Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 39
38 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMNINGAR VERJI KAUPMÁTTINN FORSETI ASÍ, Grétar Þorsteinsson, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að höfuðmáli skipti að verja þann kaupmátt, sem launamenn hafi fengið á því þriggja ára samningstímabili, sem lýkur á fyrrihluta næsta árs. Hann telur verðbólguþróun síðustu mánaða slíka ógnun við kaupmáttinn, að þörf sé á þjóðarsátt með líkum hætti og 1990 til að koma í veg fyrir, að verðbólgan fari úr böndum. Þörf sé á sameiginlegu átaki til að beizla verðhækkanir og tryggja stöðugleikann. Forseti ASÍ tel- ur, að auk þess meginverkefnis að verja kaupmáttinn sé afar mikilvægt að leiðrétta kjör þeirra hópa, sem hafi orð- ið útundan og ekki notið kaupmáttaraukningar í sama mæli og aðrir. Grétar Þorsteinsson segir ennfremur í viðtali við Morg- unblaðið, að þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi skilað mun meiri kaupmáttaraukningu, en ráð hafi verið fyrir gert, hafi reynslan af þeim verið slæm, því stjórnvöld hafí samið við suma hópa um mun meiri launahækkanir. Sumir þessara hópa hafi síðan í krafti hópuppsagna á samningstímanum náð verulegum launahækkunum til viðbótar. Þá bætist við allir kjaradóm- arnir fyrir embættismenn, þ.á m. alþingismenn, sem hafi fært þeim launabreytingar, sem hafí ekki verið í nokkru samræmi við það sem gerðist á almennum vinnumarkaði. „Eg á eftir að sjá, að Joað gerist í komandi kjarasamning- um,“ segir forseti ASI, „að okkar fólk á almennum vinnu- markaði taki þátt í samningsgerð, sem hefur þessa hættu í för með sér. Það er auðvitað einfaldlega þannig, að það þurfa allir sameiginlega að axla ábyrgðina í þessu litla samfélagi okkar.“ Það er að sjálfsögðu hárrétt hjá forseta ASÍ, að öllu máli skiptir að verja kaupmáttinn. Ábending hans um nauðsyn þjóðarsáttar til að halda niðri verðbólgu og tryggja efna- hagslegan stöðugleika er athyglisverð. Ekkert er nauðsyn- legra í íslenzkum þjóðarbúskap nú en að koma í veg fyrir verðbólguskriðu. Það eru sameiginlegir hagsmunir laun- þega og vinnuveitenda og þjóðarinnar allrar. FJÁRHAGSVANDI SVEITARFÉLAGA FJÁRMÁL sveitarfélaga voru til umræðu á ráðstefnu, sem haldin var í lok síðustu viku. Vandi þeirra er mik- ill, þar sem þau glíma við mikinn rekstrarhalla. Þrátt fyrir að tekjurnar hafi hækkað um 7,1 milljarð milli áranna 1997 og 1998, eða um tæplega 11% að raungildi, hafa út- gjöld þeirra hækkað enn meira eða um 8,1 milljarð króna, 11,6% að raungildi. Hallareksturinn hafði þau áhrif að lánsfjárþörf jókst og nam 9,7 milljörðum í fyrra samanborið við 7 milljarða á árinu 1997 og 5 milljarða á árinu 1996. Heildarskuldir sveitarsjóða námu 47,6 milljörðum um síðastliðin áramót, eða sem nemur 82% af heildartekjum ársins. Til saman- burðar námu skuldir sveitarsjóða 55% af heildartekjum 1991. Er í þessum tölum ekki taldar með skuldir sjálf- stæðra fyrirtækja í eigu sveitarfélaga, en þær námu alls 34 milljörðum. Skuldir sveitarsjóða jukust um 12% milli áranna 1997 og 1998, en skuldir fyrirtækjanna um 29%. Á ráðstefnunni sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands sveitarfélaga, að breytingar undanfar- inna ára á tekjustofnakerfi