Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 11
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 11 FRÉTTIR Aðildarríkjafundur Kyoto-bókun- arinnar stendur yfír í Bonn Ráðherrar ræðast við í dag UMHVERFISRÁÐHERRA kom í gær til Bonn í Þýskalandi þar sem fimmta aðildarríkjaþing ramma- samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur yfir. Ráðherrar alls staðar að úr heimin- um funda saman á þinginu í dag og fram á fimmtudag en þingið sjálft stendur yfír í tvær vikur. Þingið hófst 25. október sl. og hefur Þórir Ibsen, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, setið það frá fyrsta degi. Hann segir að þingið gangi aðallega út á undirbúning fyr- ir 6. aðildarríkjaþingið sem haldið verður í Haag í Hollandi á næsta ári. „Það eru bundnar vonh- við að á því þingi verði samþykktar reglur og útfærslur á ákvæðum Kyoto- bókunarinnar til að ná markmiðum hennar," segir Þórh-. Þórir segir að svokallað sveigjan- leikaákvæði bókunarinnar sem skapar ákveðið svigrúm fyrir aðild- arríki hennar til að ná markmiðum hennar, sé einna helst til umræðu á þessu þingi. „í því felast viðskipti með losunarkvóta, sameiginlegar framkvæmdir meðal iðnríkja og sameiginlegar framkvæmdir iðn- ríkja og þróunarríkja til að ná fram markmiðum bókunarinnar. Mikil tækni- og efnisvinna hefur farið fram. Nú er samningstextinn farinn að mótast þannig að á næsta ári verða væntanlega líflegar samn- ingaviðræður um lokaútfærsluna," segir Þórir. Reglur mótaðar um hvernig framfylgja eigi skuldbindingum Auk umræðu um sveigjanleikaá- kvæðið er einnig unnið að útfærslu á reglum um ákvæði bókunarinnai- um gróðurbindingu, sérstaklega hvað varðar aðrar aðgerðir en skóg- rækt, t.d. landgræðslu. „I þriðja lagi er svo verið að vinna að því sem kallast framfylgd og snýst um hvernig á að fylgjast með fram- kvæmd aðildaiTÍkja á ákvæðunum," segir Þórh-. „Það eru engar niðurstöður komnai’ ennþá en þetta eru allt mik- ilvægustu atriðin sem aðildan-íkin þurfa að ná samkomulagi um. Þau ríki sem hafa undirritað bókunina munu ekki fullgilda hana fyrr en þessar reglur liggja fyrir,“ segir Þórir en stefnt er að því að þær verði samþykktar á sjötta aðildar- ríkjaþinginu á næsta ári. íslenska tillagan ekki rædd sérstaklega Þórir segir, er hann er spurður um hvort tillaga íslenskra stjórn- valda um undanþágu hafi verið tU umfjöllunar á þinginu, að gagnleg tæknivinna hafí átt sér stað síðan tillagan var lögð fram í Buenos Aires fyrir ári. „Við höfum fengið spumingar frá Evrópusambandinu, Kanada og frá smáeyríkjum. Við höfum svarað þessum spurningum og verið spurð nánar út í okkar svör. Ákvæðið er ekki á dagskrá fundarins núna til afgreiðslu en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á þinginu næsta haust,“ segir Þórh’. Hægt er að fylgjast með þinginu í Bonn á Netinu á slóðinni: www.un- fccc.de. Utanríkisráðuneytið fer með for- ystu í samningaviðræðunum í fram- haldi af Kyoto-bókuninni en um- hverfisráðuneytið fer með fram- kvæmd rammasamnings um lofts- lagsbreytingar. Auk Þóris eru staddh- á þinginu í Bonn Halldór Þorgeirsson, deildarstjóri alþjóða- deildar umhverfísráðuneytisins, Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri umhverfisráðuneytisins, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri iðnaðarráðunejdisins. Morgunblaðið/RAX Francois Scheefer, starfsmaður hjá Samvinnuferðum-Landsýn, afhendir Valentine Pommier, 13 ára frönsk- um skiptinema, bók um Island í tiiefni af því að hún var skiptinemi númer 2.500. 