Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknir og þróun í þáqu fyrirtækia CRAFT-styrkir ESB Dagskrá námskeiðs á vegum RANNÍS í Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg 4. nóvember 1999 10.00-11.00 Lítil og meðalstór fyrirtæki í fimmtu rammaáætlun ESB Robert-Jan Smits, ESB 11.00-11.05 Yfirlit námskeiðsins Parkin og Trant, Beta - Technology 11.05-11.30 Könnunar- og samvinnustyrkir Parkin og Trant, Beta - Technology 11.30- 12.00 Skipulag verkefna Parkin og Trant, Beta - Technology 12.00-13.00 Að skrifa umsókn um forverkefnastyrk • Verkefnahugmyndin • Eyðublöðin • Ferlið frá umsókn til samnings Parkin og Trant, Beta - Technology 13.00-14.00 Hádegisverður 14.00-15.30 Að skrifa umsókn um verkefnastyrk • Verkefnahugmyndin • Eyðublöðin • Ferlið frá umsókn til samnings Parkin og Trant, Beta - Technology 15.30- 16.00 Samantekt og spurningar Námskeiðið er ókeypis. Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku til RANNIS í síma 562 1320 eða með tölvupósti til rannis@rannis.is. Robert-Jan Smits er yfirmaður áætlunar Evrópusambandsins um stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki. Johanne Parkin og Nigel Trant starfa hjá breska ráðgjafafyrirtækinu Beta Technology sem náð hefur frábærum árangri við að aðstoða fyrirtæki til að fá verkefni sín samþykkt í rammaáætlunum Evrópusambandsins. Craft-styrkir eru sérstaklega ætlaðir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Evrópska efnahagssvæðinu til að kaupa rannsókna- og þróunarvinnu. Fyrirtæki af þessari stærð hafa sjaldnast rannsóknaaðstöðu sjálf. Boðið er upp á tvenna styrki. Annars vegar forverkefnastyrki til að standa straum af kostnaði við undirbúning að umsókn um verkefnastyrk. Hins vegar verkefnastyrkir til að greiða rannsóknastofnun/háskóla eða sam- bærilegum aðila fyrir rannsókn íþágu fyrirtækja. RANIUIS i: i >. i VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið OZ.COM fær liðsauka Jeff Pulver tekur sæti í ráðgjafarstjórn OZ JEFF Pulver, forstjóri Pulver.com, hefur gengið til liðs við OZ.COM og tekur sætií ráðgjafarstjórn fyrir- tækisins. í fréttatilkynningu frá OZ.COM segir að Pulver búi yfir ómetanlegri reynslu og þekkingu á framtíð samskipta um Netið, en hann sé einn fremsti sérfræðingur heims í streymandi hljóði (e. „streaming audio“) og myndsendi- tækni, og áhrifum þess á samskipti ogviðskipti. „Jeff hefur verið leiðandi á sviði samskiptalausna fyrir Netið, og byrjaði hann á því mjög snemma," segir Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, í samtali við Morgun- blaðið. „Hann sá frumútgáfu af iP- ulse, samskiptahugbúnaði sem OZ.COM er að þróa, varð hrifinn af og hafði samband við okkur í fram- haldi af því. Það má segja að hann hafi verið einn af okkar bestu kynn- ingarfulltrúum á erlendri grund. Það má segja að hann hafi byrjað að kynna iPulse óformlega sem næstu kynslóð af hugbúnaði og samskiptalausnum sem muni hafa lykiláhrif á hvemig fólk muni hafa samskipti í framtíðinni." í framhaldi af kynnum Jeff Pul- ver og forráðamanna 0Z.C0M var Skúli Mogensen einn framsögu- manna á ráðstefnunni VON, sem er skammstöfun fyrir „Voice on the Net“ á ensku, í Atlanta í seinasta mánuði. „Sú ráðstefna er haldin af fyrirtæki Pulvers og er orðin ein aðal samkoma þeirra sem láta sig varða símasamskipti um Netið,“ segir Skúli. Tækni OZ.COM gæti orðið lykiltækni „Þegar ég sá tækni 0Z.C0M, iP- ulse, fyrst, þóttist ég sjá að þarna væri á ferðinni grundvallar tækni sem gæti haft áhrif á framtíð sam- skipta,“ segir Jeff Pulver í samtali við Morgunblaðið. P Samtök fjárfesto almennra hlutabréfa og sparifjáreigenda AÐALFUNDUR Fundarstaður Viðskiptaháskólinn, Ofanieiti 2 Þingsalur 101, 1. hœð Fundartími Þriðjudagurinn 2. n ó v e m b e r kl. 17.15 D a g s k r á Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins Erindi: Margeir P é t u r s s o n framkvœmdastjóri MP verðbréfa —i 3 Hvað gerir skynsamur fjárfestir um aldamótin? Jeff Pulver, forstjóri Pul- ver.com, hefur tekið sæti í ráð- gjafarstjórn OZ.COM „Seinustu fimm árin höfum við sem störfum að þróun samskipta- lausna á Netinu með einhverjum hætti verið að leita að þessari lykil- tækni (á ensku „killer application") sem gæti gert allar gerðir