Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 31
LISTIR
Úr blómagarði barokksins
TOIVLIST
Listasafn ís 1 ands
BAROKKTÓNLEIKAR
Sónötur eftir Vinci, J.S. Bach,
Handel og Leclair. 2. tónleikar
Musicae Antiquae af þrennum.
Guðrún S. Birgisdóttir, barokk-
(lauta; Elfn Guðmundsdóttir, sem-
ba.ll; Olöf Sesselja Oskarsdóttir,
viola da gamba. Sunnudaginn 31.
október kl. 20.
SKJÓL tónlistarunnenda gegn
skrumi og skarkala vorra tíma gef-
ast sem betur fer fleiri en það slak-
andi en innantóma íhugunarflæði
sem kennt er við Nýjan heim. Öllu
inntaksmeiri er kammertónlist 19.
aldar. En ef sótzt er eftii' enn kyrr-
látari heiðríkju, er hana helzt að
finna í stofutónlist mið- og síðbar-
okksins. Leitun er að kliðmýkri
hljóðfærum en frá þeim tíma, eða
a.m.k. eftir að krassandi ýlugjafar
snemmbarokks eins og regal og
krummhorn hurfu úr tízku. Fátt
sefar betur ýfða taugaenda gagn-
vart ærandi ómvist nútímans en
blævængsmjúkur söngur tréþver-
flautunnar og hljóðlátt tifandi fylgi-
bassameðleikur sembals og gömbu,
eins og heyra mátti á tónleikum
Musicae Antiquae í Listasafni Is-
lands sl. sunnudagskvöld.
Andstætt því sem áður var, þeg-
ar stórstirni tónlistarsögunnar voru
nær einráð á tónleikapalli, hefur
geisladiskavæðing síðustu áratuga
dregið fjölda lítt þekktra smámeist-
ara fyrri tíma fram í dagsljósið.
Verður það seint ofmetið, enda for-
senda viðmiðunar og dýpri skiln-
ings. Einn slíkur smámeistari var
Leonardo Vinci (1690-1734; ekki að
rugla við endurreisnaiTnálarann
fræga L. da Vinci), sem var tónlist-
arstjóri Napólí-óperunnar síðustu
æviárin. Af tveim flautusónötum
hans útgefnum í London 1764 flutti
þríeykið sexþætta Sónötu í D-dur.
Hver þáttur var stuttur og úr-
vinnslulitill en heilsteyptur, og var
margt fallega mótað af þeim þre-
menningum, sérstaklega þó Largo-
þátturinn (III.)
Leiðréttingar á tímasetningu og
jafnvel feðrun hafa hrannazt upp á
síðastliðinni hálfri öld i kjölfar
„Neue Bach Ausgabe“, og er
Flautusónata Bachs í e-moll BWV
1034 engin undantekning frá því, ef
marka má athugasemdir tónleika-
skrár, sem taldi aðeins fullsannað
að lokaþátturinn (IV.) væri eftir
Sebastian. Þó var erfitt að verjast
þeirri tilhugsun, að a.m.k. fyrra Al-
legróið (II.) hlyti að vera eftir hann,
enda alsett sebastíönskum einkenn-
um á við beitingu tíðra orgel-
punktsstaða í áhrifamiklu mótvægi
við fljúgandi hljómaferli í grennd.
En hvort sem heimilisfaðirinn sjálf-
ur (þá búsettur í Köthen að talið er)
eða einhver ættarlaukurinn hafi átt
meh-ihlutann, er víst, að þetta verð-
ugt vinsæla meistaraverk er meðal
hápunkta í flautubókmenntum 18.
aldar.
