Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 22

Morgunblaðið - 18.09.1999, Page 22
22 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ GÓLFEFNABÚÐIN Míkið urval fallegra flísa Borgartiín 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Greining FBA á rekstri olíufyrirtækjanna þriggja á fyrrí árshelmingi Aukin áhersla á virðis- auka til hluthafa ? doga skiptiréttuf Góður hagnaður var af samanlögðum rekstri olíufyrirtækj anna þriggja, Skeljungs, 01- íuverslunar Islands og Olíufélagsins, fyrstu sex mánuði ársins. A tíma- bilinu var hagnaður af reglulegri starfsemi fyr- irtækjanna fyrir skatta 899 milljónir króna, en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 401 milljón króna. I nýjustu mánaðarskýrslu Fjár- festingarbanka atvinnu- lífsins kemur fram að miklar fjárfestingar í ol- íudreifingu á síðasta ári séu augljóslega að skila sér á þessu ári, auk þess sem stöðugleiki í efnahagsmálum og góð aflabrögð skipti miklu máh í þessu sambandi. í SKÝRSLU Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, þar sem fjallað er um uppgjör fyrirtækja eftir atvinnu- greinum, kemur fram að heildarvelta olíufyrirtækjanna var 13.332 milljón- ir króna á fystu sex mánuðum ársins en var á sama tímabili í fyrra 12.738 milljónir króna og er það um 4,7% aukning milli ára. 011 þrjú olíufyrir- tækin juku veltu sína á milli ára og var aukningin hjá Olíuverslun ís- lands og Skeljungi aðallega í sölu flugvélaeldsneytis, bifreiðaeldsneyt- is og eldsneytis til stómotenda. Hjá Olíufélaginu var söluaukning í öðrum vörum en olíuvörum. Rekstrargjöld olíufyrirtækjanna í heild voru 12.114 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins en voru á til útlartda -auövelt dð mund SÍMINN www.simi.is Nútíma innheimtuaðferðir intrum justitia I N K A S S O V__________________________ J Helstu tölur úr reikningum olíu- fyrirtækjanna Qssd) OLÍUFÉLAGIÐ Breyting frá Hlutf. af 6 man. up 06/99 tekjum 1991 SKEUUNGUR OLIS Breyting frá Breyting frá Hlutf. af 6 man. uppgj. Hiutf. af 6 man. ur"! 06/99 tekjum 1998 06/99 tekjum 199* Rekstrartekjur Rekstrargjöld 5.151 4.675 2% 0% 4.395 3.951 7% 1% 3.787 3.488 6% 3% Hagnaður fyrir afskriftir 475 9,2% 25% 444 10,1% 116% 299 7,9% 59% Afskriftir 139 2,7% 11% 153 3,5% 9% 66 1,7% -11% Hagnaður fyrir fjármagnsliði 337 6,5% 32% 291 6,6% 348% 233 6,2% 106% Fjármagnsliðir 47 0,9% 1339% -2 0,0% 95% -7 -0,2% -160% Hagn. af reglul. starfsemi f. skatta 384 7,5% 53% 289 6,6% 1056% 226 6,0% 81% Tekju- og eignarskattur 143 59% 89 709% 71 100% Hagn. af regl. starfsemi eftir skatta 241 4,7% 50% 200 4,6% 1329% 155 4,1% 73% Aðrar tekjur og gjöld -7 11 8 Hagnaður 234 4,5% 45% 211 4,8% 109% 163 4,3% 31% Veltufé frá rekstri 486 9,4% 37% 425 9,7% 20% 209 5,5% 37% Fastafjármunir 8.192 -1% 4.847 4% 3.846 19% Veltufjármunir 3.894 18% 2.616 18% 3.041 8% Eignir samtais 12.086 4% 7.463 9% 6.886 14% Eigið fé 5.370 44,4% 5% 3.264 43,7% 11% 2.664 38,7% 13% Langt.skuidir og tekjusk.skuldb. 3.075 -9% 2.259 -12% 2.190 44% Skammtímaskuldir 3.170 31% 1.940 41% 2.032 -6% Skuidir samtals 6.245 8% 4.199 7% 4.222 15% Skuldir og eigið fé 12.086 4% 7.463 9% 6.886 14% Veltufjárhlutfall 1,2 1,4 1,5 Markaösvirði (m.kr.) 8.988 4.560 4.596 Gengi 9,2 6,0 6,9 Ávöxtun frá áramótum 36% 51% 39% V/H síðustu 12 mán. 19,2 13,0 14,3 sama tíma í fyrra 11.965 milljónir og er þetta aukning um 1,2% á milli ára. I heild jókst framlegð í olíugeiranum úr 6,1% á fyrstu sex mánuðum ársins 1998 í 9,1% á fyrstu sex mánuðum þessa árs, eða um tæp 57%. Öll þrjú olíufyrirtækin á íslenska markaðin- um sýndu framlegðaraukningu á fyrstu sex mánuðum ársins. Mestur bati í framlegð hjá Skeljungi Mestur var batinn í framlegð hjá Skeljungi en þar var aukninginn á milli ára um 116% og var framlegð 10,1% á fystu sex mánuðum ársins. Framlegð hjá Olíufélaginu á fyrstu sex mánuðum ársins var 9,2% og hjá Olíuverslun íslands á sama tíma 7,9%. í greiningu FBA segir að greinilegt sé að Skeljungsmönnum hafi tekist vel í hagræðingar- og að- haldsaðgerðum það sem af er árinu, en sala hjá Skeljungi jókst um 7% milli ára, eða úr 4.126 milljónum króna í 4.395 milljónir á þessu tíma- bili á meðan kostnaður jókst ein- göngu um 1%. Þá segir að þessi fram- legðaraukning hjá Skeljungi sé einnig athyglisverð í ljósi þess að þeir séu ekki aðilar að Olíudreifingu ehf., sam- eiginlegu dreifingarfélagi Olíufélags- ins og Olíuverslunar íslands. Afskriftir jukust um 5,1% og eru 358 milljónir