Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hugsanleg innherjaviðskipti með hlutabréf í ÍS könnuð
VERÐBRÉFAÞING íslands hef-
ur sent Fjármálaeftirlitinu grein-
argerð um hugsanleg innherjavið-
skipti með hlutabréf í íslenskum
sjávarafurðum, í tengslum við
samruna félagsins við Sölusam-
band íslenskra fiskframleiðenda,
SÍF.
Mikil viðskipti urðu með hluta-
bréf í ÍS áður en tilkynnt var um
samruna félaganna og urðu þau til-
efni athugunar Verðbréfaþings fs-
lands í samráði við Fjármálaeftir-
litið. VÞÍ óskaði eftir gögnum frá
þingaðilum um öll viðskipti með
hlutabréf í ÍS frá þriðja ágúst sl.
Páll G. Pálsson, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, staðfesti í samtali
Rannsókní
höndum
Fjármála-
eftirlitsins
við Morgunblaðið að eftirlitinu
hefði borist ítarleg greinargerð
frá Verðbréfaþingi, en vildi ekki
tjá sig um málið að öðru leyti,
enda væri það á viðkvæmu stigi.
Stefán Halldórsson hjá Verðbréfa-
þingi tók í sama streng. Hann
sagði þó að rannsóknin væri að
fullu komin í hendur Fjármálaeft-
irlitsins.
Um innherjaviðskipti er fjallað í
4. kafla laga nr. 13 1996 um verð-
bréfaviðskipti, auk reglugerðar 433
frá 1999 um upplýsingaskyldu út-
gefanda, kauphallaraðila og eig-
enda verðbréfa sem skráð eru í
kauphöll. Samkvæmt 2. mgr. 59.
gr. laganna varða brot við 4. kafla
sektum eða fangelsi allt að tveimur
árum. Þar segir einnig að heimilt
sé að gera upptækan með dómi
beinan eða óbeinan hagnað sem
hlotist hafi með broti gegn ákvæð-
um 4. kafla. Eftir þvi sem Morgun-
blaðið kemst næst hefur ekki reynt
á þessi ákvæði í íslenskum rétti.
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 21
ESB samþykk-
ir kaup New
Holland á Case
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins hefur fallist á
kaup vinnuvélaframleiðandans
New Holland NV, sem að stærstum
hluta er í eigu Fiat á Italíu, á
bandarískum keppinaut sínum, Ca-
se Corp. Skilyrði fyrir kaupunum
er að hluti af verksmiðjum og rétt-
indum fytirtækjanna vegna fram-
leiðslu landbúnaðarvéla verði seld,
vegna hættu á að nýja fyrirtækið
nái einokunarstöðu á nokkrum
mörkuðum, meðal annars á Islandi.
Gunnar Viðar Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Véla og þjónustu,
sem er umboðsaðili Case á Islandi,
segist ekki búast við mikilli upp-
stokkun í sölukerfi Case, eða ann-
arra vörumerkja sem hið samein-
aða fyrirtæki selur, enda setti Evr-
ópusambandið það einnig sem skil-
yrði að þeir sem kaupi framleiðslu-
réttindin fái aðgang að sölukerfi
sameinaða fyrirtækisins.
Búast má við, miðað við skilyrðin
sem ESB hefur sett fyrir samein-
ingu fyrirtækjanna, að Case þurfi
að selja dráttarvélaverksmiðju sína
í Doncaster á Bretlandi, sem fram-
leiðir meðal annars dráttarvélar af
gerðinni CX og MXC. Gunnar segir
að líklega muni framleiðslu verk-
smiðjunnar áfram verða dreift um
sölukerfi Case, og því sé sennileg-
ast að Vélar og þjónusta muni selja
hana eftir sem áður.
Gunnar segir að sala á vélum
sem framleiddar eru í Doncaster
skili um 10% af veltu fyrirtækisins.
Veltan var samtals um 1.700 millj-
ónir króna í fyrra.
Aðrir umboðsaðilar véla sem
nýja sameinaða vinnuvélafyrirtæk-
ið framleiðir eru meðal annars
Vélaver, Bræðurnir Ormsson og
Ingvar Helgason.
------------------
Aer Lingus
hættir flugi til
Stansted
Dyflinni. Reuters.
ÍRSKA ríkisrekna flugfélagið Aer
Lingus hefur ákveðið að hætta að
nota Stansted-flugvöll Lundúna í
janúar og fljúga í staðinn til næst-
stærsta flugvallar borgarinnar,
Gatwick.
Eftir yflrlýsingu Aer Lingus til-
kynnti aðalkeppinauturinn, Ryanair
Holdings Plc, sem er þekktur fyrir
lág fargjöld, að ferðum Ryanairr til
og frá Stansted yrði fjölgað um
þriðjung í janúar.
Um leið varaði Ryanai Aer
Lingus við því að ákvörðun Aer
Lingus mundi leiða til hærri farg-
alda í áætlunarflugi milli Irlands og
Lundúna.
Aer Lingus hefur nýlega hafið
flug til London City-flugvallarins og
heldur einnig uppi ferðum til
Heathrow. Félagið vill ná til efnaðri
farþega í Gatwick og auðvelda
skipulagningu framhaldsflugs með
bandalagsfélögunum British Air
ways Plc og American Airlines.
Hfflvinnulausnir VKS
HÓPVINNULAUSNIR VKS straumlínulaga starfsemi fyrirtækis þíns - gera það samkeppnishæfara með
því að nýta upplýsingatækni til samhæfingar starfsfólks. Lausnirnar veita stjómendum betri yfirsýn, einfalda
ákvarðanatöku, auðvelda miðlun upplýsinga og einfalda dreifingu verkefiia.
HÓPVINNULAUSNIR VKS vinna í Outlook hópvinnuumhverfi frá Microsofit og birtast sem hluti af því.
Notendur eiga þess vegna auðvelt með að tileinka sér lausnirnar.
TMfusion SAMSKIPTASTJÓRINN styrkir stjórnun
fyrirtækisins, styttir afgreiðslu og stjórnunartíma.
Samskiptastjórinn leiðir til markvissari vinnubragða með
fúllkominni samskiptaskráningu fyrirtækis og viðskiptavinar.
PJÓNUSTUSTJÓRINN sparar tíma og peninga með
skipulagi á ferli þjónustubeiðna. Hann stuðlar að mark-
vissum vinnubrögðum og flýtir fyrir úrlausnum.
||| UPPLÝSINGASTJÓRINN breytir óskipulegu
upplýsingaflæði í skipulegan upplýsingagrunn. Aðföng,
fréttir, viðvera, þekking, fundir, verkefhi, skilaboð og vefföng
eru skipulega skráð og aðgengileg.
Frá stofnun, árið 1979, hefur VKS verið í fararbroddi
á íslenskum hugbúnaðarmarkaði. VKS féltk fyrst íslenskra
hugbúnaðarfyrirtækja ISO 9001 gæðavottun árið 1995,
í samræmi við stefnu fyrirtækisins um góð vinnubrögð og
vandaða þjónustu.
VKS
B í I d s h ö t ð a 14 • 112 R e y k j a v í k
VERK-OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF
RÁÐGJÖF • HUGBÚNAÐARÞRÓUN • TÖLVUKERFI
V e í í a n g vv vv w. v k s. í s