Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
'í------------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis
að Selvogsgrunni 12, Reykjavík,
síðast til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn 29. októ-
ber sl.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13.30.
Sigfríð Elín Sigfúsdóttir, Marinó Bóas Karlsson,
Þórunn Jóna Sigfúsdóttir,
Sigurður Gylfi Sigfússon, Björg Gunnarsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN INGVI KRISTINSSON,
frá Höfða, S-Þing.,
Hringbraut 92,
Keflavík,
andaðist laugardaginn 30. október á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 11.00.
Elísa D. Benediktsdóttir,
Hilmar Þór Karlsson, Pramuran Chaophon Krang,
Kristinn Rúnar Jónsson, Lára Gylfadóttir,
Þórdís Guðfinna Jónsdóttir, Gunnar Rúnar Pétursson,
Gunnar Bragi Jónsson, Bogey Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR G. JÓHANNSSON,
Dalbraut 21,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugar-
daginn 16. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Þökkum auðsýnda samúð.
Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk Vífilsstaðasþítala fyrir góða og
hlýja umönnun undanfarin ár.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og afabarna,
Jóna B. Kristinsdóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
BJARNI GUÐMUNDSSON,
Heiðargerði 104,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. október sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabba-
meinsfélag íslands.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahlynningar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þurfður Ágústa Gestsdóttir.
+
Systir okkar,
MARfA ÞORVALDSDÓTTIR BRADWELL,
lést á heimili sínu í Washington-ríki í Banda-
ríkjunum mánudaginn 25. október sl.
Minningarathöfn fer fram í Árbæjarkirkju mið-
vikudaginn 3. nóvember kl. 17.00.
Dóra Þorvaldsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir,
Þóra Þorvaldsdóttir, Þorvaldur S. Þorvaldsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir og amma,
ELÍSABET KRISTINSDÓTTIR,
lést á Landakotsspítala að morgni laugar-
dagsins 30. október.
Andrés Gestsson,
Birgir Andrésson,
Arnaldur Freyr Birgisson.
SIGURÐUR
THORLA CIUS
RÖGNVALDSSON
+ Sigurður Thor-
lacius Rögn-
valdsson jarðeðlis-
fræðingur fæddist í
Reykjavík 11. janú-
ar 1964. Hann lést
af slysförum 25.
október siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Vídalíns-
kirkju í Garðabæ 1.
nóvember.
Mig langar að minn-
ast mágs míns í nokkr-
um orðum. Siggi var
nokkrum árum yngri
en ég. Þegar ég kynntist Ingibjörgu
systur hans fyrir einum 18 árum
var hann í MH og bjó með Lárusi
frænda sínum á Háaleitisbrautinni.
Eg hafði ekki mikið af honum að
segja fyrst í stað. Það leið þó ekki á
löngu að góð kynni tókust sem urðu
nánari í áranna rás. Helgar, hátíðir
og skólafrí, sumur og vetur, voru
ævintýri vestur á Staðastað þar sem
foreldramir bjuggu. Þar úti við og í
nágrenni staðarins höfðum við rými
til athafna og nutum þess ríkulega.
Við sóttum reka niður á sand á
Rússanum, pallbíl sem bræðumir
áttu. Við fórum út í hólma að huga
að æðarfuglinum og dúni. Ég hef
ekki tölu á hve oft við fómm að
draga á niður í Vatnsflóa með netið
Aldræpu sem Þórður frá Dagverð-
ará reið. Skárri kostur en að leggja
net og fá í þau æðarungana sagði
tengdafaðir minn.
Svo kom Nanna til sögunnar með
sinn sjarma og norðlensku. Og eftir
gangi lífsins Sif og Ari. Brúðkaupið
var skemmtilegt. Ég
efast um að nokkurri
Lödu hafí verið sýndur
annar eins sómi og
okkar þegar ákveðið
var að ég æki brúð-
hjónunum frá Kapla-
skjólsveginum upp í
Arbæ á bílnum
skreyttum borðum og
slaufum í tilefni dags-
ins.
Jól og áramót á
Staðastað vora einstök.
Þær vora ófáar ára-
mótabrennurnar sem
hlaðnar vora úr af-
gangsreka og ýmsu tilfallandi. Siggi
hafði krafta í kögglum og skrokkinn
í lagi enda áhugasamur um lyfting-
ar og líkamsrækt. Rekadrumbamir
vora eins og sprek í höndum hans
Synir og tengdasynir fengu nóg
að gera þegar foreldramir keyptu
hús í Borgamesi. Það vora mörg
handtökin að koma því í stand.
Siggi lá ekki á liði sínu frekar en
endranær.
Stundum stríddi ég Sigga á því að
hann væri öragglega eini doktorinn
í jarðskjálftafræði sem aldrei hefði
fundið jarðskjálfta en yfirleitt þegar
hann þurfti að skreppa til útlanda
hristist allt og skalf hér heima. En
þar kom að Siggi upplifði jarð-
skjálfta og hann ekkert smá þar
sem hann var staddur á Suðurlandi
í vinnuerindum fyrir rúmu ári.
Siggi og Nanna fundu sveit í
borginni og settust að á Álftanesi.
Ég var hálft í hvoru að vona að fá að
taka til hendinni með honum í lóð-
inni næsta vor en það verður víst
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEINDÓR BERG GUNNARSSON,
Hringbraut 50,
lést laugardaginn 30. október.
Jóhanna Margrét,
Valgeir Berg,
Sigrún Rósa,
Grétar Már,
tengdabörn og barnabörn.
