Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ tjúlíus fæddist 5. ágúst 1946 í Reykjavík. Hann lést 25. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Júlíusson, bflstjóri, f. 4. desember 1917, d. 14. febrúar 1984 og Sigríður Gísla- dóttir, f. 8. október 1925. Systkini hans eru Brynhildur, f. —'* 12. ágúst 1950 og Gísli, f. 15. nóvem- ber 1956. Eiginkona Júlíusar er Lilja Jónsdóttir, f. 4. aprfl 1950. Þau giftu sig 5. aprfl 1975. Synir þeirra eru Ingi Rafnar, f. 29. febrúar 1976 og Jón Páll, f. 7. janúar 1982. Fyrir átti Lilja El- ísabetu Guðbjömsdóttur, f. 2. júní 1967. Júlíus ólst upp í Reykjavík og Þegar Júlíus giftist Lilju sinni árið 1975, hófst nýr kafli í fjölskyldu- sögu okkar. Það var ekki bara Lilja sem eignaðist eiginmann. Litlu Bettýju gekk hann í foðurstað og bræddu hjörtu hvort annars á undraskömmum tíma. Tengda- mamma hans varð svo ánægð með tengdasoninn að hún hélt fyrstu og einu ræðu lífs síns í brúðkaupinu. Okkur hinum í fjölskyldunni varð hann ómetanlegur vinur og tók virkan þátt í lífi okkar allra. Tengdaföður sínum sýndi hann ein- stakan sóma. A dögum firringar og stofnana opnuðu þau Lilja heimili sitt fyrir Jóni og sýndu honum þá umhyggju sem þeim einum var lag- ^ið. Hjáþeim bjó hann samtals í átta ar og fyrir það verður aldrei full- þakkað. Félagsveran Lilja sem var sísinn- andi öllum sínum ættingjum og vinahópnum stóra hafði fundið sér draumalífsförunaut. Ótal sinnum sótti hann þær Hjöddu og Stínu móðursystur Lilju í mat og alltaf virtist hann hafa jafngaman af því. Heimili þeirra minnti stundum á fé- lagsheimili. Hann var sjálfsagður á vettvang ef erfiðleikar komu upp á einhverju heimilinu og mættur áð- ur en okkur datt í hug að biðja um aðstoð ef eitthvað stóð til. Það var ekki bara að hann umbæri okkur í hinum skrautlegustu aðstæðum. Hann virtist njóta þess að geta orð- ■*ð að liði. Minningarnar eru margar, en sú skærasta og sú sem hefur veitt hvað mesta huggun síðastliðið ár, er frá samveru okkar allra á Isa- firði síðastliðið sumar. Það var eins og eitthvað undarlegt lægi í loftinu. Við hlökkuðum svo til ferðarinnar að við vorum síhringjandi okkar á milli og ákváðum að smyrja gott nesti í stað sjoppufóðurs til þess að gera sem mest úr ferðinni. Það var eins og við yrðum unglingar aftur. Á leiðinni vestur til Bigga og Stein- unnar stoppuðum við hvað eftir annað bara til þess að njóta sam- verunnar. Júlli var á nýjum jeppa og leyfði Jóni Páli syni sínum sem ^þá var 16 ára, að keyra mestalla leiðina og m.a. yfir vestfirsku heið- arnar. Það mátti ekki á milli sjá hvorum þeirra þótti það skemmti- legra, þó við hin værum með öndina í hálsinum yfir óreyndum öku- manninum. Systkinin fimm hittust ásamt fjöl- skyldum sínum, hjá Bigga og Stein- unni og húsbændumir héldu okkur dýrðlega veislu. Við eyddum helg- inni saman og allir sýndu sínar bestu hliðar. Við hlógum mikið og enduðum með því eitt kvöldið að vekja ættföðurinn og var þá orðið úfengt síðan hann hafði orðið að koma fram og sussa á bömin sín. Við Júlli sátum saman einhverju sinni og ræddum um fjölskylduna. Við vorum sammála um að eitt ætt- um við alla vega sameiginlegt og það væri að við væmm lunkin við að velja okkur maka, enda höfðum við ^ótt í sama genasafnið efni í afkom- ^idur okkar. Júlli sagði mér líka tók verslunarpróf frá Verslunarskóla íslands 1966 og vann þjá Sindra- stáli hf. allan sinn starfsferil fyrir ut- an árin 1987-89 þegar hann stund- aði nám