Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 43 UMRÆÐAN Fiskeldi á Austfjörðum? í allri þeirri um- ræðu sem á sér stað um fólksflutninga úr byggðum landsins á höfuðborgarsvæðið, virkjunarfram- kvæmdir og byggingu álvers á Austurlandi er ekki úr vegi að velta fyrir sér öðrum atvinnumöguleikum þar sem líklegt er að jafnvel þó af álvers- framkvæmdum yrði, myndi það eitt ekki nægja til að _ snúa vörn í sókn. Eg vil hér með vekja athygli á að fiskeldi er sú at- vinnugrein sem myndar mótvægi við fólksfótta úr Finnmörku og Norður-Noregi. Eins er fiskeldi orðið öflug atvinnugrein í Færeyj- um og stuðlar einnig að dreifðari byggð þar. Af þessum ástæðum má teljast brýnt að skoða hvort fiskeldi komi til greina í aust- firskum fjörðum. Það skal strax tekið fram að greinarhöfundur er ekki að taka afstöðu með eða á móti álveri með þessum skrifum heldur einungis að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir ís- lendinga að ganga fyllilega úr skugga um hvort hægt sé að Fiskeldi Brýnt er að skoða, segir Guðmundur Valur Stefánsson, hvort fisk- eldi komi til greina í austfírskum fjörðum. byggja upp fiskeldi á íslandi og ekki síst á Austurlandi, þar sem náttúrulegar aðstæður eru að mörgu leyti hagstæðar fyrir kvía- eldi í sjó. Á árunum 1987-1989 ríkti nokk- ur bjartsýni um framtíð fiskeldis í landinu og var m.a. farið af stað með laxeldi í Fáskrúðsfirði, Eski- firði, Norðfirði, Seyðisfirði og fleiri stöðum og var undirritaður m.a. þátttakandi í því. Um þetta leyti var pólitískur vilji til að byggja upp fiskeldi í landinu, en einnig loðdýrarækt. Þegar svo verðhrun varð á loðdýraskinnum og erfiðleikar urðu í fiskeldinu var umræðunni slegið saman í „fisk- eldi og loðdýrarækt" þó að ekkert sé skylt með þessum atvinnu- greinum. Afleiðingar þessa urðu að umræða um fiskeldi varð mun neikvæðari en ástæða var til. Meðan á þessu stóð voru skiptar skoðanir um hvort mögulegt væri að stunda fiskeldi í austfirskum fjörðum sem leiddi af sér að litlu fé var veitt úr opinberum sjóðum miðað við fjármunina sem fóru í framkvæmdir og rekstur strand- eldisstöðva. Af þeim milljörðum sem þjóðin tapaði á þessum árum í fiskeldinu skrifast lítið eða ekkert á austfirskt fiskeldi en margir einkaaðilar þurftu hinsvegar, því miður, að þola fjárhagslegt tap. Smám saman lognaðist fiskeldið á Austfjörðum út af og voru ýmsar ástæður fyrir því sem ekki er farið nánar út í hér, en verst var að ís- lenska þjóðin missti trúna á þess- ari atvinnugrein áður en fullreynt var hvort hún gæti skilað hagnaði. Spurningin er: Er hægt að byggja upp fiskeldi á íslandi? Fiskur vex og dafnar í ám og vötnum landsins og í hafinu um- hverfis það, því skyldum við ekki geta verið með fiskeldi? Ef hægt er að framleiða 100 tonn af eldis- fiski á Austfjörðum á viðunandi hátt, því skyldi ekki vera hægt að framleiða 100.000 tonn með hagn- I aði? í dag eru veru- lega breyttar for- sendur fyrir fiskeldi miðað við fyrir 10 ár- um. Mestu munar að nú er hægt að vera með kynbættan lax- eldisstofn sem hentar aðstæðum og að tækni varðandi kvía- búnað hefur þróast mikið. Athyglisvert er að Norðmenn hafa verið og eru að auka fiskeldið jafnt og þétt og að aukningin er fyrst og fremst í Norður-Noregi og í Finnmörku. T.d. er komin fiskeldisstöð við Kirkenes sem er á svipaðri breiddargráðu og Jan Mayen. Nýverið var ráð- stefna í Osló sem bar yfirskriftina „2000 - meira en olía“. Þema ráð- stefnunnar var; á hverju ætla Norðmenn að lifa eftir að olíuna þrýtur? Svarið lét ekki á sér standa, þeir ætla að lifa á fiskeldi. Fulltrúi rannsóknarstofnunarinn- ar SINTEF lagði fram spá þar sem gert er ráð fyrir 300-400 milljarða tekjum frá fiskeldi og fiskveiðum á næsta ári, u.