+
Faðir minn, bróðir okkar og afi,
MAGNÚS GUÐBRANDSSON,
fyrrv. flugmaður
og fyrrv. starfsm. Rafmagnsveitunnar,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Adda, Lissa og Sigga,
Margrét M. Róbertsdóttir.
+
Hjartkær eiginmaður minn,
EIRÍKUR JÓNSSON
garðyrkjumaður,
Reykjamörk 13,
Hveragerði,
varð bráðkvaddur aðfaranótt mánudagsins
1. nóvember.
Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og
barnabarna,
Gunnlaug Antonsdóttir.
Lokað
frá kl. 13.00 til 15.00 í dag vegna útfarar JÚLÍUSAR SIGURÐS-
SONAR.
Sindra-Stál hf.,
Borgartúni 31.
ekki. Siggi og Ari banka heldur ekki
oftar uppá á sunnudagsmorgni, með
rúnnstykki í poka, komnir tii að at-
huga hvort við séum ekki vöknuð og
hvort ekki sé til kaffí og kannski
eitthvað nýtt að lesa í skiptum fyrir
bók sem hann hafði nýlokið. Til-
hugsunin er óbærileg.
Elsku Nanna, Sif og Ari. Ég á
ekki orð til að lýsa hluttekningu
minni. Ég sendi ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Arni Þór Vésteinsson.
Mig langar að kveðja frænda minn
og góðan vin með nokkrum orðum.
Við voram jafnaldrar - reyndar var
Siggi fæddur hálfum mánuði fyn- og
því alla tíð mér eldri og reyndari.
Hann ólst upp úti á landi en ég í
Reykjavík þannig að við þekktumst
ekki náið framanaf en það breyttist
þegar hann fékk að gista hjá foreldr-
um mínum til að sitja samræmdu
prófin í því sem þá hét 9. bekkur og
bjó síðan hjá okkur næstu vetur
meðan við gengum saman í mennta-
skóla og byrjuðum í háskóla.
Þetta var góður tími. Að öðram
ólöstuðum er Siggi skemmtilegasti
maður sem ég hef þekkt. Hann var
oft alvöragefínn en það var stutt í
brosið og kímnin engu Iík. Hann las
alltaf mikið, bæði góðar bækur og
vondar, og var fróður um flesta
hluti. Hann hafði líka betra vald á
móðurmálinu en gengur og gerist,
auðugan orðaforða og sterka máltil-
finningu sem leyfði honum að bijóta
reglur málfræðinnar af og til og
brydda upp á nýjungum þannig að
vel færi. Þetta kom fram í hvers-
dagslegum samræðum en ekki síður
I rituðu máli sem náði oft háu flugi í
sendibréfum til vina og vanda-
manna. Þeir sem eiga slíkar gersem-
ar gæta þeirra vel og geta omað sér
við minningamar sem lestur þeirra
vekur. Siggi var líka ágætlega hag-
mæltur og setti saman tækifærisvís-
ur sér og öðram til skemmtunar.
Sumar vora í blaptlegra lagi en ekki
verri fyrir það. Ég man eftir haust-
fagnaði stærðfræði- og eðlisfræði-
nema eitt árið. Til gamans höfðum
við sett fímm eða sex fyrriparta í
gestabókina að spreyta sig á um leið
og kvittað var fyrir sig og gekk það
upp og ofan hjá fólkinu. Siggi hafði
þann hátt á að líta á íyrripart í hvert
sinn sem hann átti leið fram í eld-
húsið og sló síðan fram botni á baka-
leiðinni í stofuna. Það var ekki langt
liðið á kvöldið þegar hann hafði
botnað þá alla.
Við voram ungir þegar við bjugg-
um á Háaleitisbrautinni og þurftum
að kryfja heimsbókmenntimar og
skeggræða lífsins gátur, en við gerð-
um sitthvað fleira. Tónlistin skipaði
stóran sess í lífinu þar. Það var
kannski ekki tónlist sem er öllum að
skapi en okkur fannst hún góð og
þeim mun betri sem hærra var spil-
að. Það var merkilega lítið kvartað
undan þessu í blokkinni enda við
dagfarsprúðir að öðra leyti og ná-
grannamir ýmist umburðarlyndir
eða heymardaufir. Fleiri bættust í
hópinn. Bogi, yngri bróðii- Sigga,
kom suður í skóla og seinna kom Ossi
bróðir þeitra. Við áttum líka góðan
vinahóp sem oft staldraði þama við.
Við eyddum dijúgum tíma í íþróttir
eins og gengur. Siggi var góður í fót-
bolta og rammur að afli. Hann reif
upp grjót að fomum sið en æfði líka
lyftingar að nútímahætti með stöng-
um og lóðum. Hann færði Fullsterk-
an á stall og seinna keppti hann bæði
í kraftlyftingum og ólympískum.
Við fengum báðir áhuga á eðlis-
fræði og lögðum hana fyrir okkur í
námi og starfi. Hann á hagnýtara
sviði en ég og var farinn að láta til
sín taka jarðvísindi á íslandi og á al-
þjóðavettvangi. Hann hafði þegar
skilað markverðu framlagi til rann-
sókna á jarðskjálftum á íslandi og
hefði vafalaust markað þar dýpri
spor ef hans hefði notið við lengur.
Hann hafði alla þá eiginleika sem
prýða góðan vísindamann. Hann
var skarpgáfaður og vel lesinn í
fræðunum og hann skildi að góðar
hugmyndir verða ekki til úr vindi.
Þeirra verður að afla með eljusemi
og vinnu og virðingu fyrir viðfangs-
efninu, hvert sem það kann að vera,
Sigurður frændi minn var af-