Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tryggingastofimn opnuð eftir miklar endurbætur á húsnæðinu Bætt þjónusta við viðskiptavini Morgunblaðið/Ásdís Dögg Káradóttir og Sigríður Ólafsdóttir segja endurbætur Trygg- ingastofnunar skila betri þjónustu til viðskiptavina. Ujá þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar á fólk að geta fengið allar upplýsingar um almannatryggingakerfið og þá kosti sem bjóðast. Það er liðin tíð að þeir sem eiga erindi í Tryggingastofnun séu sendir úr einni deild í aðra. Anna Sigríður Einarsdóttir kynnti sér nýja þjón- ustumiðstöð og gagn- gerar endurbætur stofnunarinnar. MIKLAR framkvæmdir hafa stað- ið yfír á húsnæði og starfsemi Tryggingastofnunar við Laugaveg síðan í fyrra. Þær breytingar sem almenningur verður þó eflaust einna mest var við er að nú má sækja allar upplýsingar um al- mannatryggingakerfið á einn stað. Dögg Káradóttir er forstöðu- maður þjónustumiðstöðvar sem nú er að finna á fyi-stu hæð Trygg- ingastofnunar. Hún segir miðstöð- ina bæta þjónustuhlutverk stofn- unarinnar til muna, en áður þurftu viðskiptavinir oft á tíðum að flakka milli deilda í leit að upplýsingum þar sem hver starfsmaður gat yfir- leitt bara svarað fyrir sína deild eða sitt verksvið. „Þannig að fólki var gert virkilega erfitt fyrir að nálgast okkur,“ segir Dögg. En þjónustumiðstöðin hefur verið starfrækt í tilraunaskyni í húsnæði Ti-yggingastofnunar á Tryggva- götu sl. ár og hafa á þeim tíma ver- ið sniðnir af ýmsir vankantar þeirr- ar þjónustu sem miðstöðin á að veita. Öll þjónusta á einum stað Hjá þjónustumiðstöðinni geta viðskiptavinir fengið allar upplýs- ingar og aðstoð á einum stað, sama um hvaða deild er að ræða. Sex al- mannatryggingaráðgjafar starfa í þjónustumiðstöðinni og sjá þeir um að senda gögn og umsóknir til við- eigandi deilda. Þá kynna ráðgjaf- arnir fólki einnig rétt þess varð- andi bætur svo dæmi sé tekið, en ráðgjafamir búa allir að góðri þekkingu á almannatryggingakerf- inu. Sex aðrir ráðgjafar starfa síðan í símaþjónustuveri sem hóf starf- semi í gær. Fólk getur því sparað sér sporin og hringt beint í síma- þjónustuverið eða haft samband á Netinu og er hægt að óska eftir að fá umsóknareyðublöð send heim, en Dögg segir símaþjónustuverið lið í því að bæta símasamband við stofnunina. Með nýja símakerfinu verður nefnilega unnt að sjá hve lengi fólk þarf að bíða og hve margir ná ekki sambandi og þannig verður hægt að auka mann- afla á álagstímum. Auk þess var endurgreiðsla reikninga, s.s. tannlæknareikn- inga, svo og útgáfa afsláttarskír- teina sem hefur verið til fjölda ára við Tryggvagötuna flutt til þjón- ustumiðstöðvar. „Markmiðið er að einfalda þjónustuna með hags- muni viðskiptavina að leiðarljósi; að þetta sé viðskiptavæn stofnun sem auðvelt sé að leita til,“ segir Dögg. Viðskiptavinir Tryggingastofn- unar eiga ekki lengur erindi annað en á fyrstu hæð hússins því ráð- gjafarnir senda öll mál til lífeyris-, lækna- eða sjúkratryggingasviðs til frekari úrvinnslu. Sigríður Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri þjón- ustu- og rekstrarsviðs, segir þetta óneitanlega hafa aukið öryggi í för með sér. Öll mál séu nú unnin fjarri afgreiðslu og þau læst í skjalaskápum þegar ekki sé verið að vinna í þeim, en þannig megi tryggja öryggi viðskiptavina. Forsenda nútíma- væðingar Húsnæði Tryggingastofnunar var orðið of lítið fyrir starfsemi stofnunarinnar á síðasta áratug og er því töluverður