Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 31 LISTIR Úr blómagarði barokksins TOIVLIST Listasafn ís 1 ands BAROKKTÓNLEIKAR Sónötur eftir Vinci, J.S. Bach, Handel og Leclair. 2. tónleikar Musicae Antiquae af þrennum. Guðrún S. Birgisdóttir, barokk- (lauta; Elfn Guðmundsdóttir, sem- ba.ll; Olöf Sesselja Oskarsdóttir, viola da gamba. Sunnudaginn 31. október kl. 20. SKJÓL tónlistarunnenda gegn skrumi og skarkala vorra tíma gef- ast sem betur fer fleiri en það slak- andi en innantóma íhugunarflæði sem kennt er við Nýjan heim. Öllu inntaksmeiri er kammertónlist 19. aldar. En ef sótzt er eftii' enn kyrr- látari heiðríkju, er hana helzt að finna í stofutónlist mið- og síðbar- okksins. Leitun er að kliðmýkri hljóðfærum en frá þeim tíma, eða a.m.k. eftir að krassandi ýlugjafar snemmbarokks eins og regal og krummhorn hurfu úr tízku. Fátt sefar betur ýfða taugaenda gagn- vart ærandi ómvist nútímans en blævængsmjúkur söngur tréþver- flautunnar og hljóðlátt tifandi fylgi- bassameðleikur sembals og gömbu, eins og heyra mátti á tónleikum Musicae Antiquae í Listasafni Is- lands sl. sunnudagskvöld. Andstætt því sem áður var, þeg- ar stórstirni tónlistarsögunnar voru nær einráð á tónleikapalli, hefur geisladiskavæðing síðustu áratuga dregið fjölda lítt þekktra smámeist- ara fyrri tíma fram í dagsljósið. Verður það seint ofmetið, enda for- senda viðmiðunar og dýpri skiln- ings. Einn slíkur smámeistari var Leonardo Vinci (1690-1734; ekki að rugla við endurreisnaiTnálarann fræga L. da Vinci), sem var tónlist- arstjóri Napólí-óperunnar síðustu æviárin. Af tveim flautusónötum hans útgefnum í London 1764 flutti þríeykið sexþætta Sónötu í D-dur. Hver þáttur var stuttur og úr- vinnslulitill en heilsteyptur, og var margt fallega mótað af þeim þre- menningum, sérstaklega þó Largo- þátturinn (III.) Leiðréttingar á tímasetningu og jafnvel feðrun hafa hrannazt upp á síðastliðinni hálfri öld i kjölfar „Neue Bach Ausgabe“, og er Flautusónata Bachs í e-moll BWV 1034 engin undantekning frá því, ef marka má athugasemdir tónleika- skrár, sem taldi aðeins fullsannað að lokaþátturinn (IV.) væri eftir Sebastian. Þó var erfitt að verjast þeirri tilhugsun, að a.m.k. fyrra Al- legróið (II.) hlyti að vera eftir hann, enda alsett sebastíönskum einkenn- um á við beitingu tíðra orgel- punktsstaða í áhrifamiklu mótvægi við fljúgandi hljómaferli í grennd. En hvort sem heimilisfaðirinn sjálf- ur (þá búsettur í Köthen að talið er) eða einhver ættarlaukurinn hafi átt meh-ihlutann, er víst, að þetta verð- ugt vinsæla meistaraverk er meðal hápunkta í flautubókmenntum 18. aldar. Fylgibassaleikendur skiluðu hér sem endranær hlutverki sínu með lifandi og nákvæmum leik. Vanda- söm meðferð klappalausu barokk- flautunnar var í góðum höndum Guðrúnar Birgisdóttur, sérstaklega þó í vel mótuðum fyrsta þættinum, þó að hinn fjaðurmagnaða lokaþátt hefði mátt gæða aðeins meiri hryn- rænum drifkrafti, og raunar einnig í fylgibassaleiknum. Hröðu þætt- irnir reyndu töluvert á bæði úthald og fimi flautuleikarans, sumpart fyrir alræmt skeytingarleysi Bachs um öndunarþarfir, og var ekki öf- undsvert að þurfa að standa klár á heljarlöngum tónarunum meistar- ans með kvefpest í ofanálag. Flest tókst samt með ágætum, þrátt fyrir fáein fingrafip á hröðustu stöðum. Að vísu örlaði einnig smávegis á slíku þar sem mest á gekk annars staðar á dagskrá, enda fingraflækj- andi gaffalgrip barokkflautunnar dragbítur sem Böhmflautuleikarar nútímans eru að mestu lausir við - fyrir utan óáreiðanleika eldra hljóð- færisins í inntónun, sem sífellt þarf að tempra með munnstillingu. Olli sá annmarkinn fálæti Mozarts gagnvart flautunni, sem frægt er orðið. í því ljósi var eftirtektarvert hvað blástur Guðrúnar var hreinn. Tónleikaskrá taldi Hándel hafa samið Sónötuna í h-moll Op. 1,9 í Hannover, þ.e. áður en hann settist að í Lundúnum. Líkt og með verk Haydns og Mozarts er ekki alltaf hægt að treysta fyrstu útgefendum Hándels, sem áttu til að eigna hon- um afurðir minni spámanna í hagn- aðarskyni. En trúandi væri upp á ungan Handel að hafa samið þetta heillandi litla sjöþætta verk, þó ekki væri fyrir annað en óþrjótandi lag- rænt hugvit. Þar við bætist stef Vi- vace-þáttarins (II.) sem óneitan- lega hljómar líkt og moll-útgáfa af ,jUla Hornpipe“ lokaþætti Vatna- svítunnar í F-dúr. Tríóið lék af miklu öryggi með lifandi „Empfin- dsamkeit" í