Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 65 ^
í DAG
Árnað heilla
^/\ÁRA afmæli. í dag,
• v/þriðjudaginn 2. nóv-
ember, verður sjötug Jór-
unn Erla Þorvarðardótt-
ir, Akurgerði 62, Reykja-
vík. Erla og fjölskylda
taka á móti gestum í Vík-
ingasal Hótels Loftleiða
kl. 18-21 í dag.
Ljósmyndarinn í Mjódd,
Gunnar Hilmar.
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 7. ágúst sl. í Árbæjar-
kirkju af sr. Þór Haukssyni
Sigurlaug B. Gröndal og
Rafn Gíslason.
Barna og fjölskylduljósmyndir,
Gunnar Leifur Jónsson.
BRÚÐKAUP Gefín voru
saman 7. ágúst sl. í Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði af sr.
Þórhalli Heimissyni Krist-
rún Ellen Arnbjarnardóttir
og Heimir Jónsson Heimili
þeirra er í Löngumýri 4,
Garðabæ.
BRIDS
Umsjón (íiiðniiindiir
l'áll Arnarson
Suður spilar fjóra spaða og
virðist þurfa að gera út á
tvísvíningu í tígli.
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
* D53
¥ 10964
* 972
* Á107
Suður
* KG10942
¥ K
♦ ÁG10
+ KD5
Vestur Norður Austur Suður
- - - lspaði
Dobl 2spaðar Pass 4spaðar
Pass Pass Pass
Vestur byrjar á trompás
og meira trompi. Austur
fylgir. Vörnin fær slag á
hjartaás, svo baráttan
snýst um það að gefa ekki
nema einn slag á tígul.
Tvísvíning er að öðru
jöfnu nokkuð góður kost-
ur, en hér hefur vestur
opnunardoblað, sem eykur
verulega líkurnar á því að
hann liggi með tígulhjónin
í bakhöndinni. Er einhver
aukamöguleiki fyrir
hendi?
Það kostar alltént ekki
neitt að taka KD í laufi og
spila hjartakóng. Ef vest-
ur hefur byrjað með tví-
spil í laufi gæti hann lent í
vandræðum síðar:
Norður
+ D53
¥ 10964
♦ 972
♦ Á107
Austur
♦ 86
¥ G73
♦ 653
* G9642
Suður
A KG10942
¥ K
♦ ÁG10
*KD5
Vestur tekur á hjartaás-
inn og kemst í bili út á
smáu hjarta. Tían í borði
þvingar út gosa austurs og
suður trompar. Nú fer
sagnhafí inn á laufás og
spilar tígli á tíuna. í þetta
sinn kemst vestur ekki
skaðlaust út úr spilinu:
Tígull upp í gaffalinn gefur
slag og ennfremur hjarta
frá drottningunni vegna ní-
unnar í borði.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
26. Hxe8+! og svartur
gafst upp, því 26. - Hxe8 er
auðvitað svarað með 27.
Dxg6+. Dusko Pavasovic
varð skákmeistari Slóveníu
í ár.
STAÐAN
kom upp á
slóvenska
meistaramót-
inu í haust
sem fram fór I
Kranj. Janosz
Barle (2.388)
hafði hvítt og
átti leik gegn
I. Sitnik
(2.332). Svart-
ur var að
drepa ban-
eitrað peð á
a3, lék 25. -
Dd6xa3?? og
var snarlega
refsað:
Hvítur leikur og vinnur.
HOGNI HREKKVISI
Vor er indælt, eg það veit,
þá ástar kveður raustin,
en ekkert fegra’ á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin,
aftansunna þegar þýð
um þúsundlitan skóginn
geislum slær og blikar blíð
bæði um land og sjóinn.
Svo í kvöld við sævar brún
sólu lít ég renna.
Vestan geislum varpar hún,
sem verma, en eigi brenna.
Steingiimur Thorsteinsson.
Vcstur
+ Á7
¥ ÁD852
♦KD84
*83
STJÖRNIJSPÁ
eftir Franees llrake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur upplag til þess að
ná langt á því sviði, sem þú
vilt, efþú sýnir heiðarleika
ogréttvísi.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Gefðu þér tíma til þess að
sinna vandamálum þeirra,
sem til þín leita. Beindu þeim
til betri vegar, en varastu að
gera vandann að þínum.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Þú þarft ekki að bíða eftir því,
að aðrir hrindi málum úr vör.
Taktu frumkvæðið sjálfur og
þá muntu eiga auðvelt með að
fá hina til liðs við þig.
Tvíburar t ^
(21. maí - 20. júní) o A
Margir eru þeir, sem tala upp
í eyrun á þér. En mundu, að
það er ekki alit að marka, sem
sagt er, heldur eru það verkin
sem tala og sanna manninn.
Krabbi
(21.júm-22.júlí)
Það er kominn tími til þess að
þú setjir sjálfan þig á oddinn
og hættir að hlaupa til eftir
óskum annarra.Sýndu sjálfum
þér hollustu og tillitssemi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) W
Losaðu þig við sektarkennd-
ina út af því, sem liðið er.
Ekkert fær breytt því, sem
gert er og búið. Vandaðu bet-
ur ákvarðanimar og horfðu
fram á veg.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) vUl
Hálfnað er verk, þá hafið er.
Þú skalt bara hefjast handa
umsvifalaust við það verk,
sem þig langar mest að vinna.
Þér tekst það, ef þú vilt.
Vog rxx
(23. sept. - 22. október) 4 4
Sú stund kann að koma, að
rétt sé að halda að sér hönd-
um og láta hlutina hafa sinn
gang. Aðrir verða að reka sig
á sjálfir; þú lifir ekki fyrir þá.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Ekki láta fjarlægðina draga
úr þér með að hafa samband
við gamian vin eða vanda-
mann. Ef þú kemst ekki sjálf-
ur má hringja eða senda póst-
kort.
Bogmaður ,
(22. nóv. - 21. desember) ntS)
Þér finnst þú ekki geta notið
þess alls, sem á boðstólunum
er. Gerðu þér grein fyrir þvi,
hvað það er sem þú vilt og þá
kemur hitt af sjálfu sér.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Reyndu ekki að slá ryki í augu
annarra. Það fer bezt á því að
þú komir til dyranna eins og
þú ert klæddur, því þannig
vinnurðu aðra á þitt band.
Vatnsberi , .
(20.janúar-18.febrúar)
Þú hefur leitt vinnuhóp þinn
með sóma til lokaáfanga verk-
efnisins. Nú má ekki slaka á,
heldur halda ótrauðir áfram
unz sigurinn vinnst.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Sýndu gát í fjármálum. Láttu
vera að kaupa hluti, sem þú
hefur ekki brýnustu þörf fyr-
ir. Það sem vinnst nú mun
koma sér vel áður en varir.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
__________Orator, félag laganema
Nýjar vörnr
Pelsjakkar
Kápur
Úlpur
Ullarfakkar
- stórar stærðir
Hattar og húfur
\#HH5ID
Mörkinni 6, sími 588 5518
Tilboð
Herraskór
Litur: Svartur
Stærðir: 40-46
Verð kr. 3.990
Póstsendum
samdægurs
)
Lyfsheilsa
Mjódd - sími 557 3390
20%
kynningar-
afsláttur af
öllum OROBLU
sokkabuxum.
Kynnum nýju
vetrartískuna
frá OROBLU í
dag kl. 14-18