Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Suðurnes Fjölþjóðlegar rannsóknir eru stundaðar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur kynnast af eigin raun smásmugulegri nákvæmni og stöðluðum vinnuaðferðum. Þorvaldur Örn Árnason segir hér frá Globe-verk- efninu. Stærsti ávinningurinn er sá að þegar best lætur taka nærri 100 nemendur skólans þátt í alvöru vísindum. Vísindaleg vinnubrögc nemenda • Lesefnið er á ensku, bæði verklýs- ingar og allt á vefnum • Globe-vefurinn býður upp á sam- skipti bæði nemenda og kennara .'if'I:/J’li'i!'; ’ t Holtið við Fjölbrautaskóla Suðumesja. Nemendur greina gróður. Nemendur rannsaka jarðvegssnið GLOBE-verkefnið er aiþjóðlegt skólaverkefni í upplýsingatækni, náttúru- og umhverfisvísindum og menntun. Það er bandarískt að uppruna, óskabarn A1 Gore vara- forseta. Hann kynnti það fyrst í ap- ríl 1994 og hófst það formlega á degi jarðar, 25. apríl 1995. Nú hafa meira en 80 ríki og 7.000 skólar skráð sig til þátttöku. En til hvers? Markmið með Globe-verkefninu er að auka gagn- rýna umhverfisvitund fólks um all- an heim; auka skilning á umhverf- inu um alla jörð; og auka þátttöku nemenda í vísindum og stærðfræði. Það er ætlað nemendum á aldrin- um 6-19 ára og kennurum þeirra. Nemendur mæla og athuga reglulega vissa þætti í náttúrunni í nánd við skólana og fylgja stöðluð- um verklýsingum. Þeir skrá niður- stöðurnar jafnóðum með hjálp net- tengdrar tölvu beint í miðlægan gagnagrunn í Bandaríkjunum. Skólarnir fá margvísleg gögn, bæði á pappír og á vefsíðum Globe, þar á meðal geta þeir skoðað sín eigin gögn og boríð saman við gögn frá skólum um allan heim. Þeir geta valið ’hvort gögnin birtast sem hrá- ar tölur og texti, eða sem kort eða gröf. Þátttaka Islands Bandarísk stjómvöld gera tví- hliða samning við hvert ríki um þátttöku í Globe. Samið var um þátttöku Islands vorið 1997 ogvoru þá 3 kennarar sendir til Þýskalands á viku námskeið til að læra á verk- efnið og jafnframt að geta kynnt það öðrum kennurum. Strax þá um haustið var samið um þátttöku tveggja skóla, Alftamýrarskóla í Reykjavík þar sem Kristín Axels- dóttir, kennari, er umsjónarmaður og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í umsjá greinarhöfundar, Þorvaldar Amar. Jóhann Guðjónsson, lif- fræðingur og kennari við Flens- borgarskóla, var ráðinn til að hafa umsjón með verkefninu hér á landi. Skólarnir tveir hófu að safna gögnum strax haustið 1997 og hafa nú tekið þátt í tvö skólaár. Síðast- liðinn vetur bættist Öldutúnsskóli í Hafnarfirði í íslenska Globe-liðið, en tveir kennarar þaðan fóra á námskeið í Bandaríkjunum. I júní sl. var haldið námskeið hér á landi sem 18 grannskólakennarar sóttu og í kjölfarið hafa a.m.k. 4 nýir grunnskólar hafið þátttöku. Til að taka þátt þarf skólinn að skrá sig formlega, hafa sérþjálfaða kennara (einn eða fleiri) og dálítið af tækjum. Það tekur kennara tölu- verðan tíma að komast af stað, einkum til að setja sig vel inn í vef- inn og hinar ýmsu mælingar. Hvað hefur gerst í FS? í FS hefur Globe-mælingum og kennslu verið fléttað inn í 4 náms- áfanga: einn í landafræði (Lan 113), einn í efnafræði (Efn 323) og tvo í líffræði (Líf 103 og Líf 283). Vinnan fer fram í venjulegum kennslu- stundum auk heimavinnu og traflar ekki annað skólastarf. Flestai- rannsóknimar era gerðar á bletti við skólann. Þar er að finna gróður og jarðveg sem er dæmigerður fyr- ir norðanverðan Reykjanesskag- ann, ásamt sýnishornum af gróður- og