Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 50
$0 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Arnar Gunnarsson skákmeistari TR SKAK Tafl félag Reykjavíkur HAUSTMÓT TR 3.-29.10. 1999 Arnar Jón V. ARNAR E. Gunnarsson er skákmeistari Taflfélags Reykja- víkur 1999. Hann tryggði sér titilinn með jafntefli í síðustu umferð gegn Einari K. Einars- syni og hlaut þar með 8V2 vinn- ing. I öðru til þriðja sæti urðu þeir Sigurbjörn Björnsson og Sævar Bjarnason með átta vinninga. Þar sem hvorugur þeirra er i TR má segja að helsti keppinautur Arn- ars um titilinn hafi verið Jón Viktor Gunnarsson, en hann lenti í fjórða sæti og fékk sjö vinninga. Urslit ell- eftu og síðustu um- ferðar urðu þessi: Júlíus Friðjónss. - lJTrBjörn Fr. Björnss. ö-i Þorvarður Ólafss. - Stefán Krist- jánss. V2-V2 Sigurbjöm Björnss. Halldórss. 1-0 Einar K. Einarss. Gunnarss. V2-V2 Kristján Eðvarðss. Gunnarss.'A-'A Sævar Bjarnas. - Arni Krist- jánss. 1-0 Lokastaðan í A-flokki: 1. Amar E. Gunnarsson 8!4 v. 2. Sigurbjörn Bjömsson 8 v. 3. Sævar Bjarnason 8 v. 4. Jón Viktor Gunnarsson 7 v. 5. Stefán Kristjánsson 6 v. 7. Þorvarður F. Ólafsson 5'A v. 8. Jón Ami Halldórsson b'A v. o.s.frv. B-flokki lauk fyrir nokkru, eins og fram hefur komið í skákþættinum, en í C-flokki fóru leikar þannig: 1. Guðmundur Kjartansson 9 v. 2. Guðmundur Sverrir Jónsson S'Æ v. 3. Guðni Stefán Pétursson 8'A v. 4. Ingvar Örn Birgisson 8V2 v. 5. Andrés Kolbeinsson 7 v. 6. Baldur M. Bragason 6'/z v. : 7. Víðir Petersen 6!4 v. 8. Birkir Örn Hreinsson G'A v. 9. Emil Petersen 6V4 v. 10. Hjörtur Jóhannsson 6 v. 11. Arnljótur Sigurðsson 6 v. 12. Víkingur Fjalar Eiríksson 6 v. o.s.frv. Skákstjórar á Haustmótinu voru Ólafur S. Ásgrímsson og Ríkharður Sveinsson. Stefán hraðskák- meistari TR Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur var haldið á sunnu- daginn. Tefldar voru 2x9 um- ferðir eftir Monrad-kerfi með fimm mínútna uhugsunartíma. Stefán Kristjánsson varð hrað- skákmeistari TR 1999, en hann sigraði af miklu öryggi og hlaut 16 vinninga af 18 mögulegum. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Stefán Kristjánsson 16 v. 2. Sigurbjöm Bjömsson 13!4 v. 3. Sigurður Daði Sigfússon 12!4 v. 4. Arnar E. Gunnarsson 12 v. 5. Jóhann H. Ragnarsson 11 v. 6. Stefán Amalds 10 v. 7. Ríkharður Sveinsson 10 v. 8. Ögmundur Kristinsson 10 v. 9. Bragi Halldórsson 9'/z v. 10. Halldór B. Halldórsson 8'A v. 11. Torfi Leósson 9!4 v. 1' » 12. Benedikt Örn Bjarnason- 9Vz v. 13. Erlingur Þorsteinsson 9 v. 14. Andrés Kolbeinsson 9 v. o.s.frv. Heimsmeistaramót barna Davíð Kjartansson sigraði Jerome Blot (2.299) í sjöttu um- ,>ferð og er í 13.-22. sæti í sínúm Arnar Gunnarsson Jón Á. riðli. Harpa Ingólfsdóttir, Ingi- björg Edda Birgisdóttir og Dagur Arngrímsson unnu einnig sínar skákir. Guðjón Heiðar Valgarðsson og Sigurð- ur Páll Steindórsson töpuðu. Staðan eftir sjöttu umferð: Harpa Ingólfsdóttir 3 v. Sigurður P. Steindórsson 2!4 v. Ingibjörg E. Birgisdóttir 2 v. Guðjón H. Valgarðsson 2 v. Dagur Arngrímsson 4 v. Mánaðarmót hjá TR Næstkomandi fimmtudag, 4. nóvember, kl. 20 hefst Hans Petersen mótið hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Þetta er annað mótið í mótaröð Taflfélags Reykjavíkur, en hið fyrsta fór fram í september og lauk með sigri Sigurðar Daða Sigfússonar. Alls verða fimm mót í mótaröðinni og muna þrjú þau