við Thames Polytechnic í Lond- on. Júlíus starfaði mikið að félagsmál- um. Hann var um tíma í stjórn skíða- deildar Fram og formaður deildar- innar frá 1973-77. Einnig tók hann virkan þátt í Round Table hreyfingunni á Is- landi og var landsformaður árin 1981-82. Útför Júlíusar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hvað honum liði vel í þessari íjöl- skyldu. Óafvitandi um það sem beið, þjappaði fjölskyldan sér sam- an og treysti böndin þannig að við væram fær um það í sameiningu að takast á við hvað sem væri. Stuttu síðar kom reiðarslagið. Júlli greindist með taugasjúkdóminn hræðilega MND. Við skiljum það nú hvers vegna læknar era sam- mála um að það sé sjúkdómurinn sem þeir vilji síst deyja úr. Við vit- um líka núna að sjúkdómurinn lék hann Júlla okkar sérstaklega grimmilega og varpaði dökkum skugga yfir fjölskylduna alla. En þetta erfiða ár átti líka sínar ljósu hliðar. Það kom í ljós að þau Lilja og Júlli höfðu áunnið sér slíka ást og vináttu að færri komust að en vildu _við að styðja þau og að- stoða. „Urvalsliðið" svonefnda sló hring um fjölskylduna og saman áttum við dýrmætar stundir þrátt fyrir allt. Lilja stóð alla tíð eins og klettur við hlið Júlla, en aldrei sýndi hún aðra eins reisn og undanfarna mánuði. Að öllum öðram ólöstuðum verður líka að nefna hversu vel Litla Bettý stóð sig við hlið mömmu sinnar og Júlla. Hún var vakin og sofin yfir velferð hans og lét færa sig til í vinnu til þess að geta sinnt honum sem best. Elsku besta Liljan okkar, Bettý, Ingi Rafnar, Jón Páll, Sig- ríður, Binna og Gísli. Hugur okkar er hjá ykkur og við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd okkar Tómasar, Bettý- ar og Sverris, Harðar, Birgis og Steinunnar, Guðrún Jónsdóttir. Það er nákvæmlega ár síðan Júlli hringdi í mig í vinnuna og sagði mér að hann hefði verið greindur með MND-sjúkdóminn. Við rædd- um lengi saman í símanum og hann sagði mér hvað fælist i þvi að fá þennan sjaldgæfa sjúkdóm sem nú- tíma læknavísindi eiga svo fá ráð við. í hönd fór mjög erfitt ár hjá Júlla, en sterkur persónuleiki hans hefur aldrei komið betur í Ijós en í baráttunni við þennan ógnvænlega sjúkdóm. Júlli tókst á við sjúkdóm- inn af æðruleysi og miklu hugrekki. Hann kvartaði aldrei, lundin alltaf jafn létt og hann gerði að gamni sínu fram á síðasta dag. Hann var ekki einn í þessari baráttu, þar sem Lilja stóð eins og klettur við hlið hans. Það var aðdáunarvert að sjá hvað hún var hugulsöm og nærgæt- in við hann. Það er mikil gæfa að eiga vin eins og Júlla og margir munu sakna hans. Við kynntumst þegar við hóf- um báðir nám í Verslunarskóla Is- lands um 16 ára aldur. Fljótlega tókst með okkur góður kunnings- skapur sem síðar þróaðist í mikla vináttu. Við höfum átt margar góð- ar stundir á liðnum áram, bæði þegar við vorum að ferðast og skemmta okkur saman ungir og ól- ofaðir og ekki síður eftir að við eignuðumst báðir fjölskyldur. Oft töluðum við um hvað það hefðu ver- ið dýrmæt ár þegar við bjuggum báðir með fjölskyldumar í Eng- landi og treystum þar vináttubönd- in. Við byrjuðum báðir að spila golf fyrir nokkrum árum og margar ánægjustundir höfum við átt á golf- vellinum með Nonna og Jóni Ás- geiri, gömlu skólafélögunum úr Versló. Sérstaklega er minnisstæð golfferðin okkar fjórmenninganna til Skotlands iyrir tveimur árum. Júlli var áhugasamur um marga hluti, en þó áttu stál, íþróttir og fé- lagsmál hug hans allan. Að loknu námi i Versló hóf hann störf