Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Slökkviliðsmenn að störfum við húsið Sæland á Grenivík sl. laugardagskvöld.
Slökkviliðsstjórinn á Grenivík gagnrýnir
Neyðarlinuna eftir eldsvoða á laugardagskvöld
Slökkviliðsmenn
fengu ekki boðin
Norðlenskar snyrtivörur í sókn
Purity herbs
auglýsir í blaði
Hilton-hótelanna
ÍBÚÐARHÚSIÐ Sæland á Greni-
vík skemmdist nokkuð í eldsvoða sl.
laugardagskvöld. Kona á fimmtugs-
aldri sem bjó ein í húsinu, var ekki
heima er eldurinn kom upp en hún
varð eldsins vör er hún var á heim-
leið á sjöunda tímanum og lét gera
slökkviliði viðvart úr nálægu húsi.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn en
lengri tíma tók að drepa alla glóð í
mó sem notaður er í einangrun
hússins.
Hafsteinn Sigfússon, slökkviliðs-
stjóri á Grenivík, sagði í samtali við
Morgunblaðið að boðun Neyðarlín-
unnar á slökkvOiðsmönnum staðar-
ins hefði misfarist og að hann hefði
kvartað yfir þvi við viðkomandi
vaktstjóra eftir að slökkvistarfi
lauk. Slökkviliðsmenn á Grenivík
eru um tuttugu talsins en aðeins
fimm þeirra eru með boðkallstæki.
„Neyðarlínan er með lista yfir
Sjálfstæðisflokkurinn
á Norðurlandi eystra
Styður virkjan-
ir og álver
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi
eystra, sem haldinn var á Akureyri
um helgina, samþykkti stjórnmálaá-
lyktun þar sem lýst er yfir stuðningi
við fyrirhugaðar virkjanafram-
kvæmdir á Norður- og Austurlandi.
Jafnframt krefst fundurinn þess að
stjórnvöld samþykki nú þegar
frekara vinnsluleyfi Kísiliðjunnar við
Mývatn.
Þá mótmælir aðalfundur Kjör-
dæmisráðsins þeim aðferðum sem
beitt var við úthlutun byggðakvótans
og telur þær í andstöðu við jafnræð-
isreglu stjórnarskrárinnar og sam-
keppnislöggjöf. Fundurinn skorar á
ríkisstjórnina að setja aukið fjár-
magn í menntun, menningu og heil-
brigðisþjónustu á iandsbyggðinni.
Fundurinn bendir á í ályktun sinni
að góðir þjóðvegir séu lífæðar
byggðanna. Ljúka þarf framkvæmd-
um við þjóðveg nr. 1 milli Norður-
lands og Austurlands og knýja þarf á
jarðgangagerð milli Ólafsfjarðar og
Siglufjarðar. Þá beinir fundurinn því
til stjómvalda að greiða götu þeirra
einkaaðila sem vilja takast á hendur
rframkvæmdir í samgöngumálum.
Loks segir í stjórnmálaályktun
fundarins að sameining sveitarfélaga
og samstarf þeirra sé forsenda þess
að þau styrkist. Það sé jafnt á
ábyrgð sveitarstjórna sem og ríkis-
ins að kynna landsbyggðina sem
góðan valkost til búsetu.
alla slökkviliðsmenn staðarins og öll
símanúmer þeirra en hann var ekki
notaður. Hringt var í þá fimm
slökkviliðsmenn sem eru með boð-
kallstæki með sameiginlegu númeri
og það skilaði sér en síðan gerðist
ekkert meira. Eftir að boðkallskerf-
inu sleppir á Neyðarlínan að
hringja í allt liðið en það voru
þónokkrir menn sem ekki fengu
nein boð og vissu aldrei um þetta.
Klúðrið er því hjá þeirri vakt hjá
Neyðarlínunni sem þarna var að
störfum og menn kláruðu ekki
nema helminginn af því sem þeir
áttu að gera,“ sagði Hafsteinn.
