Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
r
Góðir
hlustendur
Hún Jrábad sér óþarfa vafstur á borð við
handritsgerð, kvaðst löngu komin upp á
lag með að dengja út dægurpáttum í
beinni útsendingu. Hún var nefnilega
alvöru útvarpskona.
VIÐHORF
Þetta er alvöru útvarps-
stöð,“ sagði við mig
hróðugur maður fyrir
fáeinum árum þegar ég
heimsótti aðsetur enn einnar út-
varpsstöðvarinnar sem prílað
hafði í loftið í höfuðborginni.
Maðurinn stýrði stöðinni innan
um nokkur skilrúm og skrifborð
í miðborginni. „Við sendum út
allan sólarhringinn. Þetta er al-
vöru stöð.“
Kannski er það misskilningur,
en ég hef hingað til haldið að al-
vöru útvarpsstöð væri stöð sem
héldi úti fjölbreyttri dagskrá - í
það minnsta vandaðri, íslenskri
og skipulagðri dagskrá. Þar væri
allra handa menningu miðlað
með örvandi hætti, fluttar frétt-
ir, tónlist og afþreying, rætt við
fólk til sjávar og sveita, hlust-
endur vaktir til umhugsunar,
fræddir og
upplýstir.
.... _ Þarværi
Eftir Sigurbjorgu veltuDD
Þrastardóttur vereupp
mismun-
andi flötum á ólíkum málum, þar
væri einni vídd bætt við tilver-
una. Mér hlýtur að hafa skjátlast
í Jjessu fomfálega viðhorfi mínu.
Eg veit það núna að alvöru út-
varpsstöðvar eru þær sem senda
út allan sólarhringinn. Efnið
skiptir minna máli, nema hvað
það skal helst vera tónlist.
Umrædd stöð sem ég heim-
sótti um árið útvarpaði einmitt
tónlist lungann úr deginum og
nóttinni og gerir enn. Þar var að
vísu einnig fréttastofa - hin
ástæða þess að stöðin gat kallast
„alvöru". Þegar betur var að gáð
var fréttastofan borin uppi af
tveimur starfsmönnum, annar
las fréttir í hljóðveri en hlutverk
hins var að vera á vettvangi at-
burða og hringja inn stemmn-
ingu. Þetta með stemmninguna
virtist aðalmálið, fréttahaukur-
inn gat lýst stemmningunni og
nýjustu tíðindum í beinni út-
sendingu. Þetta var alvöru út-
varpsstöð.
Dagskrárgerð á stöðinni var
líka alvöru. Asamt sam-
ferðamönnum mínum nefndan
heimsóknardag fékk ég að líta
inn í hljóðeinangrað herbergi
þar sem þáttagerðarkona sat við
hljóðnema. Hún var elskuleg og
tók vel á móti okkur. Nei, nei, við
vorum ekkert að trufla enda lét
hún bara nokkur lög rúila meðan
við stöldruðum við. Aðeins einu
sinni fannst henni tilhlýðilegt að
sussa niður í okkur og kynna
næstu þrjú lög, svona rétt til
þess að hlustendur fengju það
ekki á tilfinninguna að þeir væru
að hlusta á glymskratta. Konan
sagðist litlu fá um það ráðið
hvaða tónlist hún spilaði, laga-
listi dagsins væri tilbúinn þegar
hún mætti til vinnu og hennar
væri einungis að kynna tónlist-
ina. Hún kvaðst líka stundum
taka viðtöl, létt og skemmtileg.
Eg held ég hafi móðgað kon-
una þegar ég vogaði mér að
spyrja hvort hún legði enga
vinnu í handritsgerð, hvort hún
þyrfti ekki að undirbúa sig fyrir
útsendingar. „Eg er nú búin að
vera í þessum bransa í yfir tíu
ár,“ svaraði konan spunastutt og
var sem snöggvast ekki jafn
elskuleg og áður. Hún frábað sér
óþarfa vafstur á borð við hand-
ritsgerð, kvaðst löngu komin
upp á lag með að dengja út dæg-
urþáttum í beinni útsendingu.
Hún var nefnilega alvöru út-
varpskona.
Eg hef fyrir nokkru gefist upp
á að hlusta á umrædda stöð sem
segir mér eiginlega ekki neitt.