hjá Sindra stáli og vann þar æ síðan að undanskildum tveimur áram þegar hann var við nám í Englandi í markaðsfræði. Það voru fáir sem þekktu „stálbransann" eins vel og Júlli, enda átti hann virðingu sam- starfsmanna sinna. Iþróttir voru honum og fjölskyldunni hugleiknar og vora þau Lilja einstaklega sam- hent við að styðja við bakið á Inga og Jóni Páli, hvort sem það var æf- ing eða keppni í fótbolta eða á skíð- um. Skíðaíþróttin var þeim þó sér- lega hugleikin og áttu þau margar góðar samverastundir á skíðum í Bláfjöllum og í Austurríki. Júlli hafði mikinn áhuga á félags- málum og var ávallt reiðubúinn að leggja fram krafta sína ef til hans var leitað. Hann var um árabil virk- ur félagi í Round Table-hreyfing- unni á íslandi og landsformaður hennar. Hann var mikill Framari og var einn af brautryðjendum skíðadeildar Fram og formaður hennar á erfiðum uppbyggingarár- um deildarinnar. Júlli var drengur góður og mikill vinur vina sinna. Hann var tillits- samur og átti gott með að hlusta og þess vegna var ekkert skrítið að vinirnir sóttust eftir að ræða málin við hann. Hann var dagfarsprúður en það gat „fokið í hann“ og þá fékk maður sannarlega að heyra það. Júlli var hreinskilinn og sagði alltaf það sem honum fannst. En jafn- framt var hann var hlýr og blíður en stundum dálítið lokaður um eig- in tilfinningar. Hann var einstak- lega bóngóður og hlífði aldrei sjálf- um sér, enda vissi hann ekki hvað það var „að nenna ekki“. Hann var skemmtilegur og hrókur alls fagn- aðar á góðra vina fundum. Fjölskyldan var Júlla mjög mik- ils virði og hann lét sér mjög annt um hvernig Bettý og strákunum vegnaði í lífínu. Bettý og Ingi hafa fundið sinn farveg og Jón Páll hef- ur, fóður sínum til mikillar ánægju, fetað í fótspor hans og hafið nám í Versló. Þá var honum ekki síður annt um velferð Sigríðar móður sinnar og er það mikill missir fyrir hana að sjá á eftir góðum syni. Elsku Lilja, Bettý, Ingi, Jón Páll og Sigríður, missir ykkar er mikill. Megi guð gefa ykkur þrek og styrk á þessari sorgarstund. Hugur minn er hjá ykkur öllum. Júlli minn, kæri vinur, ég þakka þér dýrmæta vináttu í gegnum ár- in. Ég á eftir að sakna þín mikið, hvort sem það var tveggja vina spjall eða samverustundir fjöl- skyldna og vina. Þegar ég set þess- ar línur á blað og hugsa til þín koma mér í hug eftirfarandi línur úr Hávamálum: Deyrfé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama. En orðstír deyraldregi hveim er sér góðan getur. Eggert Á. Sverrisson. Okkur systurnar langar til að minnast Júlíusar Sigurðssonar með nokkram orðum. Ég kynntist Júlla fyrst þegar föðursystir mín hún Lilja hóf sam- búð með honum. Stuttu seinna báðu þau mig að vera brúðarmær ásamt Bettý, er þau giftu sig. Ég var einungis sjö ára gömul og var það mikil upplifun fyrir mig að fá að taka þátt í þessum sérstaka degi í lífi þeirra. Júlli var góður maður og vildi öll- um vel. Hann var einkar geðgóður, og það fylgdi honum ávallt friður og ró. Þau voru ófá jólin sem við mun- um eftir honum standandi með viskustykki í hönd og vaskandi upp ásamt mömmu okkar. Það var sama hvað það var sem gera þurfti, hann var ávallt tilbúinn að hjálpa til eða veita aðstoð og það var alltaf gert með glöðu geði. Ljósin í lífi hans Júlla var fjöl- skyldan hans, þau Lilja, Bettý, Ingi og Jón Páll, og voru þau iðin við að eyða tíma sínum saman. Júlla fannst alltaf gaman þegar öll fjöl- skyldan kom saman og var hann góður gestgjafi. Lilja