Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐID
LISTIR
Tríó Romance.
Tríó Romance í
tónleikaferð um
Norðurland
Glæsilegt
sveiflug’ítartríó
TONLIST
TRÍÓ Romance verður í tónleika-
ferð um Norðurland í byijun nó-
vember. Fyrstu tónleikarnir verða
í sal Tónlistarskólans á Sauðár-
króki í kvöld, þriðjudagskvöld, kl.
20.30, í Siglufjarðarkirkju, mið-
vikudagkvöldið 3. nóvember kl.
20.30 og í Félagsheimilinu á
Hvammstanga fímmtudagskvöld-
ið 21. nóvember kl. 21.
Á efnisskránni er m.a. tónlist
eftir Schubert, Chopin og Poulenc
og útsetningar eftir Atla Heimi
Sveinsson á vinsælum íslenskum
Iögum.
Tríóið er skipað flautuleikurun-
um Martial Nardeau og Guðrúnu
Birgisdóttur og Peter Máté píanó-
leikara.
Tónleikarnir eru styrktir af FÍT
og menntamálaráðuneytinu.
N o r r æ n a h ú s i ð
GUITAR ISLANDICO
Björn Thoroddsen og Gunnar Þórð-
arson gítara, Jón Rafnsson kontra-
bassa. Sunnudaginn 31.10.1999.
TRÍÓIÐ Guitar Islandico kom
fyrst fram. 29. nóvember í fyrra.
Það var á Sóloni íslandusi á vegum
djassklúbbsins Múlans. Þá voru þefr
félagar nokkuð taugaóstyrkir og
mikið vantaði uppá samæfinguna.
Tæpu ári síðar bjóða þeir uppá tón-
leika í Norræna húsinu íklæddir
smóking og skín öryggi úr hverjum
tóni enda nýkomnir úr
Norðurlandareisu þar sem þeir
hlutu hina ágætustu viðtökur - og
dóma.
Efnisskráin í Norðurlandareis-
unni var mestanpart íslensk þjóðlög
auk einstakra laga af hinni alþjóð-
legu efnisskrá djassleikara. I Nor-
ræna húsinu var dæminu snúið við
og erlend lög í meirihluta. Utsetn-
ingamar voru fágaðar og hnitmiðað-
ar og sveiflan mjúk og ljúf. Kannski
hefði maður á stundum kosið meiri
kraft, en þetta er ekkert Djangob-
and, heldur sveiflugítartríó með
norrænum blæ.
Það eru fjölmörg gítarbönd um
allan heim sem stæla stíl Heita-
klúbbsins í París þarsem Django
Reinhard og Stephane Grappelli
réðu ríkjum - flest þó fiðlulaus - en
ég held að hinn ljóðræni og hljóm-
ríki gítarleikur Gunnai-s Þórðarson-
ar nyti sín ekki í slíku bandi þótt
Bjöm Thoroddsen færi létt með
Djangosveifluna einsog flest sem
hann tekur sér fyrir hendur. Andi
Djangos var þó til staðar því tvö af
verkum hans vora á dagskránni:
Minor swing og Nuages. Þessi lög
lék tróið einnig á tónleikunum í Múl-
anum fyrir tæpu ári og mildll munur
á hversu túlkunin var öll ömggari
og markvissari nú en þá - afturá
móti vora sólóar Bjöms í sama
klassa. Hann er fádæma öraggur
gítaristi og spuni hans í Nuages sæl-
gæti, þarsem ljóðræn tilfinning
hans nýtm’ sín til fulls í fáum en
hnitmiðuðum tónum.
Önnur erlend lög er þeir félagar
léku á tónleikunum voru eftir Geor-
ge Gershwin og Chick Corea að
ógleymdu lagi Stevie Wonder, Sir
Duke. Þar segir ma. í texta: „... here
ai-e some of music’s pioneers/ That
time will not allow us to forget/ For
there’s Basie, Miller, Sachimo/ And
the king of all Sir Duke...“ Og sá er
að sjálfsögðu Ellington sem á al-
darafmæli á þessu ári. Gunnar
Þórðai’son var í aðalhlutverki í
þessu lagi og lék laglínuna af mikilli
tilfinningu og spann síðan stefjasóló
einsog Armstrong gerði jafnan.
