Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Suðurnes Fjölþjóðlegar rannsóknir eru stundaðar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur kynnast af eigin
raun smásmugulegri nákvæmni og stöðluðum vinnuaðferðum. Þorvaldur Örn Árnason segir hér frá Globe-verk-
efninu. Stærsti ávinningurinn er sá að þegar best lætur taka nærri 100 nemendur skólans þátt í alvöru vísindum.
Vísindaleg
vinnubrögc
nemenda
• Lesefnið er á ensku, bæði verklýs-
ingar og allt á vefnum
• Globe-vefurinn býður upp á sam-
skipti bæði nemenda og kennara
.'if'I:/J’li'i!'; ’ t
Holtið við Fjölbrautaskóla Suðumesja. Nemendur greina gróður.
Nemendur rannsaka jarðvegssnið
GLOBE-verkefnið er aiþjóðlegt
skólaverkefni í upplýsingatækni,
náttúru- og umhverfisvísindum og
menntun. Það er bandarískt að
uppruna, óskabarn A1 Gore vara-
forseta. Hann kynnti það fyrst í ap-
ríl 1994 og hófst það formlega á
degi jarðar, 25. apríl 1995. Nú hafa
meira en 80 ríki og 7.000 skólar
skráð sig til þátttöku.
En til hvers? Markmið með
Globe-verkefninu er að auka gagn-
rýna umhverfisvitund fólks um all-
an heim; auka skilning á umhverf-
inu um alla jörð; og auka þátttöku
nemenda í vísindum og stærðfræði.
Það er ætlað nemendum á aldrin-
um 6-19 ára og kennurum þeirra.
Nemendur mæla og athuga
reglulega vissa þætti í náttúrunni í
nánd við skólana og fylgja stöðluð-
um verklýsingum. Þeir skrá niður-
stöðurnar jafnóðum með hjálp net-
tengdrar tölvu beint í miðlægan
gagnagrunn í Bandaríkjunum.
Skólarnir fá margvísleg gögn, bæði
á pappír og á vefsíðum Globe, þar á
meðal geta þeir skoðað sín eigin
gögn og boríð saman við gögn frá
skólum um allan heim. Þeir geta
valið ’hvort gögnin birtast sem hrá-
ar tölur og texti, eða sem kort eða
gröf.
Þátttaka Islands
Bandarísk stjómvöld gera tví-
hliða samning við hvert ríki um
þátttöku í Globe. Samið var um
þátttöku Islands vorið 1997 ogvoru
þá 3 kennarar sendir til Þýskalands
á viku námskeið til að læra á verk-
efnið og jafnframt að geta kynnt
það öðrum kennurum. Strax þá um
haustið var samið um þátttöku
tveggja skóla, Alftamýrarskóla í
Reykjavík þar sem Kristín Axels-
dóttir, kennari, er umsjónarmaður
og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
umsjá greinarhöfundar, Þorvaldar
Amar. Jóhann Guðjónsson, lif-
fræðingur og kennari við Flens-
borgarskóla, var ráðinn til að hafa
umsjón með verkefninu hér á landi.
Skólarnir tveir hófu að safna
gögnum strax haustið 1997 og hafa
nú tekið þátt í tvö skólaár. Síðast-
liðinn vetur bættist Öldutúnsskóli í
Hafnarfirði í íslenska Globe-liðið,
en tveir kennarar þaðan fóra á
námskeið í Bandaríkjunum. I júní
sl. var haldið námskeið hér á landi
sem 18 grannskólakennarar sóttu
og í kjölfarið hafa a.m.k. 4 nýir
grunnskólar hafið þátttöku.
Til að taka þátt þarf skólinn að
skrá sig formlega, hafa sérþjálfaða
kennara (einn eða fleiri) og dálítið
af tækjum. Það tekur kennara tölu-
verðan tíma að komast af stað,
einkum til að setja sig vel inn í vef-
inn og hinar ýmsu mælingar.
Hvað hefur
gerst í FS?
í FS hefur Globe-mælingum og
kennslu verið fléttað inn í 4 náms-
áfanga: einn í landafræði (Lan 113),
einn í efnafræði (Efn 323) og tvo í
líffræði (Líf 103 og Líf 283). Vinnan
fer fram í venjulegum kennslu-
stundum auk heimavinnu og traflar
ekki annað skólastarf. Flestai-
rannsóknimar era gerðar á bletti
við skólann. Þar er að finna gróður
og jarðveg sem er dæmigerður fyr-
ir norðanverðan Reykjanesskag-
ann, ásamt sýnishornum af gróður-
og jarðvegsrofi. Við köllum staðinn
einfaldlega Holtið. Vatn hefur verið
rannsakað í Snorrastaðatjörnum
(12 km frá skólanum) og einnig
sjórinn í höfninni í Keflavík.
