Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Staða fískvinnslu í landi almennt talin góð en aðstöðumunur fyrirtækja er töluverður
Hráefnisöflunin
skiptir höfðuðmáli
Hráefnisöflun skiptir höfuðmáli varðandi afkomu fískvinnslufyrir-
tækja, enda er talsverður verðmunur á hráefni sem keypt
er í beinum viðskiptum og því sem keypt er á fískmörkuðum.
Þrátt fyrir að afurðaverðsvísitala sjávarafurða hafí lækkað
lítillega á fyrstu 8 mánuðum ársins hafa orðið miklar verðhækk-
anir á ýmsum afurðum og sérstaklega sjófrystum afurðum.
Fiskverkendur sögðu Helga Mar Arnasyni að almennt væri
bjart framundan í landvinnslunni og helst verði að varast of
miklar verðhækkanir á afurðunum.
STAÐA landvinnslunnar er mis-
jöfn eftir fyrirtækjum og vinnslu-
greinum, en segja má að hjá þeim
fyrirtækjum sem búa við tiltölu-
lega örugga hráefnisöflun, bæði
með eigin skipum sem og með við-
skiptum við aðra báta, sé afkoman
þokkaleg. Þar sem fískvinnslan býr
hinsvegar ekki við stöðuga hráefn-
isöflun og þarf að kaupa verulegan
hluta hráefnisins á innlendum fisk-
mörkuðum bera menn sig hinsveg-
ar ekki eins vel. Þetta á einkum við
um landfrystinguna. Frystingin í
landi getur ekki keppt við hæsta
verð á innlendum fískmörkuðum
og byggist því meira á blönduðum
viðskiptum, það er að hráefnið
kemur frá eigin skipum, viðskipta-
bátum og af mörkuðum. Víða hafa
fískvinnslufyrirtæki, einkum í
landfrystingu, gert breytingar á
vinnslufyrirkomulagi, aukið afköst
og bætt nýtingu og náð þannig
meiri framleiðni. Mörg hver eru
ekki í eins fjölbreyttri vinnslu og
áður og hafa náð góðum árangri í
sérhæfðari framleiðslu, eins og
merkja má af afkomutölum þeirra.
Samkvæmt tölum frá Fiskifélagi
Islands var óslægður þorskur 16%
hærri á fiskmörkuðum hérlendis
en í beinum viðskiptum til físk-
verkenda í ágúst sl. Á slægðum
þorski var þessi munur enn meii’i,
eða 31%. Samkvæmt upplýsingum
frá Verðlagsstofu skiptaverðs hef-
ur meðalverð á slægðum þorski í
beinum viðskiptum við fískverk-
endur hækkað um 3% frá áramót-
um til septembermánaðar. Verð á
slægðum þorski á fiskmörkuðum
lækkaði hinsvegar um nærri 28% á
sama tímabili.
Afurðaverðsþróun
verið hagstæð
Afurðaverðsþróun sjávarafurða
hefur síðustu misserin almennt
verið hagstæð landvinnslunni.
Verðvísitala Þjóðhagsstofnunar
sýnir engu að síður að afurðaverð
sjávarafurða lækkaði almennt lítil-
lega frá áramótum til ágústloka en
verðþróunin er hinsvegar tiltölu-
lega mismunandi eftir afurðaflokk-
um. Þannig hefur verð á frystum
þorskhnökkum til dæmis hækkað
um 8% í íslenskum krónum frá ára-
mótum á meðan þorskblokk hefur
lækkað í verði. Almennt hafa
þorskafurðir staðið nokkuð í stað í
verði það sem af er þessu ári. Verð
á hefðbundnum karfaafurðum hef-
ur aftur á móti lækkað verulega frá
áramótum, frá 350 krónum um ára-
mót í um 285 krónur nú en fór
lægst í um 270 krónur í sumar.
Eins hefur heilfrystur karfi á
Japansmarkað lækkað mikið. Ysu-
afurðir hafa selst á háu verði á ár-
inu en eftirspurn eftir ufsaafurðum
hefur minnkað mikið á síðustu
mánuðum og verð á þeim lækkað.