Bjöm var frjálsari í spuna sínum og
samstiga leikur þremenninganna í
blásaraköflunum í Stevie Wonder
útgáfunni var glimrandi.
Islensku þjóðlögin sem þeir félag-
ar spiluðu vora: Sæll Jesú sæti, úr
sálmakveri er Guðmundur Högna-
son, prestur í Vestmannaeyjum, gaf
út seint á sautjándu öld, Góða veislu
gjöra skal, sem bæði Svíai’ og Fær-
eyingar gera tilkall til, (Niels-Henn-
ing sagðist vera orðinn svo þreyttur
á að leika dönsk þjóðlög í Skandina-
víu, sem Svíar sér-ílagi telja sín, að
hann kynni þau jafnan sem norræn
þjóðlög), útsetning tríósins á útsetn-
ingu Jóns Asgeirssonar á Vísum
Vatnsenda-Rósu og Fagurt galaði
fuglinn sá, sem Björn sagði tileink-
aða aftöku síðasta íslenska hanans á
fyrrihluta sautjándu aldar.
Þjóðlögin túlkaði tríóið á hefð-
bundinn norrænan djasshátt einsog
við var að búast og er ekki að efa að
þau eigi eftir að njóta vinsælda er
þau koma út á geisladiski.
Það er full ástæða til að óska þeim
þremenningum til hamingju með
þessa tónleika og gaman að heyra
Gunnar Þórðarson í djasshlutverk-
inu.
Vernharður Linnet
Margrét Björn Steinar
Bóasdóttir Sólbergsson
Nýjar geislaplötur
• GJAFIR anduns hefur að
geyma íslenska kirkjutónlist í
flutningi Margrétar Bóasdóttur
sópransöngkonu og Björns Stein-
ars Sólbergssonar organista.
Hljómdiskurinn er helgaður ís-
lenskri kirkjutónlist, fornri og
nýrri, kaþólskri og lúterskri, allt
frá Lilju Eysteins munks Asgríms-
sonar, við hið þekkta þjóðlag sem
Þorkell Sigurbjörnsson hefur út-
sett, til nýrri trúarverka eftir Atla
Heimi Sveinsson, Hjálmar H.
Ragnarsson, Jónas Tómasson og
fleiri. Verk Jóns Leifs skipa sér-
stakan sess á diskinum en eftir Jón
flytja Margrét og Björn Steinar
Þrjú kirkjulög ópus 12a við þekkta
sálma séra Hallgríms Péturssonar
semogFaðirvor.
Auk verka fyrir söngrödd og or-
gel hefur geislaplatan að geyma tvö
einleiksverk fyrir orgel, eitt þekkt-
asta orgelverk Páls Isólfssonar,
Ostinato et Fughetta, og Toccötu
eftir Jón Nordal, sem samin var
fyrir orgelvígslu í Dómkirkjunni
árið 1985. Björn Steinar Sólbergs-
son leikur á pípuorgel Akureyrar-
kirkju.
I bæklingi sem fylgir hljómdis-
kinum ritar Sigurbjörn Einarsson
biskup m.a.: „Kristin játning,
trúargleði, tilbeiðsla hefur tjáð sig í
söngá öllum tímum, í öllum lönd-
um. Islenska þjóðin gekk Kristi á
hönd sem heild árið þúsund. En
kristnir menn voru hér áður.
Fyrstu landnemar voru kristnir og
hafa sungið Kristi þakkargjörð og
bænamál um leið og þeir stigu fæti
á land. Síðan hefur sá söngur aldrei
fallið niður.“
Útgefandi er Islenska tónverka-
miðstöðin. Hljóðritun fórfram í
Akureyrarkirkju.
Vel mótaður söngur
TONLIST
Bnstaðakirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Árnesingakórinn í Reykjavík söng
íslensk og erlend Iög undir sljóprn
Sigurðar Bragasonar. Einsöngvar-
ar voru Kristi'n S. Sigtryggsdóttir,
Árni Sighvatsson og Magnús Torfa-
son. Pianóleikari: Bjarni Þ. Jóna-
tansson. Laugardagurinn 3. októ-
ber, 1999.