þ.b. 700 milljörðum árið 2010 og 2000 mil- ljörðum 2030. Gert er ráð fyrir að fiskveiðar standi í stað, en aukn- ingin komi frá fiskeldi. Einnig má vísa til Morgunblaðs- ins, Úr verinu, 13. okt sl., þar sem m.a. kemur fram að nágrannar okkar, Færeyingar, sem einmitt hófu laxeldi um svipað leyti og Austfirðingar, eru nú fjórði stærsti laxaframleiðandi í heimi. Ekki má gleyma að ör þróun á sér stað í fiskeldi í heiminum, t.d. eykst vaxtarhraði eldisstofna ár frá ári. Til glöggvunar má benda á að eldissvín sem menn tóku villt fyrir einhverjum þúsund árum vaxa nú u.þ.b. 8 sinnum hraðar en þeirra villtu frændur. í fiskeldinu er ennþá langt í land hvað þetta varðar. Við sem lifum af auðlindum hafsins höfum ekki efni á að sitja aðgerðarlaus meðan frændþjóðir okkar, Norðmenn og Færeyingar ásamt öðrum þjóðum, byggja upp þennan öfluga atvinnuveg sem stefnir í að skila þeim ómældum verðmætum. Út frá ofangreindu hlýtur að vera áhugavert að fá hið opinbera, fjárfesta og fyrirtæki til að leggja fé í öfluga tilraun sem vandlega er að staðið og sannreyna hvort og hvernig tekst til. Slík tilraun ætti að gefa sterka vísbendingu um ár- angur eftir tvö ár. Benda má á að á Islandi er rekið fiskeldi í nokkr- um stöðvum og þó nokkur þekking og reynsla er til staðar, öflugar kynbætur á eldisfiski fara fram t.d. hjá fyrirtækinu Stofnfiski hf., sem hefur m.a. flutt út kynbætt eldishrogn til landa þar sem eldi er í uppgangi, búnaðarskólar landsins hafa boðið upp á fiskeld- isnám og fleira má telja. Vissulega má fullyrða að ákveðinn grund- völlur sé til staðar í landinu. Hvað myndi það þýða fyrir byggðarlag eins og Austurland ef árið 2010 væru þar framleidd 100.000 tonn af eldisfiski? Búast má við 15-20 ársverkum við að framleiða hver 1000 tonn sem þýð- ir 1500-2000 manns. f viðbót má reikna með 2-4 ársverkum í þjón- ustu við hvert ársverk í grunn- framleiðslu þannig að um er að ræða atvinnu fyrir 4000-6000 manns sem ekki er bundið einu þéttbýlissvæði heldur myndi dreifast um firðina. Þetta myndi þýða 30-40 milljarða króna í verð- mætasköpun fyrir sveitarfélögin og þjóðina, miðað við núverandi markaðsverð. Guðmundur Valur Stefánsson Fréttir og veður VARLA líður sá dagur að ég sé ekki spurður hvernig standi á því að ekki sé hægt að hafa veður- fregnir í ríkissjónvarpinu íyrr í fréttum og án auglýs- ingahlés, þannig að þær lendi ekki inn í að- alfréttatíma Stöðvar 2. Sömuleiðis er oft bent á, að nú sé helsti veð- urfregnatími Stöðvar 2 kominn inn í aðal- fréttatíma ríkissjón- varpsins og því standi menn oft upþ frétta- mettir um kl. 19:45 í auglýsingahléi í fréttatíma Stöðvar 2 án þess að hafa séð nokkrar veð- urfregnir nema þá með því að sleppa fréttahluta annarrar hvorr- ar stöðvarinnar. Svör mín við þess- um spurningum eru á þá lund að ekki sé á valdi Veðurstofunnar að ákvarða