Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Enn er há leiðni í Múlakvísl en ekki mikið vatnsmagn
Sjötta hlauptoppi er lokið
Vatnshæð í Jökulsá á Sólheimasandi 21.-26. Okt. (6. hlauptoppur frá miðjum september) cm Leiðni í Jökulsá á Sólheimasandi 21.-26. Okt. (6. hlauptoppur frá miðjum september) pS/cm
1
7- 6- 5- ibU
1
. /
)}
oU
ö - 1
— 11 - 4U
1 20
”21. okt. ki. 12.00 22. okt. 23. okt. 24. okt. 25. okt. kl. 12.00 kl. 12.00 kl. 12.00 kl. 12.00 “21. okt. 22. okt. 23. okt. 24,okt. 25,okt. kl. 12.00 kl. 12.00 kl. 12.00 kl. 12.00 kl. 12.00
Er jarðhiti í
Eyjafjallajökli?
ENN er há leiðni og nokkurt rennsli
í Múlakvísl undan Mýrdalsjökli en
rennsli fer minnkandi. Hlauptoppar í
Jökulsá á Sólheimasandi eru hins
vegar alveg dottnir niður í bili og er
rennsli komið niður í eðlilegt vetrar-
rennsli, að sögn Sverris Elefsen hjá
Orkustofnun. Einnig er mjög lítið
rennsli og lág leiðni í Hólmsá og
Markarfljóti.
Sex hlauptoppar hafa komið fram í
Jökulsá á Sólheimasandi frá miðjum
september. Á meðfylgjandi mynd má
sjá vatnshæðarbreytinguna sem átti
sér stað í síðasta hlaupi, en hún á sér
stað I farvegi sem er 20 metra breið-
ur. Að sögn Sverris fer rennslið upp í
um 30 rúmmetra á sekúndu en með-
alrennsli á þessum árstíma er ná-
lægt 10 rúmmetrum á sekúndu.
Leiðni í Jökulsá á Sólheimasandi
klukkan 15 í gær var 100 míkrósí-
mens á sentímetra.
Hvað varðar Múlakvísl er þar enn
há leiðni og nokkurt rennsli sem þó
fer minnkandi að sögn Sverris. Á
föstudag var rennslið 40 rúmmetrar
á sekúndu en meðalrennsli á þessum
árstíma er einnig nálægt 10
rúmmetrum á sekúndu. Leiðni 1
Múlakvísl klukkan 15 í gær var 250
míkrósemens á sentímetra.
Magnús Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfræðingur hefur umsjón með yf-
irborði Mýrdalsjökuls og fór hann í
könnunarflug sl. laugardag. Ekki
voru gerðar mælingar á hæð jökuls-
ins í ferðinni svo samanburður er
ekki fyrir hendi.
Magnús Tumi segir að þegar hann
hafi verið á ferðinni hafi litlu hlaupi
úr Múlakvísl verið nýlokið. Það virt-
ist samt sem áður ekki hafa verið
nógu stórt til þess að sprungur
kæmu í katlana, en skyggnið var
ekki sérlega gott. „Þegar við flugum
yfir var engar sprungur að sjá í nein-
um katlanna. Ljóst er að sigið sem
fylgir þessum litlu hlaupum er ekki
nema fáir metrar, og það er of lítið
til að sprungur myndist í sigkötlun-
um,“ segir Magnús Tumi.
Dökkar skellur í Guðnasteini
í ferðinni var Eyjafjallajökull
einnig skoðaður. „Við flugum yfir
toppinn á Eyjafjallajökli og þar
sáust tvær dökkar skellur í annars
hrímuðum kletti sem kallast Guðna-
steinn og er á hátindi jökulsins. Að-
stæður gáfu ekki færi á því að við
færum nálægt til að sjá hvort þarna
væri jarðhiti eða hvort aðrar orsakir
lægju að baki dökku skellunum
tveimur. Þetta verður skoðað betur
við fyrsta tækifæri. Ef þarna er um
að ræða jarðhita væri það mjög at-
hyglisvert en ég held að best sé að
láta bollaleggingar um það bíða þar
til búið er að ganga úr skugga um
það,“ segir Magnús Tumi.