Það gera heldur ekki hinar út-
varpsstöðvarnar sem í prentaðri
dagskrá kynna dagskrá sína með
þremur orðum: Tónlist allan sól-
arhringinn. A sumum þeirra er
reyndar ögn skemmtilegri tónl-
ist en á stöðinni sem fyrst var
nefnd, en það er líka það eina
sem þær hafa fram yfir. Að öðru
leyti eru þær eins. Alvöru út-
varpsstöðvar þar sem mis-
mælskir plötusnúðar kalla sig
dagskrárgerðarmenn og hlust-
endur sitja undir hinu vinsa-
mlega ávarpi „þið þarna úti“.
Vinkona mín ein, sem á að
baki starfsferil hjá elstu út-
varpsstöð landsins, orðaði það
einu sinni þannig að útvarpsupp-
eldi íslenskra bama væri sorg-
lega ábótavant. Þetta held ég að
sé hárrétt. Það ætti í fullri al-
vöru að kenna börnum að hlusta
á útvarp, rétt eins og þeim er
kennt að lesa bækur. Þau hefðu
gott af því að kynnast heimi
hljóðmynda, þagna, umhverfis-
hljóða, klippinga, raddbeitingar,
handritsgerðar, tímatöku, sam-
talstækni. Annað eins er þeim nú
kennt í og utan skólatíma; ljós-
myndun, handavinna, mynd-
bandagerð, ræðumennska. Með
því að kenna börnum meðvitaða
útsendingu og móttöku skila-
boða í hljóðvarpi er grunnur
lagður að kynslóð hinna færu
þáttagerðarmanna, kynslóð _
hinna gagnrýnu hlustenda. A
slíkum kynslóðum hefur lítið
borið hér á landi síðustu misser-
in._
I staðinn hafa vaðið uppi
stöðvar sem virðast hreint ekki
gera ráð fyrir hugsandi áheyr-
endum. Stjórnendur þeirra
varpa út síbylju sem krefst
hverfandi vitrænnar þátttöku af
hlustendum, nema ef vera skyldi
þess að taka upp símtólið og
svara nokkrum „laufléttum
spurningum", eins og það er orð-
að. A þessum stöðvum er að vísu
talað um daginn og veginn eins
og á Gufunni og kynnarnir hafa
líka frjálsar hendur, en í hljóð-
verum þeirra er ekki lesið fyrir
þjóðina, þar fer lítið fyrir víðsjá
og nýjum vinklum, þar er hin
dýra list ekki í hávegum höfð og
þar er hvorki rætt um auðlindir
né íslenskt mál. Á elstu útvarps-
stöðinni er hins vegar að finna
allt þetta og meira til, eins og
þeir vita sem til þekkja.
Tillaga mín er ekki sú að allar
útvarpsstöðvarnar taki upp stíl
hinna þaulreyndu ríkisstöðva.
Fjölbreytnin er nefnilega nauð-
synleg, tónlistarstöðvar eiga
vissulega rétt á sér, hávaðinn er
ágætur og síbyljan getur verið
skemmtileg. En köllum þá hlut-
ina sínum réttu nöfnum. Ekki
kalla tvær fréttir fréttatíma,
ekki kalla plötusnúða dagskrár-
gerðarmenn, ekki kalla ham-
borgaraútdeilingu þáttagerð,
ekki kalla glymskratta al-
vöruútvarpsstöð.
Eru íslenskir stjórn-
málamenn falir fyrir fé?
ALTALAÐ er að íslenski fjór-
flokkurinn sé falur fyrir fé, að
hann sé tilbúinn til að fórna hags-
munum almennings
fyrir sérhagsmuni ef
peningar og völd eru
í boði. Þetta eigi
einnig við fjölda þing-
manna, sem hags-
munaðilar hafi
bókstaflega keypt
leið inn á Alþingi.
Þessir þingmenn hafi
fyrirfram verið
hnepptir í fjötra sér-
hagsmunagæslu. Þeir
séu því ófærir um að
gæta hagsmuna
þeirra sem treystu
þeim fyrir umboði
sínu.
Þetta eru þung orð
en fyllilega tímabær.
Ekki síst nú þegar staðfestur hef-
ur verið þrálátur orðrómur um af-
skipti sovéska kommúnistaflokks-
ins af íslensku stjórnmálalífi um
áratugaskeið. Nú hefur verið upp-
lýst að kommar í Moskvu báru
tugi milljóna króna í baráttufélaga
hér á landi til að greiða fyrir
heimsyfirráðum kommúnista. Is-
lenskum kommúnistum var
stjórnað frá Moskvu í veigamikl-
um atriðum.
