærðfræði og eðlis- fræði alla veturna í stærðfræði- deild, hann sjálfur var þá nýbúinn að koma henni á legg, en Birni kenndi einnig Guðmundur Arn- laugsson, sem gerði hlé á náminu í Höfn. Björn var dúx stærðfræði- deildar 1939 með yfirburðum. Til að meta hvers virði einkunnir Trausta voru má vitna í þau orð Sigurðar skólameistara, að „hann krafðist griðalaust mikils af nemöndum sínum“. Og hann bætti við: „Er það ekki sízt á þessum eftirlætistímum og munaðardög- um íslenzkrar æsku og íslenzkra foreldra nauðsynlegt og hollt, að heimta harða vinnu af ungum námsmönnum og veita þeim eigi góðar einkunnir né lofsamlega vitnisburði, nema þeir hafi lagt á sig harðvítuga vinnu, barizt hraustlega í sinni fræða-víkingu. Kunna og nemendur síðar meir slíkt að meta, er þeir hafa þrosk- azt og öðlazt lífsreynslu.“ Mat Trausta á þessum nemanda beið engan hnekki í náminu i Höfn, síður en svo, einnig þar var Björn brautskráður með fyrstu ágætis- einkunn. Harald Bohr var þá fremstur stærðfræðinga Dana og hafði lengi verið og mótaði hann stærðfræðistofnunina og sóttu all- ir fyrirlestra hans. I seinni hluta námsins var einn helzti kennari Björns ungur atorkumaður og lærisveinn Bohrs, Svend Bund- gaard, og var mér kunnugt um það, hversu miklar mætur hann hafði á Birni. Til marks um það er, að þegar Bundgaard var að byggja upp stærðfræðistofnunina í Arósum í lok sjötta áratugarins bauð hann Birni þar til starfa um nokkurt skeið. Var það íhugað í fyllstu alvöru, en svo fór að hent- ugleikar fjölskyldunnar leyfðu ekki slíka utanför. Björn hélt heim jafnskjótt og færi gafst og varð þá aðal-stærð- MINNINGAR fræðikennari í Menntaskólanum á Akureyri, tók við af Trausta, sem þaðan hafði horfið ári fyrr til starfa í verkfræðideild; raunar at- vikaðist svo, að Björn komst ekki norður þegar hinn fyrsta vetur. Við sinn gamla skóla kenndi hann tvo vetur, en lengri varð dvölin ekki, og þótti að honum mikil eft- irsjá, sagði nýr skólameistari, Þórarinn Björnsson, um leið og hann lýsti þeirri brottfarará- stæðu, sem ekki varð við ráðið: „Er röm sú taug, er til Reykjavík- ur dregur.“ I tvo áratugi bára þeir uppi stærðfræði- og eðlisfræðikennslu í Menntaskólanum í Reykjavík, Sigurkarl Stefánsson, Guðmund- ur Arnlaugsson og Björn. Sam- hliða kenndu þeir stærðfræði í verkfræðideild, en Leifur Ás- geirsson var þar eini stærðfræði- kennarinn í fullu starfi. Ondvegis- kennarar voru þeir en ólíkir. Kennslu Björns naut ég tvo vetur, eðlisfræði kenndi hann okkur í fimmta bekk og stærðfræði í sjötta og mátum við hann mikils, einkum þótti mér hann njóta sín vel í stærðfræðikennslunni; rösk- leg var framganga hans, loðmullu leið hann enga, hvatti til verka og brýndi menn til að takast á við hin erfiðustu verkefni. Þegar Björn stóð á fímmtugu varð sú breyting, að hann víxlaði á aðalstarfi og aukastarfi og gerð- ist dósent að fullu í verkfræði- og raunvísindadeild. Á þeim mikla umbrotatíma í starfi deildarinnar, er henni var skipt í skorir eftir fræðasviðum og drög vora lögð að því, að ný kennsla yrði tekin upp til lokaprófs í verkfræði og til B.S.-prófs í raunvísindum, var hann fyrsti formaður stærð- fræðiskorar veturinn 1969-70. En á öðrum vettvangi voru líka um- brot, því að efnt var til nýs menntaskóla í Reykjavík nokkru eftir að Guðmundur Arnlaugsson hafði komið sínum á fót. Mennta- skólinn við Tjörnina naut ekki sömu rausnar og sá skóli, en Björn varð rektor hans í byrjun, var skipaður árið 1970, og hlaut hann þá skjótt að láta að fullu af kennslu sinni í Háskólanum. Á skólaárum átti ég við Björn meiri samskipti utan skóla en aðra kennara, því að eftir prófin úr fimmta bekk vorið 1959 hitt- umst við í breyttum hlutverkum, þar sem ég, ásamt öðrum, lagði honum til mælingar að reikna úr. Tókust á þessum árum slík kynni, að ekki bar skugga á síðan. Strjál- uðust samskipti að vísu með áran- um og urðu minni en skyldi. Þeg- ar að því kom á sínum tíma, að ég ákvæði, hvert halda skyldi til há- skólanáms, beindist athygli skjótt að