Morgunblaðið - 18.09.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 18.09.1999, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ GÓLFEFNABÚÐIN Míkið urval fallegra flísa Borgartiín 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Greining FBA á rekstri olíufyrirtækjanna þriggja á fyrrí árshelmingi Aukin áhersla á virðis- auka til hluthafa ? doga skiptiréttuf Góður hagnaður var af samanlögðum rekstri olíufyrirtækj anna þriggja, Skeljungs, 01- íuverslunar Islands og Olíufélagsins, fyrstu sex mánuði ársins. A tíma- bilinu var hagnaður af reglulegri starfsemi fyr- irtækjanna fyrir skatta 899 milljónir króna, en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 401 milljón króna. I nýjustu mánaðarskýrslu Fjár- festingarbanka atvinnu- lífsins kemur fram að miklar fjárfestingar í ol- íudreifingu á síðasta ári séu augljóslega að skila sér á þessu ári, auk þess sem stöðugleiki í efnahagsmálum og góð aflabrögð skipti miklu máh í þessu sambandi. í SKÝRSLU Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, þar sem fjallað er um uppgjör fyrirtækja eftir atvinnu- greinum, kemur fram að heildarvelta olíufyrirtækjanna var 13.332 milljón- ir króna á fystu sex mánuðum ársins en var á sama tímabili í fyrra 12.738 milljónir króna og er það um 4,7% aukning milli ára. 011 þrjú olíufyrir- tækin juku veltu sína á milli ára og var aukningin hjá Olíuverslun ís- lands og Skeljungi aðallega í sölu flugvélaeldsneytis, bifreiðaeldsneyt- is og eldsneytis til stómotenda. Hjá Olíufélaginu var söluaukning í öðrum vörum en olíuvörum. Rekstrargjöld olíufyrirtækjanna í heild voru 12.114 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins en voru á til útlartda -auövelt dð mund SÍMINN www.simi.is Nútíma innheimtuaðferðir intrum justitia I N K A S S O V__________________________ J Helstu tölur úr reikningum olíu- fyrirtækjanna Qssd) OLÍUFÉLAGIÐ Breyting frá Hlutf. af 6 man. up 06/99 tekjum 1991 SKEUUNGUR OLIS Breyting frá Breyting frá Hlutf. af 6 man. uppgj. Hiutf. af 6 man. ur"! 06/99 tekjum 1998 06/99 tekjum 199* Rekstrartekjur Rekstrargjöld 5.151 4.675 2% 0% 4.395 3.951 7% 1% 3.787 3.488 6% 3% Hagnaður fyrir afskriftir 475 9,2% 25% 444 10,1% 116% 299 7,9% 59% Afskriftir 139 2,7% 11% 153 3,5% 9% 66 1,7% -11% Hagnaður fyrir fjármagnsliði 337 6,5% 32% 291 6,6% 348% 233 6,2% 106% Fjármagnsliðir 47 0,9% 1339% -2 0,0% 95% -7 -0,2% -160% Hagn. af reglul. starfsemi f. skatta 384 7,5% 53% 289 6,6% 1056% 226 6,0% 81% Tekju- og eignarskattur 143 59% 89 709% 71 100% Hagn. af regl. starfsemi eftir skatta 241 4,7% 50% 200 4,6% 1329% 155 4,1% 73% Aðrar tekjur og gjöld -7 11 8 Hagnaður 234 4,5% 45% 211 4,8% 109% 163 4,3% 31% Veltufé frá rekstri 486 9,4% 37% 425 9,7% 20% 209 5,5% 37% Fastafjármunir 8.192 -1% 4.847 4% 3.846 19% Veltufjármunir 3.894 18% 2.616 18% 3.041 8% Eignir samtais 12.086 4% 7.463 9% 6.886 14% Eigið fé 5.370 44,4% 5% 3.264 43,7% 11% 2.664 38,7% 13% Langt.skuidir og tekjusk.skuldb. 3.075 -9% 2.259 -12% 2.190 44% Skammtímaskuldir 3.170 31% 1.940 41% 2.032 -6% Skuidir samtals 6.245 8% 4.199 7% 4.222 15% Skuldir og eigið fé 12.086 4% 7.463 9% 6.886 14% Veltufjárhlutfall 1,2 1,4 1,5 Markaösvirði (m.kr.) 8.988 4.560 4.596 Gengi 9,2 6,0 6,9 Ávöxtun frá áramótum 36% 51% 39% V/H síðustu 12 mán. 19,2 13,0 14,3 sama tíma í fyrra 11.965 milljónir og er þetta aukning um 1,2% á milli ára. I heild jókst framlegð í olíugeiranum úr 6,1% á fyrstu sex mánuðum ársins 1998 í 9,1% á fyrstu sex mánuðum þessa árs, eða um tæp 57%. Öll þrjú olíufyrirtækin á íslenska markaðin- um sýndu framlegðaraukningu á fyrstu sex mánuðum ársins. Mestur bati í framlegð hjá Skeljungi Mestur var batinn í framlegð hjá Skeljungi en þar var aukninginn á milli ára um 116% og var framlegð 10,1% á fystu sex mánuðum ársins. Framlegð hjá Olíufélaginu á fyrstu sex mánuðum ársins var 9,2% og hjá Olíuverslun íslands á sama tíma 7,9%. í greiningu FBA segir að greinilegt sé að Skeljungsmönnum hafi tekist vel í hagræðingar- og að- haldsaðgerðum það sem af er árinu, en sala hjá Skeljungi jókst um 7% milli ára, eða úr 4.126 milljónum króna í 4.395 milljónir á þessu tíma- bili á meðan kostnaður jókst ein- göngu um 1%. Þá segir að þessi fram- legðaraukning hjá Skeljungi sé einnig athyglisverð í ljósi þess að þeir séu ekki aðilar að Olíudreifingu ehf., sam- eiginlegu dreifingarfélagi Olíufélags- ins og Olíuverslunar íslands. Afskriftir jukust um 5,1% og eru 358 milljónir króna