Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 551 þess að sambönd minnkuðu sumsstaðar tímabundið. En tíminn leið og aftur gáfust tækifæri til að rækta vinskapinn og nú í tæplega 20 ár hefur hópur félaga úr okkar gamla skóla hist reglulega, borðað saman, spilað golf, skemmt sér saman - oftast konunglega. Fjórir félagar úr þessum hóp hittust þó oftar og léku saman golf reglulega og í þeim keppnum vorum við Júl- íus ávallt „makkerar“. Golfferð til Skotlands sem við fórum fyrir 2 ár- um gleymist ekld og þó að önnur ferð hafí verið fyrirhuguð þá er henni frestað um óákveðinn tíma. Það er með djúpum söknuði og miklu þakklæti sem við félagamir kveðjum Júlla. Við vottum Lilju, börnum og fjölskyldu innilegustu samúð á erfíðri kveðjustund. Hafí Júlíus Sigurðsson þökk fyrir allt það góða sem hann gaf af sér. Blessuð sé minning hans. Jón Ásgeir Eyjólfsson og félagar úr V.f. ’66 Fráfall Júlíusar Sigurðssonar kom ekki á óvart þar sem ljóst var að hverju stefndi. Kynni okkar Júl- íusar hófust í Verslunarskólanum þar sem glaðværð einkenndi okkar samskipti. Árin í skólanum voru ánægjuleg en prúðmannleg fram- koma einkenndi hann. Eftir skólanám hóf Júlíus störf hjá Sindra-Stáli þar sem hann starfaði til æviloka. Hann tók sér frí frá störfum um nokkurt skeið og stundaði nám í Bretlandi sem kom honum að góðum notum í starfí sínu allt til æviloka. Hjá Sindra-Stáli gegndi hann starfi markaðsstjóra og síðasta árið sem fullrúi framkvæmdastjóra. Júlíus tók virkan þátt í þeirri uppbyggingu sem einkennt hefur fyrirtækið hin síðari ár. Þar starf- aði hann með mjög hæfum og áhugasömum hópi og má segja að hann hafi áunnið sér traust starfs- manna, stjórnenda og viðskiptavina fyrirtækisins. Samskipti okkar voru ávallt góð og er minningin um góðan dreng efst í huga þegar að kveðjustund kemur. Jóhann Briem. Maður er kominn á þann aldur að vera æ oftar að kveðja vini sína sem hverfa á brott til eilífðarinnar, von- andi til að láta til sín taka á æðri stöðum. Júlíus Sigurðsson, minn gamli vinur, er fallinn frá, langt um aldur fram. Veikindi Júlíusar, sem hann hefur glímt við í eitt ár, voru hræði- leg og áminning um hversu lán- samir þeir eru sem fá að njóta lífs- ins við góða heilsu, sem ekki er sjálfgefið. Þegar litið er yfir farinn veg í samfylgd okkar Júlíusar kemur margt upp í hugann, Til dæmis skíðafélagið okkar, sem við stofn- uðum 1972 með vinum okkar í Fram sem saman fóru þá 16 um veturinn til Noregs í fjórtán daga skíðaferð. Þá var nú gaman og mik- ið var hlegið og enginn hláturmild- ari en Júlíus. Gleði okkar í þessu ferðalagi og samstaða sem mynd- aðist varð til þess að Skíðadeild Fram var stofnuð snemma vors 1972. Við Júlíus vorum meðal ann- arra í fyrstu stjóm þess með miklar vonir og stóra drauma sem hafa að nokkru ræst. Samstæður hópurinn á í dag lyftu og myndarlegan skála í Eldborgargili í Bláfjöllum sem vígður var veturinn 1990, nokkuð eftir stofnun deildarinnar en fram til þess tíma voru menn trúir upp- byggingarmenn. Júlíus var þar í fararbroddi með dugmiklum vinum með brosið og spaugið á vörum. í minningunni var Júlíus einkar líflegur maður og þægilegur sem sárt verður saknað. Minningabrot þau sem ég á með honum af lífsleið- inni eru mér kannski þau merkustu í mínu lífi, skíði og fótbolti, svo og samkenndin, Frammarinn í okkur. Við andlát Júlíusar Sigurðssonar er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann sem vin og það er mikill söknuður að missa hann svo fljótt. