Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 1
249. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræðir við leiðtoga Israels og Palestínumanna í Osló Vonast til að greiða fyrir samkomulagi Ósló. Reuters, AP. AP Bill Clinton Bandaríkjaforseti veifar til norskra barna sem fylgdust með er forsetinn og Haraldur Noregs- konungur skoðuðu heiðursvörð fyrir utan konungshöllina í Ósló í gær. Landamæri Tsjetsjníu opnuð að hluta Við landamæri Tsjetsjníu og Ingúshetíu, Grosní. Reuters, AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær vonast til þess að fund- ur sinn með leiðtogum ísraela og Palestínumanna í Ósló í dag myndi blása nýju lífi í friðarviðræður þeirra og greiða fyrir því að varan- legt friðarsamkomulag næðist milli þjóðanna innan tíu mánaða. Hann varaði þó við of mikilli bjartsýni og sagði að leiðtogar Israela og Palest- ínumanna þyrftu nú að taka „erfiðar ákvarðanir" sem gætu ráðið úrslit- um um framvinduna. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, komu saman seint í gærkvöldi og ráðgert er að þeir ræði við Clinton í dag. „Ég myndi telja það raunveruleg- an árangur ef þeir næðu samkomu- lagi um þær aðferðir sem nota ætti í framhaldinu," sagði Clinton við fréttamenn í Ósló. Þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkj- anna heimsækir Noreg. Nýr Camp David-fundur? Palestínskur embættismaður sagði að fundur Baraks og Arafat myndi snúast um hvernig haga ætti friðarviðræðunum fremur en um málefnin. Leiðtogamir komu til Óslóar til að minnast Yitzhaks Ra- bins, fyrrverandi forsætisráðherra Israels, sem var myrtur fyrir fjór- um árum eftir að hafa hafið tíma- mótaviðræður við Arafat í Ósló árið 1993. Barak sagði að á fundinum í dag yrði ef til vill ákveðið að efna til nýs leiðtogafundar á næstu vikum til að greiða fyrir því að samkomulag næðist um meginatriði friðarsamn- ingsins. Embættismenn hafa sagt að Clinton kunni að boða til fundar í líkingu við leiðtogafund Israela og Egypta í Camp David, nálægt Was- hington, árið 1978, en honum lauk með tímamótafriðarsanmingum og fyrsta samningi Israela við arabaríki. Clinton sagði að ekki væri tíma- bært að ræða slíkan fund en virtist Ijá máls á hugmyndinni. „Það er ekkert sem ég myndi ekki gera ef ég teldi það stuðla að varanlegum friði í Miðausturlöndum," sagði hann. „Ég tel ekki að menn geti vænst einhvers konar tímamótajrfirlýsing- ar hér,“ bætti Clinton við. „Það er af og frá að þeir geti komið hingað og náð samkomulagi í viðræðum við mig um stóru málin. Núna er mikil- vægast að leiðtogamir tveir hafa sett sér metnaðarfull tímamörk og að þeir komi sér saman um hvemig þeir ætli að standa við þau.“ ■ Ibúunum þykir/29 ÞUSUNDIR skelkaðra flótta- manna, sem hafa beðið í um viku eft- ir því að geta yfirgefið Tsjetsjníu, sátu í gær enn fastar við vegartálma við landamærin að grannhéraðinu Ingúshetíu, er Rússar létu sprengj- um rigna yfir nærliggjandi þorp. Rússneskir landamæraverðir opnuðu í gær aftur fyrir umferð flóttamanna yfir landamæri Tsjet- sjníu að Dagestan og Stavropol, en ekki til Ingúshetíu. Ekki fengust skýringar á því hví þeim landamær- um var haldið lokuðum, en þar bíða langflestir flóttamennirnir þess að komast í ömggt skjól undan herför Rússa gegn uppreisnarmönnum múslima í Tsjetsjníu. AUs hafa um 200.000 manns flúið átökin, þar af um 170.000 til Ingúshetíu. Karl Bretaprins með son sinn á refaveiðar Andstæð- ingar veiða reiðir Lundúnum. Reuters. KARL Bretaprins kallaði um helgina yfír sig reiðilestur and- stæðinga veiða villtra dýra með því að fara með son sinn Vilhjálm prins á refaveiðar. Tony Blair forsætisráðherra hefur lýst því yfir að ríkisstjórn- in muni sjá til þess að refaveiðar með hundum verði bannaðar með lögum, með þeim rökum að veið- arnar séu villimannlcg dýra- níðsla. Karl Bretaprins og ást- kona hans Camilla Parker Bow- Ies taka hins vegar