næstu fara fram á næsta ári. Sigur- vegarar í A-flokki hvers móts tefla síðan í úrslitamóti sem haldið verður fyrir júlílok 2000. Einnig verður valin besta skák allra mótanna og mun sigurvegarinn komast í úr- slitamótið. Hans Petersen mót- inu er skipt í tvo flokka: Lokað- an 6 manna flokk sem valið er í eftir stigum, auk þess sem sig- urvegarar A- og B-flokks í sept- ember eiga örugg sæti, og opinn flokk (B-flokk). Tefldar verða flmm umferðir, alltaf á fímmtu- dagskvöldum kl. 20. í A-flokki tefla allir við alla, en Monrad- kerfið er notað í B-flokki. Fimmta og síðasta umferð verð- ur tefld fimmtudaginn 2. desem- ber. Umhugsunartiminn er IV2 klst. á 30 leiki og svo 30 mínútur til að klára skákina. Þátttökugjald fyrir félags- menn TR 16 ára eða eldri er kr. 1.000 (utanfélagsmenn kr. 1.200), en kr. 500 fyrir félags- menn TR 15 ára eða yngri (ut- anfélagsmenn kr. 800). I A- flokki eru peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin (kr. 12.000, kr. 8.000 og kr. 5.000) sem Hans Petersen gefur. í B-flokki fá þrír efstu menn verðlaunapen- inga. I fegurðarverðlaun fyrir best tefldu skákina er pizza- veisla fyrir tvo hjá Little Caes- ars. Skráning fer fram í símum 552 5667 og 694 5134, eða með tölvupósti sds@hi.is og leo@is- landia.is. Athygli er vakin á því að skráningu í A-flokk verður lok- að miðvikudaginn 3. nóvember kl. 22, en hægt verður að skrá sig í B-flokk með því að mæta á keppnisstað. Skákmót á næstunni Verulegar breytingar hafa orðið á mótadagskránni að und- anförnu. Dagskráin hér að neð- an hefur verið uppfærð í sam- ræmi við þær tilkynningar sem hafa borist. Þeir sem voru búnir að skipuleggja þátttöku í mót- um á næstunni ættu því að kanna hvort tímasetningar hafi breyst. 3.11. TR. Atmót öðlinga. 4.11. TR. Mánaðarmót. 5.11. Hellir. Atskákmót Hellis. 5.11. SÞV. Atskákm. Isl. Undanrásir. 7.11. Hellir. Islandsmót í netskák. 8.11. Hellir. Þemamót. 9.11. TR. Bikarmót kl. 20. 13.11. SÍ. SÞÍ, drengir og stúlkur. 15.11. Hellir. Unglingameistaramót. 15.11. Hellir. Atkvöld Daði Örn Jónsson HESTAR 50. ársþing Landssambands hestamannafélaga Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Einn fyrir hvern áratug skal hljóta gullmerki LH sagði Jón Albert formaður en þau sem hlutu merkið að þessu sinni voru Árni Guðmundsson Faxa, Hákon Bjarnason Fáki, Högni Bæringsson Snæfellingi, Kolbrún Kristjánsdóttir Létti og Skúli Kristjónsson Faxa. Sátt og sam- lyndi í samein- uðum samtökum Hálfrar aldar afmælisþing Landssambands hestamannafélaga var haldið í friði og spekt í Borgarnesi um helgina. Málefnin virð- ast í góðum farvegi og fjármálin að komast í lag eftir að hafa farið örlítið út af sporinu en það sem Vaidimar Kristinsson veitti athygli var hversu viðhorfín gagnvart hestamennskunni virðast vera að breytast og þá til hins betra að mati hestamanna. í MÁLI nokkurra gesta sem ávörpuðu þingið í upphafi mátti glöggt greina að mikilvægi hesta- mennskunnar bæði sem atvinnu- greinar og frístundaiðju er mjög vaxandi. Þá varð ýmsum tíðrætt um hversu mikilvægu hlutverki hesturinn gegndi í vexti og við- gangi ferðamennskunnar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti yfir vilja sínum til að efla hestamennskuna í því augnamiði að renna styrkari stoðum undir ferðaþjónustuna. Þá gat hann þess að í samgönguráðuneytinu lægju fyrir viðamikil verkefni um frekari úrbætur