UM þessar mundir er Árnes-
ingakórinn að gefa úr geisladisk, að
mestu með íslenskum lögum og
hélt af því tilefni útgáfutónleika í
Bústaðakirkju sl. laugardag.
Fyrsta viðfangsefni Ámesinga-
kórsins var ágætt lag, eftir Loft S.
Loftsson, Náttmál, við kvæði eftir
Friðrik Guðna Þórleifsson, sem
kórinn söng fallega. Ég vildi að ung
ég væri rós, eftir Sigfús Halldórs-
son, var næst á efnisskránni, en
kórraddir, sem fylgja framgerðinni
í hljómskipan, vora umritaðar af
Jóni Kristni Cortes og var þetta
vinsæla lag Sigfúsar nokkuð vel
sungið. Þriðja lag tónleikanna var
Sólskinsbarn, ágætt lag eftir
Björgvin Þ. Valdimarsson, þar sem
píanóundirleikurinn myndar
skemmtilegan kontrapunkt á móti
sönglínunni og var það ágætlega
flutt, ásamt þokkafullum einsöng
Áma Sighvatssonar. Samkvæmt
venju söng Árnesjngakórinn eitt
lag eftir Sigurð Ágústsson, sem
heitir Sumarkvöld, en sem aukalag
söng kórinn „þjóðsöng Árnesinga",
lagið Árnesþing, en bæði lögin, sem
eru töluverðar tónsmíðar, voru sér-
lega vel flutt.
Brahms og Mozart voru einu er-
lendu tónskáldin og söng kórinn
mjög fallega raddsetningu eftir
Brahms. Þú fagra blómið, tvo lög
eftir Mozart, Kvöldkyrrðin og Ave
verum corpus og var Kvöldkyrrðin
nokkuð fallega sungin. Söngstjór-
inn Sigurður Bragason átti þrjú lög
á efnisskránni, Vorstemmning, Ave
Maria og Kveðja úr fjarlægð, við
texta eftir Höllu Eyjólfsdóttur en í
öllum þremur lögunum söng Kri-
stín S. Sigtryggsdóttir einsöng með
kórnum og gerði margt vel, þó sum
lögin væru á köflum á of lágu tón-
sviði fyrir söngkonuna.
Bestur var söngur kórsins í
Smávinir fagrir, eftir Jón Nordal,
ásamt laginu eftir Brahms og
Kvöldkyrrð Mozarts og nokkuð
góður í Háfjöllin eftir Elsu Sigfúss.
Dýravísurnar eftir Jón Leifs voru
ekki eins og „þær áttu að sér“ og
flutningur þeirra tókst ekki vel.
Nótt, eftir Ama Thorsteinsson, er
eitt af fegurstum lögum íslenskum
og það blátt áfram má ekki umrita
það fyrir kór og láta kórinn yfirtaka
sérkennilegt píanóundirspilið. Hins
vegar var söngur Magnúsar Torfa-
sonar í þessu frábæra lagi aldeilis
ágætur og þar fer efnilegur bassa-
söngvari. Rósin, ágætt lag eftir
Friðrik Jónsson í líflegri útsetn-
ingu Páls H. Jópassonar, var vel
sungið af kór og Árna Sighvatssyni.
En um útsetningu Björgvins Þ.
Valdimarssonar er best að hafa
sem fæst orð, þó hún væri hressi-
lega flutt af kómum.
Mjög hefur færst í vöxt að umrita
einsöngslög fyrir kóra og hefur það
sjaldan tekist vel. Að þessu sinni
voru fjögur lög sungin í slíkum um-
ritunum, þar sem notast er við
framgerð, bæði er varðar undirleik
og hljómskipan, svo að um er að-
eins að ræða umritun en ekki út-
setningu og í mesta lagi væri hægt
að segja að kórraddirnar hafi verið
útfærðar, en aðeins að hluta til, því
hljómarnir era innbyggðir í undir-
leik og laglínu.
