Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 13 FRETTIR Bókanir hjá Flugleiðum á gamlársdag ferfalt minni en venjulega Ferðum á gamlársdag verður fækkað Landssíminn Styður tölvunám- skeið fyrir konur í dreifbýli LANDSSÍMINN hefur ákveðið að styðja námskeið fyrir konur í dreif- býli í tölvu- og samskiptatækni. Hér er um að ræða verkefni sem nýtur stuðnings Leonardo-áætlunar Evr- ópusambandsins, en framlag Lands- símans gerði mögulegt að ráðast í verkefnið að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verkefnið er fjölþjóðlegt og ber heitið CEEWIT (Communication Education and Employment throgh Information Technology). Það felst í þróun aðferða og náms og kennslu- efnis fyrir konur í dreifbýli til náms í tölvutækni, tölvusamskiptum og til fjamáms á sjálfvöldum sviðum. Ný- legar kannanir sýna að konur búa yf- ir mun minni reynslu af tölvu- og upplýsingatækni en karlar og að kon- ur á landsbyggðinni standa miklu verr en konur á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðin sem farið verður af stað með eru ætluð konum sem hafa litla sem enga tölvuþekkingu fyrir. Þau verða rekin á þremur stöðum á landinu, hjá Menntasmiðjunni á Akureyri, Símenntunarmiðstöð Vesturlands og í Rannsóknarsetri Vestmannaeyja. Fylgst verður með þátttakendum um eins árs skeið og mat lagt á hvernig námskeiðin nýtist þeim. Landssíminn lítur svo á að íyrir- tækið gegni lykilhlutverki við að opna þjóðinni dyr að upplýsingasamfélagi nútímans, þá ekki síst í nýtingu upp- lýsingatækni í skólum og þróun fjar- náms og kennslu sem verður æ ríkari þáttur í menntakerfinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu fyrir- tækisins. Stuðningur við CEEWIT- verkefnið feist í beinu fjárframlagi, gjaldfrjálsri kynningaráskrift að Net- inu fyrir þátttakendur á námskeiðum CEEWIT og í aðgangi verkefnisins að kennsluefni um Netið og upplýs- ingatækni sem Landssíminn býður viðskiptavinum sínum. ----------------- Skýrsla um umhverfis- áhrif Fljótsdalsvirkjunar Utgáfu skýrsl- unnar seinkar ÚTGÁFU skýrslu Landsvirkjunar um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkj- unar sem koma átti út opinberlega undir lok októbermánaðar seinkar líklega um viku, samkvæmt upplýs- ingum frá Landsvirkjun. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, var reiknað með að skýrslan kæmi út fyrir mánaðamót. Unnið er af fullum krafti við að Ijúka skýrslunni og reiknar Þorsteinn með að hún komi út um eða eftir næstu helgi. Að sögn Helga Bjarnasonar, deild- arstjóra umhverfisdeildar Lands- virkjunar, hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um hvernig skýrslan verður kynnt fyi-ir almenn- ingi en tekin verður ákvörðun um það eftir helgina. Stjórn Landsvirkj- unar mun taka afstöðu til þess hvað verður gert við skýrsluna þegar hún kemur út og segir Helgi að líklega verði hún send strax til Alþingis og ríkisstjórnarinnar. Varðandi aðkomu almennings segir Helgi að gert sé ráð fyrir því að skýrslan verði seld, en. hún er tæpar 200 blaðsíður auk fylgiskjala. Hann segir jafnframt að líklega verði gefinn út útdráttur úr skýrsl- unni með helstu niðurstöðum til kynningar fyrir almenning og hon- um verði dreift ókeypis til þeirra sem þess óska. Akvarðanir um dreif- ingu verða teknar eftir helgina og er eftir að skoða hvort skýrslan muni liggja einhvers staðar frammi þar sem almenningur getur kynnt sér