ríkisins hefðu rýrt tekjustofna sveitarfélaga. Hann kvað tvær meginskýringar vera á aukinni skuldasöfnun. í fyrsta lagi hefði kostnaður vegna umhverfísmála aukizt án viðbótartekjustofna til að sinna auknum verkefnum. Hin skýringin væri að til þess að auka þjónustustig við íbúa sína hefðu mörg sveitarfélög ráðizt í að fjármagna þjónustumannvirki með lánsfé, sem síðan leiddi til aukins rekstrar- og fjármagnskostnaðar. Vafalaust eru efnislegar skýringar á stöðu sveitarfélag- anna en það breytir ekki því, að það er nauðsynlegt að taka á þessum vanda. Það dugar ekki til að slá á þensluna í þjóðfélaginu, að ríkið skili umtalsverðum tekjuafgangi ef sveitarfélögin eru rekin með bullandi halla eða mjög tak- mörkuðum afgangi. Þess vegna komast sveitarfélögin ekki hjá því að takast á við þennan vanda en það má vel vera; að það verði ekki gert nema með nýjum tekjustofnum. í því sambandi má benda á ábendingar Morgunblaðsins frá sl. ári um sérstakt útsvar, sem yrði eyrnamerkt skólum. Mikill áhugí á ráðstefnu um kynlífsiðnað á íslandi Hvar viljum við setj a mörkin? Á laugardag var haldið málþing um kynlífs- iðnaðinn í Safnaðarheimili Laugarneskirkju. Guðrún Guðlaugsdóttir hlýddi á fyrirlestra þingsins og umræður að þeim loknum. Konur, sem fóru og kynntu sér kynlífs- iðnaðinn á Islandi, sögðu m.a. frá því sem þær sáu og lögreglan lagði fram upplýs- ingar um þessa starfsemi sem virðist stöðugt verða umfangsmeiri. MIÐVIKUDAGSKVOLD eitt fyrir skömmu stóðu þrjár lífsreyndar konur á virðulegum aldri kápu- klæddar í anddyri dansstaðar eins, þar sem sýndur er „listdans“ af þeirri gerð, sem talsvert hefur farið fyrir brjóstið á Islendingum - raunar í hrattvaxandi mæli. Sem þær standa þarna á tali við dyravörðinn á staðn- um kemur maður í úlpu á miðjum aldri frá gangi þar sem boðið er upp á einkadans í hólfum með tjaldi fyrir. Maðurinn var drukkinn, hann stans- aði þegar hann sá konumar og virti þær lengi og vandlega fyrir sér. „Heyrðu, má velja úr þessum líka?“ spurði hann svo dyravörðinn, sem varð ærið kindarlegur og svaraði höstuglega: „Sýndu dömunum virð- ingu eða ég hendi þér út.“ Þama voru á ferðinni þrjár konur úr hóp sem hafði ákveðið að gera vett- vangskönnun á dansstöðum þessum sem svo mikið hefur verið skrifað um áður en kæmi að málþingi um kyn- lífsiðnað á Islandi sem haldið var sl. laugardag í Safnaðarheimili Laugar- neskirkju. Þar töluðu sex fyrirlesarar um kynlífsiðnaðinn á íslandi frá ýms- um sjónarhornum - sumir vildu að vísu fremur kenna þennan iðnað við klám en kynlíf. „Þessi ferð um undirheima Reykjavíkur var á ýmsan hátt erfið,“ sagði ein þessara þriggja kvenna sem fyrr sagði frá. „En svo mikið sá ég að það er ekki rétt að konur dansi á þessum stöðum fáklæddar, sannleik- urinn er sá að þær tæta af sér spjar- inar hverja af annarri og dansa kviknaktar - sumar glenna sig jafn- vel framan væntanlega kaupendur,“ bætti konan við í umræðum sem fram fóru eftir að fyrirlestrunum sex á málþinginu lauk. Hún var með þessu að svara orðum Karl Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem í sínum fyrirlestri talaði um fá- klæddar dansmeyjar umræddra staða. Karl gat þess og að í mörg hom væri að líta hjá lögregluyfir- völdum í höfuðborginni, sem