Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 57.; + Guðfinna Jónína Sveinsdóttir var fædd í Hafnarfirði 17. febrúar 1907. Hún andaðist á hjúkrunardeild Seljahlíðar 21. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Iijónin Guðlaug Ágústa Guðmundsdóttir, f. 7. ágúst 1882, d. 13. ágúst 1954, og Sveinn Guðmun- dsson, f. 23. mars 1875, d. 13. mars 1929. Guðfinna var elst níu systkina. Þau eru Guðmunda, f. 1908 (látin), Þórunn, f. 25. júní 1910 (látin), Guðmundur, f. 22. nóvember 1911 (látinn), Björg, f. 1913, Guðbergur, f. 18. desem- ber 1915 (látinn), Jens, f. 1917, Guðlaug, f. 1918, og Sveinn, f. 4. júní 1920. Guðfínna ólst upp í Hafnar- firði. Ung að árum réð hún sig um túna í vist að Reynisstað í Skerja- firði en si'ðar helgaði hún sig uppeldis- og húsmóðurhlutverk- inu. Hinn 21. septem- ber 1929 giftist hún Haraldi Runólfssyni, múrara, f. 15. mars 1906, d. 3. nóvember 1964. Börn þeirra: 1) Sveinn Ágúst, f. 28. janúar 1930. 2) Ingi- björg, f. 27. mars 1931, maki Konráð Gíslason, f. 1. janúar 1907, látinn. Börn þeirra eru tvö og fjögur barna- börn. 3) Leifur Runólfur, f. 30. júlí 1932, d. 9. janúar 1989, var kvæntur Hjördísi Guðmun- dsdóttur og áttu þau tvö börn og þijú barnaböm. Leifur og Hjör- dís skildu, seinni sambýliskona hans var Sigríður Magnúsdóttir. 4) Reynir, f. 12. ágúst 1936, d. í maí 1966. 5) Hulda, f. 13. febrúar 1940, maki Þorgeir Ólafsson, f. 5. desember 1935, þau eiga fjög- ur böm og sjö barnabörn. 6) Hrönn, f. 5. október 1946, maki Trausti L. Jónsson, f. 17. maí 1947, þau eiga fimm börn og fjögur barnabörn. Haraldur og Guðfinna skildu. Seinni eigin- maður hennar var Jón Oddsson, f. 7. september 1899, d. 21.11. 1954, bóndi. Þau bjuggu á Stóra- Kálfalæk á Mýmm. Þar bjó hún nokkur ár eftir lát Jóns ásamt Ingibjörgu dóttur sinni og fjöl- skyldu. Fluttist svo til Reykjavík- ur og átti heimili hjá Hrönn dótt- ur sinni og fjölskyldu, að undanskildum tveimur ámm þar sem hún hélt heimili fyrir og annaðist aldraðan mann, Gunnar Gunnarsson, þar til hann lést. Siðustu tæp fimm árin er heils- unni var tekið að hraka, bjó hún í Seljahlíð. Utför Guðfínnu fór fram frá Grensáskirkju 1. nóvember. Þau mistök urðu við birtingu minningargreina um Guðfinnu Jónínu í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 31. október, að með þeim fylgdi mynd af nöfnu henn- ar Einarsdóttur. Greinarnar em því endurbirtar hér og em hlut- aðeigendur beðnir að afsaka þessi mistök. GUÐFINNA JÓNÍNA SVEINSDÓTTIR sem okkar beið fallega þrykktur dúkur eða nýprjónaðir sokkar sem þú hafðir gert af mikilli natni og vandvirkni. Myndimar þínar voru þér kærar. Endurspegla þær lífs- hlaup þitt og þreyttist þú aldrei á að sýna okkur þær. Þú átt ríkan þátt í lífi okkar því þú bjóst á heim- ili okkar og við ólumst upp í þinni nærveru. Herbergið þitt heima í Vesturberginu var í daglegu tali nefnt „ömmuherbergi" og ein- kenndist það af snyrtimennsku sem þá var ólíkt okkar eigin. Þú reyndir þó alltaf að miðla okkur af reynslu og visku þinni og leggja okkur lífs- reglurnar. Þú varst alltaf vel til höfð og eltist svo vel, okkur fannst þú alltaf verða sætari og sætari. Það voru forréttindi að hafa þig heima hjá okkur. Alltaf áttir þú stund aflögu til að grípa í spil og spjalla um gamla tíma eða kenna okkur barnaþulur og bænir sem þú varst svo farin að kenna okkar börnum. Ekki var verra að þú lum- aðir alltaf á góðgæti sem þú gafst óspart eða sendir okkur eftir. Þú gættir þess alltaf að eiga „með kaff- inu“ ef gestir litu inn enda varstu mikil fjölskyldukona og vinamörg. Við fundum að fólk virti þig og til þín var gott að leita. Það kom ber- lega í ljós um jólaleytið þegar jóla- kortin og pakkarnir streymdu inn til þín og litum við þig oft öfund- araugum en fórum þó ekki varhluta af gjafmildi þinni, þar sem þú varst mjög örlát. Það sem háði þér hvað ' mest var heyrnarskerðing þín sem smá versnaði með aldrinum og hlógum við stundum saman að skemmtilegum misskilningi í spjalli okkar. Kannski var heyrnarskerð- ingin ástæða þess að þú hafðir mjög gaman af lestri og var oft notalegt að sitja inni í ömmuherbergi hjá þér og lesa