Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 5^- burðamaður, gæddur hæfileikum umfram flesta aðra. Honum steig það aldrei til höfuðs heldur var hann hógvær og hélt sig til hlés. Þótt skopskynið væri hárbeitt var hann ekki hæðinn og gerði sér far um að gleðja og hjálpa þeim sem á vegi hans urðu. Eg fékk að verða samferða honum úr bernskunni út í lífið. Það er sárt að samfylgdin verður ekki lengri því betri ferðafé- laga er ekki að hafa. Island hefur misst einn sinn fremsta vísinda- mann, við sem þekktum hann höf- um misst traustan vin, og Nanna, Sif og Ari hafa misst ástríkan eigin- mann og föður. Eg óska þeim styrks og friðar í sorginni. Lárus. Stundum koma þær stundir að manni finnst tíminn standa kyrr. Yfir mann færist ástand óraunveru- leika, afneitunai- og vantrúar. En smám saman sleppir doðinn, kaldar staðreyndirnar blasa við og maður neyðist til að trúa. Einhvem veginn svona held ég að flestum okkar á Veðurstofunni hafi liðið þegar okkur bárust þau tíðindi að einn úr hópnum hefði látist í hörmulegu bflslysi. Tveir vinnufé- lagar og vinir í vinnuferð sem átti að marka upphafið að viðamiklu alþjóð- legu rannsóknarverkefni. Skyndi- lega rennur bfll í hálku og áður en nokkur veit af er ungum hæfileika- ríkum og vel menntuðum vísinda- manni kippt burt úr þessu lífi. Sigurður Rögnvaldsson kom fyrst tfl starfa á Veðurstofu íslands fyrir átta árum en frá 1995 gegndi hann fullu starfi jarðskjálftafræð- ings á jarðeðlissviði stofnunarinnar. Vakti hann strax athygli fyrir ákveðna en ljúfa framkomu og var hann fljótur að afla sér vinsælda og virðingar á stofnuninni vegna þekk- ingar sinnar, dugnaðar og frum- kvæðis. A þessum fjórum árum hef- ur hann komið ótrúlega miklu í verk og var orðinn, aðeins 35 ára gamall, einn afkastamesti vísindamaður Veðurstofunnar. Var hann einn af lykilmönnum í uppbyggingu og rekstri eins öflugasta vöktunarkerf- is í heiminum á jarðskjálftum en að þvi verkefni kom hann strax á þeim árum sem hann var í framhalds- námi við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Það var því að vonum að Veðurstof- unni þótti á þessu ári ástæða til að tilnefna Sigurð í þann hóp framúr- skarandi ungra vísindamanna sem Rannsóknarráð Islands hefur síðan valið úr til árlegra hvatningarverða- launa fyrir framlag sitt til rann- sókna. Og nú fyrir skömmu var ákveðið að Sigurður stýrði fyrir hönd Veðurstofu íslands fyrrnefndu alþjóðlegu rannsóknarverkefni á sviði jarðskjálftafræðinnar. Það verða því vandfyllt þau skörð sem myndast hafa við fráfall Sigurðar Rögnvaldssonar. En Sigurður var líka mikill fjöl- skyldufaðir sem maður tók vel eftir þegar glaðleg kona hans, Nanna, og börn þeirra litu á stundum við á Veðurstofunni í matartíma eða eftir vinnu. Reisn og glæsileiki ungra hjóna með tvö myndarbörn fór ekki fram hjá okkur vinnufélögum hans. Þeirra er missirinn mestur. Um leið og ég fyrir hönd Veðurstofu íslands þakka Sigurði fyrir alltof stutta samfylgd vil ég votta eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum hans mína dýpstu samúð. Magnús Jónsson. Hann kom hér fyrst á Orkustofn- un í sumarvinnu fýrir nær 15 árum, þá ungur skólastrákur, og var sett- ur í viðnámsmælingaflokk. I flokkn- um voru saman skólafélagar úr Há- skólanum, hressir og lífsglaðir og þama tengdust traust vináttubönd. Þessir ungu menn unnu vel og rösk- lega, spiluðu háværa tónlist (ekki ætíð að smekk yfirboðara sinna), en skiluðu sínu verki vel. Siggi var hæglátur, hafði ríka kímnigáfu, sem hann fór vel með og glampaði oft á glettnina í augum hans undan hrokkna hárþyrlinum, sem hann bar á stúdentsárum sínum. Siggi vann hér á Orkustofnun öll sumur á háskólaárum sínum og að loknu BS-prófi vann hann fjórða árs verkefni sitt hér. Það var öllum ljóst að, hér fór maður með ríka hæfi- leika. Hann var skarpgreindur, vandvirkur og hafði þá kosti að bera sem prýða góðan vísindamann. Hann fór til framhaldsnáms í jarð- skjálftafræðum til Uppsala í Sví- þjóð. Doktorsritgerð hans fjallaði um smáskjálftamælingar á Suður- landi og nákvæmnisstaðsetningar smáskjálfta. Asamt samstarfsmönn- um sínum í Uppsölum lagði hann grundvöll að því að nota mælingar á jarðskjálftum til að staðsetja mis- gengi, halla þeirra og stefnu nægj- anlega nákvæmlega til að nota við jarðhitarannsóknir. Að loknu námi hóf Siggi störf á Jarðeðlissviði Veðurstofu Islands. Hann vann oft í nánu samstarfi við Jarðeðlisfræðideild Orkustofnunar og vann einmitt við undirbúning slíks samstarfsverkefnis þegar hann lést. Með Sigga er genginn einn af færustu sérfræðingum landsins í jarðskjálftafræðum og brautryðjandi í úrvinnslu jarð- skjálftamælinga til jarðhitarann- sókna. Með honum er líka genginn