sinna á sjöunda tug þúsunda verkefna á ári hverju. „Sum þeirra verkefna tengj- ast kynferðismálum á ýmsan hátt,“ sagði Karl. „Ábendingar borgara hafa orðið til þess að hindruð hefur verið dreifing á efni sem talið er í andstöðu við ákvæði 210 gr. hegning- arlaga um útbreiðslu á klámi. I þeirri grein er sérstaklega tiltekið um dreifingu á klámefni." Ábendingarnar kvað Karl vera varðandi auglýsingar í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum, t.d. stefnumótalín- ur og fleira, aðgengi að myndböndum - margir borgarar koma með ábend- ingar um dreifingu klámmynda og þess háttar efnis. Ekki eru nema fáir dagar síðan upp komst um mikla klámspólueign eldri manns, sem leigði spólumar út án tilskilinna leyfa. Átti hann m.a. um 100 spólur með barnaklámi sem vöktu lífsreynd- um lögreglumönnum þvílíkan viðbjóð að þeir áttu bágt með svefn eftir að þeir höfðu gert athuganir á innihald- inu. „Hald hefur verið lagt á 8.000 myndbandsspólur og geisladiska vegna rannsókna af þessu tagi þetta árið. Ekki er þó þessi fjöldi allur með klámefni. Þá koma ábendingar um aðgengi að klámi í tímaritum en þeim ábendingum hefur þó fækkað. Einnig koma ábendingar um klám á verald- arvefnum. Að mínu viti er full ástæða til að forráðamenn bama hafi augun opin fyrir hve aðgengi að slíku efni er auðvelt. Loks ber að nefna spjallrásir á Netinu, við þekkjum nokkur dæmi þess að eldri karlmenn hafa í gegnum slíkar netsíður náð að nálgast ungai- stúlkur með kynlífsmarkmið í huga og hafa þeir vegna þessa sætt rann- sókn lögreglu. Allt að 17 stúlkur á hverjum stað Karl Steinar ræddi einnig útköll og refsingar fyrir brot. Hann sagði að viðurlög við klámbirtingu væru sekt- ir eða fangelsi allt að sex mánuðum. Þyngri refsing er fyrir ýmis auðgun- ar- og umferðarlagabrot. Það er hins vegar aukaleg refsing fyrir að hafa í vörslu sinni barnaklámefni. „Það er persónuleg skoðun mín að fyllsta ástæða væri til að skoða hvort þetta sé viðeignadi hámarksrefsing fyrir dreifmgu og framleiðslu á barnaklámi," sagði Karl einnig. Hann gat þess ennfremur að það hefði komið fram í rannsókn mála að ein- staklingar sem lögreglan hefur haft afskipti af vegna vörslu á barnaklámi hafi síðai' komið við sögu sem ger- endur í alvarlegum kynferðisbrota- málum. Hvað vændi snertir þá sagði Karl að sanna þurfi að fólk sem stundi vændi geri það sér til fram- færslu og reynist það stundum erfitt ef viðkomandi stundar vinnu að auki. „Öllu alvarlegra er auðvitað að hafa atvinnu af lauslæti annarra, enda liggur fyrir því þyngri refsing, einnig að stuðla að því að ungmenni stundi lauslæti eða að flytja fólk til landsins í því skyni.“ Þeim veitingastöðum hefur fjölgað verulega sem bjóða upp á dansatriði naktra kvenna, flestra erlendra, fjöldi nektardansmeyja er um fímm hundruð á ári eða a.m.k. 10-17 stúlk- ur á hverjum stað að jafnaði. „Nörg Evrópulönd hafa verið að glíma við farandvændis- konur sem flakka milli landa og er starfsemin hér angi af því að er virðist. Mér finnst ástæða til að skoða þetta mál nánar. Það hefði raunar að mínu mati verið tiltölulega auðvelt að taka fyrir þetta í upphafi," sagði Karl Steinar. Hann gat þess að enginn blaðamaður hefði gert fyrir- spurn um hversu miklar skatttekjur ríkið