hana. FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að fækka ferðum í áætlunarflugi fé- lagsins á gamlársdag. Þetta er fyrst og fremst gert vegna lítillar eftirspurnar. Á þessum tíma árs er jafnan lítil eftirspurn en í ár hefur hún reynst töluvert minni en und- anfarin ár. Þetta er einnig reynsla flestra annarra áætlunarflugfé- laga, sem mörg hver hafa ákveðið að draga úr flugferðum. Fólk vill gjaman vera heima hjá sér þessi sérstöku áramót og ferðast sem minnst. Sé núverandi staða bókana hjá Flugleiðum á gamlársdag bor- in saman við sama tíma í fyrra læt- ur nærri að eftirspum eftir flug- ferðum sé ferfalt minni. Bókanir dagana á undan og eftir era hins vegar ágætar. „Flugleiðir hafa lokið prófunum á öllum tækja- og tölvubúnaði sem tengist flugrekstri félagsins og telst hann 2000 hæfur. Sama gildir um þau flugstjórnarsvæði, sem flogið er um, og flugvelli við áfangastaði félagsins. Það var því ekkert því til fyrir- stöðu að Flugleiðir gætu flogið samkvæmt áætlun,“ segir Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða. „Við höfum hins vegar fylgst náið með bókunum síðustu vikur og bera þær með sér að fólk hefur ákveðið að ferðast á öðrum dög- um en það getur og njóta áramót- anna með vinum og vandamönn- um.“ Á gamlársdag munu Flugleiðir fljúga samkvæmt áætlun morgun- flug til Kaupmannahafnar og London en flug til Óslóar og Stokkhólms verða sameinuð. Ferð- ir þennan dag til og frá áfanga- stöðum í Bandaríkjunum, Baltimore, Boston, Minneapolis og New York, verða felldar niður svo og morgunflug til Glasgow, Frank- furt og Parísar og síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Allir þeir sem ætluðu til síðastnefndu áfanga- staðanna í Evrópu munu komast auðveldlega leiðar sinnar með tengiflugi samdægurs. Flugáætlun Flugleiða verður með eðlilegum hætti á nýársdag. Tekin var ákvörðun um breyt- ingu á áætlun nú svo unnt væri að hafa samband við alla farþega, sem áttu bókað, og aðstoða þá við að bóka sig á öðram tímum. I öll- um tilvikum er það á verksviði söluaðila farmiða að hafa samband við farþega. Bifreið ónýt eftir títafakstur KARL og kona voru flutt á Fjórð- Hvammstanga. Bifreið þeirra er hins ungssjúkrahúsið á Akureyri eftir vegar ónýt eftir óhappið. Telur lög- útafakstur í Hrútafirði á laugardag. regla að ökumaður hafi dottað við Ekki var þó um alvarleg meiðsl að stýrið með fyrrgreindum afleiðing- ræða að sögn lögreglunnar á um. JIMNY Hvað annað? Sumir einblína bara á ákveðna möguleika í lífinu, án þess að íhuga nokkurn tíma hvort aðrir betri séu í boði. Þeir missa því oft af sínum stærstu tækifærum. Ekki ég. Eg vil ekki ana áfram í blindni. Ég tek ákvarðanir að vandlega hugsuðu máh og þess vegna vel ég Suzuki Jimny. Suzuki Jimny er kraftmikill, alvöru, fjórhjóla- drifinn jeppi, nákvæmlega eins og ég vil hafa hann. Hann er spameytinn og nettur en þó ótrúlega rúmgóður. Svo er hann bæði flottur og sexí og verðið er líka alveg einstaklega heillanai, aðeins 1.399.000 krónur! Suzuki Jimny fer mér einfaldlega best. $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyri: BSA hl, Laufásgötu 9, sfmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sfmi 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 2617. Isafjörður: Bilagarður eht,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavfk: BG bflakringlan, Grófinni 8, sfmi 421 12 00. Setfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.