Magnús Tumi segir algerlega
óljóst hvort meiri virkni verði í
Eyjafjallajökli. Hins vegar hafi þar
verið meiri órói undanfarið en verið
hafi í áratugi og þeir litlu skjálftar
séu vísbending um að eitthvað sé að
gerast.
Helgi Björnsson jarðeðjisfræð-
ingur segir að það sé mjög athyglis-
vert ef Eyjafjallajökull reynist líka
virkur. „Ef hann er líka virkur þá
þýðir það að það er líf í báðum eld-
stöðvunum og athyglin þarf þá að
beinast að stærra svæði en fyrst var
rætt um. Eins og stendur eru engir
mælar sem mæla rennsli í ám úr
Eyjafjallajökli. Það eru hins vegar
heimildir fyrir því að tengsl séu á
milji eldstöðvanna tveggja. Þegar
síðast gaus í Eyjafjallajökli, árin
1821-1823, byrjaði Katla að gjósa
um leið og því gosi lauk. Eins var
það árið 1612-1613,“ segir Helgi.
Fjórir ný-
liðar taka
sæti á Al-
þingi sem
varamenn
SEX varamenn tóku sæti á Al-
þingi í gær og hafa tveir áður
tekið sæti á Alþingi en fjórh-
eru nýliðar.
Mörður Árnason íslensku-
fræðingur sest nú á Alþingi
fyrir Samfylkinguna í Reykja-
vík í fjarveru Guðrúnar Og-
mundsdóttur og Árni Gunnars-
son tekur sæti fyrir Framsókn-
arflokkinn í Norðurlandskjör-
dæmi vestra í fjarveru Páls
Péturssonar. Hafa bæði Mörð-
ur og Árni áður tekið sæti á Al-
þingi-
Fjórir taka hins vegar sæti á
Alþingi nú í fyrsta skipti.
Gunnar Ólafsson framhalds-
skólakennari kemur inn á þing
fyrir Vinstrihreyfinguna
grænt framboð á Austurlandi í
fjarveru Þuríðar Backman, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arfulltrúi tekur sæti fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Reykjavíkur-
kjördæmi í fjarveru Katrínar
Fjeldsted, Páll Magnússon
framkvæmdastjóri fyrir Fram-
sóknarflokkinn í Reykjanes-
kjördæmi í fjarveru Sivjar
Friðleifsdóttur og loks tekur
Björgvin G. Sigurðsson há-
skólanemi sæti fyrir Samfylk-
inguna á Suðurlandi í fjarvei-u
Margrétar Frímannsdóttur.
Formaður SF um laun fískvinnslufólks
Laun hækkað
umfram samninga
ARNAR Sigurmundsson, formaður
Samtaka fískvinnslustöðva, segir
laun fiskverkafólk hafa hækkað um-
fram það sem samið var um í kjara-
samningum árið 1997 og kaupmátt-
araukning þess sé í raun meiri en
gert var ráð fyrir.
I Morgunblaðinu sl. laugardag var
haft eftir Eddu Rós Karlsdóttur,
hagfræðingi hjá ASÍ, að kaupmáttur
fiskvinnslufólks hefði aukist um 11%
frá samningsgerð en á sama tíma
hefði almenn kaupmáttaraukning
verið um 17%. Arnar segir að þegar
gengið hafí verið til kjarasamninga í
mars árið 1997 hafi verið reiknað
með því að launabreytingar á samn-
ingstímanum, eða til febrúar á næsta
ári, yrðu rúmlega 13%. Hann segir
launin í fiskvinnslunni reyndar hafa
hækkað dálítið meira. „Það er sama
hvort talað er um að launin hækki
eða hvort kaupmátturinn eykst.
Laun fískverkafólks hafa hækkað
um rúm 13% á samningstímanum en
hins vegar hefur einhver verðbólga
verið á sama tíma þótt hún sé reynd-
ar ekki mikil. Launahækkanir or-
sakast af því að það hafa orðið tölu-
verðar hækkanir í bónuskerfunum
en einnig hafa sérsamningar um til
dæmis breytingar á vinnutíma leitt
til aukinna afkasta. Þá hefur til-
færsla í fastakaup úr bónus orðið til
þess að aukavinna hefur hækkað
meira en dagvinna."