hefði fengið vegna þessa mála- flokks. Sjálfur taldi hann að þær væru engar eða nánast engar. „Mér finnst núna nauðsynlegt fyrir okkur sem borgara að gera upp við okkur hvort við viljum spyrna fótum við þessari þróun, sem við sjáum með því bara að fletta sumum dagblöðum. Það er ennþá lag, en að mínu mati vinnur tíminn ekki með okkur. Skoð- anakönnun sýnir að yfirgnæfandi hluti borgarbúa vill að þessi mál séu tekin alvarlega," sagði Karl Steinar að lokum. Veldur höfnun ásókn í keypt kynlíf? Næstur sté í pontu Ingólfur V. Gíslason frá Skrifstofu jafnréttismála og ræddi hann um hverjir kaupa kyn- lífsþjónustu á Islandi. „Ég held að það hugtak sem lýsir best upplifun karla af kynlífi sé; skortur," sagði Ingólfur. „Það að karlar eigi að sækja á og vinna sem flesta „sigra“ en konumar eigi að sýna kurteislegt áhugaleysi þýðir að sjálfsögðu meðal annars að karlar upplifa höfnun miklu oftar en góðar móttökur. Það er erfitt íýrir sjálfið, ekki hvað síst á unglingsárunum þeg- ar sjálfsmyndin er hvað brothættust." Hann sagði að karlar hefðu tilheig- ingu til að hlutgera konur af því að auðveldara væri að takast á við höfn- un frá hlut heldur en manneskju. Hann kvað í erlendum hjónakyn- lífskönnunum koma fram að menn vildu að konur þeirra sýndu meira fmmkvæði. „Ég held að menn óski þessa vegna nagandi kvíða um að konan sé aðeins að þóknast þeim - innst inni langi hana ekki. Þarna er sem sé á ferðinni ósk um staðfestingu á eigin gildi - að maður sé eftirsókn- arverður." Þetta er að mati Ingólfs ein af ástæðum ásóknar karla í keypt og ópersónulegt kynlíf. „kynlífsstarfs- stúlkurnar fullvissa þig um að þrátt fyrir kúlumaga, þunnt hár, bólugraf- ið andlit eða bara almennt leiðinlegan karakter þá sé mjög erfitt að stand- ast dýrslega útgeislun þína.“ Þessum orðum Ingólfs var svarað með hlátra- sköllum úr salnum þar sem konur voru í miklum meirihluta. Viðstaddir kinkuðu samsinnandi kolli þegar Ingólfur upplýsti að þótt ýmislegt hefði breyst í kynlífsmálum þá hefði það ekki breyst að konur sæktu mjög lítið í að skoða klámefni að eigin frumkvæði. I máli hans kom einnig fram að samkvæmt könnun sem gerð var um og í kringum 1990 kaupa íslenskir karlmenn þjónustu vændiskvenna næstsjaldnast - á eftir Bretum sem eru í neðsta sæti hvað þetta varðar. Spánverjar eru í efsta sæti, 38,6% þeirra kaupa þjónustu vændiskvenna. Flestir þeiiTa sem kaupa þjónustu vændiskvenna gera það aðeins einu sinni eða tvisvar, stómeytendur eru þeir nefndir sem keypt hafa slika þjónustu 20 sinnum eða oftar. Ingólfur skiptir þeim sem kaupa sér kynlíf í þrjá hópa; fiktara - sem prófa einu sinni eða tvisvar, fortíðar- menn - karla sem ekki geta tekist á við breytta stöðu kynjanna og gengur illa á „almennum markaði". I þriðja hópnum eru uppar, sem líta svo á að fullnæging eigin þarfa og langana sé eina gildi lífsins og að allt sé til sölu. I samtali við norskan „for- tíðarmann“ kom fram að hann fengi lítið út úr tengslum sínum við aðrar konur en gleðikonur. „Þá eru allt of margar tilfinn- ingar í málinu. Konum hættii- til að blanda saman kynlífi og tilfinningum, það líkar mér ekki. Kynlíf er köld eðl- ishvöt, köld og kaldhæðin." Norskur sjómaður sagði um tengsl sín við gleðikonur: „Þetta er ein- manaleiki, maður vill fá nálægð þó ekki sé nema í stuttan tíma.