Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ekkert neyðarkall áður en þotan steyptist í hafíð Boston, Washington. AP, Reuters. Skipveijar á björgunarskipinu USS Grapple undirbúa brottfór frá Virg- iníu á sunnudag. Um tugur skipa mun taka þátt í leitinni á slysstaðnum. Þota ferst undan strönd Bandaríkjanna Þota EgyptAir á leið frá New York til Kaíró fórst yfir Atlantshafi snemma á sunnudagsmorgun. Vélin hóf flug sitt í Los Angeles og millilenti á John F. Kennedy-flugvelli í New York áður en hún flaug áfram til Egyptalands. Vélin fórst um 100 kílómetra suður af Nantucket-eyju. LIÐSMENN bandarísku strand- gæslunnar héldu í gær áfram leit að farþegum egypsku Boeing- breiðþotunnar sem fórst við Nant- ucket-eyju á sunnudag en vonlítið var talið að nokkur hefði komist af. Alls voru 217 manns um borð, meirihluti þeirra Bandaríkjamenn. Búið var að leita á meira en 100 ferkílómetra svæði í gær og eitt lík hafði fundist. Einnig höfðu fundist tveir af neyðarhlerum vélarinnar, lendingarhjól, föt og vegabréf, björgunarvesti og sæti. Engin merki um bruna voru á brakinu eða líkinu og ekkert var enn vitað um orsök slyssins. Þotan missti mjög hratt flug- hæð, fór úr 33 þúsund feta hæð í 14 þúsund fet á aðeins 36 sekúndum og neyðarkall barst ekki frá henni. „Við erum að hefja rannsókn sem gæti tekið langan tíma,“ sagði Jim Hall, yfírmaður öryggisstofnunar samgöngumála í Bandaríkjunum. Um tíu skip strandgæslunnar voru notuð við leitina í gær. Veður var gott til leitar á slysstaðnum, skyggni um 14 kílómetrar og öldu- hæð um einn metri. Sjávarhitinn var um 15 gráður á selsíus og sögðu talsmenn strandgæslunnar að ólíklegt væri að fólk lifði lengur en 12 stundir í sjó við slíkar að- stæður. Aldrei væri þó hægt að úti- loka að einhverjir héldu lengur lífí, til dæmis með því að fínna brak sem dygði til að halda þeim ofan- sjávar. Veður var gott á þessum slóðum í gær, skyggni um 14,4 kíló- metrar og vindhraði lítill eða rúmir 14 km á klukkustund. Egyptar báðu Bandaríkjamenn að taka að sér rannsókn á flugslys- inu. Var ætlunin að fulltrúi frá flugmálastofnun Egyptalands héldi til New York til að fylgjast með að- gerðum. I vél hans yrðu einnig tæknimenn og einhverjir ættingjar þeirra sem voru með þotunni. Þeir hyggjast reyna að bera kennsl á lík sem finnast. Gert var ráð fyrir að björgunar- skipið USS Grapple, sem var í Norfolk, kæmi ásamt fleirí skipum úr flotanum á staðinn í gær og stóð til að fara með brak og líkamsleifar í flotastöð í Rhode Island. Kafarar eru um borð í herskipunum auk tæknibúnaðar til að leita á sjávar- botni. Dýpið á staðnum er um 80 metrar. Hrapaði eftir 33 mínútna flug Þotan hrapaði í sjóinn 33 mínút- um eftir flugtak í New York. Hún var tíu ára gömul, tveggja hreyfla og af gerðinni Boeing 767-300ER, bar heitið Tútmosis II eftir einum faraóanna. Vélin var á leið til Kaíró í Egyptalandi og millilenti í tæpa klukkustund á John F. Kennedy- flugvelli til að taka eldsneyti eftir flug frá Los Angeles. Þotan hóf sig á loft frá New York 19 mínútur yfir eitt á sunnudagsmorgun, 6:19 að ís- lenskum tíma. Hún hrapaði rúmum hálftíma síðar eða klukkan 1:52 að þarlendum tíma um 100 kílómetra sunnan við Nantucket-eyju við strönd Massachusetts. Þokkalegt veður var í New York þegar Boeing-þotan lagði af stað, skyggni um 13 kílómetrar. Fylgst var með vélinni á ratsjárskjám og sást að hún byrjaði skyndilega að lækka flugið mjög hratt tveim mín- útum áður en hún hafnaði í sjónum. Talsmaður yfírvalda sagði að hún hefði verið komin í 33.000 feta hæð en á næstu 36 sekúndum hefði hún farið niður í 14.000 fet. Vélin hvarf síðan af skjánum átta mínútum fyr- ir tvö. Að sögn Michaels Barrs, yf- irmanns deildar sem kannar flug- öryggi hjá Háskóla Suður-Kali- forníu, bendir atburðarásin og hve hratt vélin steyptist niður til þess að flugmennirnir hafi nánast verið búnir að missa stjórn á flugvélinni þegar hún fór að lækka flugið. Þotan byrjaði að lækka flugið nokknim mínútum eftir síðasta reglubundna fjarskiptasambandið milli flugmanna og flugturns. Sér- fræðingar fóru í gær yfir ratsjár- upptökur og bentu á að sjálfvirkar sendingar ratsjársvara vélarinnar hefðu haldið áfram eftir að hún fór að lækka flugið sem benti til þess að hún hefði ekki sundrast í einni svipan. Ef svo hefði verið hefði svarinn misst rafmagn og hætt sendingum. Ekki var skýrt frá því hvort síðustu ratsjármyndirnar gæfu til kynna að vélin hefði þá verið farin að brotna. Slysið á sunnudag var hið mannskæðasta í sögu EgyptAir. Það er í ríkiseigu, að stofni til frá árinu 1932 og því með elstu flugfé- lögum í þessum heimshluta. Fé- lagið á alls 38 vélar. Það hefur verið gagnrýnt fyrir lélega stjórn og þjónustu og kröfur hafa verið uppi um að það yrði einkavætt. Arið 1976 fórst Boeing 707 þota félagsins í Taílandi og fórust allir um borð, 55 manns og fólk á jörðu niðri. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti yfir hryggð sinnar og forseta- frúarinnar, Hillary Clinton, vegna slyssins og varaði við ótímabærum vangaveltum um að hermdarverk væri skýringin. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, gaf út yfírlýs- ingu þar sem hann lýsti „sárum harmi sínum“ og sendi öllum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Viðvörun í ágúst Tveir af starfsmönnum banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, voru í hópi þeirra sem leituðu á svæðinu og fleiri stofnanir öryggis- mála leituðu vlsbendinga um að vélinni hefði verið grandað af ásettu ráði. Mohammed Fahim Ra- yan, stjórnarformaður flugfélags- ins EgyptAir, sem átti vélina, var spurður hvort bandaríska flug- málastofnunin, FAA, hefði verið búin að vara félagið við vegna hót- ana hryðjuverkamanna. „Við ger- um allar varúðarráðstafanir og fá- um fjölda viðvarana frá öllum, þ.á m. FAA,“ svaraði hann. Bandaríska flugmálastofnunin sendi í september frá sér upplýs- ingar þess efnis að í ágúst hefðu ýmsar bandarískar stofnanir feng- ið bréf þar sem fullyrt var að senn myndi sprengju verða komið fyrir í flugvél sem legði upp annaðhvort frá Los Angeles-flugvelli eða Kennedy-flugvelli í New York. Verkfræðingur hjá egypsku olíufyrirtæki reyndi að fá sæti í EgyptAir þotunni sem fórst „Eg fæ að lifa lengur“ Boston, Kaíró. AP, Rcuters. AP Syrgjendur biðja saman f miðstöð múslfma á Long Island í New York á sunnudag. Fulltrúar Rauða krossins á Kennedyflugvelli veittu aðstandendum sem þar biðu áfallahjálp. HISHAM Ahmed Omar er verkfræðingur hjá egypsku ol- íufyrirtæki og hann gerði ár- angurslausa tilraun til að fá sæti í flugi EgyptAir nr. 990 beint til Kaírö en varð að sætta sig við að fara með annarri vél sem millilenti í London. Sú ferð tók 30 stundir, 18 stund- um lengri tíma en með beinu flugi. „Þessi 18 tíma munur merkir að ég fæ að lifa leng- ur,“ sagði hann. Um borð í Boeing-þotu eg- ypska flugfélagsins voru alls 217 manns. Af þeim voru 199 farþegar, þar á meðal reifabörn og 18 manns voru í áhöfn. Þrír úr áhöfninni voru starfsmenn félagsins sem ferðuðust frítt. 62 farþeganna voru Egyptar, 13 Kanadamenn, tveir frá Súdan, þrír Sýrlendingar og einn Chilemaður. Um borð voru meðal annars 54 bandarískir ferðamenn á leið í tveggja vikna skemmtiferð til að skoða Níl og piramfdana. Skipt var um áhöfn í New York og einn farþegi fór þá einnig úr vélinni. Er hann Ed McLaughlin, sérfræðingur í áfallahjálp, og hafði hann stjórnað námskeiði fyrir starfs- menn EgyptAir í Los Angeles. Nokkrum stundum eftir að hann fór frá borði var hann önnum kafinn við að liðsinna aðstandendum sem biðu frétta af leitinni. Fulltrúar Rauða krossins í Bandaríkjunum veittu aðstand- endum, er biðu frétta, áfalla- hjálp. Um 20 ættingjar komu saman á Ramada Plaza-hótelinu í grennd við Kennedy-flugvöll í New York. Starfsmenn Rauða krossins og múslímaklerkar hugguðu fólkið eftir bestu getu og borgarstjórinn í New York, Rudolph Giuliani, kom á stað- inn. Sumir ættingjar leituðu til miðstöðvar múslíma á Long Is- land. Á flugvellinum í Kaíró heyrð- ust ekkasog syrgjenda í hús- næði veitingastaðar þar sem yf- irvöld höfðu komið upp upplýs- ingamiðstöð fyrir ættingja þeirra sem voru um borð í Boeing-þotunni. Karlmaður á sjötugsaldri féll saman í sæti sínu. „Sonur minn, sonur minn,“ hrópaði hann og grét. Skipt um vakt vegna brúðkaups Aðstoðarflugmaðurinn Adel Anwar þurfti að flýta sér heim til Egyptalands vegna þess að hann hugðist gifta sig næstkom- andi föstudag. Hann skipti því á vakt við félaga sinn og var með- al flugmanna í flugi 990. Unnustan sagði upp starfi sínu á sunnudag, áður en fréttir bárust af slysinu, þar sem hún gerði ráð fyrir að verða heimavinn- andi. Hún hafði skreytt íbúðina og pakkað niður farangri vegna þess að ætlunin var að fara í brúðkaupsferð til New York, að sögn bróður Anwars í Kaíró. „Ég á fjölskyldumyndirnar mínar,“ snökti Wadida Farid, systir eins flugmannanna. „Ég á ekkert annað eftir. Þetta er svo hræðilegt.“ Karlmaður sýndi viðstöddum stúdentapassa með Ijósmynd af ungri dóttur sinni sem hafði verið í tvo mánuði hjá frænku sinni í Kaliforníu. Ætlunin var að hún kæmi heim 28. október. „Henni fannst svo gaman að hún seinkaði brottförinni,“ sagði fjölskylduvinur á staðn- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.