Aðstoð barst frá Akureyri
Hann bætti við að eldurinn hefði
komið upp á „góðum“ tíma og atvik-
ið spurst fljótt út á svona litlum
stað. „Eg hefði ekki boðið í það ef
þetta hefði verið um miðja nótt og
Baneitrað
samband
sýnt á
Akureyri
DRAUMASMIÐJAN frumsýnir
leikritið Baneitrað samband á
Njálsgötunni eftir Auði Har-
alds í Samkomuhúsinu á Akur-
eyri á fimmtudag, 4. nóvem-
ber, kl. 20.
Sýningin er samstarfsverk-
efni Draumasmiðjunnar og
Leikfélags Akureyrar, en það
var frumsýnt í íslensku óper-
unni nýlega. Um er að ræða
leikgerð Auðar á eigin sam-
nefndri skáldsögu. Þetta er
svört kómedía í anda Auðar og
ætti að höfða til unglinga, for-
eldra þeirra sem og allra þeirra
sem einhvern tíma hafa verið
unglingar. Sögusviðið er
Reykjavík um 1984 og er dreg-
in upp mynd af borginni á þeim
tíma, þar sem m.a. Hallæris-
planið sáluga er endurlífgað
með aðstoð myndvarpa og ým-
iss konar tæknilegum atriðum
er beitt til að skapa skemmti-
legt og metnaðarfullt leikhús.
Aðalpersónan er unglingur-
inn Konráð og líkt og margir
jafnaldrar hans þarf hann að
boðin ekki skilað sér betur en þetta.
Þá er ég hræddur um að maður
hefði lent í vandræðum."
Þrír slökkviliðsmenn frá Akur-
eyri komu á dælubíl heimamönnum
til aðstoðar en þeir voru búnir að
slökkva eldinn er Akureyringamir
komu til Grenivíkur að sögn Haf-
steins. Hann sagði að rannsókn á
eldsupptökum væri ekki lokið en
líklegt talið að eldurinn hefði komið
upp í kjallara hússins.
Húsið sem er nokkuð gamalt, er
með steyptum útveggjum en gólf,
milliveggir og þak úr timbri. Haf-
steinn sagði að eldurinn heðfi logað
á mjög afmörkuðum stað frá kjall-
ara upp í gegnum gólfið og með
timburvegg upp í þak hússins. Hús-
ið fylltist af reyk og urðu einnig sót-
og vatnsskemmdir. Húsgögnun og
ýmsum munum tókst hins vegar að
bjarga út úr húsinu.
glíma við ýmis vandamál sem
unglingaárunum fylgja, s.s.
móður sína, hitt kynið og pen-
ingaleysi. Leikritið er drep-
fyndið en veltir um leið upp
ýmsum spurningum um sam-
skiptaformið. A heimili Kon-
ráðs og móður hans ríkir nefni-
lega hálfgert stríðsástand og
þar eru orðin í hlutverki vopna.
Leikarar eru Gunnar Hans-
PURITY Herbs á Akureyri sem
framleiðir vörur úr náttúrulegum
efnum, krem, smyrsl og fleira hef-
ur í auknum mæli markaðssett vör-
ur sínar í útlöndum. Fyrirtækið
hefur nú auglýst í blaði sem liggur
í hverju herbergi á öllum Hilton-
hótelum víðs vegar um heiminn.
Byrjað var að dreifa blaðinu í gær,
1. nóvember, og líftími þess er þrír
mánuðir. Aætlað er að um þrjár
milljónir manna muni sjá þetta
blað á Hilton-hótelum víðs vegar
um veröldina.
Asta Sýrusdóttir einn eigenda
og framkvæmdastjóri Purity
Herbs sagði að vissulega væri um
dýra auglýsingu að ræða, en for-
svarsmenn fyrirtækisins væntu
þess að hún myndi skila árangri.
„Blaðið er óvenju glæsilegt að
þessu sinni, þetta er aldamótablað-
ið þeirra og mikið í það lagt. Það er
slegist um auglýsingar í þessu
blaði, en auglýsingastjórinn vildi
endilega hafa okkur þarna inni þar
sem í því er áhersla lögð á náttúru-
legar vörur. Við ákváðum að slá til
eftir vandlega íhugun,“ sagði Asta.
