Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 37
MENNTUN
skólar/námskeið
okkur ekki kunnugt um að kornast-
ærð hafl áður verið mæld í móajarð-
vegi á Suðumesjum.
Fleirijarðvegsþættir
Fleiri jarðvegsþættir voru
rannsakaðir í FS, svo sem bygging,
samloðun, eðlismassi óhreifðs jarð-
vegs og gegndræpi:
Það kom t.d. á óvart hve mikill
munur mældist á gegndræpi í þúf-
um og lautum. Gegndræpnin var
margfalt meiri í þúfunum sem
mældar voru en í lautum milli
þeirra. Meginskýringin gæti verið
sú að jarðvegurinn sé þéttari í laut-
unum (þjappaður eftir menn og fén-
að?), en það mætti kanna með frek-
ari eðlismassamælingum.
Við mældum einnig jarðvegshita
á 5 og 10 cm dýpi og reyndist hann
vera nokkuð svipaður lofthita und-
anfarinna daga. Þetta mætti kanna
nánar með reglubundnum mæling-
um.
Islenskur jarðvegur hefur lítið
verið rannsakaður. Ef til vill geta
jarðvegsrannsóknir okkar orðið bit-
astæðasta framlag Globe-skólanna
til að auka vitneskju um íslenska
náttúru.
Suðurnesjamoldin
vanmetin?
Hér á Suðurnesjum halda margir
að jarðvegurinn sé til allra hluta
ómögulegur. Sem lítið dæmi um
slíkt viðhorf get ég nefnt, að meðan
ég var að skrifa þessa grein var
grafín upp grasflöt nálægt íbúðar-
húsinu okkar í Vogum, moldin fjar-
lægð og í staðinn sett mold sem sótt
var um langan veg, enda skyldi
rækta þarna runna og tré. Eg
spurði bílstjórann hvort ekki ætti að
nýta uppgröftinn. Hann taldi ó-
líklegt að neinn vildí þessa mold,
hún væri talin allt of súr. Eg dró það
í efa, enda óx gras og hvítsmári
býsna vel í henni. Eg tók til gamans
sýni og mældi sýrustigið og það
reyndist vera pH 6,9 sem er fjarri
því að vera súrt og ákjósanlegt fyrir
flestan gróður.
Það er þó ljóst að moldin í móun-
um hér er grunn, næringarsnauð og
mikil frostlyfting þar sem gróður-
þekjan hefur rofnað. Það nægir til
að skýra hve víða safaríkur gróður á
hér erfitt uppdráttar. Iblöndun líf-
rænna efna og lokun jarðvegssára
er trúlega mikilvægasta aðgerðin til
að bæta gróðurmoldina hér á Suð-
umesjum.
Avinningur
Stærsti ávinningurinn er sá að
þegar best lætur taka nærri 100
nemendur þátt í alvöru vísindum.
Þeir kynnast af eigin raun smá-
smugulegri nákvæmni og stöðluð-
um aðferðum og taka þátt í að fram-
leiða vísindagögn sem þeir senda
sjálfir í voldugan gagnagrunn í
Bandaríkjunum. Lesefnið er að
miklu leyti á ensku, bæði verklýs-
ingarnar (aðeins þýddur útdráttur
úr sumum þeirra) og allt á vefnum
er á ensku (þó hægt að velja frönsku
eða þýsku). Islenskan er hér ein-
ungis til heimabrúks.
Globe-vefurinn býður upp á sam-
skipti bæði nemenda og kennara
um allan heim sem við höfum ekki
gefið okkur tíma til að sinna sem
skyldi. Þó tóku tveir nemendur okk-
ar og einn kennari þátt í Globe-ráð-
stefnu sem haldin var í Finnlandi
sumarið 1998. Þar var saman komið
fólk víðs vegar úr heiminum. Nem-
endurnir kynntu starf okkar, kynnt-
ust starfi annarra og tóku þátt í
jarðvegs- og veðurmælingum í
finnskum þjóðgarði, auk óformlegra
samskipta á ýmsum tungumálum.
Með því að skoða gögn frá okkur
sjálfum og bera saman við gögn frá
öðrum skólum kynnast nemendur
annarri hlið vísindanna af eigin
raun og læra um leið um sérkenni
náttúru átthaganna og ættjarðar-
innar. Ef til vill skilja þeir betur
vanda vísindamanna sem þurfa að
leggja mat á það hvort - og hvernig
- við spillum umhverfinu, jafnvel um
alla jörð, sbr. umræðuna um hnatt-
ræna hlýnun. Þar er vandinn eink-
um sá hvað gögnin ná stutt aftur í tí-
mann og hve götótt þau eru.
Kannske skynja þau betur hve stór
verkefni bíða vísindamanna af
þeirra eigin kynslóð.
Nffiar bækur
• EDDUKVÆÐIí kiljuútgáfu er
ætluð framhaldsskólafólki. Gísli
Sigurðsson, sérfræðingur á Stofn-
un Arna Magnússonar, sá um út-
gáfuna, en hún er stytt gerð af
heildarútgáfu hans sem út kom
1998. Inngangur og skýringar eru
þær sömu, en kvæðum hefur verið
fækkað lítillega.
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er357 bis., prentuð hjá
Nörhaven A/S í Danmörku. Erling-
ur Páll Ingvarsson hannaði káp-
una. Verð 1.699 kr.
