Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 23
Den norske Bank
selur sjóði ACM
Komið í veg fyrir banka-
samruna í Noregi
Ósló. Reuters.
NORSKA stjómin hefur í raun kom-
ið í veg fyrir 3 milljarða dollara til-
boð í Kreditkassen og tekið fram að
hún muni halda eftir að minnsta
kosti þriðjungshlut í stærstu bönk-
um landsins.
Sænsk-finnski bankinn Merita-
Nordbankenhefur um nokkurt skeið
leitað hófanna hjá Kredittkassen,
sem er annar stærsti banki Noregs.
MeritaNordbanken hefur haft for-
göngu um fjármálasamninga þvert
yfir landamæri á Norðurlöndum.
Norska stjómin hefur reynt að
koma í veg fyrir slíka samninga einu
sinni áður á þessu ári. Fyrr í ár
studdi hún innlent tilboð í Saga Petr-
oleumog kom í veg fyrir að gengið
yrði að tilboði frá Elf Aquitaine í
Frakklandi. Saga, sem er næstærsta
olíufélag á meginlandi Evrópu, var
síðan seld rödsfyrirtækinu Norsk
Hydro.
Samkvæmt síðustu tillögum
norsku ríldsstjómarinnar mun hún
halda að minnsta kosti 33% hlut í
Kreditkassen og Den norske Bank,
stærsta banka landsins, sem gerði
sjálfur tilboð í Kreditkassen fyrr á
þessu ári. Stjómin á sem stendur
35% í Kreditkassen og 52% í DnB.
Tilboð MeritaNordbanken nær til
12. nóvember og sérfræðingar telja
það dauðadæmt nema því aðeins að
minnihlutastjómin í Noregi verði
felld.
Til að draga úr gagnrýni jók
norska stjómin hlut þann, sem Svíar
og Finnar mega eiga í innlendum
bönkum úr 10 í 25%, með því skilyrði
að ríkisstjómin verði aðili að sam-
komulagi um slíkt.
Einnig er gert ráð fyrir að slíkt
gerist með heildarsamstarfi, til
dæmis með þátttöku norskra banka.
Hvort MeritaNordbanken eða aðrir
hafa áhuga á eftir að koma í ljós.
New York. Dow Jones.
STÆRSTA sjóðafélag heims, All-
iance Capital Management Ltd.
(ACM) hefur komizt að samkomu-
lagi við Den norske Bank í Ósló
um að bankinn fái einkarétt til að
selja fjárfestingasjóði félagsins á
norskum markaði.
Fyrst í stað mun Den norska
Bank selja fimm sjóði í Luxem-
borg undir nafni ACM í Noregi í
nóvember.
Háttsettur fulltrúi DnB,
stærsta banka Noregs, sagði að
sparnaður færðist í vöxt í Noregi
og að búizt væri við að sú þróun
héldi áfram
Alliance hefur bækistöð í New
York og hefur gert svipaða dreif-
ingarsamninga við fyrirtæki í Jap-
an og á evrópskum mörkuðum, en
ekki á Norðurlöndum fyrr en nú.
ACM hefur umsjón með 321
milljarði dollara í verðbréfum víða
um heim. Fyrirtækið selur sjóði
sína með hjálp banka, verðbréfa-
sala og tryggingafélaga og á eigin
vegum víða um heim
Nýr sloður Fyrir
notoða bílo
Deutsche
selur hlut
í Allianz
Frankfurt. Reuters.
DEUTSCHE Bank hefur selt 5
milljónir hlutabréfa í tryggingafé-
laginu Allianz og gefið í skyn að
fleiri bréf verði seld síðar.
Deutsche, stærsti banki heims,
aflaði 1,374 milljarða evra með því
að selja bréfin alþjóðlegum fjárfest-
um“ fyrir 275 evrur hvert að meðal-
tali og á enn 7% í Allianz, öðru
stærsta tryggingafélagi Evrópu.