sam- skipta á Netinu þægilegar og sjálf- sagðar. Ég sé OZ.COM, og það sem fyr- irtækið er að þróa, sem tæknina sem geti gert alla þessa drauma að veruleika. Ég tók því tilboði um að færast frá því að vera aðdáandi fyr- irtækisins og í það að ráðleggja þeim á þessu sviði,“ segir Pulver. I fréttatilkynningu segir að Jeff Pulver hafi skrifað greinar um sérsvið sitt í tímarit á borð við Bus- inessWeek, Wall Street Joumal, The Economist, Byte, Computer World og Wired. Einnig hefur hann veitt viðtöl á sjónvarpsstöðvum á borð við CNN, BBC, ABC, CBS og NBC. Aðspurður segir Jeff Pulver að hann hafi einnig verið kallaðm- til ráðgjafar hjá bandarískum stjórn- völdum, auk stjórnvalda í Bretlandi og ísrael. Upplýsingar um Pul- ver.com er að finna á Netinu á slóð- inni www.pulver.com. Betri staða Erics- son en spáð var Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKA fjarskiptafyrirtækið AB LM Ericsson hefur birt bjartsýna spá um horfur árið 2000, sem leiddi til þess að bréf í fyrirtækinu hafa aldrei verið hærri. Afkoma Ericssons var betri en búizt var við og forystumenn fyrir- tækisins eru trúaðir á uppsveiflu á næsta ári,“ sagði sérfræðingur. Niðurskurður útgjalda virðist hafa stuðlað að meiri arðsemi en búizt var við.“ Ericsson, sem er þriðji mesti farsímaframleiðandi heims, skýrði frá því að hagnaður fyrir skatta á síðustu níu mánuðum hefði minnk- að um 35% í 7,91 milljarð sænskra króna, sem er betri útkoma en gert hafði verið ráð fyrir. Bréf hækka í verði Verð bréfa í Ericsson hækkaði vegna spádóma um uppsveiflu og endurskipulagningar, sem búizt er við að muni spara fyrirtækinu 3,7 milljarða sænskra króna kostnað á ári frá árinu 2001. Kostnaður við endurskipulagn- inguna hefur numið 1,5 milljörðum sænskra króna það sem af er þessu ári, þar af 900 millj. s.kr. á þriðja ársfjórðungi. Ericsson hyggst segja upp 16.000 starfsmönnum 1999-2000. Volvo AB lengir frest hluthafa Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKI flutningabíla- og al- menningsvagnaframleiðandinn Volvo AB hefur framlengt frest hluthafa til að samþykkja tilboð sitt upp á 7,4% milljarða sænskra króna í kepppinautinn Scania vegna þess að evrópsk efirlitsyfír- völd hafa ákveðið að rannsaka samninginn ofan í kjölinn. Fresturinn náði upphaflega tO 4. nóvember, en nú hefur verið ákveð- ið að framlengja hann til 8. desem- ber. Tilboðið var gert í ágúst þegar stærsti hluthafi Scania, Investor, samþykkti að selja 28% hlut sinn. Fyrir nokkrum dögum ákvað eft- irlitsstofnun Evrópu (ESB) að gera ítarlega rannsókn á fyrirhuguðum samningi. Við sami-unann verður til mesti framleiðandi flutningabfla á Norðurlöndum með 31% markað- shlutdefld og næststærsti fram- leiðandinn í heiminum með 19% markaðshlutdeild. Framkvæmdanefnd ESB lét í ljós áhyggjur af yfirburðaðstöðu hins sameinaða fyrirtækis, einkum á Norðurlöndum og á mörkuðunum í Bretlandi og Irlandi. Búizt er við að ESB kveði upp endanlegan úrskurð um miðjan marz. Forstjóri Daewoo í S-Kóreu segir af sér Seoul. Reuters. STOFNANDI og stjómarformað- ur hins ríkisrekna Daewoo-iðnfyr- irtækis í Suður-Kóreu hefur boðizt til að segja af sér og taka á sig ábyrgðina af fjárhagslegum erfið- leikum fyrirtækisins. Vangaveltur hafa verið á kreiki um að Kim Woo-Choong stjómar- formaður mundi segja af sér síðan hann sagði af sér stöðu forstöðu- manns þrýstihópsarms Daewoos í febrúar. Tólf forstöðumenn dótturfyrir- tækisins og einn framkvæmda- rstjóri að auki hafa einnig afhent ríkisskipaðri nefnd, sem stjórnar endurskipulagningu fyrirtækisins, lausnarbeiðni sína. Kim Wo-Choong kom Daewoo á fót 1967 með láni frá vini sínum. Fyrirtækið komst í hóp 20 voldug- ustu fyrirtækja heims og fékkst við bflaframleiðslu, skipasmíði, fjármál o.fl. Nú virðist sem útþensla fyrir- tækisins hafi verið of hröð og að það hafi færzt of mikið í fang. Skuldir Daewoo nema nú 50 mill- jörðum dollara. Daewoo varð illþyrmilega fyrir barðinu á eftirhreytum Asíukrepp- unnar 1997 og fyrirtækinu er nú stjómað samkvæmt neyðaráætlun, sem á að koma í veg fyrir gjaldþrot. Hrun fyrirtækisins gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir önnur fyrirtæki í Suður-Kóreu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.