Kommar í Moskvu lögðu á ráðin
um það hverja skyldi reka hér úr
flokknum, hverja hefja til virðing-
ar og hvað vera á dagskrá flokks-
funda. Afskiptin héldu áfram eftir
að Kommúnistaflokkur Islands
var lagður niður og Sameiningar-
flokkur alþýðu - sósíalistaflokkur-
inn tók við. Spurningin er hvort
sama hafi viðgengist hjá Alþýðu-
bandalaginu.
Talið er að ekki einasta hafi ís-
lenskir kommúnistar þegið pen-
inga beint frá Moskvuvaldinu,
heldur hafi íslenskir athafnamenn,
sem höfðu sumir mjög ábatasöm
viðskipti við austanjárntjaldslönd-
in, einnig greitt hluta umboðs-
launa sinna til kommúnista hér-
lendis og fyrirtækja þeirra. Þetta
hafi verið skilyrði þess að þeir
fengju að hagnast á viðskiptunum
við A-Evrópu.
Hér sannast að
samskipti eins stjórn-
málaflokks landsins
við erlent vald voru
þannig að jafnast á við
landráð að mínu mati.
Eg er þó sannfærður
um, að þeir menn ís-
lenskir sem þarna
stóðu að verki hafa
ekki talið sig land-
ráðamenn. Það er svo
auðvelt að telja sjálf-
um sér trú um að til-
gangurinn helgi með-
alið. Að þeir einir hafi
verið dómbærir um
hvað þjóðinni væri
fyrir bestu.
En það eru ekki að-
eins íslenskir kommúnistar sem
hafa verið keyptir til fylgilags við
sérhagsmuni. Framkoma meiri
hluta Alþingis í málaflokkum eins
og fiskveiðistjómuninni gerir ljós
Rússagull
Siðferði stjórnmála-
flokkanna hér, segir
Valdimar Jóhannesson,
stendur á brauðfótum.
líkindi þess að hagsmunaaðilar
hafi borið fé í flokkana. Annars
væri ómögulegt að skilja fram-
komu þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins, t.d. eftir kvótadóminn.
Siðferði stjórnmálaflokkanna
hér stendur á brauðfótum. Það
breytist ekki fyrr en flokkarnir
verða framtalsskyldir og fjármál
þeirra verða aðgengileg fyrir alla.
Þvílík leynd hvílir yfir starfsem-
inni að eigendurnir, félagarnir, fá
ekki sjálfsagðar upplýsingar. I
Frímúrarareglunni, sem talin er
mesta leynifélag landsins, við-
gengst ekki slíkt leynimakk. Þar
munu upplýsingar um fjármálin
aðgengilegar félagsmönnum.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son krafðist þess opinberlega í
sumar að R-listinn gerði grein fyr-
ir fjárstuðningi Jón Ólafssonar í
Skífunni við kosningabaráttu list-
ans svo að borgarbúar gætu áttað
sig á því hvað lægi til grundvallar
mjög umdeildri lóðarúthlutun til
Skífunnar, sem stóð fyrir dyrum.
R-listinn hefði greinilega verið að
endurgreiða stuðninginn á kostn-
að borgarbúa, að mati Hannesar.
Hér skal eindregið tekið undir
kröfu Hannesar og gott betur.
Krefjast verður að allir flokkar
geri grein fyrir fjármálum sínum.
Hér með er formlega farið fram á
svar Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins við því hvort
réttar séu upplýsingar um að
flokkarnir hafi þegið stóra upp-
hæð, jafnvel samtals hálfrar millj-
ónar dollara stuðning frá DeCode,
móðurfélagi Islenskrar erfða-
greiningar, eða skyldum aðilum.
Því er haldið fram, að Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi þegið 20 milljónir
króna en Framsóknarflokkurinn
17,5 milljónir króna til að liðka
fyrir framgangi félagsins og þá
sérstaklega til að koma frumvarpi
um miðlægan gagnagrunn í gegn-
um Alþingi Islendinga. Við það
hækkaði hlutafé Islenskrar erfða-
greiningar í 30-falt nafnverð eða
alls í 40 milljarða króna.
Islenskir kjósendur eiga kröfu
til þess að fá upplýsingar um mút-
ur af þessu tagi ef sögusagnir eru
réttar, svo þjóðin megi vakna af
sinnuleysi sínu og geri sér grein
fyrir hvers konar ríkisstjórn fer
með völd á Islandi. Þjóðin þarf að
varast að verða hremmd í harða
kló, hætta að dotta dáðlaus, vilja-
sljó og dilla þeim er ljúga, blekkja,
svíkja, eins og skáldið orðar það. -
Hægt er að festast, bágt mun úr
að víkja.
