Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RI1STJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Staða land-
vinnslu er
almennt
talin góð
STAÐA landvinnslunnar er almennt
góð en er misjöfn eftir fyrirtækjum
og vinnslugreinum. Segja má að hjá
þeim fyrirtækjum sem búa við til-
tölulega örugga hráefnisöflun, bæði
með eigin skipum sem og með við-
skiptum við aðra báta, sé afkoman
þokkaleg. Þar sem fískvinnslan býr
hins vegar ekki við stöðuga hráefn-
isöflun og þarf að kaupa verulegan
hluta hráefnisins á innlendum fisk-
mörkuðum bera menn sig hins veg-
ar ekki eins vel.
Slægður þorskur 31%
^ dýrari á fiskmörkuðum
Samkvæmt tölum frá Fiskifélagi
Islands var verð á óslægðum þorski
16% hærra á fiskmörkuðum hérlend-
is en í beinum viðskiptum til fisk-
verkenda í ágúst sl. A slægðum
þorski var þessi munur enn meiri,
eða 31%. Samkvæmt upplýsingum
frá Verðlagsstofu skiptaverðs hefur
meðalverð á slægðum þorski í bein-
um viðskiptum við fiskverkendur
hækkað um 3% frá áramótum til
septembermánaðar. Verð á slægðum
j^iorski á fiskmörkuðum lækkaði hins
vegar um nærri 28% á sama tímabili.
Afurðaverðsþróun sjávarafurða
hefur síðustu misserin almennt verið
hagstæð landvinnslunni. Verðvísitala
Þjóðhagsstofnunar sýnir engu að
síður að afurðaverð sjávarafurða
lækkaði almennt lítillega frá áramót-
um til ágústloka en verðþróunin er
hins vegar mismunandi eftir afurða-
flokkum. Verðvísitala sjófrystra af-
urða hækkaði talsvert á tímabilinu
frá áramótum til ágústloka og reynd-
ar enn meira á síðustu vikum, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fískvinnslustöðva, segir
upphafið og endinn í afkomu fisk-
vinnslunnar liggja í hráefniskaupun-
•um. Þau fyrirtæki sem geti byggt
vinnsluna á hráefni af eigin skipum
standi betur en þau sem þurfi að
stóla á hráefni af mörkuðunum.
Einnig hafi afkoma margra fyrir-
tækja batnað með breytingum á
búnaði og vinnslufyrirkomulagi enda
hafi starfsfólki í fiskvinnslu fækkað
um 40% á síðasta áratug.
■ Hráefnisöflunin/26
Fjárstuðningur Sovétríkjanna til sósíalista á Islandi
Engin vísbending um
greiðslur eftir 1968
ENGAR vísbendingar er að finna
um það í skjölum sovéska komm-
únistaflokksins að sósíalistar á Is-
landi hafi fengið þaðan beinar pen-
ingagreiðslur frá 1968 til 1990.
Fyrir þessu hefur Morgunblaðið
heimildir sem það telur áreiðanleg-
ar. Líkt og fram hefur komið fékk
Sameiningarflokkur alþýðu - Sós-
íalistaflokkurinn slíkar greiðslur að
austan á árunum 1956 til 1966,
samtals tæpar 30 milljónir króna
að núvirði.
Til eru í Moskvu skjöl yfir
greiðslur þær sem erlendir bræðra-
flokkar Kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna fengu á árunum 1968 til
1990. Jafnframt er þar að finna
kvittanir þær sem viðtakendumir
erlendis gáfu eftir að hafa tekið við
peningagreiðslum frá Moskvu, sem
sovéska öryggislögreglan, KGB,
innti jafnan af hendi í sendiráðum
Sovétríkjanna í viðkomandi löndum.
Þessi skjöl hafa m.a. leitt í ljós að
kommúnistaflokkar á Norðurlönd-
um fengu beina fjárhagslega styrki
allt fram undir það er veldi komm-
únismans hrundi og Sovétríkin liðu
undir lok.
Hvergi getið í skjölum
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað í Moskvu
er engar tilvísanir til íslenskra sósí-
alista að finna í listum þessum.
Heimildarmaður blaðsins í Moskvu,
sem ekki er unnt að nafngreina,
fullyrti í gær að íslenskra sósíalista
væri hvergi getið í plöggum þeim
sem næðu yfir beinar peninga-
greiðslur til erlendra flokka. „Eg
get staðfest að nöfn íslenskra sósí-
alista er ekki að finna á listum þess-
um og að Islands er hvergi getið,“
sagði þessi heimildarmaður, sem
Morgunblaðið telur áreiðanlegan,
en hann hefur þessi skjöl undir
höndum.
Líkt og fram hefur komið m.a. í
viðtali Morgunblaðsins við norska
sagnfræðinginn Sven G. Holtsmark
á sunnudag styrktu kommúnísk
stjómvöld í Sovétríkjunum og Aust-
ur-Þýskalandi erlenda vinstriflokka
með ýmsum öðrum hætti en beinum
peningagreiðslum. Skjöl þau í
Moskvu sem hér hefur verið sagt
frá taka hins vegar eingöngu til
beinna fjárveitinga sem Kommún-
istaflokkur Sovétríkjanna ákvað að
renna skyldu til flokka og fylkinga
sósíalista erlendis.
Atli tekur
við af
Guðjóni
ATLI Eðvaldsson var i gær
ráðinn þjálfari íslenska karla-
landsliðsins í knattspyrnu. Atli,
sem gerði KR að Islands- og
bikarmeisturum sl. sumar, tek-
ur við af Guðjóni Þórðarsyni
sem tilkynnti á sunnudag að
hann gæfi ekki áfram kost á
sér.