• GISLA saga Súrssonar er í
röð Sígildra sagna, kiljuútgáfu ís-
lendinga sagna með nútímasta-
fsetningu. Aður hafa komið:
Brennu-Njáls saga, Laxdæla saga,
Fóstbræðra saga, Grettis saga og
Egils saga. Kiljuútgáfan er ætluð
skólum og almenningi. Bergljót
Kristjánsdóttir og Aðalsteinn Ey-
þórsson eru ritstjórar bókarinnar,
skrifa inngang og orð- og efnis-
skýringar. Fjöldi korta og ættar-
talaer í skýringum.
Útgefandi erMál og menning.
Bókin er 138 bls., prentuð hjá
Nörhaven A/S í Danmörku. Erling-
urPáll Ingvarsson hannaði káp-
una. Jean-Pierre Biard teiknaði
kort. Verð 1.699 kr.
• STÆRÐFRÆÐIL YKILL 1 .
og Stærðfræðilykil 2, eru einblöð-
ungar af stærðinni A3. Eygló Guð-
mundsdóttir stærðfræðikennari sá
um gerð þeirra. Fyrirhugað er að
þriðji lykillinn komi út í árslok.
Lyklarnir þrír gefa yfirlit um
stærðfræðinámsefni fram-
haldsskólanna skv. nýrri námskrá.
Gerð er grein fyrir helstu efnis-
þáttum, skilgreiningum, reglum og
aðferðum. Lyklamir nýtast til upp-
rifjunar og fyrir nemendur.
Útgefandi er Mál og menning.
Prentsmiðjan Oddi hf. sá um
prentvinnslu lyklanna. Verð299
kr.
• „IN line for reading" er texta-
bók til enskukennslu ætluð nem-
endum í fyrstu áföngum fram-
haldsskóla og miðar að því að efla
lesskilning þeirra og orðaforða.
Gerda Cook-Bodegom hefur val-
ið 32 blaða- og tímaritsgreinar úr
ýmsum áttum og samið margvís-
legar æfingar og verkefni við þær.
Höfundurinn, Gerda Cook-
Bodegom, hefur áður gefið út bók-
ina Reading (between) the lines,
sem er einnig textabók til ensku-
kennslu í framhaldsskólum.
Útgefandi erMál og menning.
Bókin er 104 bls., prentuð hjá Odda
hf. Kápumynd gerði Helga Pálína
Brynjólfsdóttir.
_____________tölvur________________
■ NÁMSKEIÐ
Starfsmenntun:
Skrifstofútækni, 415 st
Rekstrar- og bókhaldstækni, 125 st
Tölvunám gmnnur, 80 st
Tölvunám framhald, 40 st
C++ forritun, 50 st
Visual Basic forritun, 50 st
Námskeið:
Windows 98
Wond gmnnur og framhald
Excel gmnnur og framhald
Access gmnnur og framhald
PowerPoint
QuarkXPress
Unglinganám í Windows
Unglinganám í forritun
Intemet gmnnur
Intemet vefsíðugerð
Hagstætt verð og afar veglegar kennslu-
bækur fylgja með námskeiðum.
Skráning í síma 561 6699 eða
nctfangi: tolvuskoli@tolvuskoli.is
VelTang: www.tolvuskoli.Ls.
Tolvaskóli Reykiavíkur
Er.-.-fi»-fl ■ Borgartúni 28, sími 5616699
nudd
■ www.nudd.is
ýmislegt
■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN
SCHOOL OF ICELANDIC
Gerðubergi 1, 3. hæð, Reykjavík
Icelandic/íslenska: Síðasta 4 vikna
morgunnámskeið fyrir jól í íslensku fyrir
útlendinga hefst 15. nóv. Tölvugrunnur
kl. 13—14.30. Námsaðstoð fyrir fram-
haldsskóla í flestum greinum.
Námsaðstoð fyrir gmnnskóla kl. 15.30
og 17. Sfmi 557 1155.
Námskeið í „LÍFÖND
helgina 13. og 14. nóv.
• Jákvæðar breytingar.
• Djúp slökun.
• Sátt og gleði.
Leiðbeinandi:
Helga Sigurðard.,
hjúkmnarfræðingur, s. 551 7177.
Tölvur og tækni á Netinu
(gjmbl.is
INNmUSN
. nóvember
er innlausn Ecu-tengdra
sparisldrteina í
1.FL.D 1994-5 ár.
Lokagjalddagi Ecu-tengdra spariskírteina ríkissjóðs í í.fl.D
1994-5 ár(RS99-n°5/KX) erföstudaginn5. nóvember 1999.
Eigendum þessara skírteina er boðið að innleysa skírteinin
hjá Lánasýslu rikisins. Innlausnarverð er áætlað 134.000 kr.
fyrir 100.000 kr. skírteini að nafnverði.
A tímabilinu 5.-19. nóvember er cinstaklingum sem eiga
þessi skirteini boðið að skipta þeimyfir í ný ríkisverðbréf.
Vaxtakjör taka mið af daglegum markaðskjörum.
Afgreiðsla spariskirteina og ríkisvixla með skiptikjörum fer
aðeins fram hjá Lánasýslu ríkisins en áskilinn er réttur til að
takmarka hámarksfjárhæð á skiptum fyrir hvem einstakan aðila.
Starfsfólk Lánasýslunnar er reiðubúið að aðstoða á allan hátt
við innlausn þessara spariskírteina.