Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ruby Tuesday-veitingastaður opnaður í Skipholti 19 Fyrsti veitingastaður keðjunnar í Evrópu f BYRJUN desember verður opn- aður veitingastaður sem tilheyrir bandarísku veitingastaðakeðj- unni Ruby Tuesday í Skipholti 19 sem áður hýsti Radíóbúðina. Steingrímur Bjarnason, rekstrar- stjóri hins væntanlega staðar, segir að Ruby Tuesday sé keðja óformlegra veitingastaða, en staðirnir séu í töluvert hærri gæðaflokki en almennir skyndi- bitastaðir. „Ruby Tuesday leggur mikla áherslu á fjölskyldufólk. Það er ekki hávær tónlist inni í veitinga- salnum. Þarna er stór salatbar og hugsað fyrir börnunum. Það er mikið lagt upp úr gæðum á mat og fjölbreyttum matseðli á Ruby Tuesday, auk þjónustunn- ar,“ segir Steingrímur. Hann segir að á matseðlinum verði hamborgarar, mexíkóskur matur, kínverskur matur, steik- ur, samlokur, pasta og ferskur salatbar, og er matseðillinn feng- inn frá Ruby Tuesday. „En þó þetta sé fjölskylduvænn staður verður hann með vínveitinga- Ieyfi, en þarna verður einnig bar,“ segir Steingrímur. Rekinn samkvæmt forskrift keðjunnar Fyrirtækið Týsdagur ehf. mun eiga veitingastaðinn, en staður- inn verður rekinn samkvæmt rekstrarleyfi. Auk Steingríms rekstrarstjóra verða veitinga- sfjórar Sigrún Sigurjónsdóttir og Benedikt Grétarsson. Þau segja að staðurinn muni taka 110 manns í sæti, en smiðir vinna þessar vikurnar að innrétt- ingum á staðnum sem verða sam- kvæmt forskrift Ruby Tuesday- fyrirtæksins í Bandaríkjunum. í máli þeirra kemur einnig fram að Ruby Tuesday-veitingastaður- inn á Islandi muni verða sá fyrsti í Evrópu. Fyrsti Ruby Tuesday-veitinga- staðurinn var settur á stofn árið 1972 af háskólanema að nafni Sandy Beall, í bænum Knoxville f Tennessee-fylki í Bandaríkjun- um. Steingrímur segir að síðan þá hafi keðjan vaxið og í henni séu nú um eða yfir 500 veitinga- staðir. Árið 1996 sameinuðust Ruby Tuesday, Mozzarella’s og Tia’s-veitingastaðakeðjan, og eru þær nú reknar sem hluti af fyrir- tækinu Ruby Tuesday Inc. Hann segir að Ruby Tuesday-veitinga- stöðunum megi einna helst líkja við T.G.I. Friday’s-veitingastaða- keðjuna sem margir Islendingar kannist við sem komið liafí til Bandaríkjanna. Ríkið semur við Europay um útgáfu á sérstöku Innkaupakorti Ætlunin að einfalda og lækka innkaupakostnað FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að gengið skuli til samn- inga við Europay Island um útgáfu og þjónustu á sérstöku Innkaupa- korti sem fyrirhugað er að taka upp fyrir stofnanir ríkisins. Fyrr á þessu ári leitaði ráðuneytið eftir til- boðum í Iokuðu útboði frá þremur aðilum í rekstur kortsins. Niður- staðan var sú að semja við Europay. I fréttatilkynningu kemur fram að stefnt er að því að samningum fjármálaráðuneytisins og Europay Islands ljúki á næstu vikum og kortið verði væntanlega komið í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með notkun Inn- kaupakorts ríkisins er að lækka kostnað við innkaup og einfalda inn- kaupaferli hjá ríkisstofnunum vegna smáinnkaupa t.a.m. við inn- kaup á vörum að verðmæti innan við 50.000 krónur. „Notkun Inn- kaupakorts ríkisins gefur stjórn- endum auk þess möguleika á betri yfírsýn yfír innkaup. Gert er ráð fyrir að talsverður sparnaður náist með notkun kortanna en erlendar óháðar kannanir