Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 49
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 4% UMRÆÐAN Sekur - sekari DÓMUR er fallinn í Hæstarétti þar sem ung stúlka kærði föð- ur sinn fyrir grófa kynferðislega mis- notkun. Maðurinn var sýknaður. Allan tím- ann hefur legið fyrir játning mannsins á að hafa áreitt dóttur sína kynferðislega og stað- festing á afbrigðilegri kynhegðun hans sam- anber framburð hans fyrir Héraðsdómi: „Akærði sagði að hann hefði að vísu gert svolítið gagnvart D (dóttur sinni) sem hefði verið rangt. Hefði hann stundum farið inn til hennar á nóttunni til þess að horfa á hana. Stundum hefði hann tekið sæng- ina ofan af henni að hluta til þess að sjá fótlegg hennar eða læri og stundum hefði hann líka komið eitthvað við sín eigin kynfæri. Hefði hann gert þetta til þess að fá kynferðislega örvun. Hefði þetta gerst nokkrum sinnum á ári.“ Meðferð dómstóla Héraðsdómur dæmdi manninn í þriggja og hálfs árs fangelsi 1. aprfl 1998. Málinu var vísað til Hæstaréttar sem ómerkti dóm héraðsdóms og málinu var vísað til meðferðar í héraði að nýju. Leiddi verjandi ákærða líkur að því að kærandi hefði orðið fyrir miklum geðrænum truflunum vegna aftanákeyrslu. Þó lá fyrir skýrsla um geðheilsu kæranda sem hafði verið staðfest fyrir dómi. Málið hófst að nýju og nýir dómarar komu að málinu. Nýr héraðsdómur sakfelldi manninn 2. júlí sl. og þyngdi refsinguna úr þriggja og hálfs árs fangelsi í fjögurra ára. Málinu var vísað aft- ur til Hæstaréttar sem hefur sýknað manninn af ákærunni. Ótrúleg málsmeðferð Hæstaréttar Kærandi hefur mátt þola ótrú- lega niðurlæginu vegna kæru sinnar. Ekki bara þegar Hæsti- réttur ómerkir dóm héraðsdóms þannig að kærandi varð að standa frammi fyrir nýjum héraðsdómi og endurtaka sögu sína. Henni var líka gert að sæta ítarlegri geðrannsókn. Kærandi hefur sýnt ótrúlegan styrk og jafnaðargeð undir þessari ósanngjörnu með- ferð. Niðurstöður geðrannsókn- anna voru allar á sömu lund og staðfestu geðheilbrigði kæranda. Þannig gáfu þær ekki tilefni til að að ómerkja fyrri dóm héraðs- dóms. Sýknun meirihluta Hæsta- réttar yfir manninum 28. október sl. fullkomnar niðurlæginguna. Með dómi sínum varpar Hæsti- réttur einnig rýrð á niðurstöður fjölda sérfræðinga. Af þeim 11 dómurum sem dæmt hafa í þessu máli hafa 7 þeirra sakfellt ákærða. Geðheilsa kæranda Þeir sem þekkja málið eða málsaðila efast ekki um geðheil- brigði kæranda eða sekt ákærða. Dómar héraðsdóms voru líka af- gerandi þar sem 5 af 6 dómurum dæmdu manninn sekan. Væri um uppspuna kæranda að ræða, bæri það vott um slíka geðbilun að það hefði átt að koma óyggjandi fram við vitnaleiðslu- og geðrannsókn og aldrei leika nokkur vafi á að um hugaróra væri að ræða. Nið- urstöður meirihluta Hæstaréttar eru þvert ofan í niðurstöður hér- aðsdóms. Héraðsdómur byggði dóm sinn m.a. á niðurstöðum sér- fræðinganna Valgerðar Baldurs- dóttur, barna- og unglingageð- læknis, dr. Jóns Friðriks Sigurðs- sonar sálfræðings og Maríu K. Jónsdóttur taugasálfræðings. Þau Ólöf Guðný Valdimarsdóttir gerðu ítarlega geð- rannsókn á kæranda og gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum fyrir dómi. Ný gögn verjanda ákærða Verjandi ákærða leggur fram ný gögn í Hæstarétti. Þrjár álitsgerðir sem verj- andi og ákærði hafa látið vinna fyrir sig. Það er ljóst að þessar álitsgerðir hafa rýrt niðurstöður sérfræð- inga sem höfðu rahn- sakað geðheilsu kær- anda og lágu m.a. til grundvallar sektardóms ákærða í héraðsdómi. I umfjöllun Hæstaréttar um þessar álitsgerðir segir: „Þess ber þó að gæta við mat á sönnunar- gildi þessara gagna, að höfundar þeirra hafa ekki komið fyrir dóm til að staðfesta þau eða skýra þau.“ Sérfræðingarnir þrír, hjón- in Þuríður J. Jónsdóttir taugasál- fræðingur, Grétar Guðmundsson, sérfræðingur í taugalækningum, og Högni Óskarsson geðlæknir hafa ekki hitt kæranda eða haft hana til meðferðar. Þeir eru þó tilbúnir að leggja afgerandi mat á geðheilsu hennar. Auk þess hefur ákærði verið í meðferð hjá einum þeirra sem gefur tilefni til að ef- ast um hlutleysi viðkomandi. Við málflutning fyrir Hæstarétti kem- ur fram að ekki hafí verið unnt að leita til viðkomandi sérfræðings í héraði sökum þessa. Tekið er fram í dómsniðurstöðum að álits- gerðina beri að virða í ljósi þess. Það er álit minnihluta Hæsta- réttar að vottorð viðkomandi sér- fræðinga sé ætlað til að hnekkja áliti héraðsdóms á sönnunargildi framburðar kæranda. í dómsnið- urstöðum segir einnig: „Þessi vottorð verða ekki talin varpa rýrð á þau atriði málsins, sem horfa til sakfellingar á hendur ákærða um annað og meira en hann hefur viðurkennt. Veita þau ekki efni til að hnekkja því mati meiri hluta dómenda í héraði, að framburður kæranda sé trúverð- ugur.