Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUÖAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MÖRGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR Fyrri umferð forsetakosninga í Ukrainu Urslit í seinni umferð kosninganna tvísýn Kiev. Reuter, AP. LJOST er að önnur umferð verður haldin í forsetakosningunum í Úkraínu því enginn af þrettán frambjóðendum hlaut meirihluta í kosningunum þar á sunnudag. I seinni umferðinni verður kosið milli núverandi forseta landsins, León- íds Kútsma, og Petro Symonenko, formanns Kommúnistaflokks Úkraínu. Forsetinn fékk rúmlega 36% atkvæða í kosningunum en Symonenko rúm 22%. Aðrir frambjóðendur hlutu mun minna fylgi. Olexander Moroz, sem talinn er hófsamur vinstrimaður, og Natalya Vitrenko, sem líkt og Symonenko hefur boðað afturhvarf til sósíalisma, hlutu bæði um 11%. Úrslit í seinni umferð kosninganna eru talin geta ráðist af því hvort vinstrisinnaðir kjósendur muni sameinast um Symonenko í seinni umferðinni. Deildar meiningar eru um hvort kosningamar hafi farið fram eftir settum reglum og ásakanir um kosningasvik hafa heyrst. Það er þó ljóst að úrslitin verða tekin gild. Kosningaþátttaka var yfir 70% sem er heldur meiri þátttaka en í for- setakosningunum 1994.37 milljónir kjósenda voru á kjörskrá. Austur eða vestur? Kosningarnar nú eru af mörgum taldar snúast um það hvort Úkra- ínumenn muni fremur halla sér í austur eða vestur á komandi árum. Þeir frambjóðendur sem kosið MYNDSAUMUR Hellisgata 17, 220 Hafnarfjörður Sími 565 0122 www.if.is/myndsaumur SÉRMERKTAR HÚFUR OG HANDKLÆÐI Afsláttur til 15. nóv. Fáið sendan myndalista Reuters Kútsma forseti óskar höfuðkeppinautinum Symonenko til hamingju með árangurinn í kosningunum. verður á milli í seinni umferðinni hafa mjög mismunandi skoðanir á því hvert Úkraínu beri að stefna og standa í ýmsum skilningi fyrir gagnstæð pólitísk sjónarmið. Að sumu leyti eru þeir einnig fulltrúar fyrir landfræðilegar og menningar- legar andstæður. Forsetinn nýtur einkum fylgis meðal íbúa í Norð- vesturhluta landsins, meðan Sym- onenko sækir fylgi sitt aðallega til rússneskumælandi íbúa í Austur- og Suður-Úkraínu. Symonenko, sem er 47 ára fyrr- um starfsmaður sovéska kommún- istaflokksins, hefur heitið því að koma aftur á sósíalisma í landinu nái hann kjöri. Loforð hans um að vega að misskiptingu auðs og að „illa fengið" fé verði gert upptækt og nýtt í almanna þágu virðast hafa fallið í kramið hjá kjósendum. Hann hefur gagnrýnt valdhafa í landinu fyrir að láta Vesturlönd segja sér fyrir verkum, bæði í innaríkis og utanríkismálum. Hann hafnar samvinnu við NATO og að- hyllist nánari tengsl við Rússa og Hvítrússa. Symonenko hefur enn- fremur sagt að hann hyggist af- nema forsetaembættið nái hann kjöri. En þrátt fyrir mjög eindreg- inn áróður í anda sósíalsima hefur hann sagt að „heiðarlegur" einka- rekstur muni verða látinn óáreitt- ur. Kjötdeilan í Evropu Yiðbrög'ð Frakka vænt- anleg á fímmtudag The Qaily Telegraph FRONSK stjórnvöld hafa til- kynnt að þau muni á fimmtudag svara úrskurði sérfræðinganefnd- ar Evrópusambandsins, er í síð- ustu viku komst að þeirri niður- stöðu að enginn rök væru fyrir áframhaldandi innflutningsbanni á bresku nautakjöti. Greindi Dav- id Byme, sem fer með heilbrigð- is- og neytendamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, frá þessu í gær. Byrne sagði einnig að ráðherr- ar úr ríkisstjórnum Bretlands og Frakklands væru væntanlegir til Brussel í dag til að ræða um lausn deilunnar. Frakkland og Þýskaland eru einu ríkin sem hafa ekki heimilað innflutning á bresku nautakjöti á ný eftir að framkvæmdastjórn ESB ákvað að leyfa útflutning á því í ágúst síðastliðnum. Málið verður tekið fyrir í sam- bandsráði þýska þingsins á næst- unni. I sambandsráðinu, sem er efri deild þingsins, eiga fulltrúar sambandslandanna sæti og þarf samþykki meirihluta þeirra til að aflétta innflutningsbanninu. Á vefsíðu breska blaðsins The Tim- es kemur fram að fulltrúar sjö af 16 sambandslöndum Þýskalands hafi lýst sig andvíga því að bannið verði numið úr gildi. Ráðherrar í nokkrum landsstjórnum hafa einnig lýst vonbrigðum með nið- urstöðu