Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 32

Morgunblaðið - 18.09.1999, Side 32
32 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Utför í Kosovo Ættingjar, vinir og félagar 18 fall- inna liðsmanna Frelsishers Kosovo voru við útför þeirra í bænum Gnjilane í Kosovo gær en þeir féllu í átökum við serbneska herinn fyrr í sumar. Voru þeir þá huslaðir í einni gröf en nú voru þeir bornir til grafar að siðveryu síns fólks. Breska leyniþjónustan gerir skjöl nasistaforingja opinber Himmler reyndi að selja gyðinga í skiptum fyrir hæli The Daily Telegraph. BRESKA leyniþjónustan, MI5, létti í gær leyndinni af skjölum, þar sem fram kemur að nasistaforing- inn Heinrich Himmler hafí reynt að semja við Svisslendinga um að 3.500 gyðingar yrðu fluttir til Sviss í skiptum fyrir fímm milljónir svissneskra franka og pólitískt hæli fyrir 200 háttsetta nasista. Þessar upplýsingar koma fram í skjölum MI5 um Walter Schellen- berger, sem var leyniþjónustufor- ingi Himmlers, en skjölin voru af- hent breska þjóðskjalasafninu í gær. Himmler var yfirmaður SS og skipulagði útrýmingarbúðir nasista í Austur-Evrópu. Samningur hans við Svisslendinga var gerður í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar Þjóðverjar voru famir að hörfa fyrir bandamönnum á öllum víg- stöðvum. Himmler ræddi leynilega við forseta Sviss og fór fram á að samtök gyðinga greiddu nefnda upphæð inn á bankareikning í Sviss. Hét Himmler því að féð yrði afhent Alþjóðasamtökum Rauða krossins, í því skyni að það yrði notað til að „draga úr þjáningum þýsku þjóðarinnar“. Schellenberg hafði samband við yfirmann þýsku öryggislögregl- Heinrich Himmler unnar, Gestapo, og forstöðumann útrýmingarbúðanna í Theresi- enstadt í Tékkóslóvakíu. Þrátt fyr- ir mótbárur þeirra tókst honum að fá því framgengt að 1.700 gyðingar úr búðunum væru fluttir með lest til Sviss. I skjölunum kemur fram að ofsahræðsla hafi brotist út er fólkinu var skipað í lestina, enda héldu gyðingamir að þetta væri ein af alræmdum „dauðalestum til Auschwitz". Önnur lest komst aldrei til Sviss Önnur lest með 1.800 gyðingum frá Bergen-Belsen-útrýmingar- búðunum lagði af stað til Sviss, en komst aldrei út úr Þýskalandi. Frétt hafði birst í svissnesku dag- blaði um komu fyrstu lestarinnar og barst Emst Kaltenbrunner, sérlegum öryggisforingja Adolfs Hitlers, veður af því. Kaltenbrunn- er skýrði Hitler frá áformunum um för seinni lestarinnar, og lagði „foringinn" blátt bann við því að fleiri gyðingar yrðu fluttir úr landi. Ekki kemur fram í skýrslunni hvort svissnesk yfirvöld sam- þykktu að veita einhverjum félög- um í SS hæli vegna skiptanna, eða hvort umsamin greiðsla var nokkru sinni innt af hendi. En örlög Himmlers sjálfs em flestum kunn. Breskir hermenn tóku hann hönd- um í maí 1945, en áður en tími vannst til að yfirheyra hann framdi Himmler sjálfsmorð með því að taka inn eitur. Rússneska sambandsráðið styður áætlanir Vladímírs Pútíns en snuprar Jeltsín Ýmsar samsæris- kenningar á lofti Reuters Slökkviliðsmenn að störfum í flölbýlishúsinu í Sankti Pétursborg þar sem sprengja sprakk á fimmtudagskvöld. Moskva, Sankti Pétursborg. AFP, AP, Reuters. SAMBANDSRÁÐIÐ, efri deild rússneska þingsins, lýsti í gær yfir stuðningi við fyrirhugaðar aðgerðir forsætisráðherrans Vladímírs Pútíns til að stemma stigu við öldu hryðju- verka, sem gengið hefur yfir í Rúss- landi. Sambandsráðið sendi hins veg- ar Borís Jeltsín Rússlandsforseta viðvörun með því að fella með naum- indum tillögu um að hann yrði hvatt- ur til að segja af sér. Jeltsín virðist einangraðri en nokkru sinni fyrr og margvíslegar samsæriskenningai’ eru á lofti um hver standi að baki sprengjutilræðunum, sem orðið hafa um 300 manns að bana í Rússlandi síðustu þrjár vikur. í sambandsráðinu sitja ríkisstjór- ar rússnesku sambandshéraðanna. Atkvæðagreiðslan fór fram fyrir luktum dyrum og ekki hefur fengist upp gefið í hverju fyrirhugaðar að- gerðir felast. Pútín var vígreifur að þingfundi loknum. „Nauðsynlegt er að útrýma óþokkunum," sagði Pútín og vísaði til íslamskra skæruliða, sem talið er að beri ábyrgð á ódæð- unum. Sagði hann að rússneski her- inn myndi halda áfram að gera árasir á búðir skæruliða á hverri