Ný heimasíða
f framhaldi af auglýsingunni í
Hilton-blaðinu var heimasíða fyrir-
tækisins á Netinu opnuð í gær, en
þar gefst fólki úti um allan heim
kostur á að hafa samband við fyrir-
tækið og panta vörur. „Við vonum
að í framhaldi af þessu munum við
finna einhvem sem gæti tekið að
sér dreifingu á okkar vömm í út-
löndum. Það era reyndar margir
tilbúnir til þess, ekki vantar áhug-
ann, en við höfum ekki ráð á að
fara út í dýrar auglýsingar til að
markaðssetja okkar vörur. Þannig
að við þurfum að finna einhvern
sem hefur trú á okkar vöram og er
tilbúinn að leggja fram eigið fjár-
magn í markaðssetningu,“ sagði
Ásta.
son, Hildigunnur Þráinsdóttir,
Katla Þorgeirsdóttir, Margrét
Kr. Pétursdóttir, Sjöfn Everts-
dóttir og Sveinn Geirsson. Leik-
sfjóri er Gunnar Gunnsteinsson,
Vignir Jóhannsson gerir leik-
myndina, María Ólafsdóttir
hannar búninga og Ingvar
Björnsson er Ijósahönnuður.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
velur og semur tónlist.
Viðtal í Vouge
Andre Raes, eiginmaður Ástu,
var nýlega í viðtali við bandaríska
blaðið Vouge og mun það birtast í
blaði sem kemur út L janúar árið
2000. Ásta sagði að blaðamaðurinn
hefði áður komið til íslands og þá
keypt vörur frá fyrirtækinu í Frí-
höfninni og hrifist af. „Við vitum að
margir munu sjá þetta blað og von-
um að eitthvað gerist í okkar út-
flutningi í framhaldi þess,“ sagði
Ásta, en nú fer útflutningur um
20% af framleiðslunni. Mest er selt
í Svíþjóð, en þar era vörurnar
boðnar í heimakynningum.
Stjórmmarfélag
Islands
Námstefna
um betri
yfirsýn
NÁMSTEFNAN „5X5 stjóm-
un - enn betri yfirsýn" verður
haldin á Akureyri á fimmtu-
dag, 4. nóvember, á Fosshótel
KEA. Fyrirlesari er Thomas
Möller, iramkvæmdastjóri
markaðssviðs þjónustustöðva
OLÍS.
Samkeppnishæfni fyrir-
tækja byggist að miklu leyti á
þekkingu stjómenda, hug-
myndaauðgi þeirra, yfirsýn og
viðbragðsflýti segir í frétt frá
Stjómunarfélagi Islands sem
gengst fyrir námstefnunni og
að 5X5 stjómun þurfi að vera
hverjum stjórnanda í nútíma-
rekstri ljós. Yfirsýnin verði
skýrari, hugmyndir að lausn-
um verði fleiri. Þannig geri
námstefnan mönnum auðveld-
ar fyrir að koma áætlunum,
hugmyndum og breytingum í
framkvæmd.
Nánari upplýsingar um
námstefnuna fást hjá Stjórn-
unarfélagi Islands.
Snjóflóð
fóll á Ólafs-
fjarðarveg
SNJÓFLÓÐ féll á Ólafs-
fjarðarveg, skammt norðan
Dalvíkur, í fyrrinótt. Að sögn
Guðna Aðalsteinssonar lög-
reglumanns í Ólafsfirði féll
snjóflóðið uppi á svokölluðu
Sauðanesi og lokaðist vegur-
inn í kjölfarið.
Guðni kannaði aðstæður í
gærdag og hann sagði snjó-
flóðið hafa verið um 20 metra
breitt og rúma þrjá metra á
hæð. Snjóraðningstæki var
komið á staðinn í gærmorgun
og var búið að opna veginn
um tíuleytið.
„Það falla oft snjóflóð
þarna á nesinu og oftast á
þeim stað sem flóðið féll að
þessu sinni. Ég var þarna á
ferð í gærkvöld (fyrrakvöld)
og þá var mjög hvasst og
slydda á Sauðanesinu, hita-
stigið við frostmark og það
hefur eflaust hjálpað til. Það
er hins vegar enginn snjór
hérna nema mjög hátt uppi,“
sagði Guðni. Þetta var jafn-
framt fyrsta snjóflóðið sem
fellur á Ólafsfjarðarveg á
þessu hausti.