Deutsche hefur átt stóran hlut í
iðnaðarfyrirtækjum og fjármála-
stofnunum Þýzkalands síðan heims-
styrjöldinni lauk. Upp á síðkastið
hefur bankinn sagt að hann ætli að
hafa betri umsjón með hlutabréfum
sínum til að tryggja hluthöfum
meiri arðsemi.
Allianz og Deutsche hafa unnið
saman í mörg ár og ekkert bendir
til þess að salan leiði til þess að sam-
band þeirra slitni.
Deutsche vill ekki gera uppskátt í
hvað söluhagnaðinum verði varið.
Sérfræðingar telja að hluta hans
verði varið til að fjármagna kaup
Deutsche á hlut í Formula One
Holdings og tilboð í hluta af hluta
kapalsjónvarpskerfi Deutsche Tele-
kom.
Bertels-
mann nær
fótfestu
í Japan
Tókýó. Reuters,
ÞÝZKI fjölmiðillinn Bertels-
mann AG kveðst hafa í hyggju
að kaupa hlut í japanska stór-
útgefandanum Kadokawa
Shoten Publishing Co.
Fyrii-tækin ætla að koma á
fót bandalagi á breiðum
grundvelli, sem mun gera
Bertelsmann kleift á sækja
inn á hinn ábatasama útgáfu-
og fjölmiðlamarkað Japans.
Bertelsmann mun kaupa
3% hlut í japanska fyrirtækinu
fyrir marz nk. og fyrirtækin
munu hafa með sér samvinnu í
útgáfustarfsemi, á tölvuvædd-
um fjölmiðlamarkaði og á
fleiri á sviðum í Japan og Asíu.
Þýzka fyrirtækið á banda-
rísku útgáfuna Random Hou-
se Inc og 40% í bandarískri
bóksölu á netinu, barnesand-
noble.com. Nýlega harðnaði
viðskiptastríð Bertelsmanns
og Amazon.com.inc. þegar
bæði fyrirtæki boðuðu sölu á
tónlist frá evrópskum vefsetr-
um.
Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins meó notaóa bíla af öllum stærðum
gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við
Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi.
MMC Calant GLSi ^
Toyota Corolla XLI,
árg. 05/97, 1300, 5 g.,
^ 5 d., silfurgrár,
ek. 71 þ. km.
rLand Rover Discovery XS,
árg.11/96, 2500, ssk.,i
5 d., v-rauóur, rím'n
ek. 60 þ. km.
Veró 2.690 þús.
Veró 690 þús,
Veró 990 þús.
Landrover Freelander Xi+, árg.
g^. 05/99, 1800, 5 g., 5 d.,
I3É|k hvítur, ek. 13 þ. km.
Hyundai Accent Lsi,
árg. 07/95, 1300,
5 g., 5 d., blár, g
ek. 47 þ. km.
Fiat Marea Weekend
HLX, árg. 06/98, 2000,
5 g., 5 d., brons,
ek. 24 þ. km. jÉtjjk
Veró 2.320 þús,
Veró 690 þús
Mercedes Benz A-140,
árg. 05/98, 1600,
5 g., 5 d., hvítur,
ek. 7 þ. km.
Renault Laguna Wagon,
árg. 08/98, 1600, 5 g., 5 d.,
^ v-rauður, ek. 48 þ. km.
Veró 1.790 þús
Peugeot 306 Symbio
NÝR BÍLL, árg. 10/99,
1600, 5 g., 4 d., blár,
. ek. 1 þ. km.
Veró 1.650 þús,
Veró1.590 þús
Toyota Avensis Sol, árg. 03/99,
2000, ssk., 4 d., silfurgrár, -
ek. 9 þ. km.
Hyundai Sonata GLSi,
árg. 07/94, 2000,
ssk., 4 d., Ijósblár, .
ek. 92 þ. km.
Veró 1.290 þús
Renault Megané Berline RN,
árg. 03/96, 1400,
5 g., 5 d., blár,
iSjMp ek. 92 þ. km.
Veró 850 þús,
Grjóthálsi 1, sími 575 1230
notaóir bilar