Stjórn Rekstrarfélags KR
ákvað á fundi sínum í gærkvöldi
að ganga til viðræðna við Pétur
Pétursson og Willum Þór Þórs-
son um þjálfun félagsins.
Búist er við að það skýrist í
dag hvort verður af kaupum ís-
lenskra fjárfesta á Stoke City.
Samningaviðræður fjárfest-
anna og forráðamanna enska
liðsins hófust aftur um helgina,
eftir að hætt var við þær í síð-
ustu viku og er von á sameigin-
legri yfirlýsingu í dag.
■ Atli/Bl
Ættingjar
heimilis-
fólks buðu
til veislu
ÆTTINGJAR heimilisfólks
hjúkrunarheimilisins Eirar í
Grafarvogi buðu starfsfólki
heimilisins og íbúum þess til
veislu á laugardag. Var þar
margt til gamans gert, sungið og
spilað á harmoniku, auk þess
sem menn gæddu sér á kræsing-
um.
Framtak þetta þykir óvenju-
legt enda fellur það oftast í hlut
starfsfólks að bjóða til slíkra
veisluhalda. I samtali við Morg-
unblaðið sagði Birna Kr.
Svavarsdóttir, forstjóri hjúkrun-
arheimilisins, að framtakið væri
lýsandi dæmi um þau dýrmætu
tengsl sem oft á tíðum myndast á
milli starfsfólks, heimilisfólks og
ættingja þeirra. „Slík tengsl eru
ómetanleg, hvort sem litið er til
heimilisfólks eða starfsfólks,"
sagði Birna.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hluthöfum í bönkunum hefur fækkað um þriðjung
Fækkaði úr 116 þús-
undum í 40 þúsund
Morgunblaðið/Skúli Aiexandersson
Grænlands-
fálki í ætisleit
SKIJLI Alexandersson frá
Hellissandi náði þessari mynd
af grænlandsfálka, á norðan-
verðu Snæfellsnesi, þar sem
hann var í leit að æti og náði
sér í fugl í svanginn skömmu
síðar. Fálkinn er nær alhvítur
á lit með ljósar yrjur á vængj-
unum. Að sögn Ævars Peter-
sen fuglafræðings leitar græn-
landsfálkinn stundum hingað
og hefur hér vetursetu en
heimkynni hans eru á norður-
slóðum í löndum sem liggja að
norðurpólnum.
MARKAÐSVIRÐI hlutabréfa í rík-
isbönkunum hefur margfaldast frá
því hlutafjárútboð fór fram á síðasta
ári en hluthöfum í bönkunum hefur
hins vegar fækkað verulega á sama
tíma. Þegar salan fór fram voru
hluthafamir flestir 116.209, en þeir
eru í dag 39.881. Þetta kemur fram í
skriflegu svari Finns Ingólfssonar
viðskiptaráðherra við fyrirspurn
sem Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingar, lagði fram á
Alþingi um einkavæðingu fjármála-
stofnana.
Jóhanna spurðist fyrir um það
hvert gengi hlutabréfa í Lands-
bankanum, Búnaðarbankanum og
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
hefði verið þegar hlutafjárútboð fór
fram og hvert það væri nú. Kemur
fram í svari viðskiptaráðherra að
gengi hlutabréfa í Landsbankanum
í útboði til almennings var 1,9, sem
er 12,35 milljarðar kr. að mark-
aðsvirði, en er nú 3,6 eða 23,4 millj-
arðar kr.
Gengið hefur
hækkað mikið
Gengi í Búnaðarbankanum var
2,15 í útboði til almennings, eða 8,8
milljarðar að markaðsvirði, en er
4,5 nú, sem jafngildir 18,5 milijörð-
um. Loks var géngi bréfa í FBA í
útboði til almennings 1,4, eða 9,5
milijarðar kr. að markaðsvirði fyrir
ári en er nú 2,8 eða 19,0 milljarðar
kr. að markaðsvirði.
Jóhanna spurðist einnig fyrir um
það hversu margir hefðu keypt hlut
í bönkunum í hlutafjárútboðinu á
síðasta ári og hins vegar hversu
margir hluthafarnir væru nú. I
svari viðskiptaráðherra kemur fram
að 12.112 keyptu hlut í Landsbank:
anum fyrir ári en eru nú 6.934. I
Búnaðarbankanum voru hluthaf-
arnir 93.363 en eru 29.174 nú og
hluthafar í FBA voru í lok útboðs
bankans á síðasta ári 10.734 en eru
nú 3.773.
Olíufarmur
uppfyllti ekki
gæðakröfur
OLÍUSKIPIÐ Robin, sem er i eigu
Statoil í Noregi, fékk ekki að losa ol-
íufarm sinn í Hvalfirði í gær, þar
sem farmurinn uppfyllti ekki gæða-
kröfur kaupenda, þ.e. Olíufélagsins
og Olís. Þetta kom fram í samtali
Morgunblaðsins við Geir Magnús-
son, forstjóra Olíufélagsins.
Að sögn Geirs er tekið sýni úr olí-
unni bæði við lestun og losun og við
sýnitöku í gær kom í ljós að tegundir
höfðu blandast saman í skipinu.
Hann sagði að þetta væri afar sjald-
gæft og í fyrsta skipti sem þetta
gerðist frá því hann hóf störf hjá 01-
íufélaginu.
Að sögn Geirs ber Olíufélagið eng-
an skaða af þessu, þar sem það er
tryggt fyrir svona óhöppum. Hann
sagði að skipið yrði sent til baka og
að nýr olíufarmur kæmi fljótlega til
landsins. Nóg er til af olíu í landinu
þannig að þetta hefur engin áhrif á
framboð.