Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 68
Tí>8 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fernandez og Francisco spila fyrir matargesti á Genghis Khan.
Nr. var vikur Mynd Utgefandi Tegund
1. 3. 2 Ariington Road Hóskólabíó Spenna
2. 2. 3 8Mm Skífan Spenna
3. 1. 1 Austin Powers: The Spy Who Shagged Me Myndform Gaman
4. NY 6 Civil Action, A Cic Myndbönd Spenna
5. NÝ 1 Message In A Bottle Warner Myndir Drama
6. 4. 4 Payback Warner Myndir Spenna
7. 5. 5 At First Sight Warner Myndir Drama
8. NÝ 1 Existenz Myndform Spenna
9. 8. 7 The Deep End Of The Ocean Skífan Drama
10. 7. 3 She'S All Thcrt Skífan Gaman
Gleyma aldrei
kossi Evitu
ÞAÐ sem gefur tvíeykinu síbros-
andi frá Paraguay í sveitinni Dos
Paraguayos gildi er að sögn kunn-
ugra að það spilar alltaf með hjart-
anu.
Annar hljóðfæraleikarinn, Felix
Deralta Fernandez, horfir djúpt í
" augun á áheyrendum og matargest-
um á kínverska veitingastaðnum
Genghis Khan og hinn, Francisco
Marecos Olmedo, heldur sig aðeins
til hlés - þeir minna svolítið á Símon
Dalaskáld og Guðmund dúllara.
Svo plokkar Fernandez strengina
af hjartans lyst á hraða sem jafnvel
fiskverkamenn yrðu stoltir af, hvort
sem tónarnir færa manni Zorba að
hætti Grikkja eða Það var um kvöld
eitt að Kötu ég mætti, fyrsta ís-
lenska lagið í flutningi þeirra, en á
næsta ári munu þeir félagar gefa út
geisladisk hérlendis.
En hverjir eru þessir syngjandi
glöðu samlandar frá Suður-Amer-
íku? Þeir kynntust árið 1951 þegar
"V.skipulögð var allsherjar tónlistar-
keppni í Argentínu fyrir börn frá
gervallri Suður-Ameríku. Báðir
voru Fernandez og Francisco full-
trúar Paraguay ásamt fimm öðrum
börnum og unnu keppnina. „Við
vorum heiðrarðir á ieikvangi Boca
Juniors og mér er það ógleymanlegt
þegar Evita Peron kyssti okkur,“
segir Francisco og bætir við: „Leið-
ir okkar Femandez skildi aldrei eft-
ir þetta."
Sveitin fékk
24 gnllplötur
Síðar gengu þeir til liðs við sveit-
ina Los Paraguayos sem naut mik-
illa vinsælda frá síðari hluta sjötta
áratugarins fram á síðari hluta átt-
unda áratugarins. Fernandez spil-
aði fyrst með sveitinni árið 1964 í
London Palladium og Fransisco ár-
ið 1968 í Olympia í París. Sveitin
náði alls 24 gullplötum og seldi alls
yfir 40 milljónir platna. Hún lagði
svo upp laupana þegar höfuðpaur-
inn, Luis Alberto Del Parana, lézt
fyrir 23 árum. En Femandez og
Francisco voru ekki á þeim buxun-
um að hætta og í fámenninu héldu
þeir áfram undir nafninu Dos
Paraguayos.
Spilað hjá Callas
og Onassis
Og þeir hafa komið víða við á ferl-
inum og segjast hafa spiiað fyi'ir
heimskunnar pesónur á borð við
Winston Churchill, Grace Kelly,
Gregory Peck, Övu Gardner, Peter
O’Toole - listinn er mun lengi'i.
Þeim fimmst skemmtilegast að rifja
upp er þeir spiluðu á bátnum
Christinu fyrir Ai-a Onassis og
Mariu Callas. Þar voru haldnar
miklar veislur og Frank Sinatra,
sem söng vel á spænsku, að sögn
þeirra félaga, tók með þeim lagið.
Anthony Quinn var einnig á staðn-
um þótt ekki fylgi sögunni hvort
hann dansaði zorba. Svo spiluðu
þeir eitt sinn í matarboði hjá skáld-
inu Pablo Neruda.
Dos Paraguayos verða hérlendis
fram í lok nóvember þegar þeir
halda á suðlægari slóðir. Þeir segj-
ast alltaf vera fúsir að spila í góð-
gerðarskyni fyrir þá sem eiga um
sárt að binda. Svo halda þeir líka
með íslenska landsliðinu. „Við vor-
um miklu betri en Frakkar," segir
Fernandez. „Það var bara dómar-
inn sem var til vandræða."
VINSÆLIISTU
MYNDBÖNDIN
A ISLANDIK-ui,
11. 6. 3 Shakespeore In Love Cic Myndbönd Gaman
12. 11. 2 Waking Ned Bergvík Gaman
13. 9. 6 Patch Adams Cic Myndbönd Gaman
14. 10. 2 Varsity Blues Cic Myndbönd Drama
15. 12. 2 200 Cigarettes Hóskólabíó Gaman
16. NÝ 4 l'LI Be Home For Christmas Sam Myndbönd Gaman
17. 13. 10 Festen Hóskólabíó Dramn
18. 15. 4 One True Thing Cic Myndbönd Drama
19. 16. 7 Cube Stjörnubíó Spenna
20. Al 1 Corruptor Myndform Spenna
IltlTnÍ ■linTTTTTTTTTTTTÍ I ill'TTl ÍIHI
Jeff Bridges í hlutverki prófessorsins í Arlingtonstræti.
Spenna í úthverfi
Fyrsta re^la Fi^ht Club er...
þú talar ekki um Fi^ht Club.
Fieht
flub
(Bdrcldfjaklúbbunnn)
tvrópufrumsijnc!
5. nóvember
www.tylerdurden.com
EFSTA myndin á Myndbanda-
lista vikunnar er Arlingtonstræti
með þeini Tim Robbins og Jeff
Bridges í aðalhlutverkum, en
myndin fjallar um háskólapró-
fessor sem kemst að því að ekki
er allt sem sýnist hjá nágrönnun-
um þrátt fyrir lýtalaust yfirborð.
Nicolas Cage rannsakar undir-
heima klámiðnaðarins í 8MM sem
er í öðru sæti eins og í fyrri vik-
unni, og toppmynd síðustu viku
um njósnarann Austin Powers
fellur niður í þriðja sætið.
Fjórar nýjar myndir koma inn
á lista vikunnar og ber þar hæst
myndina „Civil Action“ með John
Travolta í aðalhlutverki, en hún
er í 4. sæti listans. I fímmta sæt-
inu er Flöskuskeyti með þeim
Kevin Costner og Robin Wright
Penn. Hryllingsmeistarinn David
Cronenberg á heiðurinn af
myndinni eXistenZ sem er í 8.
sæti listans, en þar hefur hann
leitt óhugnaðinn inn í heim tölvu-
leikja og fara þau Jennifer Ja-
son-Leigh og Jude Law með að-
alhlutverkin. Það er síðan jóla-
myndin Eg kem heim um jólin
sem er úr smiðju Walt Disney
sem er síðasta nýja mynd listans
og er hún í 16. sætinu.
ALHLÐA TOLVUKERFI
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Yfir 1.500 notendur
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Dos Paraguayos spila á Genghis Khan