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við Lilju Jónsdóttur, eftir- lifandi eiginkonu hans sem stóð sem óhaggandi klettur við hlið hans í veikindunum, svo og börnum þeirra og öðrum ættmennum sem eiga um sárt að binda. Manna eins og Júlíusar er gott að minnast. Moldin kallar menn til hinstu náða. merkin falla, er áður báru hátt, en viskan snjalla verður hér að ráða og veita alla liðsemd, grið og sátt En þeir sem njóta starfsins stuttu skeiðin og starfið hljóta að enda svona skjótt, þeir ísinn brjóta, en öðrum sækist leiðin. Urðar gijót ei stöðvar. Góða nótt. (H.G.) Gunnar V. Andrésson. Um miðjan sjötta áratuginn í blóma eftistríðsáranna festi fyrir- tæki föður míns, Sindri hf, kaup á nýjum Chevrolet vörubfl af árgerð 1955. Til að keyra bflinn var ráðinn Sigurður Júlíusson sem hafði þá um nokkurt árabil starfað hjá Mjólkursamsölunni. Hann reyndist fyrirtækinu mikill happafengur, með afbrigðum duglegur og ósér- hlífinn í öllu sínu starfi og annaðist bflinn af mikilli kostgæfni, enda göntuðust menn með að hann hugs- aði betur um bflinn en eiginkonuna. Á þessum árum þótti strákum spennandi að fá að sitja í og var ég engin undantekning þar á. Sigurð- ur tók oft með sér ungan son sinn, lágvaxinn snaggaralegan strák Júl- íus, þremur árum yngri en ég. Voru þetta fyrstu kynni mín af Júlíusi Sigurðssyni sem í dag er kvaddur langt um aldur fram eftir stutta en mjög erfiða sjúkdómsbaráttu. Júlli hóf fljótlega að vinna í Sindra á sumrin við þau störf sem til féllu. Að loknu verslunarprófi frá Versl- unarskólanum réðst hann tfl áfram- haldandi starfa hjá Sindra. Kom fljótlega í ljós að hann var enginn eftirbátur föður síns. Við störfuð- um mjög náið saman í vel á annan áratug og var erfitt að hugsa sér betri vinnufélaga. Hann var hörku- duglegur, ósérhlífinn, úrræðagóður og umfram allt greiðvikinn. Lund- arfarið var létt og var hann fljótur að skapa sér traust og væntum- þykju bæði meðal vinnufélaga og viðskiptavina. Slíkir menn verða gjarnan öflugir í hvers slags félags- starfsemi og var Júlli þar engin undantekning. Júlli var þeim kostum búinn að leyfa öðrum að vera þátttakendur. Ég fékk að fylgjast með þegar fyrsti bfllinn (blöðruskódi) var keyptur, nýi Willis blæjujeppinn, fyrsta íbúðin við Markland; húsinu við Ystasel, fyrstu kynnum af Lilju og Bettý litlu, fæðingu Inga Rafn- ars og síðar Jóns Páls. Að sjálfu leiðir að ég þekkti fjölskyldu Júlla vel þar sem, auk föður hans, sem starfaði sem bflstjóri hjá fyrirtæk- inu, sá Sigríður móðir Júlla um að gefa okkur á skrifstofunni síðdegis- kaffi. Eftir að við Júlli hættum að starfa saman fækkaði samveru- stundunum. En þegar náin kynni skapast milli manna á yngri árum myndast órjúfanleg bönd þannig að þegar við sáumst var þráðurinn tekinn upp að nýju og sagt frá þvi hvað á daga okkar hafði drifið, líkt og við hefðum verið að spjalla sam- an deginum áður. Stuttri og harðri baráttu, sem Júlli mætti af karlmennsku og kjarki er lokið. Að leiðarlokum vil ég þakka Júlla góða vináttu og ljúf- ar samverustundir. Fjölskyldu hans sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Ragnar Einarsson. Mig langar í örfáum orðum að kveðja kæran vin minn, Júlíus Sig- urðsson, sem látinn er eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem staðið hafði í rúmt ár. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Kg umveíji blessun og bænir, ég bið þess þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt og ný. (Þórunn Sig.) Til eru þær stundir í lífi mínu, að mig skortir orð til að lýsa tilfinning- um mínum á viðeigandi hátt. Þess vegna verð ég að láta mér nægja að votta þér að lokum mitt innilegasta þakklæti fyrir hverja stund, sem ég fékk að njóta þíns stóra hjarta, Júlli minn. Það að hafa átt því láni að fagna að eiga þig að vini, tel ég verulegan hluta af þeirri hamingju sem ég og fjölskylda mín býr við í dag. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verðabetrienéger. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið það líður allt of fljótt (Vilhj.Vilhj.) Ég bið góðan guð að styrkja alla ástvini þína; sér í lagi Lilju þína og börnin í þeirra sáru sorg. Hvíl þú í friði, vinur. Sigurður Sn. Gunnarsson og fjölskylda. Ég hef misst vin. Júlíus ákvað að skilja eftir líkama sinn vegna þess að hann var veikur, sjálfur fór hann til staðar sem við getum ekki séð en honum líður betur þar. Já, ég mun sakna hans. Til allrar hamingju get ég minnst þess hvemig hann var og gleymi honum ekki. Júlíus myndi ekki vilja að ég skrifaði langa sögu um það hvað mér líður illa eða að ég skrifaði eitt- hvað sem gerir okkur sorgmædd og ég ætla ekki að gera það. Ég vil bara segja að ég hef lært mikið um lífið af Júlíusi og hann hefur gert mig að betri manni. Svo Júlíus, takk fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Aart Schalk. í dag kveðjum við einn af stofn- endum og frumherjum skíðadeildar Fram, Júlíus Sigurðsson, en hann sat í fyrstu stjóm skíðadeildar Fram við stofnun hennar árið 1972 og þá sem meðstjórnandi, en síðan sem formaður 1974-1977. Hann var einn af þessum hægu og rólegu mönnum, sem áorka ótrúlegustu hlutum. Þegar hugur- inn hverfur til baka vom ekki svo fáar helgarnar sem hann og aðrir eldhugar fóm upp í Eldborgargil þar sem þeir höfðu ákveðið framtíð- arstaðsetningu skíðasvæðis Skíða- deildar Fram. Skíðalyftan sem snjóað hafði í kaf yfir vikuna, var þá mokuð upp frá því í birtingu á laug- ardagsmorgni og fram yfir hádegi og var þá hægt að renna sér 2-3 ferðir fram í myrkur og svo aftur á sunnudag nema þá nutu þeir þess að hafa mokað deginum áður, svo þeir náðu 5-6 ferðum þann daginn. Var þetta ótrúlega samstæður hóp- ur, þar sem eiginkonumar og böm- in lögðu einnig fram krafta sína. Ekki var óalgengt að 40-50 manns sætu með nestið sitt í núverandi lyftuskúr sem þá var „skíðaskáli Fram“ og töluðu menn aldrei um að þröng væri á þingi. Þegar ráðist var í að reisa þá Framlyftu sem við nú þekkjum og síðar núverandi skíðaskála, voru Júlli og fjölskylda mætt á staðinn til að drífa þessa hluti áfram og þannig hefur þetta gengið í gegn- um árin, ef leitað var til hans eftir aðstoð eða hjálp, var ávallt svarið, elsku vinur, ekkert mál. Jafnframt hefur deildin verið svo lánsöm að Lilja konan hans hefur skipulagt skíðaferðir til annarra landa fyrir félagið og Ingi Rafnar sonur þeirra hefur verið þjálfari hjá deildinni undanfarin tvö ár. Ég vil þakka fjölskyldunni allri það fómfúsa og óeigingjama starf, sem hún hefur lagt af mörkum fyrir deildina. Elskulega fjölskylda, Lilja, Bet- tý, Ingi Rafnar og Jón Páll, megi guð styrkja ykkur og styðja á erfið- um tímum. Minningin um góðan dreng mun lifa. F.h. skíðadeildar Fram, Sigurður Pétur Sigurðs- son formaður. í dag kveð ég með virðingu góð- an félaga og samstarfsmann, Júlíus Sigurðsson, sem látinn er eftir erfið veikindi. Kynni okkar hófust um mitt ár 1994 þegar ég hóf störf hjá Sindra Stáli hf. Ég hafði þá nýlega lokið tæknifræðinámi mínu, en var að sjálfsögðu reynslulítill. Júlíus hafði áratuga reynslu í stálviðskiptum og hafði sínar meiningar. Hann reynd- ist mér ákaflega vel sem lærifaðir og var samstarf okkar mjög gott, þótt oft fæmm við ólíkar leiðir að takmarkinu. Júlíus var afskaplega vel liðinn af samstarfsaðilum okkar, bæði inn- anlands og utan, og var þekktur fyrir ákveðni sína og eftirfylgni. Það sýndi sig best í heimsóknum mínum til hans síðustu mánuðina á heimili hans. Hann vildi fá fréttir af öllu því sem var að gerast í vinn- unni og spurði mig um allt mögu- legt, sérstaklega hvort ég hefði lok- ið því sem við tókum ákvörðun um í síðasta samtali. Hann var með hug- ann við starfið fram á síðasta dag. Ég er honum ákaflega þakklátur fyrir það traust sem hann sýndi mér, þegar hann sjálfur tók ákvörð- un um að draga sig í hlé vegna veik- indanna og mælti með mér sem eft- irmanni sínum. Mér verður það ávallt minnisstætt hve vel hann studdi mig á allan hátt og sýndi mér fullt traust til þess að taka við starfi hans. Ég votta fjölskyldu Júlíusar og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð og bið Guð að varðveita minningu hans. Þórhallur Óskarsson. Júlíus Sigurðsson náinn starfsfé- lagi minn til til margra ára er fall- inn frá á miðjum aldri. Það var dag einn fyrir u.