aðdragandi að þeim breytingum sem nú hafa ver- ið gerðar. Breytingar á húsnæðis- málum stofnunarinnar voru hins vegar taldar forsendur þess að hægt væri að nútímavæða stofnun- ina og þá þjónustu sem hún veitir. Afstaðnar breytingar hafa þannig í för með sér að starf Tryggingastofnunar sem frum- kvæðisstofnunar hefur verið auð- veldað til muna. Starfsmenn eiga nú léttara með að eiga frumkvæði að breytingum þar sem þeim er ekki falið að sjá um allt í einu og gefst þannig tækifæri til að kafa dýpra í hvert mál og koma þannig frekar auga á hverju sé ábótavant. Þá auðveldar nýtt skipurit enn frekar alla vinnu. Áður heyrðu sextán deildarstjórar beint undir forstjóra, en nú er um að ræða fjögur svið sem ákveðnir starfs- þættir falla undir. „Áður var mikill deildamunur," segir Sigríður. „Mál bárust víðsvegar um hús eftir eðli. Einstaklingurinn var þannig bút- aður niður eftir málaflokkum og engin heild myndaðist. Fólk hafði það því á tilfínningunni að mál dyttu milli laga og það fór burt með efasemdir um að það hefði fengið allar upplýsingar. Ef þú veikist núna þá getirðu verið nokk- uð öruggur um að réttur þinn sé að fullu kannaður, sama undir hvaða svið hann heyrir.“ Húsnæði fullnýtt Forsenda allra þessara breyt- inga var þó sú að þjónustumiðstöð yrði sett á laggirnar og afgreiðsla aðskilin frá vinnslu mála. Til að slíkt reyndist unnt varð að koma allri þjónustu fyrir á einni hæð. Viðbygging við fyrstu hæð var því reist til að koma þjónustumiðstöð- inni fyrir. Þá voru milliveggir rifnir og svo kölluð „dauð svæði“ nýtt þannig að nú starfa 140 manns þar sem var rými fyrir 120 áður, en starfsfólk Tryggingastofnunar við Tryggvagötu er nú flutt upp á Laugaveg. Fullnýting húsnæðisins krafðist þess þó að rými hvers starfsmanns væri vandlega kannað og vinna flestir í opnu rými eftir breyting- arnar. Aðrar umbætur höfðu síðan m.a. í för með sér að mötuneyti í sinni fyrri mynd var lagt niður, herbergi undir súð var gert að tölvuvélarsal og geymslu á 5. hæð var breytt í skrifstofuhúsnæði. Heildarkostnaður við endurbæt- urnar er áætlaður á bilinu 280-300 milljónir króna, en auk endurbóta á húsnæði og húsbúnaði var mikið lagt upp úr vinnu við öryggismál þannig að tryggja megi öryggi við- skiptavina jafnt sem starfsmanna. Þá voru einnig lagðar nýjar tölvu- lagnir og forrit samin til að hraða allri vinnslu. „Við fórum í mun um- fangsmeiri framkvæmdir en til stóð í fyrstu," segir Sigríður. „Það var hins vegar ákveðið að ljúka þessum framkvæmdum þannig að stofnunin geti verið hér áfram án þess að fleiri breytinga verði þörf á næstunni, því endurbæturnar bjóða upp á að breyta má húsnæð- inu samfara breyttum þörfum." Rekstur grunnskólans í Hafnarfírði boðinn út? ÖGMUNDUR Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, spurði Björn Bjarnason menntamálaráðheira að því í fyrir- spurnatíma á Alþingi í gær hvort hann hefði í bígerð að veita póli- tískt leyfi til þess að menntun yrði boðin út. Vísaði Ögmundur þar til beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um heimild til að bjóða rekstur gi-unnskólans þar í bæ út. I máli Ögmundar kom fram að bæjaryfnvöld í Hafnarfirði biðu nú svars frá ríkisstjórn og mennta- málai'áðherra um það hvort leyfi fengist fyrir því að bjóða rekstur grunnskólans í Hafnarfirði út. Sagði Ögmundur að fram hefði komið í fréttum að bæjaryfirvöld bæru fyrir sig fjárhagsvanda sveit- arfélagsins sem m.a. hefði hlotist af rekstri gnmnskólans. Vildi