reglulega þátt í refaveiðaútreiðum. Vilhjálmur prins, sem er 17 ára, hefur að vísu áður tekið þátt í refaveiðum, en andstæðingar veiðanna tóku það illa upp að Karl skyldi hafa valið að taka hann með sér á veiðar nú þegar deilan um veiðarnar er á við- kvæmu stigi. Fylgjendur veiðanna segja að 16.000 manns í sveitum landsins myndu missa vinnuna ef hin aldagamla hefð fyrir refaveiðum yrði bönnuð. Saka þeir ríkis- stjórnina um skilningsleysi á íþróttinni. Æsifréttablöðin í Bretlandi birtu uppsláttarmyndir af feðg- unum við veiðarnar. Var þar tek- ið fram að Harry prins, yngri bróðir Vilhjálms, hefði fylgzt með af baksæti torfærubifhjóls. Talsmaður samtaka andstæð- inga veiðanna sagði Karl prins beita syni sfnum í „pólitískum leik“ og brjóta þar með gegn hinu hefðbundna hlutleysi í stjórnmálum sem konungsíjöl- skyldan hefur kappkostað að halda í heiðri. Allir sem um borð voru í Egy pt Air-þolunni taldir af Newport á Rhode Island, Washington, Boston. AP, Reuters. LEITARMENN gáfu í gærkvöldi upp alla von um að nokkur hinna 217 sem voru um borð í Boeing-þotu flugfélagsins EgyptAir, sem fórst skammt frá Nantucket-eyju við strönd Massachusetts á sunnudagsmorgun, fyndist á lífi. En stórt stykki úr flugvélarflakinu fannst og hljóðmerki var numið sem talið er koma frá flug- ritum vélarinnar. Sjávarhiti á þessum slóðum var um 15 gráður á Celsius og ólíklegt er talið að fólk lifi meira en fimm til sex stundir í svo köldum sjó. Skip banda- rísku strandgæslunnar leituðu á svæðinu og fannst nokkurt brak, þar á meðal svo stórt stykki að nota varð öflugan krana til að lyfta því, að sögn talsmanns flotans. Einnig fannst eitt lík og merki um fleiri. „Það er öllum fyrir beztu að hætta að reikna með því að finna nokkum á lífi,“ sagði Richard M. Larrabee, flotaforingi í bandarísku strand- gæzlunni, á blaðamannafundi í gærkvöldi. Slysið er hið mannskæðasta í sögu EgyptAir. Tæki leitarmanna námu merkjasendingar sem talið er að komi frá einum af ílugritum vélarinn- ar, svonefndum „svörtum kössum“, er safna upp- lýsingum jafnóðum um gang flugsins. Mun það auka mjög möguleikana á að komast að ástæðum slyssins takist sérþjálfuðum köfurum sjóhersins að ná flugritunum upp af hafsbotni. AP Hnuggnir aðstandendur fólks sem fórst með þotunni er hér í gær á leið frá New York út á Rhode Isiand, sem næst er slysstaðnum. Alls voru 217 manns um borð í þotunni, þar af rúmlega 100 Bandaríkjamenn og 62 Egyptar. Tölur um skiptingu eftir þjóðerni voru annars nokkuð óljósar en líklegt er talið að 22 Kanada- menn hafi einnig verið í vélinni. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Hosni Mu- barak Egyptalandsforseti lýstu báðir yfir hryggð sinni vegna atburðarins og hinn fyrmefndi bað fólk að vera ekki með vangaveltur um að hryðju- verk hefði átt sér stað þar sem ekki benti neitt til þess. Engar vísbendingar um sprengingu Ekki barst neitt neyðarskeyti frá vélinni og að- eins liðu um tvær mínútur frá því að hún tók að lækka flugið þar til hún hvarf af ratsjárskjánum, líklega um leið og hún skall í hafið. Sérfræðingar sem fara yfir ratsjársamskipti milli þotunnar og flugumferðarstjóra segja að merki hafi borist frá sjálfvirkum svara í vélinni eftir að hún fór skyndilega að lækka flugið. Bendi þetta til þess að ekki hafi orðið skyndileg sprenging vegna þess að þá er líklegt að allt rafmagn hefði farið af og svarinn því hætt sendingum. Ennfremur eru ekki merki um það á braki sem fundist hefur að eldur hafi kviknað um borð. Or- sakir slyssins eru því enn á huldu og talið að tek- ið geti langan tíma að finna þær ef það tekst þá yfirleitt. Farþegaþotur af gerðinni Boeing 767-300ER hafa verið í notkun frá því upp úr 1980 og þótt af- ar öruggar. Vélin sem fórst var tíu ára gömul og hafði henni verið flogið í rúmlega 30.000 stundir. ■ Ekkert neyðarkall 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.