2.500 franskir skiptinemar hafa heimsótt Island á 15 árum Franskur skipti nemi heiðraður FJÖLMARGIR franskir skipti- nemar hafa heimsótt Island síð- ustu 15 ár og á Austurvelli á föstudaginn var hin 13 ára gamla Valentine Pommier, frá bænum Pornichet í Vestur-Frakklandi, sérstaklega heiðruð, þar sem hún var skiptinemi númer 2.500. Það voim þeir Helgi Jóhannsson og Francois Scheefer, frá Samvinnu- ferðum-Landsýn, sem færðu henni bók um Island og heiðurs- skírteini í tilefni af áfanganum. Frakkinn Francois Scheefer hefur haldið utan um skipulagn- inguna frá upphafi, en hann flutti til Islands í fyrra. I síðustu viku voru um 100 skiptinemar hérlendis ásamt kennurum sín- um, en þeir fóru flestir heim til Frakklands í gær. Þar sem um skiptinema er að ræða hafa jafn- margir íslendingar farið til Frakklands. Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða, sagði að þessi nemaskipti hefðu gengið mjög vel fram að þessu og að nú væri svo komið að þeir skiptinemar, sem komið hefðu til fslands fyrir 15 árum, væru farn- ir að skila sér hingað aftur sem ferðamenn í ferðalagi með fjöl- skylduna sína. I gæsluvarð- haldi vegna innbrota KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur verið handtekinn af lögreglunni í Hafnarfirði og úrskurðaður í gæslu- varðhald til 5. nóvember eftir að tals- vert magn af þýfi fannst á heimili hans í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Hafnarfírði, sem rannsaka málið, er þýfið úr að minnsta kosti fjórum innbrotum sem framin voru í haust. Þrjú þeirra voru framin í Reykjavík og eitt í Garðabæ en þar var farið inn um glugga að morgni 14. október- sl. og skartgripum og rafmagnstækjum að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna stolið. Andvirði þýfisins sem fannst í fór- um mannsins er talið nema um 6-700 þúsundum króna og hefur hann ver- ið kærður fyrir fjögur innbrot. Talið er að hann hafi verið einn að verki. Stjórnarandstaðan um væntanlega sölu á hlut ríkis í Fjárfestingabanka atvinnulífsins Vilja dreifða eignar- aðild í eftirsölu Margrét Steingrímur J. Sverrir Fríniannsdóttir Sigfússon Hermannsson FULLTRÚAR stjórnarandstöð- unnar bregðast misjafnlega við fréttum af væntanlegri sölu á 51% eignarhlut ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar, segir betur hafa tekist til en á horfðist en Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hrejrfingarinnai’ - græns framboðs, leggur áherslu á að engar trygging- ar séu fyrir þvi að eignaraðildin á bankanum haldist dreifð. Svemr Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, tekur enn dýpra í árinni og segist taka öllum fréttum um dreifða eignaraðild með fyrir- vara. Margi’ét Frímannsdóttir segir að miðað við þær upplýsingar sem fyr- ir hendi séu hafi tekist betur til um sölu á 51% eignarhluta ríkisins í FBA en á horfðist. Mikilvægt sé hins vegai’ að setja skýrari reglur um hvernig tryggja eigi dreifða eignaraðild í eftirsölu. „Og Samfylkingin hefur lagt fram frumvörp sem við teljum að séu besta svarið, þ.e. verulega hert samkeppnislöggjöf og breytingar á Fjármálaeftirlitinu. Möguleikar okkar á því að tryggja eftirmarkað- inn felast í samþykkt þessara tveggja frumvarpa, eða reglna og laga í samræmi við það sem við höf- um lagt fram,“ segir Margrét. Margrét bendir á að sala á fjár- málafyrirtækjum sé ný fyrir mönn- um og því sé ljóst að taka þurfi til hendinni og móta skýrari reglur um þau mál en fyrir hendi eru. „Fjár- magnsmarkaðurinn hefur verið í svo örri þróun og þó að löggjöf um fjármálaeftirlit sé ekki gömul eru það í sjálfu sér mjög gamlar reglur, því við lagasetningu var einungis um að ræða yfirtöku á reglum sem giltu hjá eftirliti Seðlabankans og vátryggingaeftirlitinu. Við þurfum því