í reiðvegamálum og skipu- lagningu reiðvega og hverjir muni hafa umsjón með reiðvegum í framtíðinni. Óskaði hann eftir stuðningi við frumvarp þar að lút- andi. Þetta mun í fyrsta skipti sem samgönguráðherra mætir við þing- setningu hestamanna og féll mál- flutningur Sturlu í góðan jarðveg. Hákon Sigurgrímsson deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu flutti þinginu kveðju landbúnaðar- ráðherra sem ekki gat mætt við þingsetninguna. Sagði Hákon í ávarpi sínu að hrossastofninn væri eins og sparisjóðsbók sem vart væri búið að opna. Augu manna væru að opnast fyrir nýjum mögu- leikum hestamennskunnar og greinilegt að nýrra viðhorfa gætti gagnvart henni. Þá kom Hákon inn á það sem hann kallaði frumkvæði Skagfirðinga til að færa umræðuna á annað stig og átti þar við hug- myndir um Miðstöð íslenska hests- ins í Skagafirði. Sagðist hann þó ekki geta rætt stöðu þeirra mála á þessari stundu en þau skýrðust á næstu vikum. Ari Teitsson formaður Bænda- samtaka Islands kom aðeins inn á hestamiðstöðvar málið og lagði áherslu á að það væri skylda allra hestamanna að ná sáttum um málið þannig að til heilla verði fyrir greinina sem heild. Þá minntist Ari á mikilvægi þess að fá alþjóðlega viðurkenningu á því að Island væri upprunaland íslenska hestsins. Ekki urðu miklar umræður um skýrslu stjórnar venju fremur smá- vægilegar aðfinnslur eins og til dæmis að stafsetningarvillur væru í plöggum frá L.H. og ófært að öll stjórn samtakanna skuli ekki und- irrita reikninga. Lítið var um að stjórninni væru þökkuð góð störf og sérstaka athygli vakti að enginn lýsti ánægju sinni með góða stöðu í átta 'mánaða árshlutareikningum fyrir núlíðandi ár þar sem staðan var mjög góð eða 2,3 milljóna króna hagnaður. Ástæður þess kunna að vera þær að á síðasta þingi var lagt fram svipað uppgjör sem ekki reyndist sannleikanum samkvæmt og nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að verulegt tap var á rekstri samtakanna sem reyndist vera rúmar 3 milljónir króna. Þess ber hinsvegar að geta að nú er uppgjörið fært af löggiltum endur- skoðanda og yfirfarið af kjörnum endurskoðendum samtakanna en í fyrra var þetta gert af starfsmanni samtakanna. Glöggt kom fram að verulegum aðhaldsaðgerðum var beitt á árinu og hafa stjórnarmenn lagt á sig aukna vinnu til að halda kostnaði niðri eins og frekast var unnt. Þær deilur sem spunnust upp vegna fjárhagsstöðu samtakanna snemma á árinu virðast hjaðnaðar og afgreiddar og komu ekki inn á þingið. Þessu afmælisþingi verður minnst sem rólegheita samkomu engin stór átakamál sem varða samntökin beint. Góð sátt virðist um sameiningu og vakti ánægju margra hversu margir gullmerkis- hafar samtakanna mættu við þing- setningu og sátu sumir þeirra allt þingið út í gegn. Jón Albert Sigur- bjömsson formaður kvaðst túlka þetta á þann veg að þessir fyrrum framherjar hestamennskunnar legðu blessun sína yfir sameining- una. En Jón hefur frekari samein- ingaráform á prjónunum því hann lýsti þeirri skoðun sinni að stefna bæri að einföldun keppnisfyrir- komulagsins þannig að gæðinga- og íþróttakeppni yfði felld saman að hluta. I stjórn voru endurkjörin Har- aldur Þórarinsson Sleipni varafor- maður, meðstjórnendur Sigfús Helgason Létti og Sigrún Ólafs- dóttir Snæfellingi sem verið hefur gjaldkeri frá síðasta þingi. Vara-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.