Árósum. En Björn gætti þess, að ég gæti ekki borið hann fyrir því, að einmitt þangað skyldi leit- að. Nei, gamli Hafnarstúdentinn orðaði það svo, að ef hann væri í sporum nýstúdents á leið í stærð- fræðinám, þá mundi hann ekki fara til Hafnar, heldur velja milli Lundar og Árósa, og þá mundi hann velja Lund, því að þaðan væri skemmra til Hafnar! Og svo hló hann sínum hvella hlátri. Að leiðarlokum eru samskipti þökkuð og ánægjuleg kynni, sam- skipti, sem leiddu einnig til kynna innan veggja heimilisins, þar sem börn uxu úr grasi og voru fyrr en varði engin börn lengur. Af yngri dótturinni höfðum við bekkjar- systkinin skjótar spurnir, því að eina fjarvist föður hennar alla okkar tíð var einmitt, er hann fékk að líta hana augum fyrsta sinni; að vísu hugsuðum við þá meira um óvænta fríið, sem við fengum. Samúðarkveðjur era sendar öllum þeim, er Birni Bjarnasyni stóðu hið næsta. Jón Ragnar Stefánsson. Á sjöunda áratug þessarar ald- ar hófst hér á landi menntunar- sprenging, sem ekki sér enn fyrir endann á. Á þeim tíma lýsti hún sér einkum í stóraukinni ásókn ungmenna í nám til stúdentsprófs. Skólar þeir sem fyrir voru sprengdu af sér nemenda- og um- sækjendafjöldann og stofna þurfti nýja skóla, mennta- og fjölbrauta- skóla, hvern af öðrum, oft án mik- ils undirbúnings yfirvalda. Menntaskólinn við Tjörnina (nú Menntaskólinn við Sund) var einn þessara skóla. Hann var stofnað- ur síðsumars árið 1969 og fyrstu nemendurnir hófu þar nám þá um haustið í umsjá Menntaskólans í Reykjavík. Skólanum var í upp- hafi búinn staður í gamla Miðbæj- arskólanum, sem lagður var niður sem slíkur. Sumarið 1970 var Björn Bjarnason ráðinn rektor hins nýja skóla. Jafnframt var fyrsti kennarahópurinn ráðinn að skólanum, sem með þessu varð al- gerlega sjálfstæð stofnun. Björn stóð um þessar mundir á nokkram tímamótum í lífi sínu. Hann hafði starfað sem mennta- skólakennari í tæpan aldarfjórð- ung, en jafnframt verið um árabil stundakennari í stærðfræði við Háskóla íslands. Skólaárið 1969- 1970 gegndi Björn stöðu dósents í stærðfræði við háskólann og átti kost á fastráðningu í það embætti. Sú ákvörðun hans að sækja um embætti rektors í hinum nýja Menntaskóla við Tjörnina mark- aði þvl þáttaskil á starfsævi hans, en hitt er ekki minna um vert, að þessi ákvörðun varð hinni ungu menntastofnun einstaklega happadrjúg. Björn var einkar vel í stakk búinn til að takast á við hið nýja viðfangsefni. Hann hafði á sínum tíma lokið prófi í stærð- fræði og raungreinum frá Hafnar- háskóla og átti að baki farsælan kennsluferil á tveimur skólastig- um. En það var ekki bara að Björn væri vel heima í þeim fræð- um, sem hann hafði numið í há- skóla, heldur var hann með sanni gagnmenntaður maður, víðsýnn, hleypidómalaus og frjálshuga, jafnt í skólamálum sem í lífsvið- horfum almennt, sannur húman- isti. Undirritaður átti því láni að fagna að vera í þeim hópi, sem hóf störf með Birni í Menntaskólan- um við Tjörnina 1970, þá nýslopp- inn frá prófborðinu. Vorum við nánir samstarfsmenn upp frá því og allt þar til hann lét af starfi rektors 1987. Stjórnunarstíll Björns var sérstakur og persónu- legur. Hvers konar valdsmennska var andstæð skapferli hans og þjónkun við ítrustu formkröfur stríddi gegn upplagi hans og eðli. Björn var heldur ekki maður hinna stóra orða eða háværu yfir- lýsinga og hvers konar sýndar- og auglýsingamennska var eitur í hans beinum. Styrkur hans sem stjórnanda fólst í hæfileika hans til að virkja aðra til dáða og veita leiðsögn og hvatningu. Þannig tókst honum að skapa samstillta liðsheild úr starfsmönnum skól- ans á mótunarárum hans. Fram- tíðarsýn Björns fyrir skólans hönd var sú, að hann mætti þróast í samræmi við kröfur tímans og þarfir þjóðfélagsins, og hann gæti á hverjum tíma veitt nemendum sínum trausta, almenna menntun og haldgóðan undirbúning undir frekara nám. Það merkti að menn skyldu hvorki láta íhaldssemi né fastheldni á fornar hefðir verða sér fjötur um fót né heldur láta hvatvíslegar breytingar