Arnar segir niðurstöðu ASI
þannig ekki koma sér á óvart en seg-
ist reyndar hafa talið kaupmáttinn
hafa hækkað öriítið meira.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Páll Magnússon og Hreggviður Jónsson fagna hér umsjónarmönnum morgunþáttarins eftir fyrstu útsending-
una í gærmorgun. Lengst til hægri er Snorri Már Skúlason, Guðrún Gunnarsdóttir snýr baki í myndavélina
og lengst til vinstri er Þorgeir Ástvaldsson.
BÓKJs
t'i/MWillttl2.990.-
Hrein
skemmtilesning
Höskuldur skipherra bregóur
upp svipmyndum frá langri
starfsævi í Landhelgisgæslunni,
björgunarferðum á úthöf í
fárviðri og brotsjó og átökum
við herskip hennar hátignar.
Leiftrandi frásögn þar sem
skoplegu hliðar tilverunnar fá
að njóta sín.
Mál og menning
malogmenning.is I
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500
Páll Magmisson er ánægður með morgunsjónvarpið
Gekk vonum framar
ÍSLAND í býtið er nafn morgun-
þáttar á Stöð 2 og Bylgjunni sem
hóf göngu sína í gærmorgun. Dag-
skrá hefst kl. 7 og stendur í tvo
tíma og eru umsjónarmenn Guðrún
Gunnarsdóttir, Snorri Már Skúla-
son og Þorgeir Ástvaldsson og síð-
an annast fréttamenn Stöðvar 2 og
Bylgjunnar fréttir á hálfa og heila
tímanum.
Dagskráin heyrir undir frétta-
stofuna og segir Páll Magnússon
fréttastjóri að útscnding hafi geng-
ið vonum framar og snurðulítið.
„Okkur fannst þetta ganga mjög
vel, ekki síst í ljósi þess að ákvörð-
un var tekin um morgunsjónvarpið
fyrir aðeins mánuði," sagði Páll.
Hann segir ákveðið að halda áfram
með þáttinn ótímabundið og segir
að mikið þyrfti að koma mönnum á
óvart ef breyting yrði þar á. „Við
höfum haft þáttinn á teikniborðinu
í allnokkur ár og menn gert sér
grein fyrir því lengi að þetta yrði
næsta stóra skrefið í sjónvarpi,“
segir Páll og nefnir að gott efna-
hagsástand nú hafi hjálpað upp á
sakirnar við að lileypa þættinum af
stokkunum nú. „En það inun taka
nokkurn tíma að koma Islendingum
upp á að horfa á sjónvarp á þeim
tíma sem þeir eru ekki vanir því.
Það verður kannski ekki almennt
fyrr en menn verða búnir að sjón-
varpsvæða eldhúsið!“
Auglýsingar til
nokkurra mánaða
Páll segir nokkuð um að aug-
lýscndur hafi samið til nokkurra
mánaða og telur auglýsingar hafa
verið ívið rneiri en vonast var til.
Fréttir Stöðvar 2 kl. 22.30 leggjast
niður með tilkomu morgunþáttar-
ins og segir Páll þetta enda dýra
útsendingu. Útsending hefst á
Bylgjunni kl. 6 með sömu umsjón-
armönnum en milli kl. 7 og 9 er
færist þátturinn einnig á Stöð 2.
Meðal dagskráratriða í gær var
heimsókn í morgunkaffí til hjón-
anna Ingu Jónu Þórðardóttur borg-
arfulltrúa og Geirs H. Haarde ljár-
málaráðherra, Magni Bernharðsson
þjálfari ræddi um hreyfingu og
íjórburar sem áttu afmæli komu í
myndverið. Þá voru sagðar íþrótta-
fréttir og fréttir á heila og hálfa
tímanum.
Páll er að lokum spurður hvort
hann óttist viðbrögð og samkeppni
frá RUV. „Það myndi ekki koma
okkur á óvart þótt þeir tækju upp
morgunþátt, þeir hafa verið nokk-
uð duglegir við að taka upp breyt-
ingar sem við höfum komið með.
En það er líka allt í lagi og
hressandi að fá samkeppni."