Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.11.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 < ......... MINNINGAR ÞORÐUR GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON + Þórður Guð- mundur Hall- dórsson var fæddur í Hnífsdal 9. desem- ber 1921. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 26. októ- ber. Foreldrar hans voru Margrét I. Þórðardóttir, f. < 1880, og Halldór Auðunsson, f. 1879. Þórður var yngstur 11 systkina en nöfn þeirra eru: Auðunn, f. 1903, Guðmundur, f. 1904, Guðbjörg, f. 1905, Bjami, f. 1911, Halldór, f. 1908, Lára, f. 1909, Kristján, f. 1912, Sæunn, f. 1913, Bjami, f. 1915, Guðmunda, f. 1919, og Sól- veig, f. 1920. Nú em aðeins eftir- lifandi tvær systranna, Sæunn, frá Miðdal, dvelur nú á Hrafn- istu, og Guðmunda, búsett í Hafnarfirði. Þórður fluttist með foreldmm sinum sex ára gamall til Hafnar- fjarðar. Hann var menntaður r- stýrimaður og starfaði sem skip- stjóri um árabil. Eft- ir að skipstjóraferli hans lauk fór hann í Samvinnuskólann. Lengst af var hann fasteignasali og rak Eignasöluna hf. í Reykjavík. Fyrri kona Þórð- ar var Ingibjörg Þorleifsdóttir. Þau slitu samvistir. Dæt- ur þeirra em Sigríð- ur, f. 13.9. 1948, Sjöfn og Svala, f. 19.7. 1956. Eftirlif- andi eiginkona Þórðar er Stella Sæberg, ættuð frá Hafnarfirði. Foreldrar henn- ar em Jóhanna Sæberg, f. 1896, og B.M. Sæberg, bifreiðastjóri í Hafnarfirði, f. 1892. Dóttir Þórð- ar og Stellu er Margrét, f. 7.11. 1969. Böm Stejlu em Jóhanna, Kristján og Árni. Barnabörn Þórðar og Stellu em ellefu og bamabamabömin tvö. Utför Þórðar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfírði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Ur Spámanninum.) Elsku pabbi. Við göngum ekki gegnum þetta líf átakalaust, það hefur þú alltaf sagt. Að vera iðjulaus hefur engan tilgang, enda gast þú aldrei setið kyrr né verið aðgerðar- laus. Að skrifa minningarorð um þig er erfitt því það er af svo mörgu að taka, en æskuminning mín fjallar um veru okkar í Hrísey, snjósleða- ferðir og hraðbátinn sem þú dróst systur mínar með á sjóskíðum eftir öllum Stöðvarfirði. Það voru fáir sem trúðu því að þú værir að verða áttræður, því orkan var eins og hjá tvítugum manni þrátt fyrir öll veikindin í gegnum ár- in. Þú elskaðir útivist, veiðiferðir og sumarbústaðinn þinn í Miðdal og hverjum nema þér hefði dottið í hug BLÓMABÚÐ MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA í GLEÐI OG SORG. 40ÁRA STARFSREYNSLA í ÚTFARARSKREYTINGUM. MICHELSEN HÓLAGARÐI, sími 557 3460 Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. að kaupa sér traktor kominn á þenn- an aldur. Þú fórst á óteljandi námskeið þér til gamans og eitt af þeim var í myndlist, enda á ég verk eftir þig sem prýða heimili mitt. Listsköpun var þér í blóð borin, þú samdir tónlist og sendir frá þér 25 laga nótnahefti fyrir fáum árum. Þú sagðir að menn ættu ekki að leggjast í kör þegar þeir eldast, heldur stinga sér til sunds og láta vaða. Þér fannst tónsmíðar vera skemmtilegt áhugamál og við sem eftir lifum erum svo lánsöm að geta hlustað á tónlistina þína okkur til yndisauka og það voru ófáir sunnu- dagsbíltúramir okkar í Hafnarfjörð þar sem þið mamma ólust upp. Sá dagur þegar sonur minn Þórð- ur Axel var skírður í höfuðið á þér gleymist aldrei. Stoltið skein úr aug- um þínum, enda urðuð þið perluvin- ir. Þið brösuðuð mikið og það voru ófáar ferðimar sem þið fórað upp í bústað til leiks og starfa þar sem þú hafðir búið þér þinn sælureit. Síðasta skiptið sem við hittumst varst þú að leika „í grænni lautu“ við Guðrúnu Stellu, litlu afastelpuna þína. Það var yndislegt að sjá þig, elsku pabbi minn, veltast með henni og þið skemmtuð ykkur konung- lega. Þú gleymdir aldrei baminu í þér. Heimili ykkar mömmu hefur allt- af staðið opið íyrir okkur í blíðu og stríðu og það verður undarlegt að koma heim á Selvogsgrann og eiga ekki von á að fá faðmlagið þitt góða né fallega brosið þitt. Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Erfisdrykkjiir P E R L A N Sími 562 0200 Það var aldrei lognmolla í kring- um þig. Þú dóst eins og þú lifðir. Að- gerðarleysi var eitur í þínum bein- um og þú varst að saga niður tré og taka rótarhnyðjuna í garðinum þeg- ar þú hneigst niður örendur. Eg skal reynast henni mömmu eins vel og ég get, en þú sagðir að erfiðleikamir væra til þess að sigr- astá. Eg geymi minningu um einstak- an pabba og afa í hjai’ta mínu. Eg vona að þú vakir yfir velferð okkar í framtíðinni eins og þú hefur alltar gert. A þessari stundu hugsa ég til þess að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir Margrét. Það var regn og kalsaveður morguninn 26. október er Þórður G. Halldórsson gekk út í garð þeirra erinda að saga niður tré og rífa upp með rótum úr garðinum sínum. Hann hafði lokið við að saga og beitti nú öllu sínu aíli til þess að slíta upp rætumar. En átökin urðu of mikil, hjartað gaf sig og hann hné örendur niður. Jámstöng, reipi, keðja og rætur fastar í jörðu standa nú sem minnisvarði manns sem á- vallt vildi eitthvað hafa fyrir stafni. Eg sé hann ljóslifandi fyrir mér brosandi með glettnisglampa í aug- um, og þannig vil ég minnast hans áfram. Nú þegar hann er farinn skiiur maður hversu mikil áhrif hann hafði á tilvera okkar sem þekktum hann. Heitar umræður um menn og mál- efni vora Þórði að skapi, og var þá ekkert gefið eftir. Að leiðarlokum vildi ég þakka íyrir samfylgdina, rökræðumar og húmorinn sem honum var svo eðlis- lægur. Hann leysir nú landfestar og ýtir úr vör í hinsta sinn og siglir út flóann í glampandi sólskini til fyrir- heitna landsins. Blessuð sé minning þín um aldur ogævi. Þinn tengdasonur Ámi Jónsson Sigurðsson. Elsku afi minn, þú varst alltaf svo hress og góður og auðvitað stríðinn. En það er svo sárt að vita að þú ert farinn og að ég fái ekki þitt innilega faðmlag og þinn koss aftur. Ég mun sakna þín svo sárt og ég vO að þú vit- ir að ég elska þig af öllu mínu hjarta. Elskan mín, hði þér vel, Guð vemdi þig og varðveiti að eilífu. Am- en. Elsku afi, nú ertu farinn til himna, búinn að kveðja þennan heim. En ég veit að svo fer ég til himna og þá mun ég faðma þig og kyssa og við verðum saman á ný. Ingibjörg Ámadóttir. Elsku afi. Það er erfitt að sætta sig við það að kveðjustundin sé kom- in. Nú gerir maður sér grein fyrir þvf hversu stutt er á milli lífs og dauða. Síðast þegar ég sá þig sastu inni í stofu hjá Sjöbbu með Stellu konunni þinni, svo sæll og glaður. Mér datt ekki í hug að það yrði í síð- asta sinn sem ég sæi þig. Nú eiga margir um sárt að binda enda góður og skemmtilegur maður fallinn frá, en við höfum minningar um þig sem geta huggað okkur. Þitt sæta og blíða bros, hlýtt faðmlag og þinn einstaki húmor gat alltaf fengið migtilaðbrosa. En nú ertu kominn á góðan stað þar sem þér hður vel og munt fylgj- ast með okkur og vernda þar sem við höldum áfram með líf okkar. En ég trúi því að við eigum eftir að hitt- astaftur. Ég sakna þín mikið og elska þig. Ingibjörg Marin Björgvinsdóttir (Inga Maja). KRISTIN SIGRIÐUR VILHELMSDÓTTIR + Kristín Sigríður Vilhelmsdóttir fæddist í Reykjavík 8. maí 1949. Hún lést á Landspítalanum 23. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Árný Marta Jónsdóttir húsmóð- ir, f. í Bræðraborg á Stokkseyri 1.1.1902, d. 23.2. 1989, og Vil- helm Sigurðsson trésmíðameistari í Reykjavík, f. á Sauð- árkróki 9.3. 1905, d. 1973. Bræður Kri- stínar eru 1) Jón Magnús Vil- helmsson vélstjóri, f. 18.1. 1937, kvæntur Steinunni Gísladóttur húsmóður og eiga þau tvo syni, Vilhjálm Frey, í sambúð með Kristjönu Harðardóttur, eiga þau tvö börn, og Gísla. 