Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 32

Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 32
32 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Taívanar ekki teknir í sátt KÍNVERJAR gerðu í gær lít- ið úr tilraunum Taívana til að draga úr ummælum Lees Teng-huis, forseta Taívans, um samskipti landanna og sögðu þá hafa gengið bak skuldbindingum um að halda í heiðri stefnuna um eitt Kína. Taívanar höfðu fyrr um dag- inn lýst því yfir að þeir stefndu enn á sameiningu við Kína og hvöttu stjórnvöld í Peking til að hunsa ekki við- ræður, sem boðað hafði verið til haust um málið. Clinton hrósar Wesley Clark BILL Clinton Bandaríkjafor- seti neitaði í gær fregnum þess efnis að hann hefði verið ósátt- ur við frammistöðu Wesleys Clarks, æðsta yfirmanns her- afla Atlantshafsbandalagsins (NATO), og kvaðst leiður ef fréttir um að Clark myndi láta af störfum fyrr en ætlað var hefðu gefið slíkt í skyn. „Ég hef afar mikið álit á honum,“ fullyrti Clinton sem þekkt hef- ur hershöfðingjann í þrjátíu ár. Ný stafræn myndavél TALSMAÐUR japanska leik- fangaframleiðandans Tomy heldur á nýjustu afurð fyrir- tækisins, sem er ör- smá staf- ræn ljós- myndavél en taka má fimmtán myndir í senn og geyma í minni. Jafnframt fylgir kapall svo færa megi myndimar yfir í tölvur. IRA kennt um morð í Belfast ÍRSKA lýðveldishemum (IRA) var í gær kennt um morð á 22 ára gömlum kaþ- ólskum Belfast-búa, sem skot- inn var til bana á fimmtudags- kvöld. Þóttu verksummerki benda til að um IRA-aftöku hefði verið að ræða. Talsmaður Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, sagði hins vegar ekki hægt að fullyrða neitt um hver hefði staðið að baki morðinu. Teldust það slæm tíðindi íyrir friðarumleitanir á N-írlandi hafi IRA verið þar að verki. Enginn eldur í vél Kennedys RANNSÓKN á flaki flugvélar Johns F. Kennedys bendir ekki til að kviknað hafi í vélinni eða hún liðast í sundur í flugi, að sögn Bandarísku flugörygg- isstofnunarinnar (NTSB) í gær. Sagði jafnframt í umsögn stofnunarinnar að ekkert hefði fundist sem koma hefði átt í veg fyrir að vél eða hreyfill flugvélarinnar starfaði eðli- lega. Fjöldamorðin í Atlanta vekja óhug meðal bandarísku þjóðarinnar Myrti fjölskylduna til að fírra hana þjáningum Atlanta, Washington. AP, The Daily Telegraph. LÖGREGLA í Atlanta í Georgíu- ríki í Bandaríkjunum hefur staðfest að Mark Barton, 44 ára verðbréfa- miðlari í Bandaríkjunum myrti eig- inkonu sína og tvö börn áður en hann myrti níu manns og særði tólf með skammbyssuskothríð á skrif- stofum tveggja verðbréfafyrirtækja í fyrradag. Þá beitti hann tveimur öflugum skammbyssum til ein- hverrar mannskæðustu vinnustaða- árásar sem gerð hefur verið í Bandaríkjunum. Hefur atvikið vak- ið mikinn óhug í landinu en í bréfi er fannst hjá líkum eiginkonu Bartons og börnum lýsir hann morðunum sem „björgun frá þján- ingum til lífstíðar“. Sjö hinna særðu voru enn í lífs- hættu á sjúkrahúsi í Atlanta í gær. Eftir að Barton hafði framið morðin hljóp hann út í bíl sinn og ók á brott. Hann var stöðvaður, nokkrum klukkustundum síðar, í norðurhluta borgarinnar, en þá skaut hann sjálfan sig til bana. Bill Campbell, borgarstjóri í Atlanta, greindi frá því að Barton hefði stundað sjálfstæð verðbréfavið- skipti á Netinu. Skömmu áður en hann framdi morðin varð verðfall á bréfum á mörkuðum í New York og er getum að því leitt að Barton hafi tapað umtalsverðu fé. Lögreglan greindi frá því að 27 ára eiginkona Bartons og tvö böm, 11 og sjö ára, hefðu fundist myrt í íbúð fjölskyldunnar í suðurhluta borgarinnar, og að af ummerkjum að dæma hefðu þau verið barin til bana. Taldi lögreglan líklegt að fjöl- skyldan hafi verið myrt fyrir nokkrum dögum. Barton hafði hreint sakavottorð, AP LOGREGLUMENN umkringdu bfl Bartons á bensínstöð í úthverfi Atlanta á fimmtudagskvöld, þar sem Barton svipti sig lífi. en iyrir sex árum voru fyrrverandi eiginkona hans og móðir hennar myrtar á tjaldstæði í Alabamaríki. Tveim mánuðum áður hafði Barton keypt líftrygg- ingu fyrir eiginkonu sína, sem hann hafði verið kvæntur í fimmt- án ár. Barton lá undir sterkum grun um morðin, en var ekki handtekinn og fékk forræði yfir tveim bömum þeirra hjóna. Morðin