króna fyrri helming ársins 1999 en voru 340 milljónir króna á sama tíma 1998. Fjár- magnsliðir voru jákvæðir um 38 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en voru neikvæðir um 32 milljónir króna í fyrra. Þetta er um 70 milljóna króna bati, en í greiningu FBA segir að hafa verði í huga að fyrstu sex mánuði ársins var tekju- fært hjá olíufyrirtækjunum þremur verðbreytingarfærslur upp á tæpar 105 milljónir króna. Skatthlutfall er nær óbreytt milli ára, um 34% í heild, og óreglulegir liðir lækka tals- vert, eða úr 122 milljónum króna á síðasta ári í 12 milljónir króna. Hagnaður olíudreifingar á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um rúman helming, eða um 57,3%, miðað við sama tíma í fyrra. Heildai'hagnaður olíufyrirtækjanna þriggja var á þessu tímabili 608 milljónir króna en var 387 milljónir króna á sama tíma- bili í fyrra. Afkomubati var hjá öllum olíufyrirtækjunum þremur, en þó mestur hjá Skeljungi hf. þar sem 211 milljóna kiúna hagnaður var fyrstu sex mánuði ársins en í fyrra var hagnaðurinn 101 milljón króna, og er þetta um 109% hækkun á milli ára. Hagnaður Olíufélagsins var 234 milljónir króna, sem er 45% bæting frá 1998, og hagnaður Olíuverslunar íslands var 163 milljónir króna, sem er 37% bæting frá 1998. Veltufé frá rekstri jókst um tæp 30% og var 1.120 milljónir króna samanlagt hjá öllum olíufyrirtækjun- um. Breyting í veltufé hjá Olíufélag- inu og Ölíuverslun íslands var um 37% á fyrstu sex mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra, en breyt- ingin hjá Skeljungi var nokkru lægri, eða um 20%. Veltufjárhlutfall- ið er að meðaltali 1,4 hjá olíufyrir- tækjunum miðað við efnahag 30. júní á þessu ári. Þegar litið er á efnahagsreikning olíufyrirtækjanna hefur orðið tæp- lega 8% aukning í eignum. Heildar- eignir samkvæmt efnahagsreikningi eru 26.435 milljónir króna fyrstu sex mánuðina, en voru 24.510 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hjá Skeljungi og Olíufélaginu vaxa veltufjármunir um 18% á milli tímabila. Breytingin í veltufé hjá Olíuverslun íslands á sama tímabili var um 8%. Fastafjár- munir aukast mest hjá Olíuverslun íslands, en á árinu hafa nýjar höfuð- stöðvar fyrir félagið verið í byggingu við Sundagarða í Reykjavík, auk þess sem unnið hefur verið að byggingu nýn-ar þjónustustöðvar í Kópavogi. I greiningu FBA segir að ef gert sé ráð fyrir að hagnaður verði sá sami á seinni helmingi ársins og meðaltal eigin fjár sé notað, þá sé arðsemi eig- infjár á ársgrundvelli hjá olíufyrir- tækjunum þremur í heild um 11,2% samanborið við 8,6% fyrir allt árið í fyrra. Þegar skoðuð eru einstök fyrir- tæki og notaðar sömu forsendur þá er arðsemin hjá Skeljungi best, eða um 13,6%, en hún var 7,8% allt árið í fyrra. Hjá Olíuverslun íslands er arð- semin 13% en var 11,3% árið 1998, og hjá Oh'uverslun Islands um 9%, en var 7,7% allt árið í fyrra. Eiginfjár- hlutfall í heild var 42,7% og hefur lítið breyst á milli ára, en það var um 42,2% fyrir árið 1998. Markaðsvirðið 6% af mark- aðsvirði fyrirtækja á VÞI í skýrslu FBA kemur fram að markaðsvirði olíufyrirtækjanna í heild sé 18.145 milljónir króna sem sé um 6% af markaðsvirði allra fyrir- tækja sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands. Um áramót var mark- aðsvirði ohufyrirtækjanna í heild 13.081 milljón króna, þannig að ávöxtun hlutabréfa fyrirtækjanna í heild hefur verið um 38,7% frá ára- mótum ef einungis er tekið mið af breytingum á markaðsverði. „Rekstur olíufyrirtækjanna í heild hefur gengið framar vonum á fyrri helmingi ársins og ef stöðugleikinn í efnahagslífinu helst og engar óvænt- ar breytingar eiga sér stað þá búast félögin við að afkoma verði viðunandi á seinni helmingi ársins. Líklega hef- ur engin atvinnugreinavísitala sýnt jafn óvænta hækkun á markaði og vísitala olíudreifmgar. Fjárfestar þurftu löngum að sæta lítilli arðsemi olíufyrirtækjanna og ávöxtun félag- anna á markaði var slök. Breytinga virðist gæta í rekstri fyrirtækjanna þar sem aukin áhersla er á virðis- auka til hluthafa. Ef horft er á hrein- an rekstur fyrirtækjanna þriggja þá virðist vera mest svigrúm til frekari hækkunar hjá Skeljungi og svipuðu máli gildir um Olíuverslun íslands. Olíufélagið bætti einnig stöðu sína á fyrstu sex mánuðum ársins og fjár- festar hljóta að binda vonir við að áframhaldandi bati eigi sér stað á seinni helmingi þessa árs,“ segir í skýrslu Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.