fyrri helming ársins 1999 en voru 340 milljónir króna á sama tíma 1998. Fjár- magnsliðir voru jákvæðir um 38 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en voru neikvæðir um 32 milljónir króna í fyrra. Þetta er um 70 milljóna króna bati, en í greiningu FBA segir að hafa verði í huga að fyrstu sex mánuði ársins var tekju- fært hjá olíufyrirtækjunum þremur verðbreytingarfærslur upp á tæpar 105 milljónir króna. Skatthlutfall er nær óbreytt milli ára, um 34% í heild, og óreglulegir liðir lækka tals- vert, eða úr 122 milljónum króna á síðasta ári í 12 milljónir króna. Hagnaður olíudreifingar á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um rúman helming, eða um 57,3%, miðað við sama tíma í fyrra. Heildai'hagnaður olíufyrirtækjanna þriggja var á þessu tímabili 608 milljónir króna en var 387 milljónir króna á sama tíma- bili í fyrra. Afkomubati var hjá öllum olíufyrirtækjunum þremur, en þó mestur hjá Skeljungi hf. þar sem 211 milljóna kiúna hagnaður var fyrstu sex mánuði ársins en í fyrra var hagnaðurinn 101 milljón króna, og er þetta um 109% hækkun á milli ára. Hagnaður Olíufélagsins var 234 milljónir króna, sem er 45% bæting frá 1998, og hagnaður Olíuverslunar íslands var 163 milljónir króna, sem er 37% bæting frá 1998. Veltufé frá rekstri jókst um tæp 30% og var 1.120 milljónir króna samanlagt hjá öllum olíufyrirtækjun- um. Breyting í veltufé hjá Olíufélag- inu og Ölíuverslun íslands var um 37% á fyrstu sex mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra, en breyt- ingin hjá Skeljungi var nokkru lægri, eða um 20%. Veltufjárhlutfall- ið er að meðaltali 1,4 hjá olíufyrir- tækjunum miðað við efnahag 30. júní á þessu ári. Þegar litið er á efnahagsreikning olíufyrirtækjanna hefur orðið tæp- lega 8% aukning í eignum. Heildar- eignir samkvæmt efnahagsreikningi eru 26.435 milljónir króna fyrstu sex mánuðina, en voru 24.510 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hjá Skeljungi og Olíufélaginu vaxa veltufjármunir um 18% á milli tímabila. Breytingin í veltufé hjá Olíuverslun íslands á sama tímabili var um 8%. Fastafjár- munir aukast mest hjá Olíuverslun íslands, en á árinu hafa nýjar höfuð- stöðvar fyrir félagið verið í byggingu við Sundagarða í Reykjavík, auk þess sem unnið hefur verið að byggingu nýn-ar þjónustustöðvar í Kópavogi. I greiningu FBA segir að ef gert sé ráð fyrir að hagnaður verði sá sami á seinni helmingi ársins og meðaltal eigin fjár sé notað, þá sé arðsemi eig- infjár á ársgrundvelli hjá olíufyrir- tækjunum þremur í heild um 11,2% samanborið við 8,6% fyrir allt árið í fyrra. Þegar skoðuð eru einstök fyrir- tæki og notaðar sömu forsendur þá er arðsemin hjá Skeljungi best, eða um 13,6%, en hún var 7,8% allt árið í fyrra. Hjá Olíuverslun íslands er arð- semin 13% en var 11,3% árið 1998, og hjá Oh'uverslun Islands um 9%, en var 7,7% allt árið í fyrra. Eiginfjár- hlutfall í heild var 42,7% og hefur lítið breyst á milli ára, en það var um 42,2% fyrir árið 1998. Markaðsvirðið 6% af mark- aðsvirði fyrirtækja á VÞI í skýrslu FBA kemur fram að markaðsvirði olíufyrirtækjanna í heild sé 18.145 milljónir króna sem sé um 6% af markaðsvirði allra fyrir- tækja sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands. Um áramót var mark- aðsvirði ohufyrirtækjanna í heild 13.081 milljón króna, þannig að ávöxtun hlutabréfa fyrirtækjanna í heild hefur verið um 38,7% frá ára- mótum ef einungis er tekið mið af breytingum á markaðsverði. „Rekstur olíufyrirtækjanna í heild hefur gengið framar vonum á fyrri helmingi ársins og ef stöðugleikinn í efnahagslífinu helst og engar óvænt- ar breytingar eiga sér stað þá búast félögin við að afkoma verði viðunandi á seinni helmingi ársins. Líklega hef- ur engin atvinnugreinavísitala sýnt jafn óvænta hækkun á markaði og vísitala olíudreifmgar. Fjárfestar þurftu löngum að sæta lítilli arðsemi olíufyrirtækjanna og ávöxtun félag- anna á markaði var slök. Breytinga virðist gæta í rekstri fyrirtækjanna þar sem aukin áhersla er á virðis- auka til hluthafa. Ef horft er á hrein- an rekstur fyrirtækjanna þriggja þá virðist vera mest svigrúm til frekari hækkunar hjá Skeljungi og svipuðu máli gildir um Olíuverslun íslands. Olíufélagið bætti einnig stöðu sína á fyrstu sex mánuðum ársins og fjár- festar hljóta að binda vonir við að áframhaldandi bati eigi sér stað á seinni helmingi þessa árs,“ segir í skýrslu Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.