og Júlli notuðu vetrarmán- uðina til að fara á skíði og þegar við systurnar voram yngri fengum við oft að fara með þeim upp í fjall þar sem þau kenndu okkur undirstöð- urnar í skíðaíþróttinni. Það var al- veg ótrúlegt hvað Júlli gat verið þolinmóður við að kenna okkur, og með áhuga hans náði hann einnig að smita okkur af áhuga á þessari frábæra íþrótt. Stuttu fyrir siðustu páska kom Júlli og eyddi nokkram dögum hjá okkur á Isafirði. Veikindi hans voru farin að ná yfirhöndinni en hann bar sig samt vel og aldrei var íangt í húmorinn hjá honum og breiða brosið. Ég man sérstaklega eftir því þegar vinafólk hans fór með hann upp í fjall og hann fylgdist með fólkinu renna sér á skíðum góða stund. Hann ljómaði hreinlega og efast ég ekki um að hann hafi þá verið að rifja upp þær stundir sem hann eyddi ásamt fjölskyldunni sinni á skíðum bæði í Bláfjöllum sem og erlendis. Við systumar fórum hvor í sínu lagi í heimsókn til Júlla áður en við fóram af landi brott, ég í júní og Snjólaug í ágúst. Hann tók vel á móti okkur og óskaði okkur velfamaðar í því sem við tækjum okkur fyrir hendur. Við vissum að við væram að kveðja hann í síðasta sinn en samt héldum við í vonina að fljótlega fyndist einhver lækning á sjúkdómnum sem að lokum sigraði hann. Elsku Lilja, Bettý, Ingi Rafnar og Jón Páll. Við biðjum góðan Guð að leiða ykkur í gegnum sorg ykkar og gefa ykkur styrk. Við viljum einnig senda móður Júlla og systk- inum hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan mann held- ur áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Sigurveig og Snjólaug Birgisdætur. Nú er Júlíus vinur minn dáinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Fyrir að- eins einu ári greindist hann með MND (hreyfitaugungahrörnun), sem engin lækning er til við í dag. Ég kynntist Júlla þegar við vor- um um 14 ára gamlir og urðum við strax nánir vinir. Ég man þegar ljósmynd var tekin af okkur vinun- um í sparifötunum 17. júní og Júlli stillti sér upp í miðjunni, að hann var mun lægri en við hinir. En það átti eftir að breytast. Hann bæði stækkaði og hækkaði og í mínum augum bæði í áliti og virðingu fyrir einstakt skapferli og hressileika. Oft var metingur á milli okkar hvor var hærri og munaði aðeins hálfum sentímetra. Ég held að Júlli hafi haft vinninginn þar. En eins og Júlli sagði oft þegar hann vildi ekki rífast: Hafðu það bara eins og þú vilt. Við vorum mikið saman í gegn- um Verslunarskólann frá 1962 til 1966 og var skemmtanalífið í Glaumbæ mikið stundað eins og all- ir í Versló gerðu. Þegar Versló lauk um vorið 1966 fór Júlli að vinna hjá Sindra, en hann hafði alltaf unnið þar á sumrin með skólanum. Oft ræddum við saman um þá vit- leysu að hafa ekki haldið áfram í Versló til að taka stúdentsprófið, því Júlli átti mjög auðvelt með lær- dóminn og var hann mjög áhuga- samur um íslenskuna og oft stríddi hann mér með dönskunni og stund- um bað hann mig að segja 55 á dönsku þegar aðrir heyrðu, en ég var ekki sleipur í að segja tölurnar. Júlli starfaði mikið í skíðadeild Fram og fóram við margar skíða- ferðirnar til útlanda bæði til Aust- urríkis og Italíu. Það var ákaflega JULIUS SIGURÐSSON þægilegt að ferðast með Júlla og Lilju. Aldrei vora nein vandræði og alltaf var hann jákvæður, alveg sama hverju var stungið upp á. Og ef það vantaði snjóinn til að fara á skíði, þá var það ekkert sérstakt vandamál í augum Júlla. Þá var ein- göngu gert eitthvað skemmtilegt eins og að fara í