jarðvegsrofi. Við köllum staðinn einfaldlega Holtið. Vatn hefur verið rannsakað í Snorrastaðatjörnum (12 km frá skólanum) og einnig sjórinn í höfninni í Keflavík. Veður í Holtinu okkar hefur verið kom- ið upp lítilli veðurstöð og skiptast nemendur á að mæla og skrá nokkra veðurþætti dag hvern hluta úr árinu. Svo berum við niður- stöður oþkar saman við aðra skóla, allt frá Alftamýrarskóla til Suðurs- kautslandsins! Það kom okkur á óvart að argentínskur skóli á Suðurskautslandinu hefur verið með í verkefninu í tæpt ár. Skóli þessi er álíka sunnarlega á hnettin- um og við erum norðarlega, en veð- urfarið þar er mun kaldara en hjá okkur. Okkur virðist að um háveturinn sé heldur hlýrra í Reykjanesbæ en í Reykjavík, en líklega snýst dæmið við á sumrin (okkur skortir mæli- gögn frá sumrinu til að staðfesta þann grun). Hér væri því einfald- lega um að ræða hafrænna loftslag hjá okkur en í Reykjavík, og þar með minni hitasveiflu yfir árið. Gaman væri að vita hvort einhver á Veðurstofu Islands gæti lagt hér eitthvað til málanna. Lítill munur virðist vera á skýjaþekju á þessum stöðum. Gróður I Holtinu hafa verið mældir út 30x30 m reitir. Nemendur í Líf 103 hafa lært að þekkja algengustu plöntutegundirnar og ákvarðað tíðni þeirra í reitunum með ein- faldri en staðlaðri aðferð sam- kvæmt kokkabókum Globe. Einnig er heildargróðurþekjan ákvörðuð. Að því búnu er hægt að flokka gróðurinn eftir gróðurflokkunar- kerfi Sameinuðu þjóðanna, MUC (Modified UNESCO Classification System), þegar tíðni ríkjandi plönt- utegunda er þekkt. Niðurstaðan var býsna skemmti- leg: Náttúrulegtgróðurfarvið skól- ann okkar telst vera túndra (MUC- flokkur 3412: mosi og lágvaxið lyng). Hér er þó ekki um freðmýri að ræða, því frost fer úr jörðu á hverju vori. Ríkjandi plöntutegund er beitilyng (tíðni u.þ.b. 25%) og er merkilegt að fáir hér um slóðir þekkja þessa plöntu sem litar móana svo fallega fjólubláa síðsum- ars. Næst á eftir beitilynginu koma ljónslappi og krækilyng, svo kemur grámosi (grágambri) þar í humátt á eftir. Þetta gróðurflokkunarkerfi Sameinuðu þjóðanna er ekki notað í íslenskum gróðurkortum og virð- ist vera lítt þekkt hér á landi. Vatn og sjór Haustið 1997 fór einn efnafræði- hópur tvisvar í Snorrastaðatjamir til að mæla helstu þætti í vatninu. I ljós kom að vatnið er svo tært að ekki er hægt að mæla gegnskin með þeim aðferðum sem mælt er með í Globe-verkefninu. Efnainni- hald og sýrastig reyndist vera býsna líkt því sem mælist í krana- vatni í Reykjanesbæ, enda er það tekið úr gjám í hrauni þar nærri. I báðum tilvikum er um að ræða grannvatn sem rignt hefur niður í hraunin og streymir hægt neðan- jarðar í átt til sjávar, m.a. um gjámar og um Snorrastaðatjarnir. Nú hefur annar efnafræðihópur mælt Rósaselsvötn, litlar tjarnir í nánd við flugstöðina, og þar er vatnið mjög efnasnautt með raf- leiðni aðeins um 70 míkróSímens. Fáeinar mælingar hafa verið gerðar í sjó við enda hafnargarðs- ins í Keflavík, aðallega hiti á mis- munandi árstíma. Fróðlegt er að bera þau hitagildi saman við mæl- ingar sem leiðangur Hafrannsókn- astofnunar gerir í'Faxaflóa þrisvar á ári og birtast strax á Netinu (sjá VEINS á heimasíðu Hafró (haf- ro.is)). Niðurstöðurnar styðja þær viðteknu kenningar að árssveifla sjávarhitans er mest við yfirborð nálægt landi. Jarðvegsrannsóknir I Holtinu við skólann hafa farið fram umfangsmiklar jarðvegs- rannsóknir undanfarin haust. Nemendur í Líf 283, umhverfislíf- fræði, vinna mestallan október- mánuð við jarðvegsrannsóknir og nota staðlaðar Globe-aðferðir. Þá kemur sér vel að það tekur aðeins 2 mínútur að koma sér á staðinn og athuga, mæla, eða taka sýni. I ljós hefur komið - andstætt því sem margir halda - að þessi Suður- nesjamold geymir mjög vel raka, svo vel að umsjónarmenn gagna- grannsins í Bandaríkjunum trúa ekki niðurstöðum okkar. Flest sýn- in innihalda u.