Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 55
Elsku amma og langamma. Nú
kveðjum við þig með sorg í hjarta,
en huggum okkur við að vita að nú
ertu hjá afa sem þú hefur saknað
mikið.
GUÐMUNDUR
KRIS TMUNDSSON
Ó að trúa, treysta mega,
treysta þér sem vini manns.
Drottinn Guð, að elska og eiga
æðstu hugsjón kærleikans.
Ester og Jón, Dagrún Ósk,
Arnór og Sigfús Snævar.
Elsku amma mín, ég er svo þakk-
lát íyrir að hafa fengið að kynnast
þér. Eg á svo margar yndislegar
minningar um þig t.d. þegar ég var
yngri og kom með rútunni norður til
að vera um sumarið hjá þér og afa,
sama hvað klukkan var, alltaf
stóðstu í glugganum á Hvanneyrar-
brautinni og beiðst eftir mér. Við
gerðum svo margt saman á sumrin
og þú kenndir mér svo margt sem
þú sagðir að allar ungar konur
þyrftu að kunna m.a. að baka
pönnukökur og hekla. Pú varst ekta
amma, amma mín á Sigló, nú ertu
ekki þar og ég sakna þín svo mikið.
Það er erfitt að vera undir það
búin að missa einhvem sem manni
þykir vænt um, ég var ekki tilbúin
og þú ekki heldur. Þegar ég var hjá
þér um síðustu helgi talaðir þú svo
mikið um hve þú hlakkaðir til að
koma suður eftir 2-3 vikur í út-
skriftina hans Steina bróður, ætlað-
ir bara að hvíla þig aðeins eftir veik-
indin í vetur. En nú verðum við að
reyna að gleðjast án þín, það verður
erfitt. Við höldum áfram okkar lífi
en það verður aldrei eins og áður,
þegar þú varst með okkur. Eg veit
að þú fylgist með okkur og styrkir
okkur í þeim verkefnum sem við
tökum okkur fyrir hendur. Elsku
ammma mín, megi guð geyma þig
og takk fyrir allt.
Þín
Rakel.
Nokkur kveðjuorð, Ester mín, til
að þakka þér góða viðkynningu öll
þau ár sem við höfum átt saman.
Þau kynni hófust er þið Steini fóst-
urbróðir minn giftust. Alla tíð var
gott samband á milli okkar og barn-
anna okkar. Eftir að ég flutti suður
hittumst við reglulega annaðhvort á
Siglufirði eða hér fyrir sunnan.
Alltaf heimsóttir þú mig þegar þú
komst suður og síðast hittumst við
um jólin. Það var gott að koma á
heimili ykkar Steina. Þá snerist þú í
kring um mann og vildir að gestum
þínum liði sem allra best. Þið áttuð
mjög fallegt heimili og voruð sam-
hent um að betrumbæta það og
fága. Ég kveð þig með söknuði og
sendi Sigfúsi, Olöfu, Sólveigu, Sig-
urði og fjölskyldum innilegar sam-
úðarkveðjur. Með þessum ijóðlínum
vil ég minnast Esterar mágkonu
minnar.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningarnar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húm skuggi féll á brá,
hfir þó Ijósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
vinur þó falli ffá.
Góðar minningar geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Þín mágkona,
Margrét.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. ’ Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Guðmundur
Kristmundsson
fæddist 15. septem-
ber á Kaldbak í
Hrunamannahreppi
15. sept. 1930. Hann
lést að heimili sínu
Skiphoti 11. maí
síðastliðinn.
Foreldrar: Krist-
mundur Guðbrands-
son, lengst bóndi á
Kaldbak í Hruna-
mannahreppi, f. 1.
maí 1897, d. 24. des.
1954, og kona hans,
Elín Hallsdóttir, f.
12. júní 1896, d. 20. júní 1942.
Kristmundur var sonur Guð-
brands, bónda á Kaldbak frá
1892 til 1930, Brynjólfssonar er
þar hafði búið frá 1874, en áður
á Hrunakrók, og Jónínu Gests-
dóttur, bónda á Gafli í Flóa,
Gamalíelssonar. Móðurforeldr-
ar Guðmundar voru Hallur
Guðmundsson, bóndi á
Stórafljóti í Biskupstungum, og
k.h. Sigríður Skúladóttir, alþm.
á Berghyl, Þorvarðarsonar.
Systkin: 1) Jónína Guðrún, f.
1926, d. 1967, Iengi bústýra foð-
ur síns á Kaldbak en frá 1954
húsfreyja á Jaðri, Hrun. 2) Sig-
urður, f. 1928, bóndi á Kotlaug-
um, Hrun., 3) (tvíburabróðir)
Guðbrandur, f. 1930, bóndi á
Bjargi, Hrun. 1957-1990, sfðan
verslunarmaður hjá Kaupfélagi
Árnesinga, Selfossi.
4) Gunnar Marel, f.
