Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Draumastaður ferðamannsins Munchen verð frá Innifalið; Flug, gisting i 2 nætur á Hótel Ludwig i tveggja manna herbergi og flugvallarskattur. Mikið úrval sumarhúsa í Þýskalandi, Ítalíu og víðar Gildir fyrir eftirfarandi dagsetningar: 23.08-26.08 4 dagar/3 nætur 27.08-29.08 3 dagar/2 nætur 30.08-02.09 4 dagar/3 nætur 03.09-05.09 3 dagar/2nætur 03.09-09.09 7 dagar/6 nætur 10.09-12.09 3 dagar/2 nætur LTU er annað stærsta flugfélag Þýskalands og er þekkt fyrir gæði og góða þjónustu Upplýsingar og bókanir hjá LTU á íslandi í síma 587 1919 Pítubrauð, pítsubotnar, frönsk pylsubrauð Algjört lostæti - lágmarksfyrirhöfn! Upplagt heima, í útilegunni og sumarhúsinu. Fasteignir á Netinu Vöruskiptajöfnuðurinn 5,3 milljörðum betri fyrstu 6 mánuði ársins en í fyrra Verðmæti sjávaraf- urða jókst um 6,1% VÖRUSKIPT4N W ■■ V . rr* is VIÐ UTLOND Verðmæti innflutnings og útfiuti jan. - júní 1998 og 1999 1998 (fob virði í milljónum króna) jan.-júní tiings • ' 1999 Breytingá jan.-júní föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 64.654,7 72.749,8 +11,8% Sjávarafuröir 47.831,9 51.047,9 +6,1% Landbúnaöarafuröir 762,4 1.076,7 +40,4% lönaöarvörur 15.150,6 16.984,6 +11,4% Ál 9.433,8 10.273,5 +8,2% Kísiljárn 1.348,1 1.431,1 +5,5% Aörar vörur 909,8 3.640,6 - Skip og flugvélar 219,8 3.492,7 - Innflutningur alls (fob) 80.527,6 83.449,5 +3,0% Matvörur og drykkjarvörur 6.691,6 7.228,5 +7,4% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 20.641,0 19.001,3 -8,5% Óunnar 1.117,6 768,9 -31,6% Unnar 19.523,4 18.232,5 -7,2% Eldsneyti og smurolíur 3.939,7 3.481,8 -12,2% Óunnið eldsneyti 165,3 99,0 -40,5% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 826,7 700,0 -15,8% Annað unnið eldsn. og smurolíur 2.947,7 2.682,8 -9,5% Fjárfestingarvörur 21.170,0 21.011,9 -1,4% Flutningatæki 14.759,1 17.635,9 +18,8% Fólksbílar 5.395,1 7.378,6 +35,9% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 1.540,4 1.793,7 +15,7% Skip 2.427,0 2.863,7 +17,3% Flugvélar 3.500,5 3.391,8 -3,7% Neysluvörur ót.a. 13.214,6 14.976,4 +12,6% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 111,7 113,7 +1,2% Vöruskiptajöfnuður -15.872,9 -10.699,7 - ' Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð ertends gjaldeyris í janúar-júníi 1999 0,6% hærra en árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS VÖRUSKIPTIN voru óhagstæð um 2,6 milljarða í júní en í júní í fyrra voru þau óhagstæð um 1,1 milljarð á fostu gengi. Alls voru iluttar út vörur fyrir 13,5 milljarða króna og inn fyrir 16,1 milljarð. Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 72,7 milljarða króna en inn fyrir 83,4 milljarða. Halli var því á vöruskiptum við út- lönd sem nam 10,7 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 16 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuður- inn var því 5,3 milljörðum betri fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Flugvélasala hefur mest áhrif á útflutningsverðmæti Heildarverðmæti vöruútflutn- ings fyrstu sex mánuði ársins var 11,8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 70% alls útflutnings þetta tímabil og var verðmæti þeirra 6,1% meira en á sama