“ Loks gat Ingólfur þess að almennt væri náin vinátta karla litin nokkru homauga sem yki einmanaleika þeirra, þessu væri öfugt farið með konur. Ingólfur efast um gildþ veru- legs banns á kynlífssviðinu. „Ég hef meiri trú á að undan kynlífsiðnaði „Tæta af sér spjarirnar“ Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í ræðustól. Morgunblaðið/Kristinn Gestir á málþinginu í Safnaðarheimili Laugarneskirkju voru margir og fylgdust af athygli með umræðum. verði smátt og smátt grafið með breyttum hlutverkum og samskipt- um kynjanna. Mér sýnist ungar kon- ur vera í auknum mæli að hafa frum- kvæði í kynnum við karla án þess að fá á sig einhvern hórustimpil. Auðvit- að getur fólk sniðgengið blöð og staði sem þjóna klámiðnaðinum en ég ótt- ast að fæstir geri það. Flestir vilja heldur að ríkisvaldið taki siðferðis- legar ákvarðanir fyrh- fólk fremur en það axli sína persónulegu ábyrgð." Lýðræði og frjálst markaðs- kerfi ekki það sama í kaffihléi ræddi fólk um kynlífs- iðnaðinn - meðan ég tróðst með kaffibolla að sæti mínu heyrði ég grannvaxinn mann lýsa því fjálglega hve seiðandi áhrif gleðikona ein í Bretlandi hafi haft á hann - þangað til vitund hans opnaðist og hann fann hina vondu áru í kringum hana. Ungur maður lýsti því hve leiður hann væri orðinn á öllu þessu klámi. „Ég hef stundum skoðað þetta á Net- inu og séð margt ótrúlegt, en fikn mín í þetta er horfin, þetta er einu orði sagt yfirgengilegt og raunar líka þreytandi," sagði hann. Eldri maður kvaðst ekki hafa trú á að annað þýddi en viðhafa bönn. ,Annað þýðir held ég ekki,“ sagði hann fastmæltur. Eftir kaffihressinguna kom Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur og ræddi um vændi í kjölfar stjórnar- farsbreytingar í Áustur-Evrópu. „Samkvæmt samanburðarrannsókn- um á tímum lýðræðisþróunar í heim- inum sést að með tilkomu lýðræðis- legra stjómarhátta eru konur gerðar að pólitískum minnihlutahópi. Þjóðfé- lagsbyltingin sem átti sér stað eftir hrun kommúnismans í lok síðasta áratugar í Austur-Evrópu hefur haft mikil áhrif á stöðu og líf kvenna þar,“ sagði Rósa. Mikil fátækt fylgdi í kjölfar um- ræddra breytinga meðal fólks sem á tímum sósíalismans starfaði sem al- mennir verkamenn. „Með tilkomu lýðræðislegra stjórnarhátta og frjáls markaðshagkerfis og aukinni sam- keppni á vinnumarkaði voru konur fyrstar til að missa störf sín,“ sagði Rósa. Atvinnuþátttaka kvenna var áður mjög mikil í þessum löndum en jafn- framt sinntu þær heimilisstörfum og svokölluðum ósérhæfðum kvenna- störfum svo vinnuálagið á þær var gífurlegt. Margar konur héldu að breytingar í lýðræðisátt myndu tryggja réttindi þeirra en svo varð ekki. „I kjölfar stjórnarfarsbreyting- anna hefur þorri kvenna í Austur- Evrópu þurft að þola mikla fátækt og vaknað upp við að borgararéttindi kvenna eru ekki sjálfsagður fylgifisk- ur lýðræðislegra stjórnarhátta. Fyrstu árum þessai-a breytinga hef- ur verið líkt við táradal efnahags- legra sviptinga, sem myndi að end- ingu tryggja velsæmd allra. Spilling valdastétta óg efnahagserfíðleikar hafa hins vegai’ verið meginástæður þess að mikill meirihluti fólks nýtur ekki ávaxta frelsins sem lýðræðisleg- ir stjórnarhætth’ bjóða annars stað- ar. í iðnaðarborginni Vladimir í Rússlandi deyja að meðaltali 13 manns á dag úr hungri og fátækt, fólk er heimilislaust og böm m.a. vinna fyrir sér með vændi.