Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Marinn eftir 30-40 metra fall niður grjótskriðu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Bílbeltin björguðu Reyni Péturssyni þegar hann missti stjórn á bílnum í krapaelg á veginum undir Óshlíð. Bíllinn fór margar veltur niður grýtta urð og hafnaði í Qörunni, gjörónýtur. Með ólíkindum að vera á lífi „ÞAÐ er með ólíkindum að ég skuli hafa komist lifandi frá þessu,“ sagði Reynir Pétursson, sem var á hægri ferð út Óshlíð- ina til Bolungarvíkur þegar bíll- inn, sem hann ók lenti í krapaelg í vegkantinum og steyptist 30-40 metra niður í fjöru um miðjan dag á sunnudag. „Ég skoðaði bílinn í dag og skil þetta ekki,“ sagði hann. Reynir sagði að veðrið hefði ekki verið vont en gengið á með slyddu þeg- ar hann ók út hlíðina í sunnu- dagsbíltúr. „Ég veit ekki hvernig ég missti bílinn út í krapann í vegkantinum, þar sem ég var á mjög hægri ferð, um 50 km hraða,“ sagði hann. „Bfllinn vildi ekki hlýða mér og koma inn á aftur. Vegurinn var nokkurn veginn auður því ég mætti spjó- ruðningstækinu innar i hlíðinni. Ég hélt að bfllinn myndi stoppa í vegkantinum og vega salt á brúninni en svo rúllaði hann nið- ur. Hann valt niður en ég var í belti, annars væri ég ekki að tala við þig.“ Man fyrstu veltuna Bfllinn valt niður grjótskriðu og stöðvaðist í stórgrýttri fjör- unni. „Ég man bara eftir fyrstu veltunni þegar bfllinn fór á topp- inn en þá hef ég fengið högg á höfuðið," sagði Reynir. „Síðan man ég ekkert fyrr en ég var kominn upp í sjúkrabflinn á leið á sjúkrahúsið." Tvö vitni voru í bfl á eftir Reyni og komu þau að honum í bflnum, hjálpuðu honum að kom- ast út um hliðarrúðu og studdu hann upp á veg. „Ég er allur lemstraður frá mitti eftir bflbelt- in, með nokkra skurði á höfðinu og marinn og skorinn eftir gler- brot á vinstri hendi,“ sagði hann. „Ég held að ég hafi hallað mér yfir í farþegasætið þegar ég sá að bfllinn ætlaði að fara út af því ég var að spá í að henda mér í gólfið en þegar ég sá sjóinn fyrir neðan þá fannst mér það vera svo vitlaust. Ef ég færi alla leið út í sjó þá gæti ég lokast þar af svo ég tók þá ákvörðun að reyna að halla mér aðeins frá rúðunni og yfir í farþegasætið. Ég var bú- inn að losa beltið þegar ég kom niður og ætlaði að koma mér út en ég hefði aldrei hangið í sætinu ef ég hefði ekki verið með beltið, það er útilokað. Ég á að hafa labbað sjálfur með þeim sem komu að upp á veg en ég man það ekki. Mér finnst kraftaverk að hafa sloppið svona vel.“ Stjórnarformaður Orca SA um söluna á FBA Orcahópurinn leystur upp í FRAMHALDI af sölu á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins munu eigendur Orca S.A. skipta upp hlutabréfum sínum þannig að þeir verði beint hluthaf- ar í FBA eins hratt og kostur er. Þangað til af því getur orðið munu hluthafar í Orca fara beint með at- kvæði sín á hluthafafundum í FBA, þ.e. í samræmi við sinn eignarhlut. Eignarhlutur Orca S.A. er nú 28%. Að sögn Eyjólfs Sveinssonar, stjórnarformanns Orca S.A., voru menn sammála um að best færi á því að hluthafahópurinn yrði nokkur jafn og dreifður í fram- haldi af því að aðeins ein þátt- tökutilkynning kom fram og sam- staða náðist um hvernig staðið yrði að kaupunum. Stærstu hluthafar með 7% „Þess vegna samþykktum við að hluthafahóparnir í Orcu færu beint með eign sína í FBA. Augljóst er, hvað eftirmarkaðinn varðar, að menn munu ráðstafa sínum eignum eins og þeir kjósa en ég tel enga ástæðu til að ætla að samsetning hluthafahópsins í FBA verði ólíkur samsetningu hluthafahóps Islands- banka.