Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 20

Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 Dodge Ram 1500/Sunlite pallhús Dodge Ram 1500, 318, bensín, sjálfsk., ek. 3.800 km. Sunlite palihús m/öll- um fáanlegum búnaði. Skráningarmán. 6/98. Allt sem nýtt. Verð 4.350 þús. Einnig5GSM 898 2021 ■ ---------------- VIÐSKIPTi Miklar breytingar á eignarhlutföllum í Básafelli, Fiskiðju samiagi Húsavíkur og Skagstrendingi Olík mál innbyrðis en athyglisverð Handboltinn á Netinu ý§> mbl.is ALLTAf= GITTH\SAÐ NÝTl TÖLUVERÐAR breytingar áttu sér stað í vikunni á eignarhaldi í þrem- ur sjávarútvegsfyrirtækjum; Básafelli hf. á Isafirði, Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. á Húsavík og í Skagstrendingi hf. á Skagaströnd. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður á Rifi, keypti 28,53% hlut Kers hf. í Básafelli á miðvikudag og á nú 36,13% hlut. Sömuleiðis keypti Bæjarsjóður Húsavíkur á miðvikudeginum 14% hlut Kaupfélags Þingey- inga í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og er eignarhlutur Húsavíkurbæj- ar í Fiskiðjusamlaginu eftir þessi viðskipti 46,5%. A mánudaginn var keypti Samherji svo 37% hlut í útgerðarfélaginu Skagstrendingi hf. á Skagaströnd, mestmegnis af Kaupþingi hf. en Kaupþing hafði keypt 25,6% hlut Síldarvinnslunn- ar hf. á Neskaupstað sem átti eng- in hlutabréf í félaginu eftir við- skiptin. Af fréttum hefur mátt ráða að fyrir eignahlutina hafi verið greitt hærra verð en sem nemur því við- skiptagengi sem gilti á hlutabréfa- markaði þegar viðskiptin fóru fram. Morgunblaðið leitaði álits tveggja verðbréfafyrirtækja á þessum viðskiptum og því hvaða tíðindi þau kunni að boða í íslensk- um sjávarútvegi. Skagstrendingsmálið athyglisverðast „Þetta eru nokkuð ólík mál hvert fyrir sig. Okkur sýnist til dæmis að í seinasta málinu, sem varðar Fiskiðjusamlagið, sé bær- inn að styrkja stöðu sína ef ein- hver annar ætlar að koma inn í fyrirtækið. Þá hafi bærinn meira úrskurðarvald um þann aðila og hver niðurstaða verði varðandi rekstur á staðnum," segja þeir Heiðar Guðjónsson, verðbréfa- miðlari hjá íslandsbanka F&M og Tómas Hansson yfirmaður rann- sókna hjá sama aðila. ,Hvað Skagstrending hf. varðar horfir málið öðurvísi. Þetta er fjórði aðilinn sem reynir við rekst- ur fyrirtækisins. Fyrst var það Þormóður Rammi, svo UA, þar á eftir Síldarvinnslan í Neskaupstað og nú Samherji. Það eru ákvæði í samþykktum Skagstrendings sem gera það mjög erfitt að sameina félagið öðru félagi án samþykkis Höfðahrepps. Þess vegna má vænta þess að þeir sem koma nú inn í fyrirtækið geri það í góðri samvinnu við Höfðahrepp,“ segir Heiðar og bætir við að Síldar- vinnslan hafi átt ágætis samstarf við hreppinn en þeir hafi ekki náð saman um frekari sameiningu sem þó hafi litið mjög vel út á teikni- borðinu. „Samherji kemur nú með yfir- lýsingu um að þeir sjái ekki fyrir sér frekari sameiningu, en sam- i I P Þií gatir’ unnið mil^ónir i röð $@m þtí borcj^r’ efefei/ 12.-31. jiíi/ Psrðu 11. röðín^ (fe^upbati/ Jóker Mundu eftlr Jókernum. OR&tÞ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.