nóttu og ekkert yrði gefíð eftir. ítrekaði Pútín andstöðu sína við hugmyndir um að neyðarástandi yrði lýst yfir í Rússlandi, og útilok- aði að Rússar reyndu aftur að gera innrás í Tsjetsjníu. Óvissuástandið í Rússlandi síð- ustu daga hefur orðið þess valdandi að verð helstu hlutabréfa hefur fall- ið um allt að 11%. Talið er að orðrómur um að Jeltsín hyggist víkja Pútín úr embætti eigi stóran þátt í verðfallinu. Alexander Lebed, fyrrverandi hershöfðingi og núverandi ríkis- stjóri Krasnojarsk-héraðs, sagði í gær að sprengjuherferðin hefði rýrt traust almennings til stjómvalda verulega. Sagðist hann telja ólíklegt að unnt yrði að halda þingkosningar í desember. Ein kviksagan sem gengur í Moskvu er einmitt á þá leið að Jeltsín hyggist skipa Lebed í stað Pútíns. Jeltsín einangraður Borís Jeltsín virðist nú einangr- aðri en nokkru sinni fyrr og van- traust rússnesku þjóðarinnar í hans garð eykst dag frá degi. Einn stjórnmálaskýrandi hafði á orði að staða forsetans gæti að minnsta kosti ekki versnað - því hún gæti ekki verið verri. Athygli vakti þegar dagblaðið The New York Times hafði á fimmtudag eftir Jegor Strojev, for- seta Sambandsráðsins, sem lengst af hefur verið tryggur Jeltsín, að forsetinn ætti að segja af sér. Það væri best fyrir rússnesku þjóðina og hann sjálfan. Talsmaður Jeltsíns sagði í gær að forsetinn teldi um- mæli Strojevs byggð á misskilningi. Spjótin beinast að Jeltsín úr öll- um áttum og engum blöðum er um það að fletta að staða hans er afar veik. Dagblöð hafa óspart gefið í skyn að hann sé hvorki fær um að kveða niður hryðjuverkamenn né takast á við nokkur þau vandamál sem að landinu steðja. Kviksögur lifa góðu Iífi Rússnesk stjómvöld segja það engum vafa undh-orpið að tsjetsjenskir skæraliðar, sem vilja stofna íslamskt ríki í Dagestan, beri ábyrgð á sprengjutilræðunum und- anfarið. Yfirvöld í Tsjetsjníu hafa þó alfarið neitað því að eiga hlut að máli, og sömuleiðis helsti foringi tsjetsjenskra skæraliða sem berjast í Dagestan, Shamil Basajev. Þar sem enginn hefur lýst tilræðunum á hendur sér (svo óyggjandi sé) hafa margvíslegar kviksögur um hver beri ábyrgð á ódæðunum lifað góðu lífi. Sú kenning er útbreidd að hópur- inn sem nánastur er Jeltsín standi að baki sprengjutilræðunum, með það að markmiði að lýst verði yfir neyðarástandi í landinu, svo unnt verði að fresta þingkosningunum í desember og jafnvel forsetakosn- ingunum næsta sumar. Að minnsta kosti eitt dagblað í Moskvu hefur birt slíkar ásakanir á prenti. Stjói-n- völd í Kreml og yfirmenn öryggis- lögreglunnar hafa vísað þeim alfarið á bug, en almenningur virðist þó ginnkeyptur fyrir þessari samsær- iskenningu. Einnig hefur sú saga heyrst að sami hópur hafi komið sprenging- unum af stað, annaðhvort til að beina athyglinni frá háværam um- ræðum undanfarið um peninga- þvott og spillingu á æðstu stöðum, eða til að grafa undan Júrí Lúzkov, borgarstjóra í Moskvu, sem orðað- ur hefur verið við forsetaframboð. Að minnsta kosti virðist almenning- ur vera reiðubúinn að trúa ýmsu upp á nánustu samstarfsmenn for- setans. Þá hafa ýmsir leitt getum að því að saudí-arabíski hryðjuverkamað- urinn Osama bin Laden eigi sökina, en hann er meðal annars granaður um að hafa skipulagt sprengjutil- ræðin við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu á síðasta ári. Orðrómur er á kreiki um að hann hafi komið upp þjálfunarbúðum fyr- ir hryðjuverkamenn í Tsjetsjníu, í því augnamiði að stofna íslamskt ríki í Dagestan og jafnvel víðar. Sprenging í Sankti Pétursborg Öldruð hjón létust í sprengingu í íbúðarhúsi í Sankti Pétursborg á fimmtudagskvöld, en innanríkis- ráðuneytið vísaði því á bug í gær að atvikið tengdist sprengjutilræðun- um síðustu vikur. Upphaflega var talið að um gasleka hefði verið að ræða en síðar kom í ljós að sprengju hafði verið komið fyrir við dyrnar á íbúð hjónanna. í Rússlandi er ekki óalgengt að gengi glæpamanna leysi deilur sín á milli með slíkum sprengjutilræðum, en lögreglustjór- inn í Sankti Pétursborg sagði að íbúar hússins virtust ekki tengjast glæpastarfsemi. Sagði hann hugs- anlegt að sprengjunni hefði verið komið fyrir þar fyrir mistök.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.