Fylgibassaleikendur skiluðu hér
sem endranær hlutverki sínu með
lifandi og nákvæmum leik. Vanda-
söm meðferð klappalausu barokk-
flautunnar var í góðum höndum
Guðrúnar Birgisdóttur, sérstaklega
þó í vel mótuðum fyrsta þættinum,
þó að hinn fjaðurmagnaða lokaþátt
hefði mátt gæða aðeins meiri hryn-
rænum drifkrafti, og raunar einnig
í fylgibassaleiknum. Hröðu þætt-
irnir reyndu töluvert á bæði úthald
og fimi flautuleikarans, sumpart
fyrir alræmt skeytingarleysi Bachs
um öndunarþarfir, og var ekki öf-
undsvert að þurfa að standa klár á
heljarlöngum tónarunum meistar-
ans með kvefpest í ofanálag. Flest
tókst samt með ágætum, þrátt fyrir
fáein fingrafip á hröðustu stöðum.
Að vísu örlaði einnig smávegis á
slíku þar sem mest á gekk annars
staðar á dagskrá, enda fingraflækj-
andi gaffalgrip barokkflautunnar
dragbítur sem Böhmflautuleikarar
nútímans eru að mestu lausir við -
fyrir utan óáreiðanleika eldra hljóð-
færisins í inntónun, sem sífellt þarf
að tempra með munnstillingu. Olli
sá annmarkinn fálæti Mozarts
gagnvart flautunni, sem frægt er
orðið. í því ljósi var eftirtektarvert
hvað blástur Guðrúnar var hreinn.
Tónleikaskrá taldi Hándel hafa
samið Sónötuna í h-moll Op. 1,9 í
Hannover, þ.e. áður en hann settist
að í Lundúnum. Líkt og með verk
Haydns og Mozarts er ekki alltaf
hægt að treysta fyrstu útgefendum
Hándels, sem áttu til að eigna hon-
um afurðir minni spámanna í hagn-
aðarskyni. En trúandi væri upp á
ungan Handel að hafa samið þetta
heillandi litla sjöþætta verk, þó ekki
væri fyrir annað en óþrjótandi lag-
rænt hugvit. Þar við bætist stef Vi-
vace-þáttarins (II.) sem óneitan-
lega hljómar líkt og moll-útgáfa af
,jUla Hornpipe“ lokaþætti Vatna-
svítunnar í F-dúr. Tríóið lék af
miklu öryggi með lifandi „Empfin-
dsamkeit" í Largoþætti (I.) og
Adagio (IV.) og öguðum þrótti í fú-
geruðum Alla breve þættinum (V.)
Hinn látlaust röltandi Andante
(VI.) var leikinn tasto solo án semb-
als, og þó að lokamenúettinn bæri
nokkurn keim af dæmigerðri flögr-
andi ördýnamík upphafssinna, var
það ekki um of. Upprunatúlkun
Guðrúnar virtist að því leyti al-
mennt hófstilltari en stundum áður,
þegar barokkflautan gat á valdi til-
finninga minnt eilítið á japanskan
kjökurhljóm shakuhachis, svo að
saman víxluðust ólíkir heimar krít-
arpípu og kímónós.
Að þessu sinni varð einlæg spila-
mennska fræðibókstafnum yfir-
sterkari. Og mikið fór það tónlist-
inni vel. Því þó að sumir gætu e.t.v.
hnotið um sérkennilega hægferð-
ugt kvarttónavíbrató flautunnar í
Dolce-byrjunarþætti lokaverksins,
G-dúr Sónötu Leclairs Op. 9,7, var
flest fallega og sannfærandi leikið -
ekki sízt 4/4 „affetuoso“-Arían - og
samleikur þeirra þremenninga var í
heild samstilltur og lipur. Musica
Antiqua reyndist hér enn sem oftar
ómissandi þáttur í æ fjölbreyttara
reykvísku tónlistarlífi.
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Kristínn
Stjörnur á morgunhimni í samlestri; Margrét Ákadóttir, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Jónsson.
