Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 65
„Læknamafían“
styður Kára
Á undanfornum miss-
erum hefur því verið
haldið mjög á lofti, að
Kári sé búinn að svipta
„læknamafíuna" völd-
um sínum og áhrifum.
Þess vegna snúist hún
gegn gagnagrunninum í
reiði og öfund. Hér
gætir mikils misskiln-
ings og kem ég að því
síðar. En hvað er ann-
ars mafía? „Samá-
byrgðarklíka, hópur
manna þar sem hver
hylmir yfir ávirðingar
eða afbrot annarra í
hópnimi án tillits til
þeirra sem utan við
standa“, segir í Is-
lenzkri orðabók Menningarsjóðs.
Fæstir hafa þó nákvæma skilgrein-
ingu orðsins á hraðbergi en margir
minnast sjálfsagt frægra orða Ólafs
Jóhannessonar, þáverandi forsætis-
ráðherra, í öðru samhengi: „Mafía er
hún og mafía skal hún heita“. Að svo
miklu leyti sem íslenzk „læknamaf-
ía“ er til fylkir hún sér að baki Kára
og gagnagrunninum.
Enginn getur þjónað
tveimur herrum
Fyrir nokkru fjallaði ég í grein í
Morgunblaðinu um samstarfslækna
Islenzkrar erfðagreiningar. Þessir
læknar trúa undantekningalítið á
mátt einkaframtaksins og eru allir
með mörg jám í eldi. Eg trúi sjálfur
skilyrðislaust á mátt einstaklingsins
enda hefur sú trú skilað mér drjúg-
um árangri á mörgum sviðum. En
líkt og Hannes Hólmsteinn, sem
kennir skoðanir sínar við Chicago-
skólann, trúi ég því jafn staðfastlega
og hann að enginn geti þjónað tveim-
ur herrum og verið báðum trúr. Svei
mér þá ef íslenzk lög eru ekki eitt-
hvað farin að taka mið af þessu.
Þetta skilja líka allir heiðvirðir
menn. Aldrei myndi Morgunblaðið
leyfa starfsmönnum sínum að vinna
hjá öðru fyrirtæki, a.m.k. ekki í
sömu grein. Starfsmenn hins öfluga
fyrirtækis, Islenzkrar erfðagreining-
ar, eru bundnir þagnareiði um starf-
semi fyrirtækisins og sverja því
trúnað. Vinna því hvergi annars
staðar eins og eðlilegt er. Svona
heiðarlegt einkaframtak styð ég
heilshugar. Þegar siðferði Hannesar
Hólmsteins hefur verið innleitt um
allt hið íslenzka þjóðfélag, ekki sízt
spillingarbáknið sem kallast hið op-
inbera, skal ég endanlega gera
Hannes Hólmstein að leiðtoga lífs
míns.
Leikið mörgum skjöldum
í fyrmefndri blaðagrein gagn-
rýndi ég samstarfslækna íslenzkrar
erfðagreiningar harðlega fyrir
hræsnisfullan tvískinn-
ung, sem réttar væri að
kalla þrískinnung. Þeir
styðja bæði fyrirtækið
Islenzka erfðagreiningu
og gagnagrunnsfrum-
varp þess. A sjúkrahús-
unum, þar sem þeir
vinna eitt af nokknim
störfum sínum, hafa
þeir gert sér lítið fyrir
og tekið gögn sem þeir
hvorki eiga né hafa
skráð (heldur aðstoðar-
læknar) og verzlað með
í eigin ábataskyni í
svokölluðum erfðarann-
sóknum við einkafyrir-
tækið íslenzka erfða-
greiningu. Væru sjúka-
húsin rekin á þann hátt sem við
Hannes Hólmstein vildum væri fjöldi
manns búinn að fá reisupassann. Að
ég tali nú ekld um ef þau væru jafn-
vel rekin og íslenzk erfðagreining.
Þessu næst styðja samstarfslækn-
Gagnagrunnur
Að svo miklu leyti sem
íslenzk „læknamafía“
er til, segir Jóhann
Tómasson, fylkir hún
sér að baki Kára og
gagnagrunninum.
amir heilshugar að íslenzkri erfða-
greiningu verði afhentar ókeypis all-
ar sjúkraskrár sjúkrahúsanna,
skráðar af aðstoðarlæknum fyrr og
síðar, til að nota í svokallaðan mið-
lægan gagnagrunn fyrirtætósins.
Gagnagrunn, sem á ekkert skylt við
vísindi og er gagnslaus sem slíkur og
í versta falli stórhættulegur. Þar
standa erfðarannsóknir IE hins veg-
ar undir nafni. En ektó sízt stunda
samstarfslæknar íslenzkrar erfða-
greiningar umtalsverðan stofuprax-
is. Enginn veit raunar hversu mitónn
nema ef til viU launadeild Trygginga-
stofnunar ríkisins. Enginn veit held-
ur hversu vel sjúklingagögn þeirra
eru skráð á einkastofunum eða hvort
þau eru nokkurs virði í gagnagrunn
auravinarins, forstjóra Islenzkrar
erfðagreiningar. Það stóptir heldur
ektó máli. Þessi gögn neita þeir
hvort sem er að afhenda. Telja sig
líka hafa þegar gert vel við Kára. En
getur Davíð Oddsson ektó ráðstafað
þessum gögnum líkt og öllum hin-
um? Nei ektó einu sinni hann, sjálfur
einvaldurinn. Þau njóta nefnilega
friðhelgi einkaréttarins! En sam-
starfslæknana kalla ég hiklaust þre-
falda í roðinu.
