Morgunblaðið - 18.09.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 18.09.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 33 LISTIR Gamanmál og reynslusögur MEÐAL bóka Hörpuútgáfunnar á þessu ári er Glott í golukaldann eftir Hákon Aðalsteinsson. Höf- undurinn er kunnur hagyrðingur og sagnamaður. Endurminningar hans, Það var rosalegt, sem Sigur- dór Sigurdórsson skráði, varð metsölubók 1997. „I þessari nýju bók nýtur sín vel frásagnargáfa höfundar, hagmælska hans og góðlátleg glettni", segir í kynn- ingu. Ennfremur segir að Hákoni sé hugleikið að segja frá kynleg- um kvistum og spaugilegum atvik- um og yrkja hnyttnar vísur um at- burði líðandi stundar. „En alvarlegur tónn er þó aldrei fjarri og efni af því tagi er ekki síðra en gamanmálin." Hulda nefnist reynslusaga vestfirskrar kjarnakonu, Huldu Valdimarsdóttur Ritchie, sem Finnbogi Her- mannsson skráði. Hún átti viðburðaríka ævi allt frá tvítugs- aldri, þegar hún giftist skoska sjóliðanum Samuel Ritchie. I bókinni segir frá örlagaríkum árum Huldu, fyrst heima í Hnífs- dal, þar sem átök voru um brúðka- up hennar. Síðan í Bretlandi, þar sem fjölskyldan slapp naumlega lífs af þegar loftárás var gerð á heimili þeirra. Árið 1962 hóf Hulda störf í bandaríska sendiráð- inu í Reykjavík og starfaði þar á þriðja áratug. Hún kynntist þar og átti sam- skipti við fjölda fólks, m.a. for- seta og varafor- seta Bandaríkj- anna. Lífsgleði, minningar og frásagnir í um- sjón Þóris S. Guðbergssonar, halda áfram göngu sinni. Þau sem segja frá í þessari nýju bók eru: Séra Ami Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur, Herdís Egilsdótt- ir, kennari og rithöfundur, Mar- grét Hróbjartsdóttir, geðhjúkrun- arfræðingur og kristniboði, Rúrik Haraldsson leikari og Ævar Jó- hannesson sem, jafnframt öðrum störfum, hefur þróað „lúpínu- seyði“. AIls hafa 46 Islendingar rifjað upp minningar sínar í þess- um bókarflokki. Mér líður vel þakka þér fyrir er ljóðabók e|tir Inga Steinar Gunn- laugsson. í kynningu segir að þeg- ar fyrri bók Inga Steinars, Sól- skin, kom út fyrir þremur árum hafi ljóðaunnendum orðið ljóst að þar fór höfundur sem hafði ekki aðeins einstakt vald á íslensku máli heldur einnig þá innri sýn og djúphygli sem þarf til að skáld- skapur verði meira en orðin tóm. Einnig eru væntanlegar hjá Hörpuútgáfunni nýjar þýddar skáldsögur, Flóttinn eftir Jack Higgins og Sumarást eftir Bodil Forsberg. Hákon Aðalsteinsson Finnbogi Hermannsson S Islenskt landslag í Sviss SVISSLENDINGARNIR Serge Clapason og Heide Mittelmeyer voru stödd hér á landi nýlega, en þau eru áhugaljósmyndarar og höfðu nýlokið við að skipu- leggja sýningu á íslenskum vetr- armyndum sem fara mun hring- ferð um Sviss. íslandsmyndirnar má rekja til fyrstu heimsóknar Clapasson til landsins 1986. Sú heimsókn var óundirbúin, hann einfaldlega ók út á flugvöll í erfiðum skilnaði og keypti sér miða með næstu vél. Vélin lenti á Akureyri og þar með var áhugi hans á ís- lenskri náttúru vakinn. Siðastliðinn áratug hafa þau Clapasson og Mittelmeyer siðan heimsótt landið í þrígang og skoðað frekar undir leiðsögn Kristins Snædals leigubflstjóra. Á þeim ferðum sínum hafa þau tekið hundruð mynda og verður ekki nema brot þeirra sýnt í Sviss. „Hugmyndin að baki sýning- unni er að velja úrval mynda og sýna Svisslendingum hvers virði ísland er okkur,“ segir Mittel- mayer. Hún bætir við að þannig vilji þau sýna fegurð landsins, sem hafí verið meiri en hún sjálf gerði ráð fyrir. Myndirnar á sýningunni eru eingöngu vetr- armyndir og er íslenski vetur- inn rapsódía í gylltum og bláum tónum að því er Mittelmayer segir. Engra bragða er beitt við myndatökuna, heldur bíða þau eftir rétta augnablikinu og sýna náttúruna eins og hún kemur fyrir. Enda segja þau bæði lita- Hollenskir ljósmyndarar sem sýndu vinum og vandamönnum myndir sínar á Hótel Sögu. Morgunblaðið/Kristinn Mittelmayer og Clapason sýna Svisslendingum íslenskar vetr- armyndir dýrð íslenskrar náttúru slíka að hún sé biðarinnar virði. Serge er þó bundinn í hjólastól og þarf sérútbúnað fyrir myndatökurn- ar, en hann á erfítt með að halda höndunum lengi kyrrum. Mittelmayer tekur því oft mynd- ir samkvæmt hans forskrift, en sjálf tók hún ekki myndir fyrr en 1991 þegar þau kynntust. Clapason og Mittelmayer eru bæði staðráðin í að heimsækja ísland oftar. Ljósmyndaskrán- ingu þeirra á landinu sé engan veginn lokið og þær 700 myndir sem teknar voru á Vestfjörðum nú í sumar séu bara dropi í haf- ið. Furðu- leikhúsið með tvö verk TVÖ verk eru á dagskrá Furðu- leikhússins á nýju leikári. Ann- ars vegar er það sýning frá fyrra ári, Sköpunarsagan, sem sýnd var 50 sinnum vítt og breitt um landið. Hins vegar verður sett upp nýtt leikrit, Frá goðum til Guðs, í tilefni af 1000 ára afmæli kristni. Leikritið er eftir Ólöfu Sverrisdóttur og leikhóp Furðu- leikhússins. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Tónlistina samdi Ingólfur Steinsson. Hreyf- ingar útfærir Ólöf Ingólfsdóttir. Leikmynd og búninga hannar Ragna Fróðadóttir. Leikarar eru Ólafur Guðmundsson, Stein- unn Ólafsdóttir og Ólöf Sverris- dóttir. I leikritinu er stefnt saman heiðinni og kristinni siðfræði og trúarhugmyndum og farið í ferðalag aftur í tímann þar sem heiðin trú er enn ríkjandi. Þar vakna ýmsar spurningar um áhrif trúarinnar á siðferðisvit- und manna. Hvernig hefur krist- in trú í 1000 ár breytt viðhorfum og lífsgildum í samfélaginu? Leikhópurinn nýtir sér ýmsa möguleika leikhússins til að koma þessum vangaveltum til skila. Til að auka áhrif og breyta stemmningunni er notast við söng, hreyfíngu og hljóðfæra- leik. Forsýningar verða í skólum og kirkjum í vetur en þetta verk verður frumsýnt í endanlegri út- gáfu á Kirkjulistahátíðinni á Þingvöllum árið 2000. Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson í Sköpunarsög- unni. Njósnarinn Tann- erí nýjum heimi ERLENDAR BÆKUR Spennusaga TANNERFRYSTUR TANNER ON ICE“ eftir Lawrence Block. Signet Mistery 1999.295 síður. Lawrence Block heitir bandarískur spennusagnahöfundur sem skrifar sakamála- sögur í gamansömum og þægilegum tón um Matthew Scudder eða Bernie Rhodenbarr eða Evan Tanner eftir því í hvernig skapi hann er. Sá síðastnefndi er skrautlegastur þeirra þriggja, kaldastríðsnjósnari sem legið hefur í frosti í aldarfjórðung en vaknar aftur til lífsins í nýjustu bók Blocks, Tanner fryst- ur eða „Tanner on Ice“, sem kom fyrir skemmstu út í vasabroti hjá Signet-bókaút- gáfunni. Evan Tanner er einskonar Austin Powers án greddunnar, slæmu tannanna og sexapflsins og þegar hann hefur þiðnað sæmilega er hann sendur til Burma þar sem hann á að myrða frelsishetjuna Aung San Suu Kyi. Bókin er hreinasta delluverk auðvitað en virkar helst ef hún er lesin sem háðsleg út- tekt á njósnasögum kalda stríðsins þar sem dularfullar leyniþjónustur ráða ríkjum og hið illa er aðeins enn ein óskiljanleg skammstöf- un, í þessu tilfelli SLORC. Block hefur ekki skrifað neitt um Tanner svo árum skiptir og þetta er hans aðferð við að endurlífga gömlu sögupersónuna. Tanner er sjálfur hálfring- laður á öllu saman. Hann er fæddur árið 1933 og ætti því að vera sextíu og fjögurra ára þegar sagan gerist, sem er 1997, en er aðeins þrjátíu og níu ára því hann var frystur árið 1972 þegar Richard Nixon var enn forseti. Einn spaugilegasti kaflinn í bókinni segir ein- mitt frá því þegar Tanner nær áttum eftir svefninn langa og kemst að því að Nixon er ekki lengur í Hvíta húsinu. Hinn tuttugu og fimm ára langi svefn er enn spaugilegri í augum höfundarins fyrir þá sök að svefnstöð heilans í Tanner var eyði- lögð í fyrstu sögunum um hann og því er hann ófær um að festa blund. Kemur sér vel nú þegar hann hefur vaknað af frostsvefnin- um því hann verður að vera vel vakandi ef hann á að geta skilið hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í nútímanum áður en hann fær næsta verkefni. Hann verður að skilja tölvur og netvæðingu heimsins og stöðu heimsmála alla því hið Illa heimsveldi er hrunið og múr- inn fallinn. Jei, kapítalismi" eins og kollegi hans, Powers, myndi sagt hafa. Þegar Tann- er hefur áttað sig á öllu því helsta er hann sendur til Burma í fyrrnefndan leiðangur og ekki líst honum á verkefnið. Furðuverk Lawrence Block virðist nokkur vandi á höndum að finna persónu sinni stað í hinni nýju veröld og það er erfitt að sjá nokkurn tilgang í rauninni með því að vekja upp Tann- er. Hann virkar eins og njósnari án hlutverks enda tekur sagan mjög breytta stefnu um miðbikið og allt Burmamálið gufar upp en Tanner kynnist glæsimey af rússnesku bergi ■ og gerir það að forgangsmáli að koma henni og sjálfum sér úr landi. Sagan er fyrst og fremst spaugilegt furðu- verk og Block tekst nokkuð vel upp á köflum. Svolítið gaman má hafa af aukapersónum sem verða á vegi Tanners eins og norræna njósnaranum Haraldi Engstrom, sem tregar víkingatímann og segir að vandamálið með Norðurlandabúa sé að þeir eru svo hryllilega vel siðaðir og því ekki færir um að standa í styrjaldavafstri. Arnaldur Indriðason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.