gönguferð og fá sér einn bjór á eftir. Þegar Júlli og Lilja bjuggu í London og ég var þar í viðskiptaer- indum heimsótti ég þau hjónin og áttum við skemmtilegar stundir saman. Ég vissi, að Júlla fannst þessi skólaganga sín í London vera örlítil sárabót fyrir að hafa misst af stúdentinum og þar var ég sam- mála honum. I London byrjaði Júlli að spila golf og hélt því áfram þegar heim var komið og mynduðum við skólafélagarnir Eggert, Jón Ásgeir og ég, góðan golfhóp með Júlla og hittumst við reglulega yfir sumar- mánuðina. Um haustið 1997 fóram við í viku golfferð til Skotlands, sem Júlli var alltaf að minnast á enda var hún ógleymanleg ekki bara golflega séð heldur líka veðurfars- lega. Jón Ásgeir hafði nefnilega lof- að góðu veðri allan tímann, en ferð- in var farin í september. Júlli hafði tröllatrú á boðskap Jóns enda vora þeir saman í liði á móti okkur Egg- erti. Auðvitað fengum við sól og blíðu. Júlli var svo jákvæður að hann trúði alltaf á hið góða í öllum og neitaði að trúa nokkru slæmu. Við voram búnir að skipuleggja golfferð haustið 1999, þegar Júlli greindist með þennan MND-sjúk- dóm. Þá var ákveðið að flýta golf- ferðinni til vors 1999 til þess að Júlli nyti ferðarinnar sem best. En því miður hrakaði Júlla mínum allt- of hratt og við fórum aldrei í golf- ferðina. Hann og Lilja reyndu að njóta líðandi stundar og ferðast eins og hægt var. Síðasta ferð okk- ar Júlla var stutt helgi í Hveragerði með golfvinunum og fannst honum sú ferð skemmtileg. Síðan lá leiðin beint á spítala og má segja að Júlla hafi hrakað mikið eftir það. Ég hef aldrei á ævi minni kynnst annarri eins kjarnorkukonu og Lilju. Allan tímann stóð hún við hliðina á Júlla og aðstoðaði hann eins og hægt var. Þá sá maður hvað Júlli hafði verið lánsamur að eign- ast þennan lífsförunaut, sem hefur staðið eins og klettur í allri þessari sjúkdómsbaráttu, sem núna hefur tekið enda. I vor stofnuðu ættingj- ar og vinir Júlla ummönnunarhóp, sem skipti með sér verkum við að aðstoða Júlla og fjölskylduna. Þá kom í ljós hversu Júlli var vin- margur. Ég samhryggist fjölskyldu Júlla; Lilju, Bettý, Inga Rafnari og Jóni Páli og sendi þeim samúðarkveðj- ur. Einnig langar mig senda þakkir til starfsfólks á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi, sem vann mjög sérstakt starf síðustu vikurn- ar með Júlla. Hvíli hann í friði. Jón Óiafsson. Góður drengur er genginn. Júlli vinur okkar er kvaddur hinstu kveðju. Það er sárt að sjá á eftir góðum vini en á kveðjustund er huggun að leita í sjóði minning- anna. Allir sem þekktu Júlla eiga um hann ríkulegan sjóð góðra minninga sem lifa áfram. Það er stundum sagt að þeir vinir sem maður kynnist á uppvaxtarár- um sínum í skóla og leik verði oft bestu vinir manns gegnum lífið. Vinskapur kviknar og dafnar við sameiginlega reynslu og skólag- öngu þótt leiðin að markmiðum sé stundum grýtt og það skiptist á skin og skúrir. Að upplifa slíkt sam- an bindur félaga sterkum böndum og sumir segja að slíkur vinskapur geti ekki myndast síðar á æfinni. Þannig upplifi ég og við félagar hans úr Verzlunarskólanum V.í. ’66 Júlíus Sigurðsson. Á skólaáranum bundumst við vinar- og tryggðar- böndum sem héldu alla tíð. Eftir skóla skildust leiðir og hver fór í sína átt eins og gengur, sumir til þess að mennta sig meira, aðrir á vit atvinnutækifæra. Þetta ásamt hefðbundinni fjölskyldumyndun, íbúða- og húsabyggingum varð til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.