1933, fulltrúi hjá
Vátryggingafél. Is-
lands á Selfossi. 5)
Kristinn, f. 1937,
skólameistari á
Laugarvatni. 6)
Elín, f. 1942, hús-
freyja í Haukholt-
um, Hrun.
Guðmundur
kvæntist 12. maí
1955 Kristrúnu
Jónsdóttur, b. í
Skipholti, Bjarna-
sonar, og konu
hans, Sigrúnar Guðmundsdótt-
ur. Þau bjuggu eitt ár á Kald-
bak í félagsbúi með Guðbrandi,
bróður Guðmundar, og Sigrúnu
konu hans. Árið 1956 reistu þau
nýbýli í Skipholti og nefndu
Skipholt m. Börn þeirra eru: 1)
Elín Sigrún, búsett í Reykjavík,
býr með Brynjólfi Grétarssyni
rafvirkja; eiga tvö börn. 2) Jón
Kristinn bifreiðarsljóri á Sel-
fossi, kvæntur Lilju Smáradótt-
ur; eiga 3 börn og eitt barna-
barn. 3) Bjarni Valur, bóndi í
Skipholti, kvæntur Gyðu
Björnsdóttur; eiga 3 börn. 4)
Guðrún, búsett í Reykjavík, býr
með Pétri Guðjónssyni bifreiða-
smið; eiga tvö börn.
Utför Guðmundar fer fram
frá Hrunakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast Guðmundar, bróður
míns, sem andaðist 11. maí sl. eftir
langvinn veikindi. Nú, þegar hann
er allur, sækja fyrst og mest á hug-
ann minningar frá uppvexti mínum
um stóran bróður, sjö árum eldri,
góðviljaðan og skilningsríkan. Þær
minningar verða fæstar tjáðar hér
eða á torg bornar. En hafi það ver-
ið sannmæli sem forðum var mælt
um annan mann, að það hlýddi eigi
að hann væri eigi erfður, þá finnst
mér það ekki síður eiga við um
Guðmund, slíku ævistarfi skilar
hann til næstu kynslóða og svo
dýrmæt er minning hans og fýrir-
mynd öll í huga og tilvist þeirra
sem næst honum stóðu.
Óhætt mun að fullyrða að Guð-
mundur hafi verið í röð fremstu
bænda. Hugur hans stóð snemma
til landbúnaðar. Hann kynnti sér
allt sem að bústörfum laut, sótti
búnaðarnámskeið og íylgdist
manna best með nýjungum og
framförum á því sviði. Á býli þeirra
Kristrúnar varð brátt sannkallað
fyrirmyndarbú, bæði að ræktun,
búfjárhaldi og húsakosti. Einkum
var rómað kúakyn þeirra og viður-
kennt fyrir gæði og afurðir. Það
var gæfa þeirra að Bjarni Valur,
sonur þeirra, og Gyða kona hans
tóku við búi og halda uppi reisn og
myndarbúskap.
Guðmundur gegndi ýmsum trún-
aðar- og ábyrgðarstörfum í sveit
sinni. Hann var lengi í stjórn naut-
griparæktarfélags hreppsins og
+
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR ÁRNASON,
áður til heimilis
á Grundargötu 4,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu-
daginn 13. maí.
Fiiippía Ingólfsdóttir, Björn Gestsson
og barnabörn.
t
Elskulegur dóttursonur okkar,
NIKOLAJ MARTIN BRÚSCH,
lést á sjúkrahúsi í Árósum, þriðjudaginn
11. maí.
Eyjólfur Jónsson,
Jóhanna Alexandersdóttir.
+
Þakka auðsýnda samúð vegna fráfalls mannsins míns ,
BJÖRNS BJARNASONAR
fyrrv. rektors.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Erla Geirsdóttir.
annaðist m.a. fóðurskoðun. Hann
var einnig fulltrúi Hrunamanna hjá
Mjólkurbúi Flóamanna í mörg ár.
Réttarstjóri við sauðfjárslátrun
var hann mörg haust, gætti fjár og
sá um að rétt væri afhent. Hann
var lengi í sóknarnefnd Hruna-
sóknar og lét sér mjög annt um
kirkju og safnaðarheimili. Guð-
mundur var þannig í senn góður
bóndi og mikils virtur af samfélagi
sínu. Rík var með honum sú lyndis-
einkunn að leggja gott til í hverju
máli, jafna ágreining og sýna til-
litssemi án þess þó að hvika frá
sannfæringu sinni. Hann var frem-
ur léttlyndur og glaðsinna en um
leið hógvær og jafnvel hlédrægur.
Börn hændust að honum; barna-
börn hlaupandi kát í fang honum
eru falleg mynd á tjaldi minning-
anna; þau nutu þess að fylgja hon-
um við störf, og fátt mun hafa glatt
hann meira en sjá þau eflast að
vexti og viti. Hann hafði yndi af að
hjálpa þeim sem minna máttu sín
og fræða þá. Það má virðast ótrú-
legt en er satt engu að síður, að
mér kenndi hann undirstöðuatriði í
málfræði, a.m.k. orðflokkagrein-
ingu og fallbeygingu. Hann hafði
verið að læra þetta í lok skólanáms
síns, rétt fyrir fermingu, og rifjaði
það svo upp í áheyrn litla peyjans
sem varð yfir sig hrifinn af lær-
dómnum - og hefur ekki getað
gleymt honum síðan!