tímasetningu veðurfregna í sjónvarpi og þess vegna verði menn að beina spurningunum til sjónvarpsstöðvanna. Aðild Veðurstofunnar Eitt meginhlutverk Veðurstofu f slands er að sjá þjóðinni fyrir veð- urþjónustu m.a. koma veðurspám og viðvörunum hvers konar á fram- færi til allra þeirra sem þurfa á slíkum upplýsingum að halda. Til þess að sinna þessu verkefni hefur Veðurstofan notið góðs samstarfs við RÚV-hljóðvarp í nærri sjö ára- tugi og í hart nær aldarþriðjung sáu veðurfræðingar á stofnuninni um að flytja þjóðinni veðurfregnir í eigin nafni í ríkissjónvarpinu, lengst af í lok fréttatíma. Með til- komu fleiri ljósvakamiðla síðustu 10-15 árin hafa upplýsingar um veður komist víðar á framfæri, auk þess sem dagblöðin hafa birt veður- upplýsingar að því marki sem þeim er unnt. Lengst af hefur samstarf við ljósvakafjölmiðlana verið óformlegt og var það ekki fyrr en á síðasta ári að gerðir voru skriflegir samstarfssamningar Veðurstof- unnar við báðar sjónvarpsstöðvarn- ar. í þeim samningum er ekki gert ráð fyrir að Veðurstofan hafi neitt með tímasetningu veðurfregnanna að gera. Varðandi RÚV-hljóðvarp má geta þess að ávallt hefur verið um óformlegt samstarf milli Veð- urstofunnar og Útvarpsins að ræða og engir skriflegir samningar eru til um það. Er þetta rakið hér til að skýra áhrif eða áhrifaleysi Veður- stofu Islands þegar um tímasetn- ingu veðurfregna í sjónvarpi og að hluta til í hljóðvarpi er að ræða. Fréttaslagur sjónvarps- stöðvanna ábyrgð þess að vera meiri. Þótt ég hafi full- an skilning á þörf þessara fyrirtækja fyiir auglýsingatekjur og áskriftargjöld hef ég aldrei skilið þá ár- áttu stöðvanna að berjast inni á frétta- tíma hvor annarrar. Mér er ekki kunnugt um að í nokkru landi NV-Evrópu nema ís- landi stundi helstu sjónvarpsstöðvarnar samkeppnishernað sinn með því að slást um sömu mínúturnar undir aðalfréttatíma sína. Á öðrum Norðuriöndum, Bretlandseyjum og víðar geta neyt- endur séð fréttir og veðurfregnir margi-a rása á sama kvöldinu, án árekstra. En ekki hér á 270 þúsund manna markaði! Ekki rými í hljóðvarpi Eins og flestir vita byggjast nú- tímaveðurspár orðið að stærstum Veðurfréttir Veðurstofan hefur af því áhyggjur þegar kvartað er yfir því að þurfa ann- aðhvort að sleppa frétt- um, segir Magnús Jóns- son, eða sitja undir síbylju auglýsinga til að ná helstu veðurfregnum í sjónvarpi. hluta á tölvureiknuðum niður- stöðum á ástandi andrúmsloftsins. Eru þessar spár gerðar 2-4 sinnum á sólarhring og eins og er notast Veðurstofan mest við tölvureikn- inga sem koma úr frumvinnslu milli kl. 3 og 5 bæði að nóttu og síðdegis. Til þess að gera spá sem hægt er að lesa í útvarp þarf nokkurn úrv- innslutíma. Þess vegna ætti helsta sólarhringsspáin þ.e. sú spá sem byggist á bestu og mestu athugana- gögnum kl. 12 á hádegi að vera til- búin milli kl. 5-7 síðdegis. En inn í dagskrá hljóðvarps RÚV er ekki hægt að komast með ítarlegar veð- urfregnir á þessum síðdegistíma. Forgangsröðun í dagskrá leyfir ekki slíkt efni og þess vegna er veð- urfregnatíminn kl. 19:30 sá iyrsti sem Veðurstofunni býðst. Tími sem var í tengslum við fréttatíma út- varpsins en er nú algerlega úr sam- bandi við fréttir eða fréttatengt efni auk þess að vera ofan í skörun aðalfréttatíma beggja sjónvarps- stöðvanna. Það