Verðvísitala sjófrystra afurða
hækkaði reyndar talsvert á tíma-
bilinu frá áramótum til ágústloka
og reyndar enn meira á síðustu
vikum, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Aðra sögu er að segja
af rækjunni. Þar fer
saman mikill aflasam-
dráttur og verðlækkun
og mörg fyrirtæki hafa
átt við mikla erfiðleika að
stríða og lokað tíma-
bundið. Eftir áralangt góðæri í
mjöl- og lýsisvinnslu hafa afurðir
lækkað mikið í verði síðasta árið,
en menn telja að nú sé botninum
náð og verð hefur hækkað lítillega
að undanförnu. Þar hafa aflabrögð
hinsvegar verið dræm upp á
síðkastið.
Hagræðing
að skiia arði
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Úgerðarfélags
Akureyringa hf., segir stöðu land-
vinnslunnar mjög góða í augnablik-
inu. Arðsemi vegna hagræðingar
sé að skila sér, en einnig njóti land-
vinnslan hagstæðrar þróunar á
mörkuðum. Langstærsti hluti af
því hráefni sem unnið er í land-
vinnslu ÚA kemur af eigin skipum
félagsins, en Guðbrandur segir að
einnig sé talsvert af hráefni keypt
á fiskmörkuðum. Það sé hinsvegar
engin launung að ekki sé mikið út
úr slíkum viðskiptum að hafa.
„Ég er tiltölulega bjartsýnn fyr-
ir hönd landvinnslunar. Það eina
sem þarf að varast er að afurða-
verð á þorski hækki verulega
þannig að eftirspurnin minnki og
verð lækki. Einnig er hætt við að
dragi mjög snögglega úr neyslu á
fiski ef framboðið minnkar óeðli-
lega mikið,“ segir Guðbrandur.
Samkeppnismismunun
Óskar Þ. Karlsson er formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva án út-
gerðar og framkvæmdastjóri fisk-
vinnslunnar ísfisks hf., sem er
einkum í frystingu og byggist á
hráefniskaupum á fiskmörkuðum.
Hann segir sitt fyrirtæki, eins og
reyndar flest fyrirtæki innan vé-
banda SFÁÚ, vinna á mjög háu
hráefnishlutfalli og mun hærra en
tíðkast meðal fiskvinnslufyrir-
tækja sem hafi útgerð á sínum
snærum. „Þá er hlutfall hráefnis-
kostnaðar í afurðaverðmætinu um
70-80% hjá ílestum fyrirtækjum
sem versla eingöngu á mörkuðum
á meðan það er 50-60% hjá hinum
fyrirtækjunum. Það dylst því eng-
um að þessi barátta er hörð en
flest þessara fyrirtækja hafa verið
í mjög góðum rekstri hvað varðar
afköst, nýtingu og þess háttar.
Hátt hráefnisverð dregur afkomu
þessara fyrirtækja hinsvegar nið-
ur en rekstrarárangur þeirra er
hinsvegar betri en almennt gerist.
Framboð á fiskmörkuðum er alltof
lítið og þetta ójafnvægi skapar yf-
irspennu í verði. Við erum líka að
keppa við aðila á fiskmörkuðum
sem kaupa afla af eigin
skipum á verði sem ekki
er í neinum tengslum við
verð á fiskmörkuðum.
Þessir aðilar koma hins-
vegar annað veifið inn á
markaðina en þá á allt
öðrum forsendum en við,
til að brúa bil í vinnsl-
unni hjá sér en sprengja þá upp
verðið þannig að við ráðum ekki
við það. Þetta teljum við vera
geysilega samkeppnismismunun."
Óskar er engu jsíður bjartsýnn
fyrir hönd landvinnslunnar. „Inn-
leiddar hafa verið fjölmargar
tækninýjungar sem hafa aukið af-
köst og framlegð og við getum
hæglega gert ýmsa hluti í landi
sem aldrei myndi borga sig að
gera úti á sjó. Það sér ekki fyrir
endann á þeim möguleikum sem
nýjungar og tækniframfarir bjóða
upp á, en landvinnslan getur fyrst
og fremst nýtt sér þær,“ segir
Óskar.
