Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Dvalarsamningum barna á leikskólum sagt upp Neyðarúrræði að senda börnin heim Reykjavík DVALARSAMNINGUM barna á sex leikskólum í Reykjavík hefur verið sagt upp og nýir samningar gerðir og til athugunar er að gera slíkt hið sama á fleh-i leik- skólum. I nýju samningunum hefur verið bætt við klausu sem segir að heimilt sé að senda börnin heim, fari fjöldi starfsfólks niður fyrir leyfi- leg mörk. Dvalartími barnsins er tekinn fram í dvalarsamn- ingi og samkvæmt honum er óleyfilegt að skerða þann dvalartíma. En á síðustu vik- um hafa nokkrir leikskólar þurft að grípa til þess neyð- arúræðis að senda börn fyrr heim vegna manneklu. Það hefur þá verið brot á dvalar- samningi þeirra og segir Ragnhildur Erla Bjarna- dóttir hjá Leikskólum Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið að því hafi ekki annað verið hægt í stöð- unni en að gera nýjan samn- ing. „Lögfræðingur Reykjavík- urborgar ráðlagði okkur að gera þennan nýja samning vegna þess að með því að senda börnin fyrr heim var verið að brjóta dvalarsamn- ing þeirra. Dvalarsamning- um var því sagt upp á þeim leikskólum þar sem ástandið var verst og nýir samningar gerðir strax, þar sem fram kemur að leyfilegt sé að senda börn fyrr heim verði skortur á starfsfólki. Þetta er að sjálfsögðu al- gjört neyðarúræði og gert fyrst og fremst til að fylgja reglugerð um leyfilegan fjölda barna á hvern starfs- mann og til að brjóta ekki dvalarsamninga ef grípa þarf til þess að senda böm heim eins og stundum hefur þurft að gera nú í haust,“ segir Ragnhildur Erla. Reglur um fjölda barna á livern starfsmann í reglugerð um leikskóla eru ákveðnar reglur um hve mörg börn megi vera í umsjá hvers starfsmanns. Þar segir að fyrir hvert stöðugildi leik- skólakennara, sem sér um umönnun, uppeldi og mennt- un bama í leikskóla skuli vera átta bamgildi og til við- bótar komi leikskólastjóri, þeir sem veiti sérstakan stuðning, starfsfólk í ræst- ingum og eldhúsi. Barngildi leikskólabarna em reiknuð þannig að eins árs barn reiknast sem tvö barngOdi, tveggja ára barn sem 1,6, þriggja ára barn sem 1,3 og fjögurra og fimm ára börn sem eitt bamgildi. I nýja samningnum segir að verði fjöldi leikskólabarna, vegna skorts á starfsfólki, meiri en átta bamgildi á hvern starfsmann, sé heimilt að segja samningnum upp án fyrirvara og/eða skerða dval- artíma bams. Ragnhildur tekur fram að það sé tíminn á milli kl. 16 og 18 sem sé erfiðast að manna og að það sé aðallega þá sem senda þurfi börnin heim. Hvorki sé ástæða til að ætla að senda þurfi börnin ennþá fym heim, né fyrir fullt og allt. Ragnhildur segir að langt sé síðan að staðan á leikskól- unum hafi verið í líkingu við þetta. „Það hefur gerst áður að við höfum þurft að senda böm heim vegna starfs- mannaskorts, við fundum að- eins fyrir þessu síðastliðið haust, en þó er langt síðan ástandið hefur verið í líkingu við þetta, líklega um tíu ár, og tengist þetta líklega svokölluðu góðæri. En verið er að leita leiða til úrbóta og er allt gert til að reyna að fá gott fólk til starfa í leikskól- unum.