“ Rósa gat þess að hún hefði vegna ritgerðar sinnar um þetta efni ferð- ast víða um Austur-Evrópu. + Ég komst að því að erfitt er að seil- ast til valda eða gerast þátttakandi í pólitískum hreyfingum þegar launin nægja ekki til að brauðfæða eigin fjöjskyldu," sagði hún. I kjölfai- allra þessara breytinga hefur vændi aukist til muna í löndum Austur-Evrópu og kynlífsiðnaður staðið þar í miklum blóma. Sam- kvæmt skýrslu nefndar um afnám of- beldis gegn konum var ályktað að hátt á annað hundrað þúsund konur og böm frá þessum löndum láti leið- ast út í vændi ár hvert. Alþjóða glæpahringir og vestrænh’ auðjöfrar hafa fundið nýjan vændismarkað þar sem hvítt fólk gengur kaupum og söl- um, sérfræðingar telja að hnattvæð- ing viðskiptahátta og aukið frjálsræði í viðskiptum landa á milli hafi aukið kynlífsverslunina og gert glæpa- mönnum auðveldara um vik. „Á íslandi hefur fyrrnefndum glæpahringjum tekist að villa á sér heimildir og snúa á íslensk lög undir því yfirskini að stundaður sé inn- flutningur á listdönsurum tU lands- ins. Á þann hátt vefja glæpamenn sem hagnast af neyð annarra lög- gjafarvaldinu og stjórnvöldum um fingur sér og eiga hægt um vik í landi þar sem háttsettir embættis- menn leyfa sér að líkja vændi við hverja aðra tískubólu hins frjálsa markaðar. íslensk stjórnvöld eru frá 24. júní 1980 skuldbundin af alþjóða- sáttmála til að tryggja aukin réttindi kvenna og ber samkvæmt 6. grein þessa sáttmála að grípa til aðgerða með lagasetningum ef þörf krefur gegn kynlífsiðnaðinum sem nú þrífst hér á landi. Lagasetningar skulu taka mið af mannréttindum þeh-ra kvenna sem orðið hafa fórnarlömb vændis sem rekið er af alþjóða- glæpahringjum og íslenskir aðilar hagnast á. Lýðræði og frjálst mark- aðskerfi er ekki eitt og hið sama,“ sagði Rósa að lokum. Eftir að félagar úr íslenska dans- flokknum höfðu sýnt dansatriði við verðugan undirleik frá hljómsveitinni Skárra en ekkert sagði séra Jóna Hrönn Bolladóttir að slæmt væri að Páll Pétursson og fleiri slíkir valda- menn væru ekki þama viðstaddir til þess að sjá mun á raunverulegum listdansi og svo þeim „súludansi" sem gengið hefði hér á vissum veitinga- stöðum undir nafninu listdans. „Ég spurði raunar dyravörð á ein- um slíkum stað hverjir sæktu þessa staði? „Það er fljótsagt - það eru nördar," svaraði dyravörðurinn." Næst kom í ræðustól Nanna Sig- urðardóttir félagsráðgjafi sem ræddi um áhrif kynlífsiðnaðar á börn og unglinga. „Við skulum kalla hlutina sínum réttu nöfnum, flest okkar þekkja klám þegai’ við sjáum það og heyrum, þetta er klámiðnaður," sagði hún. Fjölföldun klámefnis hefur viðgengist frá 1860 og þar innan um er að finna auk annars bæði dýra- og bamaklám. „I klámi ríkja fyrst og fremst peninga- leg tengsl milli fólks,“ sagði Nanna. „Klámkóngamir hafa mikið til runnið sitt skeið á enda og klámhringirnir tekið við. Eitt af því slæma við klám- ið er að það truflar sýn barna á hvað er ást og hvað er kynlíf. Sýn á fólki í klámi er ómannleg og skapar falskar væntingar. Forvitni barna til að skoða blöð