þ.b. ári að hann tjáði mér að hann hefði greinst með ólæknandi sjúkdóm. Slíkur dómur reynir á skapgerð- areinkenni manna og það kom glöggt í ljós á þeim fáu mánuðum, sem síðan liðu hversu heilsteyptur maður hann var. Hann fékkst við þennan sjúkdóm með einstöku æðruleysi, var ekkert að vorkenna sjálfum sér, heldur var hugur hans allur við að búa í haginn fyrir fjöl- skyldu, vini og samstarfsmenn. Hann vissi sem var, að höfundur lífsins ræður ferð en við verðum að taka því sem að höndum ber. Hann byrjaði ungur að starfa hjá Sindra-Stáli og starfaði þar allan sinn starfsaldur eða um 30 ár, en tók sér reyndar hlé og dvaldi með fjölskyldu sinni í Englandi um tveggja ára skeið, þar sem hann stundaði viðskiptanám. Þessi ár voru honum og fjölskyldu hans afar dýrmæt. Hann varð markaðsstjóri Sindra-Stáls og síðast fulltrúi fram- kvæmdastjóra. Á löngum starfsaldri var hann að sönnu orðinn sérfræðingur á sínu sviði og naut virðingar og þekkti orðið alla, sem tengdust málmiðn- aði innanlands sem utan. Það var líka orðið þannig að fjöldi manna leitaði til hans ef þurfti að bjarga einhverju sérstöku eða eitthvað óvenjulegt kom upp á enda var hann einstaklega hjálplegur og vel liðinn jafnt hjá viðskiptavinum sem erlendum framleiðendum. Nú er því skarð fyrir skildi sem erfitt er að fylla. Júlíus var mikill fjölskyldumaður og hann var einstaklega félagslynd- \ ur, hjálpsamur og ósérhlífinn. Hann var gleðimaður, hafði alltaf gaman af lífinu, og þetta voru líka eiginleikar, sem nýttust honum vel í starfi sem byggðist mikið á mann- legum samskiptum. Ef taka þurfti til hendinni gat hann hrifið sam- starfsmennina með sér „kýlum á það“ var viðkvæðið og verkefnin voru drifin af. Hann var líka mikill keppnis- maður og áhugasamur um skíði og golf, ferðalög og gönguferðir sem hann stundaði jafnt heima sem er- lendis ef færi gafst til. Sjúkdómur sá sem Júlíus gekk með var erfiður og gerði það að verkum að þrekið þvarr þótt hugar- orkan væri óskert til síðustu stund- ar. Ég minnist þess oft hve Júlíus var stoltur af eiginkonu sinni og bömunum og hann naut þess líka í veikindum sínum að eiga góða og samhenta fjölskyldu sem aldrei vék frá honum. Við samstarfsmenn og stjóm- endur Sindra-Stáls viljum þakka fyrir að hafa haft tækifæri til að vera með Júlíusi í starfi og leik í öll þessi ár, sem skilja eftir ánægjuleg- ar minningar um góðan dreng, og við færam Lilju og börnunum og öðmm ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Bergþór Konráðsson. Kæri Júlíus. Við þekktumst svo vel, en þó svo lítið. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess hversu vel við náðum sam- an og hversu góð okkar samskipti vora. Samt sem áður, þó svo við töluð- um um svo margt, sem okkur var hugleikið og þó svo við leystum vanda íslenskra fyrirtækja og yfir- ~ leitt allan vanda heimsins okkar á milli, þá var vinskapur okkar ein- göngu í gegnum vinnuna. Þú heillaðir mig strax, þó svo að ég sæi þig ekki fyrr en löngu seinna. Þú kunnir lagið á mér þegar ég var óánægður og ég hafði alltaf vit á að snúa mér til þín. Eins vora ánægjustundimar margar. Tryggð þín við Sindra hf. var al- veg einstök og þú ert ekki síst ástæðan fyrir því hversu mikið ég skipti við ykkur. Við þekktum ekki fjölskyldu hvor annars, en ég veit að missir ástvina þinna er mikill og sendi þeim mínar innilegustu samúðar- . kveðjur og bið ég guð að styrkja þau. Síðustu mánuðir hafa verið erfið- ir, en nú er þeirri þrautagöngu lok- ið og ég veit að vel hefur verið tekið á mótiþér þegar þú hvarfst á annan vettvang. Við eigum ekki eftir að hittast hér aftur og ég sakna þín. Þú fylgdist vel með fyrirtækinu mínu og alltaf þegar þú komst til Akureyrar heimsóttir þú okkur. Eg veit að þú átt eftir að líta til okkar, þótt við verðum ekki varir við það. Vertu velkominn, vinur. Oddur Helgi Halldórsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru rit- vinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.