Largoþætti (I.) og Adagio (IV.) og öguðum þrótti í fú- geruðum Alla breve þættinum (V.) Hinn látlaust röltandi Andante (VI.) var leikinn tasto solo án semb- als, og þó að lokamenúettinn bæri nokkurn keim af dæmigerðri flögr- andi ördýnamík upphafssinna, var það ekki um of. Upprunatúlkun Guðrúnar virtist að því leyti al- mennt hófstilltari en stundum áður, þegar barokkflautan gat á valdi til- finninga minnt eilítið á japanskan kjökurhljóm shakuhachis, svo að saman víxluðust ólíkir heimar krít- arpípu og kímónós. Að þessu sinni varð einlæg spila- mennska fræðibókstafnum yfir- sterkari. Og mikið fór það tónlist- inni vel. Því þó að sumir gætu e.t.v. hnotið um sérkennilega hægferð- ugt kvarttónavíbrató flautunnar í Dolce-byrjunarþætti lokaverksins, G-dúr Sónötu Leclairs Op. 9,7, var flest fallega og sannfærandi leikið - ekki sízt 4/4 „affetuoso“-Arían - og samleikur þeirra þremenninga var í heild samstilltur og lipur. Musica Antiqua reyndist hér enn sem oftar ómissandi þáttur í æ fjölbreyttara reykvísku tónlistarlífi. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Kristínn Stjörnur á morgunhimni í samlestri; Margrét Ákadóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Jónsson. Stjörnur á morgun- himni í Iðnó í IÐNÓ eru hafnar æfingar á leikritinu Stjörnur á morgun- himni eftir rússneska leikskáldið Alexender Galín, í þýðingu Árna Bergmann. Sögusviðið er ein nótt í Moskvu við setningu ólympíu- leikanna árið 1980. Fylgst er með sjö persónum á botni samfélagsins sem eru sviknar um þátttöku í ól- ympíugleðinni og dæmdar til þess að húka í köldum kumbalda þegar ólympíueldurinn fer hjá. Verkið hefur verið sýnt á flest- um leiklistarhátíðum Evrópu en verður nú fi-umflutt á Islandi. Höf- undurinn, sem er leikstjóri að mennt, kom fyrst fram í byrjun áttunda áratugarins og hafa verk hans notið mikilla vinsælda víða um heim. Hann ijallar af glögg- skyggni um rússneskt samfélag og gagnrýnir hart án þess að dæma, segir í fréttatilkynningu frá Iðnó. Leikarar eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Margrét Ákadóttir, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Gunnar Hansson og Stefán Jónsson. Höf- undur leikmyndar og búninga er Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsingu hannar Þórður Orri Pétursson, tónlist er eftir Skárren ekkert, en í hljómsveitinni em Guðmundur Steingrímsson, Frank Hall, Eirík- ur Þórleifsson og Hrannar Ingi- marsson. Sýningarstjóri er Þór- unn Geirsdóttir. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Fram- leiðandi er Leikfélag íslands og framkvæmdastjóri Anna María Bogadóttir. Sýningin er sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og verð- ur einnig sýnd á Akureyri. Frumsýning í Iðnó verður 28. des- ember. PP &CO ÞAKVIÐGERÐAREFNI flWMIilMi A -ÞOK - VEGGI - GOLF Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100 Rutland þéttir, bætir og kætir þegar þakið fer að leka Veldu Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum rétta efnið - veldu Rutland! ''' '' {éM&' PíM'Wáz .. p ' '■/ , y . 3d Civic 1.4 Si 90 hestöfl, 16 ventla, samlæsingar, rafdrifnar ruður og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjúlhaf: 2,62 m. Ótrúlegur kraftur, eðallínur, formfegurð og glæsilegar innréttingar, allt gerír þetta Civic að lúxusbíl sem veitir ðkumanni og farþegum Ijúfa ánægjustund í hvert einasta sinn sem upp í hann ersest. Komdu og skoðaðu á vefnum www.honda.is eða líttu inn og fáðu að prófa. ( 3d Civic 1.4 Si 90 hestöfl, 76 ventla, ABS, tveir loftpúöar, samlæsingar, rafdrífnar rúÖur og speglar. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. ( 3d Civic 1.5 L$i - VTEC 115 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður og speglar, hiti í speglum. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. 3d Civic 1.6 VH - VTEC 160 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, 75" álfelgur, rafdrifm sóllúga, leðurstýri, sportinnrétting, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar, hiti f speglum, 6 hátalarar, samlitaður. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1 f00 ■ www.honda.is Akranes: Bllver st, slml 431 1985. Akureyrl: Hötíur ht, slmí 4613000. Bgllsstaðlr: BHa- og búvólasalan ht, siml 4712011. Kellavik: Bílasalan Bilavlk, slmi421 7600. Veslmannaeyjar: Bilaverkstæðið Bragglnn. simi 481 1535.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.