Ógmundur fá að vita hvort ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því að fjárhagsstaða Hafnai’fjarð- arbæjar yrði treyst, þannig að sveitarfélagið gæti staðið að rekstri grunnskólans með sóma. „Eða verður veitt pólitískt leyfi til að bjóða menntunina út þótt það hafi sýnt sig erlendis að slíkt sé kostnaðarsamara fyrir samfélagið þegar til langs tíma er litið og ávís- un á mismunun?" Getur leyft sveitarfélögum að gera tilraunir með reksturinn í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra kom fram að hvað fjárhagsþáttinn varðaði væri fyrirliggjandi samningur um það hvernig staðið skyldi að fjárskuld- bindingum á milli ríkis og sveitar- félaga vegna flutnings grunnskól- ans til sveitarfélaganna, sá samn- ingur væri í gildi og að innan hans störfuðu sveitarfélögin. Bjöm sagði að hvað varðaði hinn þátt fyrirspurnar Ögmundar væri ekki ljóst hvernig tekið yrði á er- indi Hafnarfjarðarbæjar, það væri ALÞINGI til athugunar í menntamálaráðu- neytinu og sagði ráðherrann að enn ættu eftir að koma nánari til- lögur frá Hafnarfjarðarbæ um ein- staka þætti málsins. Samkvæmt grunnskólalögum hefði mennta- málaráðherra hins vegar heimild til að veita sveitarfélögum og öðr- um leyfi til að gera tilraunir með rekstur grunnskólans og sagði menntamálaráðherra að á grund- velli þeirrar heimildai' gæti hann brugðist við erindi Hafnarfjarðai'- bæjar. Alþingi FUNDUR í Alþingi hefst kl. 13.30 í dag og eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Stjórnarskipunarlög, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 2. Heildarstefnumótun í málefnum barna og ung- linga, fhr. fyrri umræðu (at- kvgr.) 3. Almannatryggingar, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 4. Málefni innflyljenda á Islandi, frh. fyrri umræðu. (atkvgr.) 5. Skýrsla utanríkisráð- herra um utanrikismál. 6. Aðild að Haag-samningi um vernd og ættleiðingu milli landa, fyrri umræða. 7. Samningar um flutning dæmdra manna, fyrri um- ræða. Fjöldi kampýlóbaktersýkinga á fslandi 103% aukning það sem af er þessu ári ÞAÐ sem af er þessu ári hafa 393 manns greinst með kampýlóbakter- sýkingu og er það 103% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspum Sighvats Björgvins- sonai', þingmanns Samfylkingar, um kampýlóbaktersmit á Islandi sem lögð var fram á Alþingi í gær. í svari ráðherrans kemur fram að kampýlóbaktersýkingar voru tiltölulega fátíðar fram til ársins 1995 en þá tók að bera á nokkurri aukningum tilfella. Árið 1998 fjölg- aði tilfellum síðan umtalsvert eða úr 93 árið 1997 í 220. Það sem af er þessu ári hafa greinst 393 tilfelli, eins og áður kom fram, er það 103% aukning. Langflestir hafa smitast innan lands en einnig kemur fram í svari heilbrigðisráðherra að flestir þeirra sem sýkst hafa á undanföm- um árum séu á aldrinum 20-39. Sighvatur spurði ráðherrann til hvaða aðgerða hann hygðist grípa til þess að verja almenning fyrir sýkingarhættu af völdum kampýló- bakter og segir í svari ráðherrans að fyrst og fremst leggi landlækn- isembættið, í samvinnu við sýkla- fræðideild Landspítalans og Holl- ustuvernd ríkisins, áherslu á að upplýsa almenning um vandamálið og um það hvernig hann geti forð- ast smit. Jafnframt hafi verið unnið að því að draga úr mengun í matvæla- fi-amleiðslunni að undanförnu og að ætla megi að nokkur árangur hafi náðst í því efni þar sem fækkun til- fella var umtalsverð í ágúst og september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.