blöð sem Svenni frændi færði þér iðulega. Já, amma, þú varst stór hluti af lífi okkar og alltaf kvaddirðu okkur svo innilega og baðst fyrir kveðju til allra. Við erum þakklát íyrir allt það sem þú gafst okkur, kærleika þinn og hlýju. Við söknum þín og kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig og varðveiti. Ommubörnin í Vesturbergi, Guðlaug, Linda, Guðfinna, Ægir og Edda. i Oss héðan klukkur kalla svo kallar Guð oss alla tilsínúrheimihér. Þá söfnuð hans vér sjáum ogsamanverafáum í húsi því sem eilíft er. (V. Briem.) Nú hefur Guð kallað til sín elsku- lega tengdamóður mína Guðfinnu Jónínu Sveinsdóttur. Okkar góðu kynni hafa varað í um 38 ár. Guðf- inna tók mér strax af hlýju, virð- ingu og innileik, sem hélst allt til hins síðasta. Hún bjó þá búi sínu á Stóra-Kálfalæk á Mýrum ásamt elstu dóttur sinni Ingibjörgu Har- aldsdóttur, eiginmanni hennar Konráði Gíslasyni og fjölskyldu. Eg á síðan þá margar dýrmætar minn- ingar frá heimsóknunum í sveitina, sem voru farnar hvenær sem færi gafst, á hinum ýmsu árstímum. I minningunni glitra myndir af vorverkunum, heyskapartímanum, haustverkunum og vetrarstemmn- ingu með kyrrð, stillum, dimmu og stjörnuskini. Þá undirstrikaði raf- magnsleysið þessi djúpu áhiif því nútímaþægindi voru þá engin kom- in en eldri búskaparhættir lögðust smám saman af. Það var ætíð til- hlökkunarefni að heimsækja Guð- finnu og finna þá gestrisni, hlýju og velvild sem ég mætti þar og svo var um fleiri, því oft var þar margt um manninn. Þau voni mörg börnin sem nutu sumardvalar þar og kynntust sveitalífinu. Guðfinna var hógvær kona og hæglát, það einkenndi hana hversu allir báru mikla virðingu fyrir henni. Hún var myndarleg, snyrti- leg og útsjónarsöm húsmóðir sem kunni að gera mikið úr litlu. Hún eldaði mjög lystugan og góðan mat og bakaði af snilld í gömlu „kox“: eldavélinni ofan í allan skarann. I eldhúsinu stóð hún því oft við dag- inn langan því sveitastörfin út- heimta mikla orku og matmálstím- ar margir enda var stóra eldhúsið aðal samverustaður heimilisins. Ég og fleiri minnast þessara stunda með þakklæti. Svo höguðu aðstæður því að fljótlega eftir að ég og Hrönn dóttir hennar giftum okkur og stofnuðum heimili flutti Guðfinna til okkar og bjó þar að undanskildum tveimur árum er hún annaðist Gunnar Gunnarsson, en hann var þá aldrað- ur maður sem var öryrki vegna bílslyss og þurfti mikla aðstoð. Hún lagði sig mjög fram um að honum liði sem best. Eftir Íát Gunnars flutti hún aftur til okkar allt þar til hún sökum heilsuleysis þurfti fyrir tæpum fimm árum að flytjast í Seljahlíð, en hún var þá bundin hjólastól. Börnin hennar sýndu henni mikla og fórnfúsa umhyggju með því að vitja hennar og hlúa að henni á allan hátt, það er á engan hallað að nefna Ingibjörgu fyrst, en hún heimsótti hana næstum dag- lega. í Seljahlíð naut hún einstak- lega góðrar umönnunar starfsfólks og voru allir henni góðir. Sérstakt dálæti hafði hún þó á Hrafnhildi Kristinsdóttur sem reyndist henni mjög vel, en öllum starfsmönnum ei-u hér færðar kærar þakkir. Það varð Guðfinnu erfitt hlut- skipti í lífinu að verða heyrnarskert vegna veikinda í bamæsku og það setti mark á allt hennar líf og varð henni oft hindrun. Það og annað mótlæti lét hún ekki buga sig því hún átti þá sönnu trúarvissu sem lýst er í sálmi Luthers í þýðingu H. Hálfdánarsonar: Vor Guð er borg á bjargi traust, hiðbestasverðogverja, hans armi studdir óttalaust, vérárásþolumhverja. Biblíuna, sálmabók og passíus- álmana hafði hún alltaf nálægt sér og sótti þangað huggun og styrk. Nú er mér efst í huga söknuður og þakklæti fyrh- alla samveru, samfylgd og vináttu í gegnum árin en það einkenndi Guðfinnu hversu trygglynd, vinföst og frændrækin hún var. Éinnig þakka ég fyrir að börnin okkar hafi fengið að njóta elskuseminnar og samvistanna við hana en hún var fastur og traustur hluti af tilveru þeirra og okkar all- ra. Ég vil færa börnum hennar og ástvinum öllum mínar einlægustu samúðaróskir. Veit henni Drottinn, þína eilífu hvfld og lát þitt eilífa ljós lýsa henni. Hún hvfli í þínum friði. Am- en. Trausti Laufdal Jónsson. Okkur systkinin langar