þ.b. 75% raka (vatnið hlutfall af massa ofnþurrkaðs jarð- vegs). Hins vegar er jarðvegurinn grunnur. í Globe-verkefninu er gert ráð fyrir að athuga efsta metr- ann af jarðveginum (möl og grjót undanskilið) og gert ráð fyrir að hann sé jafnan dýpri. Jarðvegsdýpt á Reykjanesskaga er yfirleitt langt innan við einn metra. I Holtinu okkar eru aðeins 0-60 cm niður á stórgrýti eða fast berg og kann það að vera meginorsök þess að gróður virðist líða fyrir vatnsskort í lang- varandi þurrkum. Bjarni Helgason (1999) hefur orð á því hve þunnur jarðvegurinn er og telur líldegt að hann hafi verið meiri og samfelldari fyrr á öldum og gróðurinn grósk- umeiri. I Holtinu er mikið um stórgrýti en lítið um möl. Moldin milli stór- grýtisins er eldfjallajarðvegur (Andosol), einnig nefnd móajarð- vegur. Moldin hefur myndast eftir ísöld úr juratleifum, eldfjallaösku og foksandi sem ættaður er úr jök- ulurðum og fjörum og síðustu aldir einnig frá jarðvegsrofi. Sjófuglar hafa með driti sínu lagt til vei-ðmæt plöntunæringarefni úr sjónum. Blessaður leirinn Efri lög moldarinnar mældust vera að þremur fjórðu hlutum (75%) sandur (korn á bilinu 2-0,02 mm í þvermál), u.þ.b. 6 % er méla eða silt (0,02-0,002 mm) og u.þ.b. 20% leir (korn minni en 0,002 mm). í neðsta (og elsta) hluta moldarinn- ar, þegar nálgast grágrýtishraunið undir, eru korain stærri, þ.e. meiri sandur og méla og leirinn aðeins tæp 10%. Mælingar okkar sýna meiri leir og minni mélu en Björn Jóhannesson (1960) mældi í móa- jarðvegi víða af landinu. Hins vegar ber niðurstöðum um lit og lagskipt- ingu mjög vel saman við niður- stöður Björns og einnig Olafs Arn- alds, nefnilega að í efstu 10-20 cm er hann dökkur (A-lag) en rauð- brúnn neðan við það (B-lag). Ösku- lög eru ekki áberandi. I grein í ^Náttúrufræðingnum 1993 bendir Ólafur Arnalds á að lengi hafi verið álitið að lítið sem ekkert væri af leir í eldfjallajarð- vegi, jafnt hér á landi sem annars staðar. Nú er ljóst að eldfjallaaska (gjóska) breytist auðveldlega í leir af annarri gerð en almennt gerist, aðallega allofan sem eru örsmá kúlulaga korn, en ekki flöt eins og í nálægum löndum. Leir þessi bind- ur mjög vel vatn og næringarefni en loðir illa saman þegar hann er blautur. Gæði gróðurmoldar ræðst eink- um af magni leirs og lífrænna efna. Örsmáar agnir þessara efna binda vel steinefni (jónir) svo þau verða aðgengileg fyrir rætur plantna í stað þess að skolast burt úr jarð- veginum. Yfirleitt er jarðvegur því frjósamari sem jónrýmdin er meiri. Allofan hefur mikla jónrýmd og því meiri sem pH er hærra. Allofan kemur lítið fram í venju- legum kornastærðarmælingum og verða niðurstöður þá allt of lágar. Því er merkilegt hvað við mældum hátt hlutfall af leir með okkar ein- földu Globe-aðferð (sökk-mæling þar sem samkornum er sundrað með natríumpólýfosfati), næstum jafn há gildi og Ölafur mældi með sérstökum aðferðum fyrir eldfjalla- jarðveg, sem einkum hafa verið þróaðar í Japan. Sýni Ólafs voru tekin annars staðar á landinu og er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.