í Atlanta á fimmtudag voru framin um klukkan þrjú síð- degis (klukkan 19.00 að íslenskum tíma) og í um fimm klukkustundir höfðu yfirvöld enga hugmynd um hvert morðinginn hefði farið. Sér- sveitir leituðu að honum í Buck- head-fjármálahverf- inu, þar sem verð- bréfafyrirtækin tvö hafa skrifstofur. Að lokum var Barton stöðvaður á bensínstöð í úthverfi, en svipti sig lífi áður en lögregla náði að handsama hann. Myrti íjölskyldu sína með hamri I bréfi sem Barton skildi eftir sig á heimili sínu í úthverfi Atlanta hvatti hann lögregluna til þess að taka sig af lífi ef hún mögulega gæti og gaf til kynna að morðin hefðu verið framin vegna reiði sinn- ar. „Ég hef ekki í hyggju að lifa miklu lengur, aðeins nógu lengi til að myrða sem flesta af þeim er reyndu að eyðileggja líf mitt,“ sagði í bréfinu. í handskrifuðum bréfum sem Barton hafði skilið eftir hjá Leigh Ann, eiginkonu sinni, og bömunum Matthew og Michelle, sem fundust liggjandi í rúmum sínum umkringd leikföngum, sagði: „Það fylgdi þessu lítill sársauki. Öll létust þau innan fimm mínútna. Ég sló þau með hamri er þau sváfu og hélt þeim því næst á grúfu ofan í baðkeri tO að ganga úr skugga um að þau myndu ekki vakna við sársauka". I bréfi Bartons sagði ennfremur að hann hafi myrt böm sín til að forða þeim frá því að þjást seinna meir. Þá sagðist hann hafa myrt eiginkonu sína vegna þess að hún hafi verið ein meginástæðan fyrir dauða hans sjálfs. „Nú vildi ég að ég hefði ekki myrt hana,“ sagði í bréf- inu. Mark Barton Reuters Hitamistur í New York MIKIÐ hitamistur lá yflr New York-borg í gær. Það lá eins og mara yfir háhýsunum á Manhattan, sem hér sjást í bakgrunni þar sem þessi mað- ur var á göngu í almennings- garði í Brooklyn-hverfi borg- arinnar snemma morguns í gær. Hitinn í New York hefur farið yfir 32 stig á celsíus sext- án daga í júlímánuði og var jafnvel enn hærri í gær. Spá veðurfræðingar því að hitinn muni fara upp í allt að 38 gráður áður en hann fer lækk- andi eftir helgi. Talið er að sjötíu og þrjú dauðsföll í þrett- án ríkjum Bandaríkjanna að undanförnu megi rekja til hitabylgjunnar sem riðið hefur yfir landið síðan um miðjan júlí. Jeltsín vill leysa deiluna um Júgóslavíu Hyggst endurnýja tengslin Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að hann vildi endumýja vináttu- tengslin við Vesturlönd og koma sam- skiptunum í það horf sem þau voru í fyrir loftárásir NATO á Júgóslavíu. „Við þurfum að jafna ágreininginn um Júgóslavíu, koma vináttutengslun- um við Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og önnur ríki í samt lag,“ sagði Jeltsín á fundi í Kreml með yfir- manni lífeyrissjóðs rússneska ríkisins. „Þetta er markmið okkur í heimsmál- unum.“ Rússnesk stjómvöld rufu tengslin við Atlantshafsbandalagið eftir að það hóf loftárásimar á Júgóslavíu og þær urðu til þess að samskipti Rússlands og Vesturlanda kólnuðu til muna. Þetta er í fyrsta sinn sem Jeltsín hvet- ur til fullra sátta við Vesturlönd. Júgóslövum verði hjálpað Sergej Stepashín, forsætisráðherra Rússlands, sagði áður en hann hélt til Sarajevo á leiðtogafundinn um mál- efni Balkanlandanna að nú væri kom- inn tími til að rétta íbúum Júgóslavíu hjálparhönd í stað þess að refsa þeim. „Þetta eru milljónir manna, sem lifa við erfíðar aðstæður, og það er virki- leg hætta á hörmungum á meðal þeirra í haust og vetur.“ Stepashín fór til Sarajevo með ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sem varaði Bandaríkjamenn við því fyrr í vikunni að þeir gætu valdið nýju vígbúnaðarkapphlaupi við Rússa ef þeir reyndu að berja aðrar þjóðir til hlýðni. Fækka ber gjaldþrotum London. Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur í hyggju að setja ný lög til að refsa þeim sem draga það von úr viti að greiða fyrir vörur og þjónustu. Mark- miðið með lögunum er að fækka gjaldþrotum fyrirtækja vegna slíks greiðsludráttar. Guardian sagði í gær að lögin gerðu fyrirtækjum kleift að leggja nógu háa vexti til að tryggja að þau verði ekki fyrir tjóni. Gert er ráð fyrir því að vextimir verði 8,5% og í flestum tilvikum verði hægt að innheimta þá mánuði eftir að reikn- ingamir berast viðskiptavinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.