Höfundur situr ímiðstjórn Ftjáls-
lynda fíokksins.
Valdimar
Jóhannesson
FRJÁLS verslun og
viðskipti er af mörgum
talin undirstaða vel-
ferðarþjóðfélaga nú-
tímans. Ábatasamasta
verslunin er þó oft ut-
angarðs við það sem
löggjafarvaldið og
hinn almenni borgari
telur siðlegt og boð-
legt. Þannig veltir
verslun með fíkniefni
og ólögleg vopnasala
mestum peningum á
heimsvísu. Þriðja arð-
bærasta verslun
heimsins er svo sala á
konum, er þá átt við
sölu á stúlkum allt nið-
ur í fimm ára aldur í vændishús svo
og sölu á þjónustu vændiskvenna.
Við höfum lengi talið okkur trú
um að vændi væri hverfandi vanda-
mál í okkar vestræna heimi, hér á
Islandi væri meira að segja ekkert
svona til. Þegar farið var að flytja
inn stúlkukindur sem nudduðu sér
upp við stálsúlur líkt og riðuveikar
rollur við garða var talið að um
listdans væri að ræða, enda ömuð-
ust engir við þessu nema nokkrar
hjartveikar kerlingar. En því miður
er súlunuðið aðeins angi af sameig-
inlegu vandamáli allra Evrópu-
þjóða.
Samkvæmt Alþjóðastofnun
fólksflutninga í Vín flytjast til Vest-
ur-Evrópu árlega
500.000 nýjar stúlkur
til starfa í kynlífsiðn-
aðinum. Að baki flutn-
ingunum standa oftast
þrælasalar nútímans,
mafíugengi sem
þvinga stúlkumar inn
í kynlífsiðnaðinn með
ofbeldi og morðhótun-
um. Stofnunin telur
einnig að í V-Evrópu
búi meira en tvær mil-
ljónir manna við ána-
uð, flestir séu þvingað-
ir til vændis.
Dreifing og sala á
stúlkum á
kynlífsmarkaði
Evrópu er mikill gróðavegur segir
Micael Platzer hjá miðstöð glæpa-
vama S.Þ. í Vín. Stúlka er peninga-
slátta eins lengi og hún er vinnu-
fær, eiturlyf er aðeins hægt að selja
einu sinni, síðan verður að útvega
meiri efni með allri þeiiri áhættu
sem því fylgir. „Góð“ stúlka getur
skilað allt að 20 milljónum á ári og
áhættan er mjög lítil, en vægar
refsingar liggja við starfsemi
melludólga í V-Evrópu.
Vandamálið er í raun mikið fram-
boð á stúlkum og gífurleg eftir-
spurn eftir þjónustu þeirra. Fátækt
í gömlu Sovétríkjunum og ýmsum
löndum Austur-Evrópu gerir að
verkum að ungar stúlkur þar glepj-
Þrælahald
Fátækt í gömlu Sovét-
ríkjimum og ýmsum
löndum Austur-Evrópu,
segir Katrín Andrés-
dóttir, gerir að verkum
að ungar stúlkur þar
glepjast af gylliboðum
um atvinnu í vestri.
ast af gylliboþum um atvinnu í
vestri. Frá Úkraínu einni hafa
400.000 konur undir þrítugu fengið
vegabréfsáritun til V-Evrópu á síð-
ustu fjórum árum, flestar hafa farið
í þeirri trú að þeirra biðu störf við
barnagæslu, afgreiðslu, þjónustu
eða dans. En kynlífsiðnaðurinn
gleypii- þær flestar, vegabréfin eru
tekin af þeim sem og mannréttindi
flest. Að snúa heim aftur er yfirleitt
hvort sem er ekki raunhæfur
möguleiki, stúlka sem hefur stund-
að vændi og yfirleitt ánetjast eitur-
lyfjum - jafnvel smituð af eyðni - á
ekki afturkvæmt í hefðbundin sam-
félög.
En hvað kemur okkur þetta við?
Jú, þrælahald á hvergi að líðast, við
megum ekki láta sölumenn gimd-
arinnar villa okkur sýn. Málið snýst
um mannréttindi milljóna kvenna
og barna um allan heim, rétt okkar
allra til sjálfsvirðingar.
Höfundur er héraðsdýralæknir og
varaþingmaður Samfylkingarinnar
á Suðurlandi.
Þrælaverslun
nútímans
Katrín
Andrésdóttir