“ Laulau og Ragnar Sveinn sem er fjögurra ára. Bitnar á þeim sem síst skyldi Reykjavík „ÞAÐ er auðvitað betra að hafa dvalarsamningana svona til að allt fari sam- kvæmt reglum, því stað- reyndin er að við höfum neyðst til að senda börn heim vegna skorts á starfs- fólki en samkvæmt gömlu samningunum var það ekki leyfilegt,“ segir Sigrún Kristín Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Ægisborg, í samtali við Morgunblaðið. Þar er staðan sú að undan- farnar vikur hefur þurft að loka einni deild af fjómm, eftir hádegi, vegna mann- eklu. Sigrún segir stöðu mála í starfsmannahaldi vera mjög ótrygga. „í byrjun hausts leit þetta allt frek- ar vel út hjá okkur en svo hefur starfsfólk hætt og þá hefur verið botnlaust álag á þeim sem eftir eru. Því hefur þurft að grípa til þess ráðs að senda börnin fyrr heim og hafa flestir foreldrar sýnt því skilning. En sumir eru reiðir og finnst að við hljótum að geta fengið fólk til starfa." Niðurlægjandi umræða fyrir leikskólana Sigrún segir að gera þurfi kröfur til þess fólks sem komi til starfa á leik- skólunum, þetta sé mjög mikilvægt starf og finnst henni niðurlægjandi um- ræða fyrir leikskólana þeg- ar talað sé um að hver sem er geti gengið inn í starf leikskólakennara. Þeir hafi þriggja ára fagmenntun að baki og hugmyndir um að fá fólk af atvinnuleysisskrá til að ganga beint inn í þeirra störf finnst henni afleitar. „Þetta er ekki auðvelt starf sem allir geta unnið og auk þess setur það mikið rót á börnin að vera alltaf að skipta um starfsfólk. Það er nógu slæmt þegar verið er að flytja starfsfólk milli deilda, hvað þá þegar sí- fellt er verið að fá inn nýtt starfsfólk." Hún segir að núverandi borgaryfírvöld hafi gefið loforð um að leikskóla- plássum yrði íjölgað og að við það hafi verið staðið með því að stækka leik- skóla og byggja nýja, en það virðist sem ekki hafi verið hugsað út í að það þyrfti að manna þessa leik- skóla og borga starfsfólki mannsæmandi laun. „Það þarf líka að eyða pening- um í að heQa þetta starf til vegs og virðingar og gera það eftirsóknarvert að verða leikskólakennari,“ segir Sigrún. Gat vel hugsað mér að vinna á leikskóla Helga Ösp Jóhannsdóttir er móðir Jóhönnu Aspar sem er þriggja ára og búin að vera á Ægisborg um nokkurt skeið. Helga Ösp segir að sér fínnist ástand- ið á leikskólunum ömur- legt og ekki mega gleyma því að þetta sé verst fyrir þau sem síst skyldi, sjálf börnin. Börnin eru suma daga í leikskólanum eftir hádegi en aðra daga heima, eða með foreldrum í vinnunni sem er auðvitað mikið rót fyrir þau. Kristján Gíslason heldur á Karli Héðni sem er fjögurra ára og bróðir hans, Sveinbjörn Steinar, þriggja ára stendur hjá. Morgunblaðið/Ásdís Helga Ösp Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp sem er þriggja ára. „Að sjálfsögðu þarf að hækka laun leiksskóla- kennara, ég byijaði að vinna úti fyrir stuttu og gat vel hugsað mér að vinna á leikskóla, þangað til ég komst að því hver launin eru,“ segir Helga Ösp. Mikið rót fyrirbörnin Kristján Gíslason segir að þar sem börn á hverri deild séu send heim nokkra eftirmiðdaga í mánuði þurfi bræðurnir Karl Héðinn, 4 ára, og Sveinbjörn Steinar, 3 ára, að vera saman á deild svo þeir séu sendir heim sömu dagana. Þetta sé ekki gott því sautján mánuðir séu á milli þeirra og Sveinbjörn Steinar sé því nokkru yngri en hin börnin á deildinni. Starfsfólkið hafi þó komið til móts við þau með því að færa hann stundum á milli deilda en auðvitað sé þetta mikið rót fyrir hann og önnur börn í svipaðri stöðu. Með ólíkindum að laun séu ekki mannsæmandi Laulau er móðir Ragnars Sveins sem er fjögurra ára og finnst henni ástandið mjög slæmt. „Eg er heppin því ég vinn bara hálfan daginn og hef aðstæður til að hafa hann heima en vissulega eru margir í mestu vandræðum. En ég vil taka það fram að mér finnst starfsfólkið standa sig ágætlega og fínnst með ólíkindum að allir ætlist til þess að börn- in komi út úr leikskólanum strokin og öguð en samt sé ekki hægt að borga því fólki sem á að sinna og kenna þeim, mannsæmandi laun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.