Veður
í Holtinu okkar hefur verið kom-
ið upp lítilli veðurstöð og skiptast
nemendur á að mæla og skrá
nokkra veðurþætti dag hvern hluta
úr árinu. Svo berum við niður-
stöður oþkar saman við aðra skóla,
allt frá Alftamýrarskóla til Suðurs-
kautslandsins! Það kom okkur á
óvart að argentínskur skóli á
Suðurskautslandinu hefur verið
með í verkefninu í tæpt ár. Skóli
þessi er álíka sunnarlega á hnettin-
um og við erum norðarlega, en veð-
urfarið þar er mun kaldara en hjá
okkur.
Okkur virðist að um háveturinn
sé heldur hlýrra í Reykjanesbæ en
í Reykjavík, en líklega snýst dæmið
við á sumrin (okkur skortir mæli-
gögn frá sumrinu til að staðfesta
þann grun). Hér væri því einfald-
lega um að ræða hafrænna loftslag
hjá okkur en í Reykjavík, og þar
með minni hitasveiflu yfir árið.
Gaman væri að vita hvort einhver á
Veðurstofu Islands gæti lagt hér
eitthvað til málanna. Lítill munur
virðist vera á skýjaþekju á þessum
stöðum.
Gróður
I Holtinu hafa verið mældir út
30x30 m reitir. Nemendur í Líf 103
hafa lært að þekkja algengustu
plöntutegundirnar og ákvarðað
tíðni þeirra í reitunum með ein-
faldri en staðlaðri aðferð sam-
kvæmt kokkabókum Globe. Einnig
er heildargróðurþekjan ákvörðuð.
Að því búnu er hægt að flokka
gróðurinn eftir gróðurflokkunar-
kerfi Sameinuðu þjóðanna, MUC
(Modified UNESCO Classification
System), þegar tíðni ríkjandi plönt-
utegunda er þekkt.
Niðurstaðan var býsna skemmti-
leg: Náttúrulegtgróðurfarvið skól-
ann okkar telst vera túndra (MUC-
flokkur 3412: mosi og lágvaxið
lyng). Hér er þó ekki um freðmýri
að ræða, því frost fer úr jörðu á
hverju vori. Ríkjandi plöntutegund
er beitilyng (tíðni u.þ.b. 25%) og er
merkilegt að fáir hér um slóðir
þekkja þessa plöntu sem litar
móana svo fallega fjólubláa síðsum-
ars. Næst á eftir beitilynginu koma
ljónslappi og krækilyng, svo kemur
grámosi (grágambri) þar í humátt á
eftir. Þetta gróðurflokkunarkerfi
Sameinuðu þjóðanna er ekki notað
í íslenskum gróðurkortum og virð-
ist vera lítt þekkt hér á landi.
Vatn og sjór
Haustið 1997 fór einn efnafræði-
hópur tvisvar í Snorrastaðatjamir
til að mæla helstu þætti í vatninu. I
ljós kom að vatnið er svo tært að
ekki er hægt að mæla gegnskin
með þeim aðferðum sem mælt er
með í Globe-verkefninu. Efnainni-
hald og sýrastig reyndist vera
býsna líkt því sem mælist í krana-
vatni í Reykjanesbæ, enda er það
tekið úr gjám í hrauni þar nærri. I
báðum tilvikum er um að ræða
grannvatn sem rignt hefur niður í
hraunin og streymir hægt neðan-
jarðar í átt til sjávar, m.a. um
gjámar og um Snorrastaðatjarnir.
Nú hefur annar efnafræðihópur
mælt Rósaselsvötn, litlar tjarnir í
nánd við flugstöðina, og þar er
vatnið mjög efnasnautt með raf-
leiðni aðeins um 70 míkróSímens.
Fáeinar mælingar hafa verið
gerðar í sjó við enda hafnargarðs-
ins í Keflavík, aðallega hiti á mis-
munandi árstíma. Fróðlegt er að
bera þau hitagildi saman við mæl-
ingar sem leiðangur Hafrannsókn-
astofnunar gerir í'Faxaflóa þrisvar
á ári og birtast strax á Netinu (sjá
VEINS á heimasíðu Hafró (haf-
ro.is)). Niðurstöðurnar styðja þær
viðteknu kenningar að árssveifla
sjávarhitans er mest við yfirborð
nálægt landi.
Jarðvegsrannsóknir
I Holtinu við skólann hafa farið
fram umfangsmiklar jarðvegs-
rannsóknir undanfarin haust.