Afurðaverð á saltfíski hefur ver-
ið mjög hátt undanfarin misseri en
verðið er reyndar nokkuð árstíða-
bundið. Hátt afurðaverð þýðir að
saltfiskframleiðendur hafa verið
tilbúnir til að borga hærra verð
fyrir hráefnið á mörkuðunum. Vísi-
tala afurðaverðsþróunar á saltfiski
hefur þó lækkað nokkuð frá ára-
mótum og segja saltfískverkendur
hráefnisverðið orðið of hátt miðað
við afurðaverðið. Róbert B. Agn-
arsson, framkvæmdastjóri SIF Is-
land, segir afurðaverð fyrir saltfisk
á mörkuðum vera hátt og skilaverð
til framleiðenda sömuleiðis. Hann
segir greinilega mikla eftirspurn
eftir fiski á mörkuðunum og verð
hækkað mikið. „Það eru hinsvegar
takmörk á því hversu verðið getur
hækkað mikið. Ef verðið verður of
hátt snúa neytendur sér annað.
Um leið og afurðaverð hækkar,
hækkar einnig hráefnisverðið og
venjulega jafnast verðið mjög
fljótt. Hátt afurðaverð kemur sér
þannig alltaf best fyrir sjómennina
þvi þá hækkar hráefnisverðið sam-
hliða. En miðað við stöðuna í dag
tel ég að framleiðendur séu al-
mennt ánægðir. Reyndar kemur
ekki mikill afli á land einmitt núna
og framleiðslan því ekki veruleg.
Eftir áramótin og þegar vertíðin
nálgast fer fiskurinn að flæða upp
á land,“ segir Róbert.
„Flugfiskfyrirtækin“ flest
á fiskmörkuðunum
Útflutningur á ferskum fiski
með flugi hefur aukist verulega
undanfarin ár og mörg lítil sér-
hæfð fyrirtæki sprottið upp, eink-
um á höfuðborgarsvæðinu og suð-
ur með sjó. Þessi fyrirtæki byggja
vinnsluna einkum á fiski af mörk-
uðum og verða oft að borga hátt
verð fyrir hráefnið til að standa við
fasta samninga. Margir telja „flug-
fiskfyrirtækin" hafa valdið þeim
miklu hækkunum sem orðið hafa á
hráefnisverði á fiskmörkuðum á
undanförnum árum. Hjörtur Ei-
ríksson hjá Stefni hf. í Keflavík,
sem um árabil hefur flutt út fersk-
an fisk með flugi, segir að-
stöðumun fískvinnslunnar vera
geysimikinn vegna mismunandi
aðgangs að hráefni. Útflytjendur
og umboðsmenn hafí í síauknum
mæli leitað til stærri verkenda
sem séu í aðstöðu til að skammta
sér fiskverð. „Þessi fyrirtæki geta
þannig selt sínar afurðir á lægra
verði en við sem fáum hráefni á
mörkuðunum. Við erum að vinna á
hráefnisverði upp á 140 krónur
fyrir kílóið af óslægðum þorski á
meðan aðrir vinna á 75 krónur fyr-
ir kílóið af slægðum þorski. Við
getum einstöku sinnum teygt okk-
ur í þetta háa verð vegna þess að
eftirspurnin er mikil. En til lengri
tíma litið er þessi þróun ekki til
hagsbóta fyrir neinn, því neyslan
beinist í annan farveg þegar verðið
hækkar upp úr öllu valdi.“
Hjörtur segir framboð af fiski á
fiskmörkuðunum hafa minnkað
gífurlega undanfarin misseri, sam-
fara sameiningum í sjávarútvegi
og greinileg blokkamyndun sé í
greininni. „Sífellt fleiri minni út-
gerðir sameinast stóru fyrii-tækj-
um og þess vegna skilar minna
hlutfall sér af fiskinum inn á mark-
aðina. Með því að borga lágt verð
fyrir hráefnið inn í eigin vinnslu
geta stóru fyrirtækin komið sér
undan háum launagreiðslum til
sjómanna en hirt hagnaðinn af
vinnslunni. Rekstrarumhverfíð í
ferskfiskútflutningi er því að mín-
um dómi þyngra en oft áður,“ seg-
ir Hjörtur.
