Morgunblaðið - 18.09.1999, Qupperneq 62
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
#2
UMRÆÐAN
„ Sjávarafurðir
o g fiskeldi
ASTÆÐAN fyrir
skrifum mínum er lítil
frétt sem birtist í
Morgunblaðinu 27.
ágúst um sjávarafurð-
ir með fyrirsögnini
„Mest flutt út frá
j7oregi“. í fréttinni
eru ýmsar athyglis-
verðar upplýsingar,
m.a. að Norðmenn séu
orðnir mestu útflytj-
endur „sjávarafurða“
í heimi, ef miðað er við
verðmæti samkvæmt
tölum frá 1997. Að
auki bendir allt til að
forskot Norðmanna
bara aukast
mum
næstu ár. Margur hlýtur að spyrja
hvar Norðmenn veiði allan þennan
fisk eða hverju þetta sæti?
I nefndri grein kom reyndar
ekki fram að stór hluti þessara
verðmæta er frá fiskeldinu og að
aukningin sem átt hefur sér stað ár
ári er einnig þaðan þó að ein-
hverjar sveiflur séu í sjávarfangi á
milli ára. Ef Norðmenn á sínum
tíma hefðu ekki lagt áherslu á að
þróa fiskeldis-atvinnugreinina
myndu þeir tæpast komast á blað á
þeim lista sem í fréttinni var birtur
frekar en við Islendingar. Það skal
tekið fram að þróun norsks fiskeld-
is kostaði tíma, svita og ekki síst
peninga. Stuttu eftir 1950 hófust
fyrstu tilraunir með eldi á regn-
bogasilungi í sjó og árið 1967 hóf
^^Towi A/S laxeldi í sjó rétt utanvið
Bergen og fleiri fylgdu í kjölfarið.
Má segja að til ársins 1975 hafi
verið barist í bökkum en það ár
framleiddu Norðmenn 3.000 tonn
af eldisfiski (laxi og regnbogaurr-
iða) sem er svipað því sem Islend-
ingar hafa verið og eru að fram-
leiða á ári.
Síðan hafa átt sér stað stöðugar
framfarir og árið 1997 framleiddu
Norðmenn 346.000 tonn og búist er
við u.þ.b 475.000 tonna framleiðslu
árið 2000, að verðmæti u.þ.b 180
milljarða ísl. króna. Ennig má
benda á að fleiri af þeim löndum
sem á listanum voru í áðumefndri
frétt em með öflugt fiskeldi, t.d.
Tæland og Kína. Á ráðstefnu í Ósló
••ýverið var lögð fram spá þar sem
gert er ráð fyrir að bara norskt
fiskeldi muni afla 100 miljarða
norskra króna (u.þ.b. kr. 1000
miljarðar) árið 2020, eftir 20 ár.
Hver var að tala um olíu?
Það er grátbroslegt, þrátt fyrir
þær staðreyndir og ábendingar
sem hér koma fram að á Islandi
heyri maður ennþá talað um fisk-
eldi og loðdýrarækt, nánast í sama
orðinu. Ekki að ég vilji hallmæla
loðdýrarækt heldur bendi ég á að í
fiskeldi er verið að framleiða dag-
leg matvæli ofaní allflesta jarðar-
búa en loðdýraræktin framleiðir
efni í fatnað og skófatnað sem ein-
ungis nær til örlítils brots af fata-
mg skómarkaði í heiminum. Einnig
er það bagalegt að íslendingar
skuli hafa afneitað þessari mikil-
vægu atvinnugrein eftir tiltölulega
Guðmundur Valur
Stefánsson
litlar tilraunir og
nokkurra ára mótbyr,
sem átti sér að mestu
stað frá 1987 til 1991,
sér í lagi ef lagt er til
grundvallar að við
hefðum getað verið að
afla þjóðarbúinu tuga
milljarða verðmæti.