Beðizt afsökunar
Að lokum langar mig til að biðjast
velvirðingar á mistökum sem mér
urðu á í fyrmefndri Morgunblaðs-
grein. Þegar gagnagmnnsfrumvarp-
ið var kynnt fyrst fyrir læknum á
fundi á Landspítalanum 3. apríl 1998
talaði fyrir því Kristján Erlendsson,
læknir og skrifstofustjóri í heilbrigð-
isráðuneytinu. Sjaldan hef ég séð
jafnlítið upplitsdjarfan framsögu-
mann. Þetta dæmalausa mál hafði
enda verið unnið af slíkri leynd um
veturinn að jafna mátti við hemaðar-
innrás úr heiðskíru lofti, þegar það
skall yfir þjóðina. Andrúmsloftið á
fundinum var lævi blandið. Flestir
voru orðlausir af undrun og alls óvit-
andi. Nokkrir vissu meira, en létu
ekkert í Ijós. Ektó þá.
Þama á fundinum sagði mér Gísli
Einarsson endurhæfmgarlæknir, að
hann hefði heyrt að Kristján Er-
lendsson væri þegar búinn að ráða
sig hjá Islenzkri erfðagreiningu síð-
ar á árinu. Því kvaðst ég ektó trúa,
enda Kristján gamall skólabróðir
minn og hélt á þessum tíma heil-
brigðisráðuneytinu á floti. Þetta átti
hins vegar eftir að reynast rétt þótt
mér sé kunnugt um að Kristján hafi
neitað þegar hann var spurður beint.
Auðvitað mega menn stópta um starf
ef annað betra býðst. Ektó spuming
eins og nú tíðkast að segja. Það
gerðist hins vegar einnig um haustið
að auk framkvæmdastjórastarfs hjá
Islenzkri erfðagreiningu var Krist-
ján ráðinn í 30% starf á Landspítal-
anum. Svona nokkuð stendur í mér
og átrúnaðargoði mínu Hannesi
Hólmsteini. Raunar er ég forviða á
að forstjóri íslenzkrar erfðagrein-
ingar skuli gera þessa undantekn-
ingu og leyfa þessum eina starfs-
manni af öllum að „þjóna tveimur
herrum“.
Mér varð það hins vegar á að
segja að tveir prófessorar á Land-
spítalanum og samstarfslæknar ís-
lenzkrar erfðagreiningar hefðu kom-
ið þessari ráðningu Kristjáns á
Landspítalanum í kring. Þetta er að
vísu rétt og mér sagt af lækningafor-
stjóra Landspítalans, Þorvaldi Veig-
ari Guðmundssyni. Af óskiljanlegum
ástæðum sýndi ég það dómgreindar-
leysi og prófessorunum þá óverð-
stóilduðu tillitssemi að nafngreina þá
ektó um leið og ég bakaði öðrum með
því óþægindi. Fyrir þetta hef ég ver-
ið gagnrýndur harðlega og réttilega.
Þessir prófessorar, sem hafa raunar
áður komið eftirminnilega við sögu í
svokölluðu Keldnamáli 1993, heita
Þórður Harðarson og Helgi Valdi-
marsson. Ég bið alla hlutaðeigendur
innilega afsökunar á þessum mistök-
um mínum.
Höfundur er læknlr.
Jóhann
Tómasson
I nýju f-series pallbílunum situr notagildið í fyrirrúmi
en jafnframt fullnægir Ford óskum kröfuhörðustu kaupenda
um útlit, öryggi og þægindi.
* Nýjar og enn öflugrl vélar
Nú einnlg Power Stroke V8 Turbo Diesel 7,3 lítra
Í.41-JV VI r-210
• Meíra rými, aukinn togkraftur og burðargeta
• Enn meira öryggi; loftpúðar fyrir ökumann
og farþega
§
- Nú er fáanlegur 4 hurða SuperCab
brimborg
Bíldshöfða 6 • Sími 515 7010
Fréttir á Netinu ^mbl.is
A.LLTA.f= £ITTH\SA£J NÝTT~
avital /
Þjófavörn oq þatglndi , $£,*
y JB
■ V
t t
SPORTBÍlASli^
/\ \/ I T /\ L_
LAUGARDAtSHÖttlNNI I3.-I6.MAÍ
ftF FLOTTUSTU
___
SPORTBILUM LRNDSINS
o fotnað frí Ferrari Formula 1 bíll Michaels Schumacher • fludi TT • Porsche Boxter • Ferrori F355
flögangseyrir 7 0 0,- kronur. Fritt fyrir yngri en 12 oroi
OpiS fimmtudag og föstudag 14-23. OpiS laugardog og sunnudag 11-23.
1. N N I
____________________________