sýna að spamaður við umsýslukostnað með notkun Innkaupakorta geti numið allt að 55-75%,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Lausn Europay Islands varðandi Innkaupakort ríkisins byggist m.a. á búnaði frá Rafrænni miðlun hf. en hann er einnig notaður við Fyrir- tækjakort Flugleiða og Flugkort Flugfélags íslands. Búnaðurinn er samhæfður við helstu upplýsinga- og viðskiptakerfi söluaðila og gerir kleift að safna viðbótarupplýsingum við kortaviðskipti, samhliða venju- legri færslu. Notcir fyrirtæki pitt Lotus Notes? m ií | I l ■ ■ Nu fer rtd lídrt c\ð lokrtverkefnlsvirmu lijcí neiiiendum okkur og þri leitum \id eftir fyi*irt«ekjum til sc\instc\rfs. N\>i tölvu ogviðskiptaskólúiner með heils árs nám í forritun og kerfisfræði jjíir sem ni.a. eru kennriir eftir faranrii áfangar i Lotus Notes. ► Lotus Notes forrituh I ► Lotus Notes forvitun II " Lotus Notes kerfisstjórmm I Nemencium verðiu* skipað í hópa til að vinna að lokiwerkefni í Notes. Lokaverkefnin eru iiugsuð sem raunhæf verkefni, helst í samvinnu við fyrirtæki, þar sem nemendur taka aðsériað vimift smærri verkfyrir viðkomanrii aðila. Ef þjitt fyrirtæki lieíiii* áliuga á srtmst.iríl, vinsrtmlegrtst lirtfdu þá Srtmband vid okkur i símc\: 555 4980 Lotus ntv <t>--- Nýi tölvu- & viöskiptaskólinn Hóíohrauni 2 - 220 HafnwfirðC - Slml: S65 49») - Fax: 655 4981 Hiíftawnára 9- 200 Kópavogí - Sírrh: 544 4500 - Fax: 544 4501 Töivupóstfang: »koíi@ntv.hi - Heforwwlöa: www.ntv.ls 1 26 kaupendur að 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Hluthafi Hlutafé, m.kr. Nafnverð Hlutafé, m.kr. m.v. gengi 2,8 Hlutur 1. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 408,00 1.142,40 6,00% 2. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 408,00 1.142,40 6,00% 3. Þróunarfélag íslands hf. 374,00 1.047,00 5,50% 4. FBAhf. 319,60 894,88 4,70% 5. Partimonde Holdings Anstalt 272,00 761,60 4,00% 6. Hannes Smárason 238,00 666,40 3,50% 7. Gunnar Þór Ólafsson 204,00 571,20 3,00% 8. Sterkir stofnar ehf. 204,00 571,20 3,00% 9. SpectraA.S. 176,80 495,04 2,60% 10. Samvinnusjóður íslands hf. 149,60 418,88 2,20% 11. Lífeyrissjóður sjómanna 136,00 380,80 2,00% 12. Eiríkur Sigurðsson 122,40 342,72 1,80% 13. Samvinnulífeyrissjóðurinn 88,40 247,52 1,30% 14. Geir Gunnar Geirsson 81,60 228,48 1,20% 15. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 68,00 190,40 1,00% 16. Bjarni Ármannsson 40,80 114,24 0,60% 17. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 34,00 95,20 0,50% 18. Lífeyrissjóður Vesturlands 34,00 95,20 0,50% 19. Sundhf. 34,00 95,20 0,50% 20. Svanbjörn Thoroddsen 20,40 57,12 0,30% 21. Tómas Kristjánsson 20,40 57,12 0,30% 22. Erlendur Magnússon 6,80 19,04 0,10% 23. Fjárfestingarfélagið Gaumur hf. 6,80 19,04 0,10% 24. Jón Ólafsson & co sf. 6,80 19,04 0,10% 25. Oddeyriehf. 