Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 62
,62 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Hundalíf ENGAR AHYGGJUR. EG A NOG AF FORDRyKK HERIELDHU5INU I i ' Ljóska HVAÐ EF HÚN ER EKKIJ HVERJU SGPtCft PAÐHVERNIG AUGUN ERU AUTINN?! ERPADEm HUGSUNIN " SEM GILDIR Ferdinand Smáfólk 1 t -7 7 T T 1 1 ' X ~7r^d r-r^ ; v-. Yrl . . . +í Kringhinni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kæri þingmaður Frá Hinrik Fjeldsted: RÍKISSJÓNVARPIÐ er nokkuð sem er „Out of date“ eins og sagt var um árið. Þessi stofnun skilar litlu, sýnir allt sem er gamalt, sinn- ir ekki innlendri dagskrárgerð að neinu marki. Nú þegar ný sjón- varpsstöð er komin í ioftið með mikið af íslensku dagskrárefni og allt í ólæstri dagskrá, er hjákátlegt að heyra menn bera það fyrir sig að Ríkissjónvarpið sé menningarlega nauðsynleg. Ekki er hún það, ég tel að þetta sé eitt af þessum óþægi- legu málum, allir vita að að rukka fólk um afnotagald er vitleysa, en enginn vill viðurkenna að það sé vitleysa. Ef fólk er spurt um afnotagjald eru flestir óhressir með þetta órétt- læti sem endurspeglast í því að þú þarft að greiða afnotagjald af ein- um rniðli til þess að geta horft á annan. Þetta er eins og t.d. þú, þingmaður góður, þurfír að vera áskrifandi að DV til þess eins að geta keypt Morgunblaðið. Þú sérð að þetta er alveg út í hött, og það er skrípaleikur að þetta hafi verið lát- ið ganga eins lengi og raun hefur verið. Hægt er að leysa þetta með ýms- um hætti, héma eru aðeins nokkrar hugmyndir. 1. Afnotagjöld skiluðu ríkisút- varpinu 1.530 milljónum króna, skattgreiðendur eru 203.696 ein- staklingar, með eingjaldi á útsvari upp á 5.000 krónur skiiar það ein- um milljarði (1000 milljónum). Hitt kemur af gjaldi á innfluttum tölvu- skjám sjónvörpum o.fl. 2. Látið landsmenn fá afruglara að Ríkissjónvarpinu þá geta menn valið hvort þeir gerist áskrifendur eða ekki sem er eðlilegast. 3. Að lokum það sem eðlilegt þyk- ir, að Ríkisútvarpið verði gert að hlutafélagi eins og Póstur og sími, og sinni samkeppnishlutverki en sé ekki deild sem skipti ekki máli hvort sýni hagnað eða ekki. Er það gamaldags hugsunarháttur sem rík- ir í máli Ríkisútvarpsins sem bitnar verst á þeirri stofnun og allri eðli- legri framþróun þess. Ríkisútvarpið fær nú fé á fjárlög- um og afnotagjald sem sýnir að við rekstur Ríkisútvarpsins er mikið að athuga þegar Islenska útvarpsfé- lagið getur rekið 3 sjónvarpsstöðvar og þrjár útvarpsstöðvar með af- notagjaldi og auglýsingatekjum. Og jafnframt haldið úti öflugri frétta- stofu og sinnt um leið upplýsinga- gildi til allra landsmanna með því að auka dreifíkerfíð í smáskömmtum. Okkur ber að gera Ríkisútvarpið samkeppnisfært á markaði og haga tekjuöflun stofnunarinnar á sömu nótum og aðrir einkaaðilar þurfa að gera. Látið landsmenn fá afruglara að sjónvarpinu, þá geta menn valið hvort þeir gerist áski-ifendur. Að endingu hvet ég landsmenn til að senda öllum þingmönnum tölvu- póst um afnám afnotagjalda. Slóðin er http://www.althingi.is HINRIK FJELDSTED, Engjahlíð 5, Hafnarfirði. Margl smátt gerir lítið eitt Frá Agli Örlygssyni: EFTIR lestur lesendabréfs í Morg- unblaðinu hinn 19. október ‘99, varð mér hugsað til þess þegar dóttir mín var tveggja til þriggja ára. Þá átti hún það til að klöngrast upp á stól, hefja hendur til himins, og jafnvel standa á tám, og hrópa „svona er ég stór“. Svo prílaði hún niður af stólnum, ákaflega hreykin af stærð sinni, og ef vel tókst til átti hún það til að kreppa saman lófana og gretta sig, til merkis um að afl hennar væri í fullu samræmi við stærðina. Þessar serímoníur kann- ast flestir foreldrar við, og eru þetta skemmtilegar kúnstir hjá litlum bömum en þykir ekki sérlega snið- ugt ef þetta eldist ekki af þeim, og jafnvel hjákátlegt ef þau halda þessu áfram fram á fullorðinsár. Nú bregður svo við að tveir ungir KFUM-drengir úr Hafnarfirði príla upp á stól, og jafnvel setja undii- sig einhverjar fræðibækur, svo að hæð- in virðist jafnvel enn meiri, teygja svo upp hendurnar og skrifa síðan pistil um það hvað þeir séu nú orðn- ir stórir, og samkvæmt þeim pistli eru þeir bæði sprenglærðir, og komnir yfir þann aldur að geta kall- ast smábörn. Þessu greinarkorni þemra félaga ætla ég nú ekki að svara efnislega, en þó langar mig að minna þá félaga á að þó að fimleikar séu ekki lengur stundaðar undir merki félagsins þá getum við FH-ingar verið stoltir af árangri okkar á síðari árum í þeirri íþrótt, jafnvel þótt við stundum hana ekki, en sumir af árangri sumra félaga í knattspyrnu, jafnvel þótt þessi sömu félög séu kennd við þá íþrótt. Og að lokum, af því að þið félagar eruð orðnir svona miklir áhuga- menn um sögu íþrótta í Hafnarfírði, ætti það að vera vandalaust fyrir ykkur að renna yfir árangur hinna ýmsu félaga þar í bæ í gegnum árin. Eftir þann lestur hljótið þið að sjá, af hverju stóri bróðir er svona stór, og litla systir svona pínulítil, jafnvel þótt hún standi uppi á stól og hrópi hástöfum. Því að eins og öllum er ljóst, að þegar börnin eru aftur komin niður á jörðina, þá tekur ís- kaldur raunveruleikinn við, þau eru nefnilega jafnlítil og þegar þau klifruðu upp, og ef um hálfstálpaða menn er að ræða verða þeir á eftir jafnvel enn minni en áður. EGILL ÖRLYGSSON, verktaki. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.