Nemendur í Líf 283, umhverfislíf-
fræði, vinna mestallan október-
mánuð við jarðvegsrannsóknir og
nota staðlaðar Globe-aðferðir. Þá
kemur sér vel að það tekur aðeins 2
mínútur að koma sér á staðinn og
athuga, mæla, eða taka sýni.
I ljós hefur komið - andstætt því
sem margir halda - að þessi Suður-
nesjamold geymir mjög vel raka,
svo vel að umsjónarmenn gagna-
grannsins í Bandaríkjunum trúa
ekki niðurstöðum okkar. Flest sýn-
in innihalda u.þ.b. 75% raka (vatnið
hlutfall af massa ofnþurrkaðs jarð-
vegs). Hins vegar er jarðvegurinn
grunnur. í Globe-verkefninu er
gert ráð fyrir að athuga efsta metr-
ann af jarðveginum (möl og grjót
undanskilið) og gert ráð fyrir að
hann sé jafnan dýpri. Jarðvegsdýpt
á Reykjanesskaga er yfirleitt langt
innan við einn metra. I Holtinu
okkar eru aðeins 0-60 cm niður á
stórgrýti eða fast berg og kann það
að vera meginorsök þess að gróður
virðist líða fyrir vatnsskort í lang-
varandi þurrkum. Bjarni Helgason
(1999) hefur orð á því hve þunnur
jarðvegurinn er og telur líldegt að
hann hafi verið meiri og samfelldari
fyrr á öldum og gróðurinn grósk-
umeiri.
I Holtinu er mikið um stórgrýti
en lítið um möl. Moldin milli stór-
grýtisins er eldfjallajarðvegur
(Andosol), einnig nefnd móajarð-
vegur. Moldin hefur myndast eftir
ísöld úr juratleifum, eldfjallaösku
og foksandi sem ættaður er úr jök-
ulurðum og fjörum og síðustu aldir
einnig frá jarðvegsrofi. Sjófuglar
hafa með driti sínu lagt til vei-ðmæt
plöntunæringarefni úr sjónum.
Blessaður
leirinn
Efri lög moldarinnar mældust
vera að þremur fjórðu hlutum
(75%) sandur (korn á bilinu 2-0,02
mm í þvermál), u.þ.b. 6 % er méla
eða silt (0,02-0,002 mm) og u.þ.b.
20% leir (korn minni en 0,002 mm).
í neðsta (og elsta) hluta moldarinn-
ar, þegar nálgast grágrýtishraunið
undir, eru korain stærri, þ.e. meiri
sandur og méla og leirinn aðeins
tæp 10%. Mælingar okkar sýna
meiri leir og minni mélu en Björn
Jóhannesson (1960) mældi í móa-
jarðvegi víða af landinu. Hins vegar
ber niðurstöðum um lit og lagskipt-
ingu mjög vel saman við niður-
stöður Björns og einnig Olafs Arn-
alds, nefnilega að í efstu 10-20 cm
er hann dökkur (A-lag) en rauð-
brúnn neðan við það (B-lag). Ösku-
lög eru ekki áberandi.
I grein í ^Náttúrufræðingnum
1993 bendir Ólafur Arnalds á að
lengi hafi verið álitið að lítið sem
ekkert væri af leir í eldfjallajarð-
vegi, jafnt hér á landi sem annars
staðar. Nú er ljóst að eldfjallaaska
(gjóska) breytist auðveldlega í leir
af annarri gerð en almennt gerist,
aðallega allofan sem eru örsmá
kúlulaga korn, en ekki flöt eins og í
nálægum löndum. Leir þessi bind-
ur mjög vel vatn og næringarefni
en loðir illa saman þegar hann er
blautur.
Gæði gróðurmoldar ræðst eink-
um af magni leirs og lífrænna efna.
Örsmáar agnir þessara efna binda
vel steinefni (jónir) svo þau verða
aðgengileg fyrir rætur plantna í
stað þess að skolast burt úr jarð-
veginum. Yfirleitt er jarðvegur því
frjósamari sem jónrýmdin er meiri.
Allofan hefur mikla jónrýmd og því
meiri sem pH er hærra.
Allofan kemur lítið fram í venju-
legum kornastærðarmælingum og
verða niðurstöður þá allt of lágar.
Því er merkilegt hvað við mældum
hátt hlutfall af leir með okkar ein-
földu Globe-aðferð (sökk-mæling
þar sem samkornum er sundrað
með natríumpólýfosfati), næstum
jafn há gildi og Ölafur mældi með
sérstökum aðferðum fyrir eldfjalla-
jarðveg, sem einkum hafa verið
þróaðar í Japan. Sýni Ólafs voru
tekin annars staðar á landinu og er