Eg vil hér með
benda á að eldi á fiski
og öðru vatna- og
sjávarfangi er öflug
atvinnugrein víðast
hvar í heiminum og
vex að meðaltali um
5-15% á ári. Fisk-,
krabba- og skjeljaeldi
er sú matarupp-
sem mætir vaxandi þörf
spretta
heimsins fyrir sjávarfang í dag og
væntanlega um langa framtíð,
enda ekki útlit fyrir að fiskimið
Fiskeldi
Fisk-, krabba- og
skeljaeldi er sú matar-
uppspretta, segir
Guðmundur Yalur
Stefánsson, sem mætir
vaxandi þörf heimsins
fyrir sjávarfang í dag.
hafsins geti mætt aukinni eftir-
spurn. Þar sem bæði landbúnaður
og akuryrkja er takmarkað af nátt-
úrulegu vatnsframboði er ekki
búist við verulegri matvælaaukn-
ingu úr þeirri átt heldur. Á síðustu
áratugum hefur mikil tækni- og líf-
tækniþróun átt sér stað í fiskeldi
sem hefur leitt til aukinna mögu-
leika við mismunandi aðstæður og
kynbættur eldisfískur bæði þolir
mismunandi aðstæður betur og
gefur betri fjárhagslega niður-
stöðu en áður var þekkt. Að auki
koma sífellt fleiri tegundir til
greina sem valmöguleikar, sem
eykur enn á fjölbreytni bæði varð-
andi eldisaðstæður og markaði. Þó
að seint sé um rassinn gripið, er
„seint“ sjaldnast „of seint“.
Höfundur er cand.sient. ífískeldi.
Sögukennsla
í framhaldsskólum
I VIÐTALI sem
birtist í Morgunblað-
inu 31. ágúst s.l. ræð-
ir menntamálaráð-
herra, Björn
Bjarnason, um nýjar
námskrár grunn- og
framhaldsskóla. Eg
hnaut um ummæli
hans um sögukennslu
í framhaldsskólum og
vil hér gera athuga-
semd við þau. Til að
byrja með er rétt að
rifja upp fyrir lesend-
um að skv. nýju nám-
skránni er saga nú
aðeins sex einingar í
kjarna og geta nem-
Margrét
Gestsdóttir
endur á öðrum brautum en svok-
allaðri „félagsfræðabraut" látið
þar við sitja ef þeir vilja. Þetta er
umtalsverð rýrnun frá því sem
verið hefur en ég ætla að láta til-
drög þessa liggja á milli hluta og
hvaða mark var tekið á tillögum
forvinnuhóps sem starfaði við
upphaf námskrárvinnunnar. Það
sem ég ætla að gera að umræðu-
efni er sú skoðun menntamálar-
áðherra sem fram kemur í nefndu
viðtali að eins og stærðfræðin í
framhaldsskóla eigi ekki að vera
hindrun fyrir þá sem hafi ekki
áhuga á henni, eigi sagnfræðin
ekki að vera hindrun fyrir þá sem
hafi áhuga á að einbeita sér að
öðru. Eg hef kennt sögu í fram-
haldsskóla í sex ár og mér er al-
gerlega nýtt að líta á kennslugrein
mína sem „hindrun“ á vegi nem-
enda til stúdentsprófs. Ég treysti
mér líka til að fullyrða að nemend-
ur mínir líti heldur ekki almennt
þannig á hana og kem nánar að
því síðar. Björn ver minni söguk-
ennslu í framhaldsskólum með því
að nemendur fái góða sýn yfir Isl-
andssöguna í grunnskóla. Hvort
skilja ber þetta svo að hún sé þar
með svo gott sem afgreidd veit ég
ekki og enn síður get ég áttað mig
á hver eru skilaboðin með þeim
fróðleiksmola að á sínum tíma hafi
sagnfræðin verið rituð út frá
marxísku sjónarhorni og þjóðfé-
lagið skoðað í ljósi lögmála sem
ekki hafa gengið upp. Hitt vita all-
ir sögukennarar og margir nem-
endur þeirra að saga er eitt þeirra
viðfangsefna sem höfðar meira til
fólks með aldrinum. Að fást við
Sturlungaöld með
börnum er afar ólíkt
því að skoða hana
með unglingum sem
lesa allt annað úr at-
burðunum og sjá ótal
skírskotanir til sam-
tímans eða annars
sem þeir yngri eru óf-
ærir um. I raun
mætti taka hvaða
dæmi sem er en þetta
á ekki síst við þegar
kemur að mannkyns-
sögu síðari alda. Fólk
skilur samtímavið-
burði með allt öðrum
hætti ef það þekkir til
bakgrunns og for-
sögu. Gott dæmi frá síðasta mis-
seri er stríðið í Kosovo. Hér geng
ég út frá því að þekking á samtím-
anum og skilningur á atburðum
Nám
Sagnfræðin hefur þann
stóra kost, segir
Margrét Gestsdóttir,
að ekkert mannlegt eða
ómannlegt er henni
óviðkomandi.
hans, hvort sem er á íslandi, ann-
ars staðar á hnettinum eða utan
hans sé af hinu góða og vænti þess
að flestir lesendur geti tekið undir
það.