þarf ekki könnun til að geta sér til um miðlunarstyrk þessa tíma. Vefurinn og aðrir miðlar Ný miðlunartækni ryður sér nú ört til rúms, þar sem menn geta sótt sér upplýsingar þegar þeim hentar sjálfum best. Textavarp, sími að ekki sé talað um Vefinn eru miðlar sem þannig leysa útvarp og sjónvarp smám saman af hólmi sem upplýsingamiðla. Þess vegna hyggst Veðurstofan endurskoða alla framleiðslu sína og miðlun. Stefnt verði að því að veðurathug- unum og öðrum upplýsingum sem hún hefur yfir að ráða verði miðlað um leið og þær liggja fyrir en ekki beðið eftir að hægt verði að koma þeim að í dagskrá gömlu ljósvaka- miðlanna. Þetta er þegar að nokkru leyti gert á vefsíðu stofnunarinnar „www.vedur.is" en þó tekur inni- hald hennar og uppsetning ennþá að mestu mið af útvarpsveðurþjón- ustunni. Þá er Veðurstofan að kanna möguleika á rekstri upplýs- inga- og öryggisvöktunarútvarps hugsanlega í samvinnu við umferð- aryfirvöld, lögreglu og fleiri aðOa. Afstaða stærstu ljósvakamiðlanna beinlínis ýtir á eftir því að Veður- stofan leiti nýrra leiða til þess að koma veðurupplýsingum sem skjótast á framfæri og þannig þjóna notendum sem best. Lokaorð Á næstu árum mun veðurþjón- ustan eins og svo margt annað taka miklum breytingum. Þar verður Veðurstofan að leggja áherslu á að framleiðsla hennar og þjónusta sé í takt við þarfir notenda, auk þess sem framsetning verður að vera þannig að hún nái og höfði til þeirra sem þurfa á veðurupplýsingum að halda. Sá hópur er ekki að minnka þótt færri stundi búskap og sjó- mennsku. Samgöngur, síaukin ferðalög og ýmis starfsemi utan- húss er svo snar þáttur í lífi flestra að upplýsingar um veður eru jafn- vel enn mikilvægari en áður. Þá er margs konar þjónusta og verslun mjög háð veðri og því geta upplýs- ingar um veður skipt verulegu máli í skipulagi og rekstri slíkrar starf- semi. Á meðan tölvan, sjónvarpið, síminn og útvarpið eru ekki runnin saman í eitt tel ég að ljósvakamiðl- arnir hafi enn hlutverki að gegna. Hlutverki sem þeir geta sinnt mun betur en nú er gert, ef vilji og skiln- ingur er íyrir hendi. Höfundur er vcðurstofusijóri. Magnús Jónsson Það er ekki hlutverk Veðurstof- unnar að hafa skoðun á almennri dagskrárstefnu stærstu sjó- varpsstöðvanna í landinu. Hins vegar hlýtur Veðurstofan að hafa af því áhyggjur þegar fjölmargh' kvarta yfir því að þurfa annaðhvort að sleppa vinsælasta sjónvarpsefn- inu, fréttum, eða sitja undir síbylju auglýsinga til að ná helstu veður- fregnum í sjónvarpi. Er hér bæði átt við ríkissjónvarpið og Stöð 2, en þar sem ríkissjónvarpið er almenn- ingseign og að stórum hluta rekið á lögbundnum afnotagjöldum hlýtur SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur ödrntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Nýju vörurnar eru komnar Hverfisgötu 37, sími SS2 0190. Opið kl. 11-18, lau. kl. 11-14. Skatthol, borðstofur, skrifborð, bókahillur, lampar, ljósakrónur og margt fleira. NYJAR VORUR í HVERRIVIKU Jakkar frá kr. 5.900 Buxur frá kr. 1.690 Pils frá kr. 2.900 Blússur frá kr. 2.800 Anna og útlitið verður með fatastíls- og litgreiningamámskeið Uppl. í síma 892 8778 , Nýbýlavegi 1 2 Qt&S Kópavogi Sími 554 4433 Höfundur er cand. scient (fiskeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.