“ Þessar álitsgerðir liggja samt til grundvallar sýknunar meirihluta Hæstaréttar. í um- fjöllun meirihlutans segir þó: „Þá liggur fyrir, að ákærði hefur við- urkennt framferði gagnvart dótt- ur sinni, sem er ekki til þess fallið að styrkja framburð hans um það að hann hafi í engu gengið lengra, en hann heldur fram.“ Niðurstöður Hæstaréttar Niðurstöður meirihluta Hæsta- réttar má túlka svo að það sé ekki saknæmt eða refsivert að fróa sér Stalvaskar Intra stálvaskarnir fást í mörgum stærðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. T€flGI Smiðjuvegí 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 564 1089 Hæstaréttardómur Réttlætiskennd minni og siðferðisvitund er misboðið, segir Ólöf Guðný Valdimarsdótt- ir, og virðing mín fyrir ? Hæstarétti Islands hef- ur beðið hnekki. fyrir framan börnin sín, horfa á þau eða nudda sér utan í líkama þeirra í þeim tilgangi að fá kyn- ferðislega fulinægingu. Mér þætti gaman að sjá viðbrögð þeirra manna er kveða upp slíkan dóm ef málið varðaði þeirra eigin börn. Ekki ætla ég fjölyrða um þau skilaboð sem þessi dómur er fyrir þá sem leita réttar síns vegna kynferðislegs ofbeldis eða hafa í huga að gera það. Dómurinn er áfall fyrir flesta sem þekkja til málsins og málsaðila. Nú situr móðir, sem ákærði hefur ítrekað reynt að draga til sektar í þessu máli, frammi fyrir því að þurfa að leita réttar sins til að koma í veg fyrir að 10 ára gömul dóttir þeirra verði ein með honum. Nú situr systir frammi fyrir því að sjá á eftir yngri systur sinni í hendur manns sem hefur verið sýknaður af kæru hennar fyrir kynferðis- legt ofbeldi. Manni sem hefur við- urkennt fyrir dómstólum að hafa afbrigðilega kynhneigð og hefur verið dæmdur sekur af 7 dómur- um en sýknaður af 4. Allt í skjóli dóms þriggja hæstaréttardómara, Péturs Kr. Hafstein, Guðrúnar Erlendsdóttur og Haraldar Henryssonar, sem leggja pöntuð gögn verjanda ákærða um geð- heilbrigði stúlku sem skýrsluhöf- undar hafa aldrei séð sem aðal- grundvöll sýknunar, án þess einu sinni að kanna sannleiksgildi þeirra. Réttlætiskennd minni og sið- ferðisvitund er misboðið og virð- ing mín fyrir Hæstarétti lslands hefur beðið hnekki. Höfundur er skyldnienni kæranda. Nær tvö þúsund notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Útsala - Útsal ,1\ til eftir sumarió Sportbúð Títan - Seljavegi 2, 101 Rvík, s: 551-6080, www.isa.is Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! Umsóknarfrestur til 9. nóvember nk. 2ja herb. 1 3ja herb. II Miðholt 3, Mosfellbæ 60m2 íbúð, 303 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.158.954 Búsetugjald kr. 25.602 3ja herb. Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð, 505 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.124.891 Búsetugjald kr. 40.460 Lerkigrund 5, Akranesi 80m2 íbúð, 201 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.006.422 Búsetugjald kr. 36.364 3ja herb. Lerkigrund 5, Akranesi 80m2 íbúð, 211 Almennt lán Búseturéttur kr. 1.006.422 Búsetugjald kr. 52.859 íbúðir með leiguíb.lánum veita rétt til húsaleigubóta. íbúðir með alm. lánum veita rétt til vaxtabóta. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá kl. 8:30 til 15:30 nema miðvikudaga, frá 8:30-12:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila launaseðlum si'ðustu sex mánaða ásamt síðustu skattskýrslu. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 10. nóvember milli kl. 12:00 og 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína, að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. Búseti hsf. Skeifunni 19 sími 520-5788 www.buseti.is Fréttir á Netinu yhómbl.is Fást i byggingavórurersiunum um tand allt SKLLTAf= €-!TTH\&k£y A/Y7~T~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.