2) Halidór Vilhelmsson, söngvari, f. 24.4. Nú er hún Kristín mín dáin. Ég finn mikinn söknuð í hjarta. I þrett- án ár höfum við verið vinkonur og átt saman margar yndislegar stundir, bæði heima og á ferðalög- um. Kristín var þroskaheft en það var mjög auðvelt að gleyma því á stundum. Hún var mjög trúuð, hlý og viðkvæm. Ef einhverjum leið ekki vel, var hún fljót að finna það og gaf þá koss á kinn eða klapp á öxi. Hún var mjög dugleg hér áður fyrr, las bækur og blöð, skrifaði, ræddi máhn og fór í strætó milli vinnu og heimilis. Fyrir þremur ái’um veiktist Kri- stín og síðan hafa veikindi hennar orðið til þess að öll tjáskipti hafa verið erfiðari síðastliðið ár og líka- mlegur þróttur hennar dvínaði mikið. En á síðustu samverastund okkar kom glampinn góði augna- blik í augun og hún gaf mér merkið okkar, það hlýjaði mínu litla hjarta mikið og þannig ætla ég að muna vinkonu mína. Bið ég Guð að geyma þig, góðavinan bjarta. Egmun alltaf muna þig innstímínuhjarta. Halldóri, Áslaugu, Jóni, Stein- unni og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð og þakka mikinn hlýhug og traust í minn garð. Hvíl í friði. Bára A. Góð vinkona okkar og vinnufé- lagi Kristín Vilhelmsdóttir er dáin. Hún vann með okkur á Vinnustof- unni Ási frá upphafi 1981 en hætti þar fyrir fjóram áram og fór í Iðju- berg. Margs er að minnast frá þessum áram og mörg skemmtileg atvik sem koma upp í hugann bæði úr vinnunni og eins úr frístundum. Við eram þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þínum mann- kostum og að eiga þig að vini. Þú gerðir lífið fallegra. Þegar við hugsum til Kristínar þá fannst okkur hún vera hlédræg, dugleg, prúð, kurteis, kát og alltaf stutt í hláturinn hjá henni. Kristín var góð saumakona og handlagin. 1938, kvæntur Ás- laugu B. Ólafsdótt- ur tónmenntakenn- ara og eiga þau þrjú börn. Sigurð, hans kona er Stefanía Adolfsdóttir, þau eiga tvær dætur, Hildigunni, og Mörtu Guðrúnu, hennar niaður er Örn Magnússon og eiga þau tvö börn. Kristín bjó lengst af í foreldrahúsum og starfaði á Sauin- astofunni Ási. 1986 fluttist hún í sambýlið í Víðihlíð í Reykjavík og dvaldist þar þang- að til í sumar að hún fluttist á Endurhæfíngardeild Landspíta- lans í Kópavogi. Utfor Kristínar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kristínu leið ekki vel síðustu mánuðina því hún var svo veik, en núna vitum við að henni líður vel. Gu(j blessi Kristínu. Vinnufélagar Vinnustofunni Ási. Ég hugsa eins og þið en þið vitið það ekki. Ég get ekki sagt ykkur það. Þið skiljið mig ekki. Ég reyni að tala við ykkur en þið horfið bara á mig og farið. (Asdís Jenna Astráðsdóttir.) Með örfáum orðum langar okkur að kveðja góða vinkonu okkar og sambýliskonu Kristínu Vilhelms- dóttur. Kristín bjó með okkur hér í Víði- hlíðinni frá 1986 en hingað fluttist hún úr foreldrahúsum. Margs er að minnast frá þessum áram og margt leitar á huga okkar þessa dagana. Kristín var mjög lífsglöð kona, hún hafði yndi af að ferðast, sækja tónleika, fara í leikhús, dansa og syngja. Tónlistin var hennar líf og yndi og var hún í kór í Brautarskóla í mörg ár. Kristín var hrókur alls fagnaðar þar sem fólk kom saman og alltaf til í að skemmta sér og öðram. Kristínar er sárt saknað héðan úr Víðihlíðinni. Samúðarkveðjur sendum við ættingjum hennar sem hugsuðu svo vel um hana. Blessuð sé minning Kristínar. Heimilisfólk og starfsfólk Víðihlíðar 5 og 7. Það var gaman að koma heim til þín í afmælisveislu. Ég og Aldís, konan mín, söknum þín mikið. Það var gaman að vinna með þér í Ási og þið Aldís voruð svo góðar vin- konur og saman í saumaklúbb. Það var fallegt heimilið hennar Kristín- ar. Guð veri með bræðrum Kristín- ar, Jóni og Halldóri. Aldís Ágústsdóttir, Stefán Konráðsson. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upp- lýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Lokað frá kl. 12 í dag vegna jarðarfarar JÚLlUSAR SIGURÐSSONAR. Snæfiskur hf., Þverbrekku 8, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.