6,80 19,04 0,10% 26. Óháði fjárfestingasjóðurinn hf. 6,80 19,04 0,10% Rúmlega 9,7 milljarða tilboði 26 fjárfesta í 51% hlut í FBA tekið Orca-hópurinn leystur upp FJÁRFESTARNIR 26 sem til- kynntu þátttöku til framkvæmda- nefndar um einkavæðingu vegna sölu rfldsins á 51% hlut í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins hafa tekið sölutilboði framkvæmdanefndarinn- ar á genginu 2,8. Samtals er um að ræða hlutabréf að nafnverði 3.468 milljónir króna eða að kaupverði 9.710,4 milljónir króna. Þetta eru því stærstu einstöku hlutabréfaviðskipti á íslandi hingað til. Meðal kaupenda eru 7 lífeyrissjóðir, 10 félög, for- stjóri og framkvæmdastjórar FBA og fjórir aðrir einstaklingar auk bankans sjálfs. Stærstu hluthafar í FBA með 7% I fréttatilkynningu kemur fram að í framhaldi af kaupunum munu eig- endur Orca S.A. skipta upp hluta- bréfum sínum þannig að þeir verði beint hluthafar í FBA eins hratt og þeim er kostur. Þangað til af því getur orðið munu hluthafar í Orca fara beint með atkvæði sín á hlut- hafafundum í FBA, þ.e. í samræmi við sinn eignarhlut. Eignarhlutur Orca S.A. er nú 28%. Eftir þessi við- skipti munu stærstu hluthafar í FBA hver um sig fara með um 7% atkvæðisrétt í félaginu. Ekki hefur verið óskað eftir hluthafafundi í bankanum. Samkvæmt upplýsingum frá FBA og Gesti Jónssyni hrl. sem er skráð- ur forsvarsmaður aðila sem til- kynntu þátttöku til framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, eru kaupendur bréfanna eftirtaldir: Óháði fjárfestingasjóðurinn hf., sem er í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfs- sonar og Eyjólfs Sveinssonar. Jón Ólafsson & co sf., sem er eins og nafnið gefur til kynna í eigu Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Oddeyri ehf., sem tengist Þorsteini Má Baldvinssyni hjá útgerðarfyrirtækinu Samherja. Spectra A.S., sem er sænskt verð- bréfafyrirtæki og Pálmi Sigmarsson er fulltrúi fyrir hér á landi. Fjárfest- ingarfélagið Gaumur ehf., í eigu Kristínar Jóhannesdóttur héraðs- dómslögmanns, Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldna þeirra. Sterkir stofnar ehf., sem „Áburð- arverksmiðjuhópurinn", Haraldur Haraldsson ásamt fleirum, stendur að. Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Þróun- arfélag Islands hf., Lífeyrissjóður Vesturlands, Lífeyrissjóður Vest- mannaeyja, Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda og Lífeyrissjóður sjómanna. Gunnai* Þór Ólafsson í Miðnesi, Ei- ríkur Sigurðsson fyrrverandi eigandi verslanakeðjunnar 10-11 og Geir Gunnar Geirsson á Vallá. Lokagengi FBA á Verðbréfaþingí 2,87 Þá eru í hópnum Samvinnusjóður Islands hf., Samvinnulífeyrissjóður- inn, Sund ehf., sem er í meirihluta- eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla S. Sigurðssonar sem kenndur var við Olís, FBA hf., Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, Svanbjörn Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FBA, Tómas Rristjánsson, fram- kvæmdastjóri skulda- og áhættu- stýringar hjá FBA, Erlendur Magn- ússon, framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs hjá FBA, Hannes Smára- son, aðstoðarforstjóri íslenskrar erfðagreiningar og Partimonde Holdings Anstalt, sem er fyrirtæki í Liechtenstein og tengist Gunnari Björgvinssyni flugvélasala. Samkvæmt skflyrðum Fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu um sölu á eignarhlut ríkisins í FBA munu kaupendur greiða hver um sig hlut sinn til ríkisféhirðis fyrir kl. 14 mánudaginn 15. nóvember og við þá greiðslu munu viðskiptin verða. Um 44 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í FBA á Verð- bréfaþingi Islands í gær og hækkaði gengi þeirra um 2,9%, úr 2,79 í 2,87, en gengi bréfanna fór hæst í 2,95 á VÞI í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.