Stjörnur á morgun-
himni í Iðnó
í IÐNÓ eru hafnar æfingar á
leikritinu Stjörnur á morgun-
himni eftir rússneska leikskáldið
Alexender Galín, í þýðingu Árna
Bergmann. Sögusviðið er ein nótt
í Moskvu við setningu ólympíu-
leikanna árið 1980. Fylgst er með
sjö persónum á botni samfélagsins
sem eru sviknar um þátttöku í ól-
ympíugleðinni og dæmdar til þess
að húka í köldum kumbalda þegar
ólympíueldurinn fer hjá.
Verkið hefur verið sýnt á flest-
um leiklistarhátíðum Evrópu en
verður nú fi-umflutt á Islandi. Höf-
undurinn, sem er leikstjóri að
mennt, kom fyrst fram í byrjun
áttunda áratugarins og hafa verk
hans notið mikilla vinsælda víða
um heim. Hann ijallar af glögg-
skyggni um rússneskt samfélag
og gagnrýnir hart án þess að
dæma, segir í fréttatilkynningu
frá Iðnó.
Leikarar eru Sigrún Edda
Björnsdóttir, Edda Björg Eyjólfs-
dóttir, Margrét Ákadóttir, Jó-
hanna Vigdís Arnardóttir, Nanna
Kristín Magnúsdóttir, Gunnar
Hansson og Stefán Jónsson. Höf-
undur leikmyndar og búninga er
Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsingu
hannar Þórður Orri Pétursson,
tónlist er eftir Skárren ekkert, en
í hljómsveitinni em Guðmundur
Steingrímsson, Frank Hall, Eirík-
ur Þórleifsson og Hrannar Ingi-
marsson. Sýningarstjóri er Þór-
unn Geirsdóttir. Leikstjóri er
Magnús Geir Þórðarson. Fram-
leiðandi er Leikfélag íslands og
framkvæmdastjóri Anna María
Bogadóttir.
Sýningin er sett upp í samstarfi
við Leikfélag Akureyrar og verð-
ur einnig sýnd á Akureyri.
Frumsýning í Iðnó verður 28. des-
ember.
PP
&CO
ÞAKVIÐGERÐAREFNI
flWMIilMi
A -ÞOK - VEGGI - GOLF
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100
Rutland þéttir,
bætir og kætir
þegar þakið
fer að leka
Veldu
Rutland er einn
helsti framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
rétta efnið - veldu
Rutland!
''' ''
{éM&' PíM'Wáz
..
p ' '■/ , y
.
3d Civic 1.4 Si
90 hestöfl, 16 ventla, samlæsingar, rafdrifnar ruður og speglar.
Lengd: 4,19 m. Hjúlhaf: 2,62 m.
Ótrúlegur kraftur, eðallínur, formfegurð og
glæsilegar innréttingar, allt gerír þetta Civic
að lúxusbíl sem veitir ðkumanni og farþegum
Ijúfa ánægjustund í hvert einasta sinn sem
upp í hann ersest. Komdu og skoðaðu á
vefnum www.honda.is eða líttu inn og fáðu
að prófa.
( 3d Civic 1.4 Si
90 hestöfl, 76 ventla, ABS, tveir loftpúöar, samlæsingar, rafdrífnar
rúÖur og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m.
( 3d Civic 1.5 L$i - VTEC
115 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, fjarstýrðar samlæsingar, raf-
drifnar rúður og speglar, hiti í speglum. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m.
3d Civic 1.6 VH - VTEC
160 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, 75" álfelgur, rafdrifm sóllúga,
leðurstýri, sportinnrétting, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður og
speglar, hiti f speglum, 6 hátalarar, samlitaður. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf:
Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1 f00 ■ www.honda.is
Akranes: Bllver st, slml 431 1985. Akureyrl: Hötíur ht, slmí 4613000. Bgllsstaðlr: BHa- og búvólasalan ht, siml 4712011.
Kellavik: Bílasalan Bilavlk, slmi421 7600. Veslmannaeyjar: Bilaverkstæðið Bragglnn. simi 481 1535.