Lögin Sprettur, eftfr Sveinbjörn
Sveinbjömsson, sem er nokkuð vel
umritað fyrir kórinn, af Björgvini
Þ. Valdimarssyni, og Sólskríkjan,
eftir Jón Laxdal, umrituð af Guð-
mundi Gilssyni, voru falleg sungin
af kór og Ama Sighvatssyni. Um-
ritunin á Frið á jörðu, eftir Árna
Thorsteinsson, er ekki góð og kom
fyrir lítið þó söngur kórs og Krist-
ínar S. Sigtryggsdóttur væri nokk-
uð góður. Hið yndislega lag, Nú
sefur jörðin, eftir Þorvald Blöndal,
var með því best sungna hjá kórn-
um og þrátt fyrir þessa athuga-
semd um umritanir, voru þær samt
sem áður flestar nokkuð vel sungn-
ar, sérstaklega Sprettur og Nú sef-
ur jörðin.
Sigurður Bragason mótaði söng
kórsins mjög vel og er laginn við að
ná sem mestu úr kómum og hefur
einnig sterka tilfinningu fyrir
hendingaskipan, lagferli og texta-
framburði. Bjarni Þ. Jónatansson,
lék með af smekkvísi og hógværð
og átti sinn þátt í yfirleitt góðum
flutningi.
Jón Ásgeirsson
Maður og api
KVIKMYNDIR
Háskólabfó
„INSTINCT" ★ %
Leikstjóri: Jon Turtletaub. Handrit:
Gerald Di Pego eftir sögu Daniel
Quinns. Kvikmyndatökustjóri: Phil-
ippe Rousselot. Tónlist: Danny
Elfman. Aðalhlutverk: Anthony
Hopkins, Cuba Gooding jr., Maura
Tiemey, John Ashton, Donald Sut-
herland. 1999
í þessari nýjustu mynd sinni,
„Instinct11, leikur Anthony Hopk-
ins frægan mannfræðing og apa-
fræðing sem handtekinn hefur
verið djúpt í frumskógum
Rúanda fyrir morð á tveimur
skógarvörðum og árás á nokkra
aðra. Hann er fluttur heim til
Bandaríkjanna þar sem sálfræð-
ingur, ungur og upprennandi og
ástríðufullur fræðimaður í með-
förum Cuba Goodings, tekur að
rannsaka hann til þess að komast
að því hvort hann er yfirleitt sak-
hæfur. Mannfræðingurinn hefur
verið í tvö ár á meðal górilluapa
og spurningin er hvort hann hef-
ur misst öll tengls við mann-
heima og gengið dýraríkinu á
hönd ofsafenginn eins og hann
er.
Spurningin sem kvikmynda-
gerðarmennirnir hafa staðið
frammi fyrir með leikstjóranum
Jon Turteltaub í farabroddi, virð-
ist hafa verið sú hvort þeir ættu
fremur að gera mynd í ætt við
„Gorillas in the Mist“ eða Gauks-
hreiðrið. Þeir hafa ekki komist að
neinni niðurstöðu í málinu og því
er myndin hálfgerður grautur.
Mannfræðingurinn er settur í
versta fangelsi Bandaríkjanna
(að sögn) og þar inn á geðdeild,
sem er engann vegin til fyrir-
myndar, og hefst þar einskonar
réttindabarátta fyrir betri aðbún-
aði geðsjúklingana á milli þess
sem fræðingurinn frægi rifjar
upp dvöl sína meðal górilluapa í
Rúanda. Þetta tvennt kemur
aldrei heim og saman.
Hopkins er svo ágætur leikari
að þótt hlutverkið hans sé illa
samið tekst honum að gera það í
það minnsta áhugavert með sitt
síða, gráa hár (gervi sem stolið er
frá Sean Connery í Klettinum) og
skapvonsku. Gooding ofleikur.
Það er eins og hann hafi ekki
ennþá fengið hlutverkið og sé að
sannfæra fólk um að hann sé
rétti maðurinn. Donald Sutherl-
and gerir margt gott í litlu hlut-
verki.
Myndin boðar einhverskonar
afturhvarf til náttúrunnar og á
líklega að fjalla um hið skítuga
manneðli gagnvart hinu göfuga
dýrseðli. Inn í það eru prjónaðar
nokkrar tuggur um umhverfis-
og náttúruverndarsjónarmið en
myndin hefur ekkert nýtt fram
að færa í þeim efnum.
Hún hefur sáralítið fram að
færa yfirleitt annað en furðulega
samsetningu og þegar allt annað
þrýtur, skefjalausa væmni.
Arnaldur Indriðason