traustur vinur og samstarfsmaður. Við sendum konu hans og börn- um, móður og systkinum dýpstu samúðarkveðjur. Vinir og samstarfsmenn á jarðeðlisfræðideild Orkustofnunar. Sumarið 1984 sá ég Sigga fyrst. Síðhært, glaðlegt hraustmenni í sumarvinnu hjá Orkustofnun, farinn að leggja grunn að ævistarfinu. Nokkrum árum seinna hittumst við aftur, hann að hugleiða framhalds- nám í Uppsölum. Eg nýkominn það- an frá námi. Siggi tók nám sitt traustataki eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur og útskrif- aðist sem jarðskjálftafræðingur frá Háskólanum í Uppsölum árið 1994. Og enn lágu leiðir okkar Sigga sam- an og nú til langs tíma. Hann kom til vinnu á Veðurstofu Islands 1995 og við tveir deildum þar herbergi æ síð- an. Siggi var góður vinnufélagi. Við gátum setið tímunum saman þöglir, hvor að vinna að sínum verkefnum. Þess á milli áttum við miklar og góð- ar umræður um fræðin en einnig um lífið og tilveruna almennt. Siggi var einstaklega traustur félagi. Hann var hreinskiptinn og hlýr, gæddur mjög skemmtilegri kímnigáfu. Hann var áhugasamur óg afkastamikill í starfi. Hann hvatti mig mjög til dáða í verkefni því sem ég vinn nú að og get ég seint fullþakkað honum það. Þótt áhuginn á starfinu væri mik- ill vai' það hagur fjölskyldunnar sem skipti hann mestu. Nanna og bömin, jpað voru þau sem gáfu lífinu sterkastan lit. Við Siggi ræddumst síðast við þrem dögum áður en hann lést. Hann á leið norður til tengda- fjölskyldunnar með bömin meðan Nanna væri erlendis, en ætlaði einnig í leiðinni að undirbúa nýtt verkefni sem hann var að fara í gang með. Eg að fá smá aðstoð hjá honum, eins og svo oft, áður en hann legði í hann. Nanna mín. Við Hjördís sendum þér og börnunum ykkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan vin mun ætíð lifa. Kristján Ágústsson. • Fleiri minningargreinar um Sigurð Thorlacius Rögnvaldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN ÖGMUNDSSON, fyrrv. bifreiðastjóri frá Kaldárhöfða, Grímsnesi, Háengi 4, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 30. október. Útför Kjartans fer fram frá Selfosskirkju laug- ardaginn 6. nóvember kl. 13.30. Inga Bjarnadóttír, Elís Kjartansson, Ragnheiður Kr. Björnsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þórdís Skarphéðinsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Inga Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Ragnar Kristjánsson, Bára Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur minn og tengdasonur, EINAR PÁLL JÓNASSON tölvunarfræðingur, Hrauntungu 38, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 4. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Krabbameinsdeildar 11-E, Landspítalanum. Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Jónas Haukur Einarsson, Hrafnhiidur Einarsdóttir, Helgi Einarsson, Elín Áróra Jónsdóttir, Sigurgeir Jónsson, Hrafnhildur Kjartansdóttir Thors. P^líj' Liudlai: líí) IiííjjlIlíííJ Útfararstofan annast meginhluta allra útfara ó höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggirá langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com £ í t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, langamma og langalangamma, VILBORG PÁLSDÓTTIR, Hrafnistu í Hafnarfirði, lést sunnudaginn 31. október. Útför hennar verður tilkynnt síðar. Guðrún Sigurjónsdóttir, Geir Sigurjónsson, Margrét Sigurjónsdóttir, Páll Sigurjónsson, Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Einar Karlsson, Sigurður Sigurjónsson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, JÓHANNJÓNSSON, Hóli, Höfðahverfi, lést á dvalarheimilinu Grenilundi mánudaginn 1. nóvember. Fyrir hönd systkina, Sveinn Jóhannesson. t Eiginkona mín og móðir okkar, SÓLVEIG JÓNA MAGNÚSDÓTTIR, Húsatóftum, Skeiðum, sem lést miðvikudaginn 27. október sl., verð- ur jarðsungin frá Ólafsvallakirkju fimmtudag- inn 4. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta hjúkrunarheimilið Ljósheimum, Selfossi, njóta þess. Guðmundur Eyjólfsson og börn. t Mínar innilegustu hjartans þakkir til ykkar allra, sem með samúð og hlýhug veittu okkur styrk í sorginni við andlát og útför ástkærs sonar mins, ÖRVARS PÁLMA PÁLMASONAR, Grenihlíð 17, Sauðárkróki. Góður Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd allra aðstandenda, Svala Jónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts hjartkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARSELÍU ADOLFSDÓTTUR, Kirkjulundi 8, Garðabæ. Haraldur Þorvarðarson, Anna R. Haraldsdóttir, Þorgerður Þ. Haraldsdóttir, Grétar Bjarnason, María F. Haraldsdóttir, Þorsteinn Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 841
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.