Sagnfræðin hefur þann stóra
kost að ekkert mannlegt eða
ómannlegt er henni óviðkomandi.
Hún er því kjörinn vettvangur til
að fara nýjar leiðir við notkun
netsins og til tölvusamskipta af
ýmsu tagi sem áhersla er á í nýju
námskránni og margir sögukenn-
arar eru löngu farnir að gera.
Sagan hefur eitthvað að segja öll-
um sem eru að safna að sér al-
mennri þekkingu áður en kemur
að sérhæfðara námi eða einfald-
lega áður en lífsbaráttan hefst af
fullum þunga, m.ö.o. hún á erindi
til allra framhaldsskólanema. Því
felst í því mikill misskilningur að
sagan henti vart öðrum en þeim
sem hyggjast sérhæfa sig í henni
eða skyldum greinum. Þvert á
móti er hún ekki síst kærkomin
þeim nemendum sem alla jafna
fást við raungreinar. I sögutímum
gefst tækifæri til að ræða fyrir-
bæri og atburði sem vekja ótal
spurningar hjá hugsandi fólki og
engir tímar í stundatöflunni henta
betur en sögutímar til að fjalla
um. Svo oft hef ég séð slíkt eiga
sér stað og svo oft hafa nemendur
sjálfir orðað þá tilfinningu að mér
finnst dapurlegt að sjá mennta-
málaráðherra tala um söguna sem
„hindrun". Hversu mikið svigrúm
gefst til að nýta þessi forréttindi
sem sagan hefur að bjóða í tveim-
ur skylduáföngum þar sem fara á
yfir megnið af Islands- og mann-
kynssögunni á eftir að koma í ljós
þegar saman hafa verið settar
skólanámskrár út um land.
Allir vita að hér á landi er al-
mennur áhugi á sögu, það sést af
öflugu starfi sögu- og sagnfræð-
ingafélaga, fundahöldum, þingum,
ráðstefnum og útgáfu tímarita og
bóka um söguleg efni sem njóta
vinsælda langt út fyrir raðir sagn-
fræðinga. Ég á erfitt með að ím-
ynda mér að slíkur söguáhugi sé
hluti af erfðaefni þjóðarinnar og
velti/yrir mér hvaðan hann kem-
ur. Án þess að þeirri spurningu
verði svarað í stuttri grein þykist
ég geta fullyrt að þess konar
áhugi á sagnfræði sem fylgir fólki
alla lífsleiðina verði oft áþreifan-
legur og varanlegur á unglingsár-
unum. Enginn vafi er á að nem-
endur eru móttækilegir og
tækifæri til að nýta þann áhuga
ber að virkja. Að segja að sagn-
fræði sé fyrst og fremst handa
þeim sem þegar hafa áhuga á
henni jafnast á við það ef bókaút-
gefendur auglýstu nýjar skáldsög-
ur sérstaklega handa bókmenntaf-
ræðingum. Fyrirbærum sem
auðga líf allra sem komast í snert-
ingu við þau á að halda á lofti.
Sögulausum manni má líkja við
þann sem misst hefur minnið.
Hann getur vissulega verið starf-
hæfur í samfélaginu og lært allt
sem þarf til að komast af, ekki síst
ef hann hefur fartölvu að vopni, en
hversu óumræðilega fátækleg til-
vist hans er dylst engum.
Höfundur er formaður Félags
sögukennara.
Má eitra fyrir börnum?
MA eitra fyrir böm-
um? Að sjálfsögðu ekki,
segir hver heilvita mað-
ur, hvers konar hálf-
vitaspuming er þetta
eiginlega. Þrátt fyrir
eindregna afstöðu
flestra er eitrað í stór-
um stfl fyrir bömum á
Islandi með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum.
Og þau eiga sér sjaldn-
ast undankomuleið.