tíma í fyrra. Verðmæti ferskfisksútflutnings jókst um 34,6% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra en verðmæti frystrar rækju dróst saman um 21,1%. Verðmæti útflutnings á lýsi dróst saman um 19,3% og á fiskimjöli um 11,8%. Verðmæti útflutnings á söltuðum og þurrkuðum fiski jókst um 15,4% á tímabilinu og á frystum flökum um 22,5%. Verðmæti útflutnings á frystum heilum fiski dróst saman um 12,6% en verðmæti annarra sjávarafurða jókst um 11,6%. Iðnaðarvörur voru 23% alls út- flutnings og var verðmæti þeirra 11,4% meira en á sama tíma árið áður. Að öðru leyti má aðallega rekja aukningu útflutningsverð- mætis til sölu á einni af flugvélum Flugleiða hf., að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands. Verðmæti innfluttra flutninga- tækja jókst um 18,8% Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu sex mánuði ársins var 3% meira á föstu gengi en á sama tímabili í fyrra. Mikil aukning var á innflutningi á flutningatækjum á tímabilinu en verðmæti þeirra var 18,8% meira en árið áður. Neyslu- vörur aðrar en matar- og drykkjar- vörur námu 18% alls innflutnings o'g var verðmæti þeirra 12,6% meira en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara lækkaði um 8,5% og eldsneytis og smurolía um 12,2% miðað við sama tímabil í fyrra. * Avöxtun norskra hlutabréfasjóða minni en hlutabréfa Avöxtun 2,76% undir meðaltalshækkun AÐEINS sex hlutabréfasjóðir í Noregi hafa skilað jafn góðri eða betri ávöxtun en sem nemur verð- hækkun hlutabréfa í landinu síðast- liðin þrjú ár, að því er fram kemur í úttekt norska blaðsins Dagens Næringsliv. Samkvæmt tölum frá samtökum verðbréfasjóða í Noregi er árleg ávöxtun norskra hluta- bréfasjóða að meðaltali 2,76% minni en sem nemur hækkun heild- arvísitölu hlutabréfa á norskum markaði, ef tekið er meðaltal þriggja síðustu ára. Á þessu tíma- bili hækkaði heildarvísitalan um 13,9% að meðaltali á ári, meðan ávöxtun sjóðanna nam 11,14% að meðaltali. Einungis sex hlutabréfa- sjóðir ná því að vera yfir meðaltals- hækkun vísitölunnar á tímabilinu og er ávöxtun þeirra að meðaltali 3,5% meiri á ári. Ávöxtun þeirra sjóða sem lágu undir hækkun heild- arvísitölunar var að meðaltali 4,1% lægri en sem nemur hækkun henn- ar en alls nær úttekt blaðsins til 34 sjóða sem hafa haft starfsemi í þrjú ár eða lengur. Dagens Næringsliv hefur raðað norskum hlutabréfasjóðum upp eft- ir frammistöðu þeirra og byggir röðin á hlutfallinu milli ávöxtunar og áhættu í rekstri sjóðanna, eða svokölluðu Information Ratfo(IR). Samkvæmt þessari aðferð er hluta- bréfasjóðurinn Carnegie Aksje Norge með bestu frammistöðuna og mælist IR-hlutfall hans 0,88. Aftur á móti skilaði sjóðurinn Delp- hi Norge mestri ávöxtun á tímabil- inu, eða 19,61%, á ári en IR-hlutfall hans er mun lægra, eða 0,44, vegna þess að fjárfestingar hans bera meiri áhættu en hjá Camegie. Fram kemur að fjárfestingar- stefna Camegie Aksje Norge byggi á að taka áhættu og að sjóðstjór- amir hafi fullt frelsi til að taka ákvarðanir um í hvaða félögum fé skuli fest. Að auki er lögð mikil áhersla á að hafa takmai’kaðan fjölda félaga í sjóðnum og skulu þau ekki vera fleiri en 25-30.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.