“ Eftir þessi viðskipti munu stærstu hluthafar í FBA hver um sig fara með um 7% atkvæðisrétt í félaginu. Um 44 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í FBA á Verð- bréfaþingi Islands í gær og hækk- aði gengi þeirra um 2,9%, úr 2,79 í 2,87, en gengi bréfanna fór hæst í 2,95 á VÞÍ í gær. Annað bindi ævisögu Einars Benediktssonar komið út I slagtogi við helstu iðju- hölda Breta í ÖÐRU bindi ævi- sögu Einars Bene- diktssonar eftir Guð- jón Friðriksson, sem var að koma út, koma fram upplýs- ingar um skáldið sem fram til þessa höfðu verið á fárra vitorði. Guðjón segist hafa fundið böggul á breska þjóðskjala- safninu sem geymdi upplýsingar um öll þau félög sem Einar stofnaði á Bret- landseyjum, en þar var að finna hluthafa- skrár, samninga og ársreikninga þessara félaga. Það sem var einna merkilegast við jDessi skjöl voru hluthafaskrárnar en þar sést svo ekki verður um villst að Einar var í slagtogi við helstu iðjuhölda Breta á þessum tíma. Mínerva og Dettifoss Power Company Guðjón fann í skjölunum meðal annars félög sem ekki var vitað um að Einar tengdist. Til að mynda sýna þau að Einar átti Nesjavelli. „Einar stofnaði félög á Bretlandi um vinnslu brenni- steins á Nesjavöllum árið 1913. Félagið hét Mínerva og helsti for- kólfur félagsins ásamt Einari var sir Kenneth Crossley en hann var á þessum tíma einn af umsvifa- mestu iðjuhöldum Manchester- borgar og átti einnig eitt stærsta tryggingafélag Bretlandseyja. Annað félag sem ekki hafði verið vitað um er félagið Dettifoss Power Company. Einar og félag- ar hans áttu félag sem hét Gígan og átti félagið vatnsréttindi í Dettifossi og Jökulsá. Breskur auðkýfingur keypti öll vatnsréttindin og stofnaði nýtt félag kringum þau. Einar auðgaðist mjög vel á þessari sölu.“ Guðjón segir að þau gögn sem hann fann á breska skjala- safninu útskýri hvemig Einar fram- fleytti sér og fjöl- skyldu sinni en margir samtíma- menn hans undruð- ust hversu mikið fjármagn hann virt- ist ávallt hafa milli handa. „I gögnum um þessi fyrirtæki kemur í ljós að þau voru mörg með mikið hlutafé. Einar var á launum sem stjórnar- maður þeirra og þau borguðu einnig ferðalög hans og risnu og þess háttar. Þannig fæst í bókinni skýring á manninum. Þjóðsagan um hann breytist ekki en hann verður skiljanlegri." Utanríkisráðuneyti Dana fylgdist grannt með Einari Guðjón segist hafa rannsakað gögn úr danska utanríkisráðu- neytinu og þar hafi komið í ljós að þar var fylgst grannt með Einari. „Island var auðvitað ekki orðið sjálfstætt ríki þarna og Dönum stóð stuggur af þessum undar- lega manni sem daðraði við erlent fjármagn. Það kemur í ljós í gögnum ráðuneytisins að þeim stóð ekki á sama um Einar, en þar var meðal annars að finna skýrslur frá danska ræðismann- inum í London um umsvif Einars. Það kom mér einnig á óvart hversu dönsk blöð fylgdust vel með Einari og að mörgu leyti bet- ur en íslensku blöðin.“ Einar Benediktsson Grunur um 7 millj. krdna fjársvik TVEIR karlmenn á fertugs- aldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á sunnudag, að kröfu lögregl- unnar í Reykjavík, vegna gruns um fjársvik. Eru menn- irnir taldir hafa hagrætt bók- haldi í verslun á höfuðborgar- svæðinu sem þeir unnu í, dreg- ið sér fé og tekið sér vörur að jafnvirði 7 milljónir króna. Beinast grunsemdir lögregl- unnar að því hvort mennirnir hafi tekið vörur verslunarinnar sem sagðar voru skemmdar og tryggingafélög voru látin greiða fyrir. Við húsleit lögreglu fannst talsvert af varningi sem tengist málinu. Rannsókn málsins stendur nú yfir hjá rannsóknardeild lög- reglunnar. Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili JSUrennbUMb Heimíli Atli Eðvaldsson ráðinn lands- liðsþjálfari í knattspyrnu / B1 Guðjón Þórðarson ákveðinn að herja í útlöndum / B4,B12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.