Síðustu mánuði dvaldist Guð-
mundur öðru hverju á sjúkrahúsi.
En hann óskaði þess að fá að vera
heima þegar séð var að hverju dró.
Þá ósk fékk hann uppfyllta, og þar
kvaddi hann þennan heim í ástrík-
um faðmi eiginkonu og allra barna
sinna.
Kristrún, kær mágkona mín,
hefur mest misst, hún bjó lífsföru-
naut sinn til hinstu hvíldar á brúð-
kaupsdag þeirra. Söknuður hennar
og allra annarra ástvina Guðmund-
ar mildast af góðum minningum
um góðan dreng.
Ég vitnaði hér áður í alþekkta
sögu. Orðfár á kveðjustund leyfi ég
mér nú að taka lokaorð að láni frá
öðru íslensku listaverki og segja:
Farðu vel, bróðir og vinur.
Kristinn Kristmundsson.
Hrunamannahreppur er án efa
ein af blómlegri sveitum landsins,
þar stendur búskapur óvenju
styrkum fótum á traustum og
gömlum grunni. Það er óbilandi
áhugi og dugnaður manna sem
stundað hafa búskap sinn af mikl-
um eldmóð er skapað hafa þetta
samfélag.
Nú er einn af sterkustu bústólp-
um þessarar sveitar genginn, móð-
urbróðir okkar, Guðmundur Krist-
mundsson í Skipholti.
Gvendur, eins og hann var oft
kallaður, er órjúfanlegur þáttur úr
æsku okkar. Nágranni og frændi
sem oft leit inn, athuga hvernig
sauðburður gengi, hvort búið væri
að heimta, líta í fjósið, já yfirleitt
alltaf að fylgjast með búskapnum.
Það voni auðfundnir þeir hlýju
straumar sem lágu milli þeirra
systkina og umhyggja þeirra hvors
í annars garð.
Þegar við systur vorum að alast
upp voru dýralæknar ekki á hverju
strái eins og nú er, þá þurftu
bændur oft að bjarga sér sjálfir
eða hver öðrum. Gvendur hafði
nokkurs konar dýralæknahendur,
hann gat sett í æð á kúm og tekið
fastar hildir ef þess þurfti. Hann
hafði næmt auga fyrir skepnum,
fóðrun þeirra og líðan. Það var því
ekki að ástæðulausu að Gvendur
var fóðureftirlitsmaður í Hruna-
mannahreppi til margra ára og
naut virðingar í því starfi.
Gvendur var mikill og góður
bóndi og náði árangri á því sviði.
Kýrnar í Skipholti voru oft á tíðum
með þeim afurðahæstu á landinu
og eru það enn í dag. Hjá Gvendi
sameinuðust atvinnan og áhuga-
málin. Allt til hinstu stundar spurði
hann mann helst um það „hvernig
búskapurinn gengi“ og þá í smáat-
riðum.
Lífið og fólkið í sveitinni var
honum afar hugleikið og fylgdist
hann grannt með mönnum og mál-
efnum.
Það eru nákvæmlega þrjú ár síð-
an Gvendur kenndi sér þess meins
sem nú hefur lagt hann að velli. All-
an þennan tíma hefur baráttan ver-
ið hörð þó stundum hafi komið góð-
ar stundir inni á milli. Það var
Gvendi afskaplega dýrmætt að fá að
dveljast heima síðustu stundirnar
umvafinn hlýju fjölskyldu sinnar
sem annaðist hann svo vel. Það er
líka ómetanlegt að þótt líkamlegt
þrek væri á þrotum hélt hann sinni
andlegu reisn allan tímann og þá sá
maður helst kvikna glampa í augum
hans þegar Bjami kom inn og færði
honum nýjustu fréttir úr fjárhúsinu.
Við sendum fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Kær frændi er kvaddur.
Ásta og Elín.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGARET BENEDIKZ,
30 Mill House,
Witney, Oxford Shire,
England,
andaðist miðvikudaginn 12. maí.
Benedikt S. Benedikz, Phyllis M. Benedikz,
John E.G. Benedikz, Rósa Marinósdóttir,
Þórarinn Benedikz, Sigríður H.J. Benedikz,
Pétur W. Benedikz, Barbara Benedikz,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, dóttur, tengdadóttur og systur,
CAMILLU BJARNASON,
fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
mánudaginn 17. maí nk. kl. 13.30.
Garðar Sverrisson,
Hrönn Garðarsdóttir,
Bryndís Garðarsdóttir,
Hörður Garðarsson,
Bryndis Bjarnason,
Hrönn Rasmussen
og systkini.