nú að ganga frá miklu skýrari reglum," sagði Margrét. Ótímabært að fara út í sölu núna Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingai’innar - græns framboðs, kvaðst í sjálfu sér engar athugasemdii' gera við sam- setningu þess hóps, sem hyggst kaupa hlut ríkisins í FBA, úr því að þessi tiltekna leið var valin við sölu á bankanum. Það væri þó ljóst að ekki var um mikla samkeppni að ræða og að í raun hefði ekkert reynt á það hvað hægt væri að fá fyrir bankann. „En stóra málið er auðvitað að það var algerlega ótímabært að vaða út í þessa sölu núna,“ segir Steingrímur. „Menn hefðu átt að stöðva sig af hér í sumar eða haust þegar ljóst var í hvers konar vand- ræðagangi og vitleysu þetta mál var og setjast niður og spyrja sig að því hvort hrófla ætti meira við eignar- hlut ríkisins að svo stöddu." Segir Steingrímur að ef síðan hefði verið tekin ákvörðun þar um hefðu menn vitaskuld átt að fara vandlega yfir það með hvaða hætti átti að selja og í hvaða umhverfi sú sala átti að fara fram. „Þá er ég auðvitað sérstaklega að hugsa um það að ef menn meina eitthvað með tali sínu um viljann til að dreifa eignaraðild þá átti auðvitað að setja fyrirfram ákvæði í lög þar að lút- andi.“ Finnst málið vera skrípaleikur Steingrímur segii’ staðreyndina nefnilega vera þá að daginn eftir að þessi sala fer fram geti þess vegna ein fjölskylda hafist handa við að safna að sér þessum eignarhlut og engar reglur séu til sem komi í veg fyrir það. „Mér finnst málið vera skrípaleikur, ég verð að segja alveg eins og er. Ef menn ekki setja ákvæði í lög til að tryggja dreifingu eignaraðildarinnar mátti alveg eins láta hvern sem er bjóða í bankann og reyna þá að fá sem hæst verð fyrir hann.“ Steingrímur segir að auðvitað sé enn hægt að setja slík lög en að betra hefði verið að gera það áður en fai’ið var út í svo stóra sölu. Hann segir hins vegar að í öllu falli sé nauðsynlegt að láta ekki langan tíma líða áður en slíkt verði lögfest, einfaldlega vegna þeirrar hættu sem við blash- að eignarhluturinn fari að safnast á færri hendur. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, kveðst taka öllum fréttum af væntanlegri dreifðri eignaraðild á FBA með fyr- irvara. „Þeir sem tilhlaupið gerðu, Orca-hópurinn í samvinnu við bankamálaráðhen-ann, eiga eftir að ná undirtökunum fljótlega. Það skulu menn sjá,“ segir Sverrir. „Ég marka ekkert þessa tilburði og hér er engu hægt að treysta í að verði um einhverja dreifða eignaraðild að ræða.“ Sverrh- rifjar upp að Orca-hópur- inn eigi nú þegar 28% í FBA. Segist hann enga útlistun hafa séð á því hver sé hlutur þeirra einstaklinga sem standa að Orca-hópnum í þessu tilboði nú og hverju þeir séu þar með að bæta við sig. „Ég held að þessir menn muni í krafti sinnar aðstöðu og auðs áfram leika lausum hala og ná tilgangi sín- um óðar en varir,“ segir Sverrir. „Nú er hvatt til þess að menn spýti í lófana og einkavæði þjóðbankana. Þai’ munu þeir mæta sem búið er að gefa lungann úr þjóðarauðnum með því að kaupa fyrir gjafafé þessar eignir þjóðarinnar. Á því er ekki nokkur minnsti vafi. Græðgin hefur náð undh’tökunum," segir hann. Sverrh- segir að verið sé að færa fáeinum mönnum mikil völd í hend- ur með sölu á FBA. Undir hann heyri nefnilega Fiskveiðasjóðurinn gamli sem sé með með fyrsta veð- rétt í öllum eignum sjávarútvegsins, skipum og vinnslustöðvum. Undir hann heyri einnig allur gamli Iðn- þróunarsjóðurinn sem og gamli Iðn- lánasjóðurinn. „Þeir sem ráða þess- um banka hafa kverkatak á endi- löngum íslenskum aðalatvinnuveg- um,“ segir Sverrir Hermannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.