Breytt vinnslufyrirkomulag
hefur bætt afkomuna
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, segir
upphafið og endinn í afkomu fisk-
vinnslunnar liggja í hráefniskaup-
unum. Þau fyrirtæki sem geti
byggt vinnsluna á hráefni af eigin
skipum standi betur en þau sem
þurfi að stóla á hráefni af mörkuð-
unum. Einnig hafi afkoma margra
fyrirtækja batnað með breytingum
á búnaði og vinnslufyrirkomulagi.
„Á undanförnum 10 árum hefur
starfsfólki í fiskvinnslu fækkað um
40%. Að hluta til má skýra það með
því að vinnslan hafi færst út á sjó
en einnig hefur tækninni fleygt
hratt fram og afköst aukist til
muna. Þetta hefur leitt til þess að
laun hafa hækkað töluvert meira
hjá sumum en kjarasamningar
gera ráð fyrir.“
Arnar segist verða var við tölu-
verða bjartsýni í greininni. „Sam-
dráttur í þorskveiðum í Barents-
hafi ætti að koma okkur til góða.
Hinsvegar verður að líta á að af-
urðaverð hefur verið tiltölulega
hátt og því erfitt að spá í framhald-
ið. Mér heyrast menn í greininni
vera þokkalega bjartsýnir eftir erf-
iðleika mörg undangengin ár og
fyrirtækin virðast vera að laga sig
að stöðunni eins og hún er í dag.
Mörgum hefur tekist að halda
þessu gangandi þannig, víða með
góðum árangri," segir Arnar.
Meðalverð á fiski á Islandi
íágúst 1999 v seit
beint
^ ' tilfisk-
verkenda
^5-
Seltá
innlendum ¥
markaði
Meðalverð á slægðum þorski m/haus
á íslandi í janúar-ágúst 1999 (öii veiðarfæri)
| Selt á markaði I-Kr/kg
Óslægður þorskur 88,60 105,40
Slægður þorskur m/haus 86,00 125,00
Óslægð ýsa 95,91 131,69
Slægð ýsa m/haus 84,89 119,39
Óslægður ufsi 46,05 48,99
Slægður ufsi m/haus 51,72 53,01
Karfi 40,88 55,14
Óslægð langa 65,49 64,08
Slæg langa 84,30 107,78 /,
Óslægð keila 36,98 44,93 "
Slægð keila 78,31 79,18
Óslægður steinbítur 58,68 70,63
Slægður steinbítur 67,37 93,67
Tindaskata 13,37 9,16
Óslægður hlýri 71,40 88,75
Slægður hlýri 66,94 94,32
Skötuselur 208,62
Skata 162,86
Lúða 183,33 151,32 A
Slægð grálúða m/haus 120,96 80,94 ^
Slægður skarkoli m/haus 111,08 121,35
Síld 5,00
Humar, slitinn 776,92 2.000,53
Rækja, fersk 100,11
Rækja, frosin 113,89
Hörpudiskur 34,82
Vísitölur sjávarafurða (í SDR)
í janúar-sept. 1999 (Jan. 1999 = 100)
105...................------------—^Sjófrystar afurðir
-v Landfr. þorskur
jÁLandfryst ýsa
Landfr. afurðir
Landfrystur ufsi
Landfryst. karfi
Rækja í skel
| Jan. | Feb. |Mare | Apr. | Mal | Júnf | Júll | Ag. |Sept.f rækja_
Söltuð síld
Salt. þorskur
Fryst síld g
Saltaður ufsi |
Loðnumjöl |
Loðnulýsi
Fyrirtæki
sem byggja
vinnsluna á
hráefni af eig-
in skipum
standa betur