að skrifa nokkur orð í minningu ömmu okkar Guðfinnu Sveinsdóttur. Eitt af mörgu sem kemur upp í hugann er þegar við vorum börn og áttum heima í sveitinni. Amma bjó í Reykjavík og þegar hún sá sér fært að heimsækja okkur varð ætíð há- tíð í bæ. Þessi yndislega kona gaf svo mikið af sér og reyndi að gleðja okkur af öllu hjarta sem henni fórst einstaklega vel úr hendi. Svo ég tali nú ekki um jólin. Mikil var tilhlökk- un okkar að bíða eftir jólapökkun- um að sunnan því aldrei brást amma. Það voru hennar ær og kýr að gleðja aðra og þannig var hún allt sitt líf. Við höfum reynt að setja okkur í þau spor sem hún þurfti að ganga er hún ól upp allan barnahópinn í mikilli fátækt, húsnæðisbasli og eftir að Haraldur afi deyr þá stendur hún ein. Amma var hetja. Það þarf ekki fleiri orð um það. Hún var mjög trúuð kona og reglusöm og við erum viss um að það hefur hjálpað henni að rata hinn gullna meðalveg. Auk þess var hún dugnaðarforkur og ósér- hlífin svo orð fór af. Amma var við- kvæm og mátti ekkert aumt sjá, enda vorum við mörg gegnum tíð- ina sem leituðum ráða í blíðu og stríðu hjá ömmu sem hafði lag á að hlusta og leiðbeina. Hún var góður kennari í lífsins ólgusjó. Enda má sjá það á börnum hennar að þau hafa ekki langt að sækja þá mann- kosti sem eiga að prýða hvern mann. Síðan getum við ekki annað en dáðst að þeim mannkærleik sem börn hennar og makar hafa sýnt í hvívetna á langri ævi henn- ar. Og oft er það svo þegar sorgin kveður dyra að þá langar mann að segja svo margt, enda er þetta að- eins brot, lítið brot um þessa elskulegu konu. Elsku amma, nú ert þú hjá Guði. Megi okkar ljúfa minning um þig verða eilíf. Góði Guð, veit öllum vin- um og ástvinum styrk í sinni sorg. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M. Joch.) Gísli Konráðsson, Guðfinna Konráðsdóttir. Hinsta kveðja til elsku ömmu okkar og langömmu. Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (V. Briem.) Nú þegar komið er að leiðarlok- um viljum við þakka þér alla þína hlýju og góðsemi. Blessuð sé minn- ing þín. Elsku mamma, Hrönn, Inga, Svenni og fjölskyldur. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur með sannri trú um að ömmu líði vel núna. Karl Elí, Ólafur, Rut, Reyn- ir og fjölskyldur. Komdu sæl, amma, vorum við vön að segja við þig þegar við heim- sóttum þig í Seljahlíð. Alltaf tókst þú brosandi á móti okkur og faðm- aðir fast að þér. Þú hafðir alltaf mikla þörf fyrir félagsskap og und- ir þér alltaf best í góðra vina hópi. Ef þig var farið að lengja eftir okk- ur þá lést þú ævinlega skilaboð út ganga. Ekki fannst þér verra ef við komum með eitthvert smáræði handa þér eins og happaþrennur sem þú hafðir mjög gaman af að skafa. Ef einhver var vinningurinn þá varst þú óðar búin að gefa hann litlu barni,því gjafmildi var þitt sérkenni. í herberginu þínu var margt fallegt enda þú mikið gefin fyrir fallega muni og myndir. Eitt og annað vekur upp gamlar minningar. Ósjaldan baðst þú okk- ur að líta í kommóðuna þína þar t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS HANSEN, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 3. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Samtök sykursjúkra. Valdemar Hansen, Erna A. Hansen, Dóra Hansen, Jón Kristjánsson, Hilda Hansen, Jóhannes Fossdal, barnabörn og barnabarnabörn. t Sendum okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓHÖNNU SVANFRÍÐAR TRYGGVADÓTTUR, Þórunnarstræti 112, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Pálmi Pálmason, börn og aðrir vandamenn. Þökkum af alúð auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR skipasmiðs, frá Söndum, Akranesi. Guðmunda Stefánsdóttir, Magnús Magnússon, Halla Bergsdóttir, G. Magnea Magnúsdóttir, S. Hafsteinn Jóhannesson, Guðríður Ó. Magnúsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkaerrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GERÐAR SIGMARSDÓTTUR, Lyngholti 14c, Akureyri. Ásdís Árnadóttir, Eiður Sigþórsson, Hörður B. Árnason, Erla S. Jónsdóttir, Helga Árnadóttir, Jón Þorbergsson, Haraldur Árnason, Þorbjörg Traustadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.