vísindanefndarinnar og þýskir vísindamenn vilja að inn- flutningsbannið verði í öryggis- skyni framlengt til ársins 2001. ■ 1" Náttúrusköp nr. 2. Náttúrubrot MYIVDLIST L i s t h ú s i ð F o I d MÁLVERK ERLINGUR JÓN VALGARÐSSON Opið virka daga frá kl. 10-18. Laugardaga kl. 10-17. Sunnu- daga kl. 12-17. Til 7. nóvember. Aðgangur ókeypis. NÁTTÚRUBROT, nefnir Ak- ureyringurinn Erlingur Jón Valgarðsson allar 40 myndir sínar í listhúsinu Fold, og til viðbótar, Helgur staður. Skil- greinir það á þann veg; „Jörðin er helgur staður. Ekki aðeins er hún heimili okkar, heldur einnig uppspretta alls lífs. Þess vegna er mér eiginlegt að mála náttúruna og þannig votta ég henni virðingu mína. I mál- verkunum skapa ég mér helgi- reiti, griðastaði, sem ég get leitað til, látið hugann reika og vonandi leyft öðrum að njóta.“ Erlingur Jón, sem er búsettur á Akureyri, er óskrifað blað hér sunnan heiða, nam við mynd- listarskólann á staðnum, og hjá einhverjum Rafael Lopes í Fal- un í Svíþjóð og við Haralds- boskolen. Eins og að líkum lætur er hér um bein náttúruhrif að ræða í bland við rómantísk við- horf sem er besta mál nú á dög- um er háskalegustu og afdrifa- ríkustu styrjaldirnar eru ekki á háðar milli jarðarbúa, heldur við náttúrusköpin og lífríkið. Frá slíkum orrustum segir ekki í æsifréttum fjölmiðla og þó herma vísindamenn okkur, að dag hvem deyi lífverur út af mannavöldum, sem lifað hafa á jörðinni í milljónir ára. Þá eru vötn og höf víðast baneitruð, ósonlagið stöðugt að þynnast og opna leið fyrir dauðageisla sólar, auk þess sem himinhvolf- ið er fullt af rusli eftir geimskot og gervihnetti. Hraðinn og hávaðinn gerir það að verkum að hinn hugs- andi maður leitar æ meir til þagnarinnar og friðsældarinn- ar, en uppgötvar þá að þar verða stöðugt fleiri ljón á vegi hans, slíkir unaðsreitir sífellt fágætari. Og unaðsreiti eða, Shangri La, mætti nefna myndefni Erl- ings Jóns en í þeim hlykkjast og bylgjast hólar ásamt lárétt- um landræmum um myndflötin þveran og endilangan í reglu- legri hrynjandi, yfir öllu ljós himinfesting. Maðurinn er horfinn út úr myndinni og ein- ungis eitthvað kringlótt í lík- ingu við heybagga minnir á til- vist hans. Ekki svo óraunhæft og mætti vera vísun til framtíð- arinnar og orða vísindamann- sins heimskunna, sem sagði nýlega; að með þessu framhaldi væri nauðsyn á fjórum álíka stórum hnöttum til viðbótar ætti mannkynið að halda lífi. Allar eru myndirnar í jarð- litum, til áhrifaauka ásamt með svörtum einingum sem skera ræmuheildina, en mynda á stundum hreinan sjónbaug. Getur í senn verið einföld vísun til hinna blökku skugga sem oft koma fyrir í náttúrunni sem hljóður og óræður boðskapur um háska og heimsslit. Alveg ósjálfrátt fór rýnirinn að fabúlera þannig og mega það jafnt vera náttúruleg sem fráleit viðbrögð við einsleitum átakalausum skiliríunum er við blöstu á veggjunum. Um er að ræða eins konar landslagsstef, endurtekið í síbylju, getur allt eins verið ímynd víðátta á stöðluðum hnetti, útópía fram- tíðarinnar með iðgræna velli, bjarta himinhvelfingu og ávöl náttúrusköp. Voldugar og sömuleiðis staðlaðar umgerðir prýða svo þessar hljóðu og þekkilegu myndheildir. Bragi Ásgeirsson # C#;#' Þriðjudags Holtakjúklingur með eplum, karrý og sveppasosu, Þriðjudagskjúklingur Einn kjúlingur í bitum (um 1 kg) • 2 msk. olía • 3 tsk. karrý • 1 epli • 1 stór laukur • 1 dós sveppasúpa • 1 bolli rjómi • kryddiö meö salti, pip- í ar og paprikudufti eftir smekk. j Hitiö ofninn í 175 °C. Brúnið smátt skorinn laukinn og eplið viö vægan hita 1 í olíu, kryddiö meö karrý. Bætiö sveppasúpunni út í ásamt rjómanum og j hræriö vel saman. Raöiö kjúklingabitunum í eldfast mót, kryddið með salti, ninar on nanriku. hallið sósunni vfir kiúklinoinn. Bakið í ofni í 50 mín. pipar og papriku, hellið sósunni yfir kjúklinginn. Bakiö í ofni í 50 mín Berið fram meö grænmeti og brauði. I ,,♦ ♦ m Mm J .♦. * ♦ 100 q kiúklingakjöts \nniha\da ■ Hltaeiningar 167 , Prótín 19.40% l Fita alle 11,90% , B6-vítamín 0.55 mg 1 B12-vítamm 0,33 \ig , Kalk 6,9 mg Reykjagorður hf „♦ f ♦ V ♦' "V ♦ * V •A ♦ ♦ ,„♦. ■ *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.