og bækur er á undanhaldi en sjónvarpið og Netið hefur komið í staðinn. Stundum leiðir þetta klám- gláp til klámþráhyggju sem verður aftur til þess að ekki er verið að upp- fylla gleði- eða nautnalöngun heldur spennulöngun." Nanna gat þess að fámennið hér gerði að verkum að ef upp kæmi ný bóla þá snerti það öll heimili á landinu og svo væri einnig með klámbylgjuna. „Það er óþarfi að hafa þetta hér við bæjardyrnar. Þess ber að geta að börn þurfa líklega annars konar leiðsögn núna en áður þegar heimilin em mun opnari fyrir umheiminum vegna sjónvarps og Netsins. Böm þurfa leiðsögn foreldra sinna í þessum nýja heimi, það dugar ekki að láta þau ein valsa um tækni- heiminn þar sem margt ógnvænlegt mætir augum. Foreldrar þurfa sjálfir að fræða börn sín. Það skiptir máli að láta sig hlutina varða. Svo vona ég að klámið gangi ekki af kynlífinu dauðu, við þurfum að vera dugleg að njóta kynlífs," sagði Nanna að lokum. Eftir höfðinu dansa limirnir Bríet - félag ungra femínista átti fulltrúa sinn á málþinginu um kyn- lífsiðnað á íslandi. Hildur Fjóla Ánt- onsdóttir ræddi um hvað ungum kon- um fyndist um klámvæðinguna. „Við byrjuðum á að kynna okkur íslenska lagabálkinn þar sem segir að framleiðsla, sýning og dreifing á klámi vai’ði við lög. En þegar við lít- um í kringum okkur sjáum við mikið framboð og auðveldan aðgang að klámi. Sem sagt; klám er bannað með lögum en samt leyft - eða hvað?“ sagði Hildur Fjóla. Hún kvað það ekki hlutverk Bríetar að hafa skoðun á persónulegu kynlífi einstaklinga. „Bríet er hins vegar á móti klámiðn- aðinum þar sem konur eru hlutgerð- ar og settar á svið sem söluvara. Það að einhver þriðji aðili; hórmangarar, framleiðendur og dreifiaðilar klám- mynda/rita og eigendur klámstaða hagnist á því að selja aðgang að lík- ömum annarra sýnir fyrst og fremst siðleysi og ábyrgðarleysi viðkomandi aðila og að stuðningskefi samfélags okkar hriplekur,“ sagði Hildur Fjóla. Að lokum sagði hún: Við viljum hvetja sjálfstæð samtök s.s. foreldra- samtök og Barnaheill til að láta heyra í sér varðandi klámiðnaðinn á Islandi í dag og ennfremur hvetjum við stofnanir samfélagsins til að ná tökum á klámvæðingunni sem fyrst - því að eftir höfðinu dansa limirnir!" Löggjafinn þarf að vinna af skilvirkni Síðasti málshefjandinn var Helgi Hjörvar, forseti borgarstjómar. Hann talaði um stefnu borgaryfir- valda í málefnum kynlífsiðnaðarins. „Ætli klámkóngarnir á Islandi séu ekki orðnir 11 eða 12, svo ör er þró- unin í þessum efnum, þeir voru fyrir skömmu 7 að því að talið var,“ sagði Helgi. Hann sagði að mikil breyting hefði orðið á stjórnmálum og stjórn- sýslu á seinni áram. Áður hefðu stjómmálamenn haft meira svigrúm þar sem hlutir voru ekki beinlínir bannaðir eða leyfðir með lögum. Aukið aðhald hefði skapast í þessum efnum og væri það löngu tímabær breyting. Nú gæti menn sín þar sem ákvörðunum þeirra sé hægt að áfrýja og því geti þeir þurft að breyta þeim í kjölfar þess. Hann sagði ennfremur að nauðsynlegt væri að búa til lög og reglur til að mæta örum breytingum eins og t.d. í kynlífsiðnaðinum mai’g- umtalaða. „Þróunin hefur sannarlega verið ör í þessum efnum. Nú státa þrjú sveitarfélög af dansstöðunum fyrrgreindu, Reykjavík, Akureyri og Reykjanesbær,“ sagði Helgi. „Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd til þess að fjalla um hugsanlegar breyt- ingar á lögum um þessi efni. Um- rædd nefnd mun skila áliti 1. desem- ber nk. Þegar sótt var um leyfí fyrir vínveitingum á þessum stöðum reyndum við að finna lagaheimild til að taka á þessum málum. En þrátt fyi-ir ríkulega lögfræðiaðstoð til þess að leita leiða til að veita aðhald eða banna þessa starfsemi þá fundust engai- lagaheimildir til þess. Við töfck-., um þessar leyfisveitingar eftir föng- um en án árangurs. Við leituðum eft- ir því við dómsmálaráðuneytið að lög og reglur um þetta efni yrðu sett. Eins og kunnugt er voru undanþágur veittar til innflutnings danskvenna til þessara staða á grundvelli ákvæða um að listamenn og vísindamenn gætu komið hingað og dvalið í mánuð án sérstaks starfsleyfis. Við vitum hins vegar öll að hér er ekki á ferð- inni listdans. I öðram löndum eru reglur sem þessar ekki svona rúmar,, í Danmörku er t.d. veitt sambærilegt leyfi aðeins í viku sem gerir umfang svona starfsemi miklu meira og erfíð- ara og einkadansar í lokuðum klefum eru bannaðir víða. Löggjafinn þarf að vinna af skilvirkni en standa ekki ár- um saman og bíða átekta. I Banda- ríkjunum tókst með lagasetningu að hindra starfsemi af þessu tagi. Sam- kvæmt núgildandi lögum falla öll veitingahús undir sömu skilgreining- una. Hvaða kaffihús sem er sem hef- ur vínveitingaleyfi gæti látið stúlkur fara að dansa upp á borðum ef mönn- um þar byði svo við að horfa. Menn hafa orðið að leyfa svona starfsemi vegna skorts á lagaheimildum og því þarf að breyta.“ Eftir fyrh’lestrana gafst fólki í' þéttskipuðum salnum færi á að varpa fram spurningum til fyrirlesai’anna og láta í Ijós skoðanir sínar á þeim málefnum sem til umfjöllunar voru. Fundarstjórar og kynnar vora þau séra Bjami Karlsson, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og Hróbjartur Amason guðfræðingur. Undirbún- ingi að þessu málþingi sinnti auk þetrra hópur í fullorðinsfræðslu Laugarnessafnaðar. Raddir fólks í salnum og svör fyrirlesara lögðu áherslu á nauðsyn þess að ýta á laga- setningu sem tálmaði starfsemi þeirra sem gera sér kynlífsiðnaðinn að féþúfu. Menn vora sammála um að auka þyrfti kynlífsfræðslu í skólum og að foreldrar mættu ekki gefa fra sér ábyrgðina á fræðslu barna um ást og kynlíf. Einnig var komið inn á tengsl vændis við fíkniefnaneyslu og vitnað í orð læknis eins sem benti á hættu á t.d. berklasmiti af stúlkum sem fluttar væru inn til að dansa á veitingastöðum, einkum yki einka- dansinn á smithættu, berklabaktería ónæm fyrir lyfjum ógnar sem kunn- ugt er lífi fólks mjög í löndum Aust- ur-Evrópu núna. Enn aðrar raddir bentu á nauðsyn þess að koma á stuðningsneti fyrir stúlkur sem fá- tækt og eymd hefði beint út í vændi*. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir benti að lokum á að hið „venjulega" fólk hefði mjög stóra hlutverki að gegna í þess- um málum. „Við verðum að vera að- hald fyrir þennan klámiðnað, vilji stjómvalda til að veita slíkt aðhald hefur enn ekki verið fyrirferðarmik- ill. Hér er um brýnt málefni að í-æða - við viljum aðhald og aðgerðir.“ ? „Glæpamenn snúa á íslensk lög“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.