Jafnvel þótt öllum
(upplýstum einstakl-
ingum) sé ljóst að yfir
40 krabbameinsvald-
andi efni og rúmlega
4.000 efnasambönd séu
Þorgrímur
Þráinsson
SIMI557 7650
í tóbaksreyk réttir enginn bömum
hjálparhönd. Þrælar tóbaksins líta
undan, skömmustulegir í hjarta (ef
þeir em ekki samviskulausir), hugs-
anlega fullir sjálfsvorkunnar.
Kannski em til hentugri orð eða
setningar yfir það að reykja í návist
bama - sem hljóma betur og friða
samvisku þrælsins: Það er til dæmis
hægt að tala um „frelsi" sem tröll-
ríður reglulega allri umræðu í þjóð-
félaginu og mun án efa ríða þjóðinni
að fullu þegar fram í sækir. „Ég má
gera það sem ég vil,“ hentar eflaust
sumum, „þetta em nú
lögleg fíkniefni," er
líka nokkuð vinsælt.
Kannski á allt annað
orðalag betur við til
að friða samviskuna.
Er ekki orðið tíma-
bært að tala hreint
út? Það er linnulaust
eitrað fyrir bömum á
Islandi og við emm öll
samsek.
Hvenær myndum
við horfa aðgerðalaus
upp á fullorðna ganga
í skrokk á barni eða
þegar flugnaeitri væri
úðað í andlit barns?
Samt sýna fáir til-
burði tfl að bjarga bömum úr tó-
baksreyk. Er það vegna þess að af-
leiðingamar koma ekki samstundis
í Ijós? Enginn marblettur, ekkert
sár, enginn grátur. Ekki benda á
mig.
Hverjir vilja skaða bömin sín?
Enn ein hálfvitaspumingin! Að
sjálfsögðu enginn. Fara þá niður-
stöður rannsókna um skaðsemi
óbeinna reykinga inn um annað eyr-
að og út um hitt? Augljóslega hjá
þeim þar sem fátt er um fyrirstöðu.
Niðurstöður vísindalegra rann-
Reykingar
íslensk börn, segir
Þorgrímur Þráinsson,
búa við mestu óbeinar
reykingar allra barna á
Norðurlöndum á heimil-
um smum.
sókna á skaðsemi óbeinna reykinga
era reglulega tíundaðar í fjölmið-
lum; meiri Kkur á fósturláti, astma,
seinþroska, vöggudauða og þegar
til lengri tíma er litið - tvöfalt meiri
líkur á því að bamið verði tóbaksfík-
ill og geti orðið vímuefnum að bráð.
Hvað geram við? Stingum höfð-
inu í sandinn.
I síðustu könnun um böm og
óbeinar reykingar kom í ljós að ís-
lensk böm búa við mestu óbeinar
reykingar allra bama á Norður-
löndum á heimilum sínum. Enn og
aftur sláum við met miðað við fólks-
fjölda. Dæmalaust, hvað við eram
frábær!
Þeir sem ættu helst að taka ofan-
greind skilaboð til sín hafa líklega
hætt lestrinum þegar þeh- áttuðu
sig á inntaki greinarinnar. Þeir
skammast sín, þótt þeir vflji ekki
viðurkenna það, og hrista hausinn
af vanþóknun - þótt sannleikurinn
nagi þá að innan. Ef ekki era þeir
samviskulausir. Fórnarlömb fíknar-
innar drattast áfram í hlekkjum og
sjálfsblekkingu. Og tóbaksiðnaður-
inn hlær dátt.
Hvert er álit þeirra sem láta sig
málefni bama á íslandi varða? Er
ekki tími til kominn að drattast upp
úr hugsunarhætti sjötta áratugar-
ins þegar skaðsemi tóbaks var fáum
Ijós? Við eram um það bil að svífa
„frjáls“ á eiturskýjum yfir í nýja
öld. Ætlum við að láta í okkur heyra
næst þegar við sjáum bam njörvað
niður í bflstól og tóbaksþrællinn
spúir yfir það eitri? Ætlum við að
líta út um gluggann þegar eitrað er
fyrir bömum á kaffi- og veitinga-
húsum? Svo ekki sé talað um á
knattspymuleikjum. Ekki benda á
mig.
Eg er sjálfúr sekur um afskipta-
leysi en við ættum öll að skammast
okkar.
Höfundurinn er rithöfundur og
tveggja barna faðir.