breyting- anna vegna leiða sig afvega. Þró- un skólans á mótunaráram hans staðfestir þetta: Hann hélt áfram að vera bekkjaskóli, en náms- brautum til stúdentsprófs fjölgaði um helming. Jafnframt lagði skól- inn meiri áherslu en aðrir bók- námsskólar á að gefa nemendum sínum kost á námi í verklegum valgreinum. Björn var einstaklega ljúfur maður í persónulegri við- kynningu. Hann var glaðsinna að eðlisfari og frá honum stafaði sér- stakri hlýju. Þetta skynjuðu allir, sem áttu við hann daglegt sam- neyti á vinnustað, jafnt nemend- ur, kennarar sem annað starfsfólk skólans. Það var gaman að eiga næðisstund með Birni á skrifstofu hans mitt í önn dagsins. Þá tróð hann sér gjarnan í pípu og tottaði hana meðan spjallað var um heima og geima: málefni líðandi stundar, námsárin í Dnmörku undir hernámsoki Þjóðverja, nám hans í Menntaskólanum á Akur- eyri og bernskuslóðirnar vestur í Bolungavík. Þá var Björn ekki síður höfðingi heim að sækja og naut í því sem öðru fulltingis eig- inkonu sinnar, Erlu Geirsdóttur, sem flestum betur kann að taka á móti gestum. Björn lét af embætti rektors Menntaskólans við Sund sumarið 1987. Hann varð fyrir þungu veikindaáfalli árið 1985 og var frá störfum um alllangt skeið af þeim sökum. Hann kom aftur til starfa að fengnum bata vorið 1986 og lauk embættisferli sínum með fullri reisn. Starfsferill Björns sem rektors var farsæll, og hann hvarf af vettvangi sáttur við sinn hlut utan í einni grein. Á upphafsárum Menntaskólans við Tjörnina var ákveðið að reisa ný- byggingu fyrir skólann, og var Björn einkar áhugasamur um framgang þess máls. Stjórnvöld lögðu síðar þau áform á hilluna. Sú ákvörðun olli Birni miklum vonbrigðum, enda gekk hún gegn framtíðarhagsmunum og þörfum skólans, eins og tíminn hefur leitt í ljós. Skólaþegnar Menntaskól- ans við Sund fyrr og nú eiga Birni Bjarnasyni margt að þakka og þeir minnast hans af hlýhug og virðingu. Sjálfur hlýt ég að þakka langt og náið samstarf, sem aldrei bar skugga á. Fordæmi hans var mér líka mikill styrkur, er ég tók við starfi rektors eftir hann. Eg votta eiginkonu Björns, börnum þeirra hjóna, barnabörnum og öðrum vandamönnum hluttekn- ingu mína. Signrður Ragnarsson. Björn Bjarnason, mágur minn, lést 4. maí eftir erfið veikindi, sem hann bar af æðruleysi og tók með jafnaðargeði eins og honum var eiginlegt. Kynni okkar Björns era orðin löng. Hann og Erla kona hans, systir mín, komu heim til Islands frá Danmörku með Esjunni í júlí 1945. Höfðu þau þá bæði lokið há- skólanámi. Hér heima tók hann til starfa við stærðfræðikennslu og síðar skólameistarastörf við menntaskóla. Þetta var það sem sneri að heiminum. Eg kynntist heimilisföðurnum Birni sem flest virtist til lista lagt. Hann var handlaginn með af- brigðum, hvort heldur var elda- mennska, byggingarvinna, garð- rækt og síðast en ekki síst bók- band. Það sem eftir hann liggur á því sviði gerist ekki vandaðra eða smekklegra. Eg hitti Björn á hverjum degi um langt árabil og meðan hann enn var á ferli nú í vor sat hann stund og stund við borðið sitt og skóf skinn. Eitt af þessum skiptum sagði hann við mig: „Svona líður mér best.“ Það var lærdómsríkt að kynnast jafn- aðargeði hans en hann kunni vel að meta glaðar og góðar stundir. Bestu stundir hans voru þó ávallt þær sem hann átti með konu sinni og börnum og fjölskyldum þeirra. Hann hafði áhuga á ættfræði og var fróður og glöggur á því sviði og veit ég að til er í fórum hans, handskrifað af listamanninum Birni Bjarnasyni, ættartala hans eftirkomendum til handa. Björn og faðir okkar Erlu, Geir Pálsson trésmiður, og bræður okkar byggðu í sameiningu um miðjan sjötta áratuginn hús það sem fjölskyldan býr í. Hér í hús- inu bjuggu fjölskylda Björns og foreldrar og systkini Erlu. Mikill samgangur hefur ætíð verið milli heimilanna og hjálpsemi ríkt á báða bóga. Það er orðið æði fá- mennt í fjölskylduhúsinu og hafði Björn áhyggjur undir lokin af því að við systur værum tvær einar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.